Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1994 41 þau efni. Ræður hans á aðalfundum Sambandsins og skýrslugjafir, sem til eru í rituðum heimildum, eru til fyrirmyndar. Varð hann þó þar að þola samanburð við hæfustu ræðu- menn hreyfingarinnar og vék ekki um fet. Hann bar svipbragð beggja foreldra sinna, en var þeim mun hávaxnari, maður tígulegur á velli, eins og þau Lúlú bæði, foringi sem tekið var eftir, enda veit ég að hann komst langt með málefni fyrirtækja sinna á framkomunni og málatilbún- aðinum, þótt hann legði ávallt öll spil á borðið við gagnaðila. Við áttum ekki samleið til enda, sökum vanefnda samningsaðila Sambandsins, sem ég taldi að gæti leitt til vandkvæða síðar fyrir sam- vinnuhreyfinguna, yrði ég áfram í starfi þar, en hinu er heldur ekki að leyna að okkur forstjóra greindi á um leiðir og stefnu, sem drottinn einn veit um hvort hefði leitt til ein- hverrar annarrar niðurstöðu, en sú sem nú er fengin um sinn. Það mun aftur morgna og hygg ég að dómur sögunnar um Guðjón verði á einn veg, að þar hafi farið sannur mað- ur, sem var sem Kári, „engum líkur“. Vináttu okkar héldum við utan dægurþrass og stóð hún traustum rótum. Ég drúpi höfði við kistu vin- ar míns og við Sigríður biðjum hon- um fararheilla á óþekktum leiðum, vitandi vits að þar eru m.a. foreldrar og „vinir í varpa“ sem fagna honum við „heimkomuna", — jafnframt sem við þökkum fyrir allt á liðinni tíð, — en flölskyldu hans biðjum við hjónin styrks hins hæsta á dimmum dögum. Aldin föðuramma hans, Ásgerður Jensdóttir, flutti honum ljóð, sem hékk yfir vinnustól hans heima, og geri ég eftirfarandi ljóðlínur hennar að mínum á þessari kveðjustund. Ég sá þig vaxa vinur og verða góðan mann og ávallt gegnum árin þinn yl og kærleik fann. Ég bið þér alls hins besta, þú blessun fékkst í arf. Guð á himnum gæti þín og göfgi allt þitt starf. Kjartan P. Kjartansson Þegar við nú kveðjum vin minn Guðjón B. Ólafs'son, væri hægt að fara mörgum fögrum orðum um líf og óvenjulegan starfsferil þessa manns. Kynni okkar Guðjóns hófust vorið 1967, þegar ég hóf störf á skrifstofu Sambandsins í London. Miklir erfiðleikar voru þá í fisk- sölumálum Sambandsins, og var Guðjón beðinn að taka að sér starf framkvæmdastjóra sjávarafurða- deildar á miðju ári 1968. Áður en Guðjón fór frá London hafði orðið að samkomulagi okkar á milli að ég kæmi til starfa hjá honum í sjávaraf- urðadeild þá um haustið. Stofnað var Félag sambandsfisk- framleiðenda, og tókst Guðjóni á örskömmum tíma að snúa vörn í sókn. Minnist ég þessa tíma með mikilli ánægju. Starfsgleðin, sem Guðjóni var í blóð borin, skapaði sérstakan starfs- anda, sem erfitt er að lýsa með orð- um. Dvölin á íslandi var skemmri en til stóð. Afkoma frystihúsanna var undir því komin, að vel tækist til með markaðssetningu afurðanna á aðalmarkaðssvæðinu í Bandaríkj- unum. Sölufyrirlæki Sambandsfrysti- húsanna hafði gengið illa að ná fót- festu á þeim markaði. Það var hart lagt að Guðjóni að taka að sér það ábyrgðarmikla starf að koma hlutum þar í lag. Það réð miklu um ákvörð- un Guðjóns að Sambandið var í mikl- um ábyrgðum fyrir skuldum fyrir- tækisins og óvíst um framtíð þess, ef illa færi. Guðjón stjórnaði Iceland Products Inc., en nafni fyrirtækisins var síðar breytt í Iceland Seafood Corporation árin 1975-1986. Á þssum tíma tókst honum að gera fyrirtækið að leiðandi afli í sölu- og markaðsmálum freðfisks í Bandaríkjunum. Guðjón vakti athygli fyrir kjark- mikla, fijálslega og örugga fram- komu. Á þessum tíma gegndi ég starfi aðstoðarframkvæmdastjóra sjávar- afurðadeildar Sambandsins og var jafnframt sölustjóri. Voru samskipti við Guðjón mikil og heimsóknir tíðar. Líkt og í sjávarafurðadeildinni mótaði starfsgleði Guðjóns andrúms- loftið, sem ríkti í fyrirtækinu. Það fór ekki framhjá neinum sem starfaði að fisksölumálum á þessum tíma, að Iceland Seafood Corporati- on var skapandi fyrirtæki, sem var í sókn. Guðjon hafði áunnið sér per- sónulega og fyrirtækinu, sem hann hafði byggt upp, mikillar virðingar. Á ráðstefnum var Guðjón eftir- sóttur ræðumaður, og var hlustað með athygli á skoðanir hans og sjón- armið. Enn á ný urðu kaflaskil í lífi Guð- jóns. Árið 1986 er hann ráðinn for- stjóri Sambandsins. Guðjón gekk til þess starfs með sama hugarfari og þegar hann varð framkvæmdastjóri sjávarafurðadeilar og Iceland Products. Ekki var allt sem sýndist í málefnum þess fyrirtækis. Guðjón sagði mér fljótlega eftir að hann tók við forstjórastarfinu, að sín stærstu mistök í starfi hefðu verið að láta ekki fara fram úttekt á Samband- inu, áður en hann tók við. Hvort það mat var rétt skal ósagt látið, en eitt er víst: Ekki var allt sem sýndist. Guðjón var stjórnarformaður í Ice- land Seafood Corporation eftir að hann lét af starfi framkvæmda- stjóra. Var hann ekki sáttur við hvernig staðið var að rekstri þess fyrirtækis og beitti sér fyrir því að skipt yrði um framkvæmdastjóra. í kjölfarið hófst mikil ófrægingarher- ferð á hendur Guðjóni. Það er öllum ljóst, sem til þekkja, að það voru einstaklingar innan Samvinnuhreyfingarinnar, sem fyrir þessu stóðu. Sambandið hafði orðið fyrir mikl- um álitshnekki vegna „kaffibauna- málsins" nokkru áður. Hve miklum skaða samvinnumenn ollu sínu eigin fyrirtæki með herferð- inni á hendur Guðjóni getur enginn dæmt um. Árin sem Guðjón var forstjóri urðu miklar breytingar á skipulagi og rekstri Sambandsins. Þau ár voru erfið rekstrarár. Töpuð útlán, röng gengisskráning og háir vextir urðu skuldugum fyrirtækjum þung byrði. Endalokin þekkja allir. Árið 1991 var Guðjóni erfitt. Atburður, sem átti sér stað í janúarmánuði, varð honum mikið áfall, og minntist hann þess oft við sína nánustu og trúnað- arvini. Um páska það sama ár er Guð- jóni tjáð að hann sé haldinn alvarleg- um sjúkdómi. Hann fékk tímabundið Ieyfi frá störfum og notaði þann tíma til að leita sér lækninga. Að loknu leyfi tók Guðjón aftur til starfa. í ágústmánuði sagði hann sig úr stjórn Iceland Seafood Corp- oration, þegar ekki var fallist á til- lögur hans um breytingar. Guðjóni mislíkaði mjög afstaða meðstjórnar- manna sinna í því máli. „í þessu máli veit ég að ég hef á réttu að standa,“ sagði hann og bætti við: ,jTíminn mun kveða upp sinn dóm. Ég vona bara að það verði þá ekki of seint." Þegar ég kveð Guðjón B. Ólafsson er mér efst í huga þakklæti. Þakk- læti fyrir aldarfjórðungssamstarf, þar sem hann var minn yfirmaður, fyrst á Lundúnaskrifstofu, síðan sjávarafurðadeild, samstarf árin sem hann var vestan hafs. Guðjón var stjórnarformaður Útvegsfélags sam- vinnumanna og Iceland Seafood Ltd, en í þeim félögum gegndi ég fram- kvæmdastjórastarfi. Á milli okkar Guðjóns ríkti alltaf trúnaður og vinátta, sem aidrei verð- ur fullþakkað af minni hálfu. Guðjón var mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Hann var kvæntur Guðlaugu Brynju Guðjónsdóttur og eignuðust þau fimm börn, og eiga eina tengdadóttur og tvö barnabörn. Það voru margar ánægju- og gleði- stundir, sem ég átti á heimili fjöl- skyldunnar í Englandi, á Sunnuveg- inum, í Bandaríkjunum og á Lauga- rásveginum. Elsku Lúlú, Guðjón Jens og Kim, Bryndís, Brynja, Ása Björk og Ólaf- ur Kjartan. Ykkar söknuður er mik- ill. Við Guðrún vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Minningin um elskulegan eigin- mann, föður og tengdaföður verður vonandi sorginni yfirsterkari þegar frá líður. Ekki má gleyma afastrák- unum tveimur. Samband Guðjóns við dótturson sinn Ólaf Friðrik var einstakt og ekki unni hann síður Guðjóni Jens yngri. Minningin um afa verður ykkur dýrmæt í framtíð- inni. Blessuð sé minning Guðjóns. Hvíli hann í Guðs friði. Ólafur Jónsson. Fyrir tveimur árum hitti ég fyrr- verandi sveitunga minn. Svo sem gengur spurði ég um heilsufar. Hann tjáði mér að hann væri með sama sjúkdóm og Guðjón B. Ólafsson. En þá, fyrir skömmu, hafði birst viðtal við Guðjón í tímariti, þar sem hann fjallaði um sjúkdón sinn af hispurs- leysi hreinskilni. Sveitungi minn bætti við með karlmannlegri áherslu: „Læknavís- indunum fleygir svo ört fram að við sem höfum sýkst af þessum sjúk- dómi munum, með tilkomu þeirrar þróunar í höndum mikilhæfra lækna, vinna bug á þessum sjúkdómi.“ Fyrir um hálfum mánuði var þess- um vini mínum fylgt til grafar rúm- lega sjötugum. Þetta, sem hér hefur verið sagt, kom upp í huga minn þegar ég hlýddi á það í frétt ríkisútvarpsins að Guð- jón B. Ólafsson væri látinn. Það var einnig fyrir um það bil tveimur árum að ég hitti Guðjón á förnum vegi. Ég spurði hann líka um heilsufar. Hann svaraði því með sínum venjulega hressleika, að sér liði vel. Við höfðum á orði að hittast við hentugleika og spjalla saman. Því miður varð aldrei af því. Þess vegna er það að þetta stutta spjall og handtak á förnum vegi urðu síð- ustu samskipti okkar Guðjóns. Ég kynntist Guðjóni fyrst þegar hann tók við framkvæmdastjórn sjávarafurðadeildar Sambandsins. Þau kynni þróuðust fyrst og fremst af viðskiptum hans sem fram- kvæmdastjóra sjávarafurðadeildar- innar og mín sem starfandi aðila við framleiðslu sjávarafurða. Samhliða því að framkvæmda- stjórinn gætti ýtrustu reglna um viðskiþti fór það ekkert á milli mála þegar tímar liðu fram og kynnin fóru að þróást að Guðjón hafði yfir miklum mannkostum að búa. Um þá þætti yrði of langt mál að fjalla í þessum fáu minningarorðum. En fyrir það að hafa átt tækifæri til þess að kynnast viðskiptahæfi- leikum og ekki síður mannkostum Guðjóns, oftast á erfiðleikatímum, vil ég við lát hans færa fram þakkir og virðingu. Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtæki SÍS í Ameríku, var komið í mjög alvarlega fjárhagslega stöðu fyrir og uppúr 1970, svo alvar- lega stöðu, að hún hafði keðjuverk- andi áhrif á gengi fjölda fyrirtækja hérlendis. Til þess að freista þess að koma stöðu fyrirtækisins í viðunandi horf, að ekki sé nú talað um að koma því á sterkan grundvöll, þurfti mikið og margvíslegt að koma til. Guðjóni B. Ólafssyni var falin for- stjórn þess mikla verks. Á skömmum tíma tókst Guðjóni að breyta þessu fyrirtæki úr því að vera allt að því gjaldþrota og drag- bítur í rekstri íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja, sem voru í viðskipt- um við Sambandið, í það að verða lyftistöng þeirra. Löngu fyrir lok forstjóratímabils hans, 1986, hafði hann gert fyrir- tækið fjárhagslega sterkt sam- kvæmt bandarískum mælil^varða. Ég læt þessi orð vegna 'andláts Guðjóns B. Ólafssonar ekki verða mikið fleiri. Þegar að því kemur að sagnfræð- ingar rita sögu SíS tel ég að þar muni koma, fram fagleg skýring á hæfni og mannkostum Guðjóns B. Ólafssonar, sem eins af mikilhæf- ustu persónuleikum sem starfað hafa fyrir Samvinnuhreyfinguna á íslandi. Trú sveitunga míns á þróun læknavísindanna hefur því miður ekki ennþá náð nógu langt til þess að ráða bót á sjúkdómi þeim sem leiddi til dauða Guðjóns B. Ólafsson- ar, aðeins 58 ára að aldri. Ég votta eiginkonu Guðjóns, börn- um þeirra og öðrum ættingjum djúpa samúð við fráfall hans. Þórarinn St. Sigurðsson. Fleiri minningiirgreiniir um Guðjón B. Ólnfsson bíða birting- ar og munu birtnst í blaðinu næstu daga. + Faðir okkar, tengdafaðir og fósturfaðir, HINRIK GUÐMUNDSSON, ísafirði, sem lést þann 30. desember, verður jarðsunginn frá ísafjarðar- kapellu laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Þórir G. Hinriksson, Árý Hinriksson, Daði Hinriksson, Berta Guðmundsdóttir, Arnar G. Hinriksson, Kristín Þórisdóttir. t Elskuleg dóttir okkar, systir og barna- barn, HELGA BERGÞÓRSDÓTTIR, Logalandi 3, (Skálatúni), verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Skálatúnsheimilið. Bergþór Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Brynhildur Veigarsdóttir, Guðmundur Orri Bergþórsson, Guðjón Guðjónsson, Helga Bergþórsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Brynhildur Bjarnarson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HREFNA EYJÓLFSDÓTTIR, Hellisgötu 29, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, fimmtudaginn 6. janúar, kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, eru vinsamlegast beðnir um að láta Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Sæmundur Björnsson, Eyjólfur Sæmundsson, Gerður Sigurðardóttir, Gunnar Sæmundsson, Sigríður Stefánsdóttir, Sæmundur Sæmundsson, Þórey Ósk Sæmundsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSBJÖRN SKARPHÉÐINSSON, Brennihlíð 7, Sauðárkróki, verður jarðsunginn í Sauðárkrókskirkju laugardaginn 8. janúar kl. 11.00. Fjóla Guðbrandsdóttir, Ásgeir Ásbjörnsson, Dröfn Guðmundsdóttir, María Björk Ásbjarnardóttir, Stefán Guðjónsson, Skarphéðinn Ásbjörnsson, Anna Dóra Garðarsdóttir, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson, Guðbjörg Bjarnadóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, SIGRÍÐAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Víðilundi 20, Akureyri. Fyrir hönd vandamanna, Helga Kristjánsdóttir, Kristbjörg Kristjánsdóttir, Þóra Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRÍSTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR frá Víðigerði, síðast til heimilis f Bergholti 3d, Biskupstungum. Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár. Ásbjörn Óiafsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Lokað í dag verður Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strand- götu 8-10, lokaður á milli kl. 14.30 og 16.30 vegna jarðarfarar HREFNU EYJÓLFSDÓTTUR. Sparisjóður Hafnarfjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.