Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1994 11 Tríó Reykjavíkur Verk eftir Beethoven og Messiaen í Víðistaðakirkju TRÍÓ Reykjavíkur verður með tónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði sunnudaginn 9. jan- úar klukkan 20. Gestur á tón- leikunum verður Osmo Vfinska aðalstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Þetta eru þriðju tónleikar af fjórum í tónleikaröð Tríós Reykja- víkur og Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnarfjarð- ar, en vegna viðgerðar á safninu fara tónleikarnir fram í Víðistaða- kirkju. Osmo Vánská mun leika á klarinett í Kvartett um endalok tímans eftir Olivier Messiaen. Einnig verður flutt tríó í Es dúr óp. 72 nr. 2 eftir Beethoven. Tríó Reykjavíkur skipa Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari. MIKHALKOV- KVIKMYNDIR KVIKMYNDASÝNINGAR hefjast að nýju eftir jólaleyfi í bíósaln- um, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 9. janúar kl. 16. í janúarmánuði verða sýndar fjórar kvikmyndir, sem allar tengjast leikaranum og leiksljóranum Nikita Mikhalkov. Hann hefur um árabil verið einn kunnasti kvikmyndagerðarmaður heims og myndir hans far- ið víða og hlotið margvíslega viðurkenningu. Á síðustu kvikmynda- hátíð í Reykjavík var ein af síðustu myndum hans, Úrga, sýnd við setningu hátíðarinnar. Morgunblaðið/Arni Sæberg Osmo Vanska. Farandsýning á Kjarvalsstöðum Sýning á verkum eftir Geoffrey Hendricks Á KJARVALSSTÖÐUM verður opnuð sýning á verkum eftir Geof- frey Hendricks laugardaginn 8. janúar kl. 16. Sýning þessi nefn- ist „Day into night", er farandsýning og kemur frá Öðinsvéum en fer svo áfram til Finnlands, Póllands og Noregs síðar á árinu. Geoffrey Hendricks er fæddur í New Hampshire í Bandaríkjunum árið 1931 og hlaut listmenntun í nokkrum háskólum, m.a. Cooper Union og Columbia, þaðan sem hann útskrifaðist með masters- gráðu árið 1962. Á ferli sínum hefur hann haldið um 30 einkasýningar um allan heim, m.a. á Nýlistasafninu 1984. Hann hefur einnig tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum, gerning- um og umhverfislist og gefið út rit, bækur og myndbönd. Geoffrey varð einn af meðlimum FLUXUS-hreyfingarinnar í Bandaríkjunum og Evrópu frá miðjum sjöunda áratugnum og hefur síðan starfað í þeim félags- skap. Sýningin „Day into night" er nokkurs konar yfirlitssýning á verkum Geoffreys frá þeim tíma til dagsins í dag og sem slík nær hún yfir sýningarskrána, málverk, muni, innsetningar og gerninga. í kynningu frá Kjarvalsstöðum segir: „Verk hans eru síst af öllu einföld því í augum hans er heim- urinn flókinn og margræður og sem listamaður og einstaklingur tekur hann ávallt réttu og nauð- synlegu leiðina fram yfir þá sem er styst og auðveldust. Þau eru á margan hátt leið hans til að kanna samspil sjálfsmyndarinnar og hins mikla leyndardóms tilverunnar." í stórum hluta verka sinna er Geoffrey Hendricks að fást við himininn og hefur hann verið upp- tekinn af honurn meira eða minna í 30 ár. Til að byrja með málaði hann gjarnan himin á fundna hluti svo sem skó eða stóla en síðar meir hefur hann málað málverk af himnum á striga. Verkin hafa yfir sér raunsæi, en eru listamann- inum leið til að fjalla um heiminn, náttúruöflin og hringrás náttúr- unnar. Það sem venjulega er í bakgrunni er sett í forgrunn. „Hugtök eins og margbreyti- leiki" og „margföld lagskipting" koma gjarnan upp í hugann þegar verk hans eru skoðuð en að auki hugtök eins og „umsköpun" og „hamskipti"," segir einnig í kynn- ingu. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 og stendur til sunnu- dagsins 13. febrúar. Þessar Mikhalkov-myndir verða sýndar í janúar: Sunnudaginn 9. janúar kl. 16: Einn á meðal ókunn- ugra, ókunnuguv okkar á meðal, fyrsta kvikmyndin sem Nikita leik- stýrði. _ Sunnudaginn 16. janúar kl. 16: Ófullgert verk fyrir sjálfspilandi píanó — myhd gerð í leikstjórn Mikhalkovs, byggð á verkum Tsjek- hovs, rómuð kvikmynd. Sunnudaginn 23. janúar kl. 16: Grimmileg ástarsaga — leikstjóri Eldar Rjazanov, meðal leikenda N. Mikhalkov. Sunnudaginn 30. janúar kl. 16: Brautarstöð fyrir tvo — leikstjóri Rjazanov og Mikhalkov meðal leik- enda. í febrúarmánuði verða sýndar þrjár rússneskar kvikmyndir sem allar eru byggðar á verkum eftir William Shakespeare. Sunnudaginn 6. febrúar kl. 16: Þréttándakvöld — mynd frá 1955, leikstjóri Júríj Fried, tónlist eftir -Zhivotov. _ Sunnudaginn 13. febrúar kl. 16: Óþelló — mynd frá 1955, leikstjóri Sergei Jútkevitsj, tónlist eftir Aram Khatsatúrjan. Sunnudaginn 20. febrúar kl. 16: Hamlet — mynd frá 1964, leik- stjóri Grígoríj Kozintsév, tónlist eftir Dmitri Shostakovitsj. Loks er að geta árlegs viðburðar í bíósalnum, Vatnsstíg 10, sem er „maraþonsýning" á einhverri lengstu og íburðarmestu kvikmynd, sem nokkru sinni hefur verið gerð, Stríði og friði, sem byggð er á sam- nefndri skáldsögu Lévs Tolstojs. Kvikmyndin verður sýnd laugar- daginn 26. febrúar og hefst sýning hennar kl. 10 að morgni og lýkur um kl. 18.40. Myndin er í 4 hlutum og verða kaffihlé milli 1. og 2. hluta og 3. og 4. hluta og matarhlé milli 2. og 3. hluta. Aðgangur aðeins gegn framvísun aðgöngumiða (matarmiða) sem seldir verða fyrir- fram, á sunnudagssýningunum í janúar og febrúar. VANTATUBILA A 3KRA STAÐINN COSMO Laugavegi 44, Kringlunni ni i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.