Morgunblaðið - 06.01.1994, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.01.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1994 47 Morgunblaðið/Rúnar B. Ólafsson. Nýjavélin BOEING 757-200 þotan sem bæst hefur í flugvélaflota Flugleiða. Mikill áhugi á jólagetraun Heimilistækja Yfir sjö þúsund manns tóku þátt DREGIÐ var í jólagetraun Heimilistækja 28. desember sl. en hún var birt í 8 síðna auglýsingablaði sem fylgdi Morgunblaðinu mánuði áður eða 28. nóvember. Þátttaka var mun meiri en starfsmenn Heimilistækja áttu von á, en svör bárust frá rúm- lega 7.000 lesendum. Ný Boeing 757-200 tU Flugleiða NÝLEG Boeing 757-200 þota bættist í flugvélaflota Flug- leiða fimmtudaginn 30. desem- ber. Flugleiðir hafa tekið að sér rekstur þotunnar fyrir Jap- anska kaupleigufyrirtækið Sunrock Aircraft Corporation sem á þotuna. • Þessi þota er smíðuð í byijun ársins 1990. Síðan hafa ýmis flug- félög í Evrópu haft hana á leigu, Air Europe, Air Holland, Air Europa, Air UK Leisure og Inter Europian Airways. Áður en Flug- leiðir tóku við þotunni fór hún í mikla skoðun í Bretlandi og þar var hún einnig heilmáluð. Þessi Boeing 757-200 þota hef- ur nú verið skráð hérlendis og ber hún nú íslensku einkennisstafína TF-FIK. Verkefni þotunnar verða aðallega leiguflug erlendis á veg- um Flugleiða. Að sögn Maríu Johnson, mark- aðsstjóra Heimilistækja, saman- stóð jólagetraunin af þremur létt- um spurningum. Svör fóru strax að streyma inn og voru þátttak- endur að koma hlaupandi alveg fram á síðustu stundu á hádegi á aðfangadag. María segir að sér hafi talist til að svörin hafi verið 7.116, sem var mun meira en búist hafði verið við. Vinningshafi var dreginn út í beinni útsendingu á Bylgjunni 28. desember sl. Oddný Thorsteinsson datt í lukkupottinn og hlaut hún 28 tommu Philips-sjónvarpstæki í verðlaun. Undirbúningur hafinn fyrir Fegnrðarsamkeppni Islands UNDIRBÚNINGUR fyrir Fegurðarsanikeppni íslands 1994 er hafinn. Úrslitakeppnin verður haldin á Hótel Islandi í lok apríl en áður fara fram keppnir víða um landið. Undankeppnirnar fara fram á tímabilinu frá janúarlokum fram í marz.. Fegurðarsamkeppni Reykja- víkur fer fram á Hótel Islandi, feg- urðarsamkeppni Vesturlands fer fram í íþróttahúsinu á Akranesi, Fegurðarsamkeppni Norðurlands fer fram í Sjallanum á Akureyri, Feg- urðarsamkeppni Austurlands fer fram í Egilsbúð á Neskaupstað, Feg- urðarsamkeppni Suðurlands fer fram á Hótel Örk í Hveragerði og Fegurðarsamkeppni Suðurnesja fer fram í Stapanum í Njarðvík. Engin keppni verður á ísafirði að þessu sinni. Sigurvegarar á hveijum stað öðl- ast þátttökurétt í aðalkeppninni og fá að auki vegleg verðlaun. Nokkrar stúlkur til viðbótar verða að auki valdar til þátttöku í aðalkeppninni, en alls munu 18-22 stúlkur taka þátt í úrslitakeppninni að þessu sinni. Góður árangur Svölu Fegurðardrottning íslands 1993, Svala Björk Arnardóttir, náði þeim góða árangri á árinu að verða i 5. sæti í keppninni Ungfrú Evrópa. Hún mun taka þátt í keppninni Ungfrú Alheimur í Puerto Rico næsta vor. Framkvæmdastjóri Fegurðarsam- keppni íslands er eins og í fyrra Esther Finnbogadóttir. Hún tekur við ábendingum um stúikur til keppn- innar. Þá munu framkvæmdaaðilar á hveijum stað taka við ábendingum og Sólveig á Hótel Islandi tekur við ábendingum um stúlkur á höfuðborg- arsvæðinu. r ** ■ Hjálparsveitin er aldrei langt undan V/SA Hjálparsveit skáta Reykjavík LANDSBJORG Jxonur í Breiðliolti! Stundið M samsræ kt kveríi! Að eiga kost á því að stunda leikfimi eða líkamsrækt í eigin hverfi er eitthvað sem ekki öllum býðst. Bæði getur það sparað tíma og gert konum kleift að stunda líkamsrækt á öðrum tímum en annars henta. Ef þú býrð í Breiðholti þá skaltu nýta þér þjónustu JSB í Hraunbergi. Aðhaldsflokkar. Fyrir þær sem þurfa, vilja og ætla í megrun núna... Vigtun-mæling-mataræði. Fundir með Báru. ■ Grænt kort. Grænt kort gildir í alla flokka alla daga vikunnar þar til flokkarnir eru fullsetnir. Þessi kort eru miðuð við þarfir þeirra sem^ vilja hafa sveigjanleika á mætingu og ástundun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.