Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 19 Blysfarir og þrettándabrennur víða um land í kvöld Morgunblaðið/Þorkell Þrettándagleði VEL ER við hæfi að hefja Ar fjölskyldunnar með þátttöku allrar fjölskyldunnar í blysför og þrettándagleði. Valssvæðið KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Val- ur, Ferðafélag íslands og Lands- björg standa sameiginlega að blysför og fjölskyldugöngu frá Perlunni að Hlíðarenda, þar sem árleg þrettándabrenna Vals verður í kvöld. Kveikt verður í brennunni um kl. 20.30 en blys- förin hefst frá Perlunni kl. 20.00. Kl. 21.00 verður flugeldasýning í Oskjuhlíð á vegum Landsbjarg- ar og Vals. Sala á göngublysum við Perluna hefst kl. 19.30 eða hálftíma áður en gengið verður um álfa- og hul- dufólksslóðir í Öskjuhlíðinni og endað við bálköstinn á Hlíðarenda. Fjöldasöngur verður bæði í göngunni og við brennuna með þátttöku félaga úr Valskómum. Verða sungin áramóta- og varð- eldalög, þjóðlög og barnalög. Eftir gönguna gefst fólki kostur á að kaupa sér heitt súkkulaði og vöffl- ur í félagsheimili Vals. Fjölskyldur eru hvattar til þátt- töku og er vel við hæfi að þátttak- endur klæðist skrautlegum búning- um, beri grímur eða máli andlit sín. Ástæða er þó til að vara við búningum eða skrauti úr plasti eða öðrum eldfimum efnum sem geta fuðrað upp. * Asvellir HAFNFIRÐINGAR ætla að kveðja jól með þrettándagleði á Ásvöllum, íþróttasvæði Knatt- spyrnufélagsins Hauka. Gleðin hefst kl. 19.30 en þá verð- ur kveikt í bálkesti en síðan rekur hver viðburðurinn annan. Á dag- skrá er m.a. lúðrasveit sem leikur jólalög, fjöldasöngur, hljómsveitin Fjörkarlar, jólasveinar einn og átta kveðja, víkingar gera strandhógg, jólin kvödd og nikkan þanin og að lokum er flugeldasýning. Kynnir á þrettándagleðinni verð- ur Elías Jónasson. Kyndlar og veit- ingar verða til sölu á staðnum. Foreldrar eru hvattir til að klæða sig og börn í búninga í tilefni dags- ins. Grafarvognr UMF. FJÖLNIR efnir til þrett- ándagleði fimmtudaginn 6. jan- úar nk. Safnast verður saman vestan við knattspyrnuvöllinn kl. 19.30. Þar verður sungið við harmónikkuleik meðan beðið er eftir góðum gest- um. Haldið verður þaðan á Gylfa- flöt kl. 20 þar sem jólin verða kvödd með brennu. Gleðinni lýkur með flugeldasýningu. Kyndlar verða seldir á 250 kr. og fleira verður selt í söluskúr við Iþróttamiðstöðina. Garður FÉLAGASAMTÖK í Garði munu standa fyrir þrettándagleði við Víðisvöllinn. Safnast verður saman við félagsheimilið Sæ- borgu og lagt af stað í skrúð- gögnu þaðan kl. 20 að íþrótta- velli Víðis, þar sem kveikt verð- ur á bálkestinum. Dagskrá við brennuna verður sem hér segir: Kór skipaður söng- elskum Garðbúum og Barnakór Tónlistarskólans í Garði syngja. Álfakóngur og -drottning mæta ásamt Grýlu og hennar hyski. Fé- lagar úr Hestamannafélaginu Mána koma á fákum sínum. Flug- eldasýning og fleira. Kl. 19.30 verður boðið upp á andlitsmálun og leigu á skikkjum fyrir 200 kr. í Sæborgu. Fólk er hvatt til að mæta í grímubúningum eða furðu- fötum. Þá mun Kiwanisklúbburinn Hof selja flugelda og blys með 20% afslætti í Víðishúsinu. Opið verður á fimmtudag frá kl. 18-22. Þeir munu einnig útbúa svæði þar sem fólk getur skotið upp flugeldum. Seljahverfi SKÁTAFÉLAGIÐ Segull í Se\ja- hverfi Reykjavík heldur sína árlegu þrettándabrennu fimmtudaginn 6. janúar á auðu svæði milli Sundlaugar Öldusels- skóla og byggðar við Grjótasel. Brennan hefst með blysför frá skátaheimilinu, Tindaseli 3, kl. 19.50 og kveikt verður í bálkestin- um kl. 20. Álfakóngur og -drottn- ing ásamt furðuverum verða á staðnum. íbúar hverfisins og aðrir eru hvattir til að mæta í furðubúning- um. Kópavogur SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar í Kópa- vogi stendur fyrir þrettánda- brennu fimmtudaginn 6. janúar kl. 18. Brennan verður á sparkvellinum við Snælandsskóla. í lok brennu verður flugeldasýning. Hafnar- göngu- hópurinn HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í kvöld kl. 20 frá Hafnarhús- inu niður á Miðbakka og þar skiljast leiðir. Annar hópurinn fer með strönd- inni inn í Laugarnes og kveikir fjörubál á Laugarnestöngum. Hinn hópurinn siglir út í Engey og kveik- ir fjörubál við Engeyjartaglið ef sjóveður leyfir. Kveikt verður í báðum brennunumn samtímis kt. 21. og skotið upp flugeldum. Allir eru velkomnir og ekkert þátttöku- gjald fyrir utan 1.000 kr. í bátsferð- ina. Álfabrenna í Mosfellsbæ ÁRLEG þrettándagleði verður i dag og hefst með blysför frá Nóatúni kl. 20 að brennunni fyr- ir neðan Holtahverfið. Álfadrottning og álfakóngur ásamt áifum, púkum og trötlum verða á staðnum. Flugeldasýning. STORUTSOLUMARKAÐ tdk kassettur , OG MYNDBÖND Á OTRULEGU TILBOÐSVERÐI HLJOMPLOTUVERSLUN, MYNDBANDALEIGA OG SOLUTURN BORGARKRINGLUNNI, PÖNTUNARSÍMINN ER 67 90 15 ik OPID ALLA DAGA FRÁ KL. 10:00 TIL 23:30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.