Morgunblaðið - 06.01.1994, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994
19
Blysfarir og þrettándabrennur víða um land í kvöld
Morgunblaðið/Þorkell
Þrettándagleði
VEL ER við hæfi að hefja Ar fjölskyldunnar með þátttöku allrar
fjölskyldunnar í blysför og þrettándagleði.
Valssvæðið
KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Val-
ur, Ferðafélag íslands og Lands-
björg standa sameiginlega að
blysför og fjölskyldugöngu frá
Perlunni að Hlíðarenda, þar sem
árleg þrettándabrenna Vals
verður í kvöld. Kveikt verður í
brennunni um kl. 20.30 en blys-
förin hefst frá Perlunni kl. 20.00.
Kl. 21.00 verður flugeldasýning
í Oskjuhlíð á vegum Landsbjarg-
ar og Vals.
Sala á göngublysum við Perluna
hefst kl. 19.30 eða hálftíma áður
en gengið verður um álfa- og hul-
dufólksslóðir í Öskjuhlíðinni og
endað við bálköstinn á Hlíðarenda.
Fjöldasöngur verður bæði í
göngunni og við brennuna með
þátttöku félaga úr Valskómum.
Verða sungin áramóta- og varð-
eldalög, þjóðlög og barnalög. Eftir
gönguna gefst fólki kostur á að
kaupa sér heitt súkkulaði og vöffl-
ur í félagsheimili Vals.
Fjölskyldur eru hvattar til þátt-
töku og er vel við hæfi að þátttak-
endur klæðist skrautlegum búning-
um, beri grímur eða máli andlit
sín. Ástæða er þó til að vara við
búningum eða skrauti úr plasti eða
öðrum eldfimum efnum sem geta
fuðrað upp.
*
Asvellir
HAFNFIRÐINGAR ætla að
kveðja jól með þrettándagleði á
Ásvöllum, íþróttasvæði Knatt-
spyrnufélagsins Hauka.
Gleðin hefst kl. 19.30 en þá verð-
ur kveikt í bálkesti en síðan rekur
hver viðburðurinn annan. Á dag-
skrá er m.a. lúðrasveit sem leikur
jólalög, fjöldasöngur, hljómsveitin
Fjörkarlar, jólasveinar einn og átta
kveðja, víkingar gera strandhógg,
jólin kvödd og nikkan þanin og að
lokum er flugeldasýning.
Kynnir á þrettándagleðinni verð-
ur Elías Jónasson. Kyndlar og veit-
ingar verða til sölu á staðnum.
Foreldrar eru hvattir til að klæða
sig og börn í búninga í tilefni dags-
ins.
Grafarvognr
UMF. FJÖLNIR efnir til þrett-
ándagleði fimmtudaginn 6. jan-
úar nk.
Safnast verður saman vestan við
knattspyrnuvöllinn kl. 19.30. Þar
verður sungið við harmónikkuleik
meðan beðið er eftir góðum gest-
um. Haldið verður þaðan á Gylfa-
flöt kl. 20 þar sem jólin verða kvödd
með brennu. Gleðinni lýkur með
flugeldasýningu.
Kyndlar verða seldir á 250 kr.
og fleira verður selt í söluskúr við
Iþróttamiðstöðina.
Garður
FÉLAGASAMTÖK í Garði munu
standa fyrir þrettándagleði við
Víðisvöllinn. Safnast verður
saman við félagsheimilið Sæ-
borgu og lagt af stað í skrúð-
gögnu þaðan kl. 20 að íþrótta-
velli Víðis, þar sem kveikt verð-
ur á bálkestinum.
Dagskrá við brennuna verður
sem hér segir: Kór skipaður söng-
elskum Garðbúum og Barnakór
Tónlistarskólans í Garði syngja.
Álfakóngur og -drottning mæta
ásamt Grýlu og hennar hyski. Fé-
lagar úr Hestamannafélaginu
Mána koma á fákum sínum. Flug-
eldasýning og fleira. Kl. 19.30
verður boðið upp á andlitsmálun
og leigu á skikkjum fyrir 200 kr.
í Sæborgu. Fólk er hvatt til að
mæta í grímubúningum eða furðu-
fötum.
Þá mun Kiwanisklúbburinn Hof
selja flugelda og blys með 20%
afslætti í Víðishúsinu. Opið verður
á fimmtudag frá kl. 18-22. Þeir
munu einnig útbúa svæði þar sem
fólk getur skotið upp flugeldum.
Seljahverfi
SKÁTAFÉLAGIÐ Segull í Se\ja-
hverfi Reykjavík heldur sína
árlegu þrettándabrennu
fimmtudaginn 6. janúar á auðu
svæði milli Sundlaugar Öldusels-
skóla og byggðar við Grjótasel.
Brennan hefst með blysför frá
skátaheimilinu, Tindaseli 3, kl.
19.50 og kveikt verður í bálkestin-
um kl. 20. Álfakóngur og -drottn-
ing ásamt furðuverum verða á
staðnum.
íbúar hverfisins og aðrir eru
hvattir til að mæta í furðubúning-
um.
Kópavogur
SKÁTAFÉLAGIÐ Kópar í Kópa-
vogi stendur fyrir þrettánda-
brennu fimmtudaginn 6. janúar
kl. 18.
Brennan verður á sparkvellinum
við Snælandsskóla. í lok brennu
verður flugeldasýning.
Hafnar-
göngu-
hópurinn
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
fer í kvöld kl. 20 frá Hafnarhús-
inu niður á Miðbakka og þar
skiljast leiðir.
Annar hópurinn fer með strönd-
inni inn í Laugarnes og kveikir
fjörubál á Laugarnestöngum. Hinn
hópurinn siglir út í Engey og kveik-
ir fjörubál við Engeyjartaglið ef
sjóveður leyfir. Kveikt verður í
báðum brennunumn samtímis kt.
21. og skotið upp flugeldum. Allir
eru velkomnir og ekkert þátttöku-
gjald fyrir utan 1.000 kr. í bátsferð-
ina.
Álfabrenna í
Mosfellsbæ
ÁRLEG þrettándagleði verður i
dag og hefst með blysför frá
Nóatúni kl. 20 að brennunni fyr-
ir neðan Holtahverfið.
Álfadrottning og álfakóngur
ásamt áifum, púkum og trötlum
verða á staðnum. Flugeldasýning.
STORUTSOLUMARKAÐ
tdk kassettur
, OG MYNDBÖND Á
OTRULEGU TILBOÐSVERÐI
HLJOMPLOTUVERSLUN, MYNDBANDALEIGA OG SOLUTURN
BORGARKRINGLUNNI, PÖNTUNARSÍMINN ER 67 90 15
ik OPID ALLA DAGA FRÁ KL. 10:00 TIL 23:30