Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1994 47 Morgunblaðið/Rúnar B. Ólafsson. Nýjavélin BOEING 757-200 þotan sem bæst hefur í flugvélaflota Flugleiða. Mikill áhugi á jólagetraun Heimilistækja Yfir sjö þúsund manns tóku þátt DREGIÐ var í jólagetraun Heimilistækja 28. desember sl. en hún var birt í 8 síðna auglýsingablaði sem fylgdi Morgunblaðinu mánuði áður eða 28. nóvember. Þátttaka var mun meiri en starfsmenn Heimilistækja áttu von á, en svör bárust frá rúm- lega 7.000 lesendum. Ný Boeing 757-200 tU Flugleiða NÝLEG Boeing 757-200 þota bættist í flugvélaflota Flug- leiða fimmtudaginn 30. desem- ber. Flugleiðir hafa tekið að sér rekstur þotunnar fyrir Jap- anska kaupleigufyrirtækið Sunrock Aircraft Corporation sem á þotuna. • Þessi þota er smíðuð í byijun ársins 1990. Síðan hafa ýmis flug- félög í Evrópu haft hana á leigu, Air Europe, Air Holland, Air Europa, Air UK Leisure og Inter Europian Airways. Áður en Flug- leiðir tóku við þotunni fór hún í mikla skoðun í Bretlandi og þar var hún einnig heilmáluð. Þessi Boeing 757-200 þota hef- ur nú verið skráð hérlendis og ber hún nú íslensku einkennisstafína TF-FIK. Verkefni þotunnar verða aðallega leiguflug erlendis á veg- um Flugleiða. Að sögn Maríu Johnson, mark- aðsstjóra Heimilistækja, saman- stóð jólagetraunin af þremur létt- um spurningum. Svör fóru strax að streyma inn og voru þátttak- endur að koma hlaupandi alveg fram á síðustu stundu á hádegi á aðfangadag. María segir að sér hafi talist til að svörin hafi verið 7.116, sem var mun meira en búist hafði verið við. Vinningshafi var dreginn út í beinni útsendingu á Bylgjunni 28. desember sl. Oddný Thorsteinsson datt í lukkupottinn og hlaut hún 28 tommu Philips-sjónvarpstæki í verðlaun. Undirbúningur hafinn fyrir Fegnrðarsamkeppni Islands UNDIRBÚNINGUR fyrir Fegurðarsanikeppni íslands 1994 er hafinn. Úrslitakeppnin verður haldin á Hótel Islandi í lok apríl en áður fara fram keppnir víða um landið. Undankeppnirnar fara fram á tímabilinu frá janúarlokum fram í marz.. Fegurðarsamkeppni Reykja- víkur fer fram á Hótel Islandi, feg- urðarsamkeppni Vesturlands fer fram í íþróttahúsinu á Akranesi, Fegurðarsamkeppni Norðurlands fer fram í Sjallanum á Akureyri, Feg- urðarsamkeppni Austurlands fer fram í Egilsbúð á Neskaupstað, Feg- urðarsamkeppni Suðurlands fer fram á Hótel Örk í Hveragerði og Fegurðarsamkeppni Suðurnesja fer fram í Stapanum í Njarðvík. Engin keppni verður á ísafirði að þessu sinni. Sigurvegarar á hveijum stað öðl- ast þátttökurétt í aðalkeppninni og fá að auki vegleg verðlaun. Nokkrar stúlkur til viðbótar verða að auki valdar til þátttöku í aðalkeppninni, en alls munu 18-22 stúlkur taka þátt í úrslitakeppninni að þessu sinni. Góður árangur Svölu Fegurðardrottning íslands 1993, Svala Björk Arnardóttir, náði þeim góða árangri á árinu að verða i 5. sæti í keppninni Ungfrú Evrópa. Hún mun taka þátt í keppninni Ungfrú Alheimur í Puerto Rico næsta vor. Framkvæmdastjóri Fegurðarsam- keppni íslands er eins og í fyrra Esther Finnbogadóttir. Hún tekur við ábendingum um stúikur til keppn- innar. Þá munu framkvæmdaaðilar á hveijum stað taka við ábendingum og Sólveig á Hótel Islandi tekur við ábendingum um stúlkur á höfuðborg- arsvæðinu. r ** ■ Hjálparsveitin er aldrei langt undan V/SA Hjálparsveit skáta Reykjavík LANDSBJORG Jxonur í Breiðliolti! Stundið M samsræ kt kveríi! Að eiga kost á því að stunda leikfimi eða líkamsrækt í eigin hverfi er eitthvað sem ekki öllum býðst. Bæði getur það sparað tíma og gert konum kleift að stunda líkamsrækt á öðrum tímum en annars henta. Ef þú býrð í Breiðholti þá skaltu nýta þér þjónustu JSB í Hraunbergi. Aðhaldsflokkar. Fyrir þær sem þurfa, vilja og ætla í megrun núna... Vigtun-mæling-mataræði. Fundir með Báru. ■ Grænt kort. Grænt kort gildir í alla flokka alla daga vikunnar þar til flokkarnir eru fullsetnir. Þessi kort eru miðuð við þarfir þeirra sem^ vilja hafa sveigjanleika á mætingu og ástundun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.