Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.01.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 51 Ja, livílík tröllatrygg-ð... Frá Sigurði Guttormssyni: Á því skeiði sögunnar þá er Bret- ar höfðu hernumið land okkar, öllum til hrellingar, kynntist ég Stefáni Jónssyni, sem þá hafði gerst túlkur hjá hernum úti í Vestmannaeyjum. Þessi maður reyndist alveg einstakur öðlingur og réttsýnni en almennt gerist, og þar að auki skáld gott. Seinna fluttist Stefán á höfuð- borgarsvæðið þar sem hann, meðal annars, gerðist þingmaður fyrir Al- þýðubandalagið. Á þingi flutti hann eitt sinn tillögu þess efnis, að enginn skyldi njóta mánaðarlauna, er næmu meira en tvöföldum starfslaunum verka- manns fyrir sama tímabil. Ekki náði Bravó! Frá Magnúsi BI. Jóhannssyni: Til menntamálaráðherra íslands og Sinfóníuhljómsveitar íslands, það að flytja „Hetjulíf“, tónaljóð Rikards Strauss, sannar hvers megnug Sinfóníuhljómsveit íslands er í raun og veru. Það vill svo til að þetta verk er eitt af því erfiðasta sem samið hef- ur verið fyrir hljómsveit. Til þess þarf stóra hljómsveit, hljómsveit í háum gæðaflokki, þessvegna ætt- um við að vera stolt yfir að eiga stofnun sem Sinfóníuhljómsveit Is- lands. Hún hefur þegar sannað til- verurétt sinn, ekki aðeins með að flytja Strauss, sem er að vísu þrek- virki, heldur oft, oft áður. Sem ég nú sit hér nú og hlusta á Richard Strausss þá vona ég að íslandi megi vera þeirrar auðnu njótandi að eiga menningarstofnun sem Sinfóníuhljómsveit Islands er. Við erum rík, ég efast um að þjóðfé- lag eins lítið og við erum geti stælt sig af því að eiga sinfóníuhljóm- sveit í þessum gæðaflokki, kannski eru þetta stór orð, hinsvegar leyfi mér að telja Sinfóníuhljómsveitina með einni af þeim bestu, hefur þeg- ar sannað gildi sitt. Eg vil þessvegna á þessum ára- mótum óska henni alls velfarnaðar og verða þeirra gæfu að njóta þeirr- ar listar sem hún hefur gefið okkur. MAGNÚS BLÖNDAL JÓHANNSSON. þetta fram að ganga, en varð bara að aðhiátursefni fyrir þá aurasjúku sem aldrei fá nóg. Raunar hefur margt breyst síðan þetta var. En væri nú ekki tímabært í kreppunni - þessum ættarkrank- leika hins frjálsa framtaks - að fast- setja með lögum, að engum mætti ákveða hærri mánaðarlaun en sem svaraði þrem hundruðum þúsunda, í krónum talið, enda varla nokkur fjölskylda svo þurftarfrek, að slíkt nægði henni ekki til framfærslu. Á orrustuvelli fjármálanna, þar sem hver vinnufær mannvera berst fyrir lífi sínu, er aðstaðan harla mis- jöfn, enda leiðin til farsældar ekki Frá Magnúsi Brynjólfssyni: ÞAÐ er undarlegt hvað aumir geta lagt sig lágt í gróðafíkn og lágkúru. Gróðafíkn eiganda Sam-bíóanna og Tölvulands (Sega-leikjatölvur), lýsti sér vel er þessir menn stóðu fyrir Aladdín-jólaballi á Hótel íslandi mánudaginn 27. desember. Eigendur þessara fyrirtækja voru hreinlega að leika sér að jólagleði saklausra barnssála með lymskulegum auglýs- ingaáróðri og prangi. Öll börnin, full eftirvæntingar og spariklædd, ásamt foreldrum héldu að hér væri á ferð- inni venjulegt jólaball með' því sem fylgja ber, enda börnin búin að taka þátt í litaleik Morgunblaðsinsr Það er ástæða til að taka vel und- ir ummæli móður, sem lét í sér heyra í Velvakanda 31. desember og kvart- aði yfir framkvæmd jólaballsins. Um leið og komið var í anddyrið voru aðgöngumiðar teknir af fólki og afhentar límmiðamyndir af Aladd- ín og félögum. Nær hefði verið að afhenda númer til að draga um aug- lýsta vinninga. I raun voru þetta svik og prettir gagnvart þessum stóra hóp, sem mætti á skemmt- unina. Þegar til átti að taka kom í ljós að ekkert bendir til að dregið hafi verið um vinningana, sem voru í boði. Fulltrúi Sam-bíóanna hafði gert sér lítið fyrir og dregið út vinn- ingana áður en skemmtunin byrjaði og án þess að nokkur gesta sæi til. Slík framkvæmd er algjörlega siðlaus öllum auðfundin. Flestir reyna þó að þumlunga sig áfram eftir bestu getu, aðrir vilja oft stytta sér leið í trausti á notagildi kænskunnar. Ein- staka leita þó skjóls í náðarfaðmi einkavinavæðingarinnar. Margur daglaunamaðurinn verður að falla þungt á árar til þess að geta framfleytt sér og sínu skyldu- liði, því lítið þýðir að vonast eftir yfirvinnu meðan stöðugt fleiri vinnufúsum höndum er ýtt út í óviss- una. Reyndar finnast enn meðal vor svo kynngimögnuð ofurmenni, sem ekki þurfa annað en segja: „Verði yfirvinna" og þá verður yfirvinna. Eins og er siglir fley framvindunn- og ekki Sam-bíóunum til sóma. Á meðan á ballinu stóð, var haldið uppi miskunnarlausum og uppá- þrengjandi áróðri fyrir Aladdín-bíó- myndinni og Sega-leiktölvum, sem kosta um 20 þúsund. Dagskráin var rofin í tvígang til að neyða áróðurinn að þátttakendum. Það var einnig óskammfeilni af sölumönnum Saga-tölvuleikja að halda 6-8 tölvuskjám og börnunum á miðju jólaballi, vitandi að það myndi aðeins valda leiðindum og hugarangri þeirra og ekki síst for- eldranna þar sem jólagjafavertíðin var nýliðin. Auk þess gátu þeir Sega- tnenn sagt sér það sjálfir að einung- is brot af 500 börnum fengju aðgang að tölvuskjánum. Börnin voru dregin á fölskum for- sendum á sölusýningu en ekki jóla- trésskemmtun. Vonandi láta þeir Sam-bíómenn sér þetta að kenningu verða. Til að hnykkja í lokin á þessari leiðindasamkomu stillti sölumaður sér fyrir útganginn og seldi límmiða- myndabækur, er við feðgar gengum út. Það má segja að það hafi verið leiður og sár drengur, sem gekk út af svokölluðu „jólaballi" Sam-bíó- anna. Jólaballið varð að harðri sölu- herferð og greinilega var óheiðarlega staðið að útdrætti vinninganna. MAGNÚS BRYNJÖLFSSON, Aflagranda 31, Reykjavík. Aladdín-jólaball - Söluherferð VELVAKANDI HVAR ER NÁUNGA- KÆRLEIKURINN? ÉG VIL segja frá því hvað gerðist á Þorláksmessu. Bróðir minn, sem er um tvítugt, var nýkominn úr aðgerð á báðum fótum og var í gifsi á öðrum fæti og með umbúð- ir á hinum og var á hækjum. Hann fór í Apótek Garðabæjar að kaupa verkjalyf en þegar hann er nýkominn inn rennur hann í bleytunni og dettur kylliflatur. Apótekið var fullt af fóiki, en enginn gat sýnt þá hjálpsemi að aðstoða hann á fætur, svo hann þurfti einn að drösla sér upp og auðvitað varð hann mjög skelkað- ur og farinn að skjálfa, bæði af sársauka og hræðslu um að eitt- hvað hefði skaddast I fótunum. Allir viðstaddir létu sem þeir tækju ekki eftir þessu og litu bara undan. Sent betur fer skaddaðist hann ekkert. En núna vitum við bæði að íslendingar eru ekki eins hjálpsamir og alltaf er sagt. Ég tel að Hemmi Gunn sé bú- inn að skemma fyrir hjálpsemi Islendinga til að skemmta sér og öðrum á kostnað annarra. Þetta er fólgið í því að hlæja að fólki sem réttir út hjálparhöndina. Mér finnst að Hemmi Gunn ætti að hætta þessum bjánaskap svo fólk fari aðeins að hugsa um náung- ann. Ég ætla að enda á því að segja að ég vona að fólkið sem var statt í apótekinu breytist til batnaðar og reyni að muna, að „það sem þér viijið að aðrir nienn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. 16 ára umhyggjusöm systir. VERÐUGT VERKEFNI KONA hringdi til Velvakanda og vildi koma því á framfæri til allra þeirra sem hafa verið að sprengja flugelda á gamlárskvöld, að taka til hendinni og þrífa eftir sig tómu hulstrin undan flugeidunum. Þau liggja eins og hráviði út um allar jarðir og henni finnst það verðugt verkefni á Ári fjölskyldunnar, að foreldrar kenni börnum sínum hvernig á að ganga um í náttúr- unni og víðar. Það er ekki nóg að segja þeim að fara varlega með eldinn á gamlárskvöld, þótt það sé líka nauðsynlegt, heldur verði einnig að kenna þeim að hreinsa eftir sig umbúðirnar und- an flugeldunum. TAPAÐ/FUNDIÐ Hvar er húfan mín? ÞETTA eru ekki ræningjarnir þrír að taka til hjá sér, heldur er ég að leita að töskunni minni og ein- hvetju af því sem var í henni. Hún hvarf af skemmtistaðnum 22 á nýársnótt. Margt af því sem var í henni var ekkert sem ég þarf að fá aftur, en þó var þar loðhúfa rússnesk, sem er mér afar dýrmæt, og lyklakippa með öllum lyklunum mínum á - og þá þarf ég nauðsynlega. Þeir eru á plast- spjaldi sem á stendur LA Gear. Ef einhver heiðarleg manneskja er með þessa hluti vil ég góðfús- lega benda á óskilamunadeild lög- reglunnar. Sýndu nú smá jólaanda og gerðu góðverk á nýju ári. Anna Gleraugu STÚLKAN sem fann gleraugu í Stóragerði á milli jóla og nýárs er beðin að hringja í síma 34136. Leikfimitaska o.fl. ÞANN 22. desember hvarf leik- fimitaska úr bílnum mínum í Skeijafirðinum. Ef svo vildi til að taskan hefði fundist einhvers staðar, þætti mér vænt um að fá hana aftur. Þetta er svört og gul Búnaðarbankataska og í henni voru skítug íþróttaföt, Nike-skór og vasadiskó. Finnandi mætti gjarnan hafa samband i síma 13323. ar ekki neinn beggja skauta byr í áttina til launajöfnuðar, enda eiga þeir sem við stjórnvölinn standa víst engan nothæfan leiðarstein. Ofáir eru þeir fjármálajöffar, er þiggja laun langt framyfir þúsund- irnar þrjúhundruð. Reyndum við að giska á hvað skrifstofustúlka, vel þjálfuð, þyrfti að vinna marga mán- uði til að ná launum þess ofurmenn- is, sem olnbogað sig hefur upp í efstu rim launastigans. Mætti víst gera ráð fyrir að það tæki hana 7 til 9 mánuði. Þessa þraut er þó ekki auðvelt að leysa þar eð starfslaun slíkra gæðinga eru víst oftast eins konar hernaðarleyndarmál. Vildum við hins vegar reyna að geta okkur til um hve marga mán- uði afgreiðslustúlka í stórmarkaði myndi þurfa að vinna til að ná mán- aðarlaunum ofurmennisins. Væri þá líklega best, til að ná sáttum, að slá upp í För Gullivers til Putalands. Ja, hvílík tröllatryggð við rang- lætið. SIGURÐUR GUTTORMSSON, Kaplaskjólsvegi 49, Reykjavík. LÍF MITT fSBLÚM - CEVILLA RÚSIS Lárus Þorieifsson Thorleifsson KRIPALUJÓGA Veriö velkomin á kynningu laugardaginn 8. janúar kl. 14.00. Byrjendanámskeið hefjast 10. janúar. Kennarar: Áslaug Höskuldsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). HERMANNASKOR Ekta ensk framleiðsla. Skinnfóðraðir. Framleiðsla í hágæðaflokki. Hagstætt verð. Skjót afgreiðsla. Hafið samband við: K. Todnem AS, Boks 843, Krossen, 4301 Sandnes, Noregur. Sími +47 51 66 10 82 Telefax +47 51 66 76 17 tónlistapnam! Skemmtilegt SVEIGJANLEGUR SKÓLI. Fjölbreytt verkefnaval eftir áhugasviði nemenda stuðlar að ánægjulegra tónlistarnámi. Píanó • Orgel Hljómborð • Ilarmonikka Á miðsvetrarönn verður kennt á píanó, orgel, harmonikku og hljómborð af öllum gerðum auk tónfræði og hljómfræði. Einkatímar hóptímar Kennsla fer að mestu fram í einkatlmum. Tónfræði, hljómfræði og fyrirlestrar verða í hóptímum að hluta. Nemendur á öllum aldri Byrjendur, ungir sem gamlir, eru jafn velkomnir og þeir sem eru lengra komnir í námi. Innritun og upplýsingar Innritun í síma 91- 678150 og í Hljóðfæraversluninni RÍN. Roland hljóðfæri - gæðin segja til sín. Nemendur skólans fá 10% staðgreiðsluafslátt af öllum vörum í Hljóðfæraversluninni fiin FRAKKASTÍG 16,101 REYKJAVÍK, SÍM117692 HLJÓÐFÆRI í 50 ÁR , J> , TONSKOLI Guðmundur Haukur, kennari og hljómlistarmaður. Hagaseli 15, Sími 91-678150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.