Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANUAR 1994 Kjarvalsstaðir Sýning á verkum eftir Magnús Kjartansson A KJARVALSSTOÐUM opnar sýning á verkum eftir Magnús Kjartansson laugardaginn 8. janúar kl. 16. Magnús er fæddur í Reykjavík árið 1949 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1969-1972 og við Konung- legu dönsku akademíuna á árun- um 1972-1975. Magnús hefur tekið þátt í fjölda samsýninga á íslandi og víða um - heim og haldið einkasýningar í Reykjavík og Stokkhólmi. Hann er menntaður í Danmörku hjá ein- um helsta fulltrúa formhyggju módernismans á Norðurlöndum, Richard Mortensen, og sáust þess merki í þeim verkum er hann gerði í upphafi. í fréttatilkynningu frá Kjarvals- stöðum segir m.a.: Magnús sýnir ný verk sem fjalla um píslarsöguna og má segja að hér sé nokkuð afgerandi fráhvarf frá fyrri verk- um hans og því vekja þessar mynd- ir upp áleitnar spurningar um myndmálið og forsendur þess. Þó svo að Magnús grípi til nokkuð hefðbundinna vinnubragða, þar sem m.a. er lögð áhersla á vissa eftirlíkingu af náttúrunni, rýfur hann engu að síður tengsl mál- verksins og náttúrunnar með því að setja inn í myndirnar aðfengna hluti eins og símtól eða blokk- flautu — hluti sem afmarka ekki bara skilin milli málverksins og náttúrunnar heldur hafa líka tákn- ræna og formræna merkingu. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 og stendur til sunnu- dagsins 13. febrúar. Ljósmyndasýning í Galleríi Sævars Karls ÍVAR Brynjólfsson opnar sýn- ingu á Ijósmyndum í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, á morgun, föstudaginn 7. janúar. ' ívar er fæddur 1960 og stund- aði nám við ljósmyndadeild San Fransisco Art Institute (BFA) árin 1984-1988. Hann yar ljósmyndari Landsbókasafns íslands 1988- 1990 og er nú ljósmyndari Þjóð- minjasafns íslands. Ivar hefur haldið nokkrar einkasýningar. Sýningin er opin á verslunar- tíma á virkum dögum frá kl. 10-18. Hefst 15. jan. Innritun hafin baraanna Börnin eiga ImdbeAa .íkilið 2-3 ára 3-4 ára 5-6ára 7-9 ára Krnnurar: Síiícy Jiihami^dliUir ÁMa ÓlafMttír VaJdCf (JiiiJniunthihiltir Hrefna Hattgrtmédóttir Skemmtilegur dans, þjálfun í lfkams- burði, skilningur á tónlist, jafnvægis- æfingar, léttar fimleikaæfingar, hreyfiþroski, hollar teygjur og nauðsynleg liðkun líkamans. 13. vikna byrjenda- og framhalds- námskeið. DANSSTÚDÍÓ SÓLEYJARÍt___ - /ráfa. frimjbha. éesta/ Engjateigi 1 Slmar 687701 og 687801 Egill Eðvarðsson Myndlist Eiríkur Þorláksson Egill Eðvarðsson er einn þeirra iistamanna sem ekki eru við eina fjölina felldir í starfi sínu. Hann er sennilega þekktastur fyrir þátt sinn í framleiðslu fjölda leikinna mynda, fræðsluþátta og skemmti- efnis af ýmsu tagi sem einn reynd- asti sjónvarpsmaður landsins, en hann hefur einnig getið sér gott orð í gegnum árin á myndlistar- sviðinu. Á þeim vettvangi hefur hann einnig unnið drjúgt starf, en nú stendur yfir í afgreiðslusal SPRON við Álfabakka í Mjódd einkasýning á verkum listamanns- ins. Síðast hélt hann slíka sýningu hér á landi í listasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti fyrir tæpum tveimur árum, og vakti þá nokkra athygli fyrir sérstaklega „matarm- ikla" myndsýn. Á sýningunni hér heldur Egill að hluta til áfram á sömu braut. Hér getur að líta alls nítján olíu- málverk, en á mörgum hverjum eru ávextir jarðarinnar, sem og matreiddir réttir af ýmsu tagi, helsta myndefnið; titlar eins og „Berjapasta" (nr. 3), Stjörnubúð- ingur" (nr. 18) og „Sólberjaskyr" (nr. 19) ættu að vera næg tilvísun í þessi viðfangsefni. En líkt og fyrr er það notkun litarins og rýmisskipan sem lista- maðurinn er að takast á við öðru fremur. Egill notar óhikað við- kvæma bleika og bláa liti í grunnu rýminu, og skapar með þeim fljót- andi yfirborðsímyndir á dökkum bakgrunni, sem einangrar mynd- efni oftast á afgerandi hátt; eftir stendur flöktandi myndheimur, sem gæti horfið hvenær sem væri. Sú aðferð að láta litinn leka á stöku stað í fletinum verður til þess að staðfesta þetta tímabundna eðli verksins enn frekar. Á stundum virðist einangrunin eða biðin vera helsta viðfangsefni listamannsins. Myndirnar „Hvíld" (nr. 2) og „Fyrir langa löngu" (nr. 14) tengjast þekktu myndefni í þessum anda, hægindastólnum; sú staðreynd að stóllinn er í báðum tilvikum auður eykur síðan á þessa tilfinningu. Ef til vill kemur þetta hvergi sterkar fram á sýningunni en í verkunum „Fangi" (nr. 10) og „Beðið kvölds" (nr. 11), þar sem Egill Eðvarðsson ómálga dýrin bíða örlaganna í þeirri einangrun, sem listamaður- inn hefur skapað þeim í þröngu myndrýminu. Egill hefur áður fundið sér við- fangsefni í landslagsmyndum, og svo er einnig hér. „Hljótt á heiði" (nr. 9) er ein sterkasta mynd sýn- ingarinnar; hinir dökku grænu og bláu litir ná hér að loka algjörlega þeim einangraða myndheimi, sem íslenskt landslag getur svo oft ver- ið í nálægð. Fleiri verk á sýning- unni tengjast landslagi, þannig að segja má að þar sé komið a'nnað helsta viðfangsefni hennar, við hlið hinna „matarmiklu" mynda. Nokkrir þættir koma fyrir aftur og aftur í verkunum, og hafa greinilega táknrænt gildi fyrir listamanninn. Bláber eru áberandi í nokkrum verkanna, og landmæl- ingastikur koma fram á nokkrum stöðum; köflótt yfirborð í mynd- fletinum gæti einnnig verði af- mörkun af vissu tagi, án þess að það komi markvisst fram. Sýningin myndar ágæta heild, en tvö stærstu verkin verða samt utanveltu, og tengjast illa öðrum viðfangsefnum listamannsins hér. Hins vegar njóta myndirnar sín ekki sem skyldi á þessum sýning- arstað, þar sem aðgangur gesta að þeim takmarkast af hlutverki staðarins sem bankastofnunar; málverk sem þessi þurfa hlut- lausara, rúmbetra húsnæði til að njóta sín til fulls. Sýningin á verkum Egils Eð- varðssonar í afgreiðslusal SPRON við Álfabakka í Mjódd stendur til 11. febrúar. Til sölu einbýlishús í Setbergshverfi, Hafnarf. Fallegt einnar hæðar steinhús um 132 fm á góðum stað við Lyngberg, byggt 1988. Stofa, 3 svefnherb. og stór skáli. 52 fm vandaður tvöf. bílskúr. Stór og góð lóð. Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, sími 50764. Olíufylltir rafmagnsofnar, á hjólum, í gamla stílnum. 1200-2500 W. Veggfestingar, sjálfvírk hitastýring. Kynningarverð - póstsendum. Gerið verðsamanburð. ^i^irr. 9.790,- vÍKUR-VAGNAR Ufesa gæðavörur verslun komnartilaðvera sZt^T-l^tu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.