Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.01.1994, Blaðsíða 1
80 SIÐURB/C 4. tbl. 82. árg. FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins EB-aðild Noregs Geta feng- ið tollfrelsi strax við inngöngu Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morjrunbladsins. EVROPUBANDALAGIÐ (EB) hefur boðið Norðmönnum toll- frjálsan markaðsaðgang fyrir fisk, frá og með þeim degi sem Noregur gengui- í bandalagið, samkvæmt upplýsingum norska blaðsins Aftenposten. EB-lönd fá ekki kröfur Norð- manna í sjávarútvegsmálum fyrr en í næstu viku. Engu að síður er talið að samkomulag sé um helstu kröfur Norðmanna á milli stjórnar sjávarútvegsmála EB og þeirrar nefndar sem fer með samn- ingamál við Noreg, en hún er und- ir stjórn Hans van den Broek, sem fer með stjórn utanríkismála fyrir bandalagið. Samkvæmt upplýsingum Aften- posten er þess krafist að gangi Norðmenn í EB, verði þeir að fylgja sameiginlegri stefnu EB í sjávarútvegsmálum. Norðmönnum verður því formlega neitað um að fá að semja sjálfir við Rússa um nýtingu sjávarafla í Barentshafi og að hafa sjálfir stjórn með fisk- veiðum fyrir norðan 62. breidd- argráðu. Hins vegar verður sam- þykkt sú krafa Norðmanna að fá tollfijálsan aðgang fyrir fisk og fiskafurðir um leið og landið geng- ur í bandalagið. Norska sjávarútvegsráðuneytið og samninganefnd Norðmanna leggja áherslu á að Norðmenn þurfi ekki að óttast að láta samn- inga við Rússa og stjórn fiskveiði fyrir norðan 62. breiddargráðu í hendur EB. Þegar EB semji við þau lönd sem æski aðildar, sé að sjálfsögðu tekið tillit til staðreynda og staðreyndin sé sú að í Barents- hafi eigi Norðmenn mestra hags- muna að gæta. Reuter Jól hjá rétttrúnaðarkirkjunni DIODOROS I, patríarki rétttrúnaðarkirkjunnar, í skrúðgöngu sem farin var í Betlehem í gær í tilefni jólanna sem rétttrúnaðarmenn halda um þessar mundir. Þau eru haldin síðar en hjá öðrum kristnum mönnum vegna þess að kirkjan heldur sig við júlíanska tímatalið er lagt var af á Vesturlöndum fyrir nokkrum öldum. Gangan var á leið til Fæðingarkirkjunnar sem talin er vera reist þar sem Kristur fæddist í fjárhúsinu. Lengst til hægri sést Elias Freij (með krossinn), borgarstjóri í Betlehem, en vinstra megin er landstjóri ísraela í borginni, Moshe Elad ofursti. Gore segir öryggi Bandaríkjanna nátengt öryggi Mið-Evrópu Friðarsamvinnan dragi úr óttanum Brussel, Milwaukee, Moskvu. Reuter. HÁTTSETTIR embættismenn í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) sögðu í gær að leiðtogafundur bandalagsins á mánudag og þriðjudag myndi í aðalatriðum samþykkja að fyrrum austantjalds- ríki fengju aðild að bandalaginu einhvern tímann í framtíðinni og að ekkert ríki gæti fengið neitunarvald í þeim efnum. A1 Gore, vara- forseti Bandaríkjanna, sagði að öryggi Bandaríkjanna væri nátengt öryggi ríkja sem lægju á milli Rússlands og Vestur-Evrópu. Antonin Baudys, varnarmálaráðherra Tékklands, sagði þó í gær, að hugsan- lega myndu Tékkar fresta fyrirhuguðum niðurskurði í herafla sinum og jafnvel efla hann vegna áforma Rússa um að fækka ekki frekar í eigin heijum. Barátta lækna gegn hjarta- og æðasjákdómum Aspirin mun árangurs- ríkara en talið hefur verið London. The Daily Telegfraph, Reuter. LITLIR skammtar af aspirin koma að góðu gagni gegn sjúkdóm- um í æðakerfinu og draga úr myndun blóðtappa, segir í skýrslu í breska blaðinu British Medical Journal um nýja könnun á áhrif- um lyfsins. Notkun þess getur minnkað líkur á lyartaslagi um fjórðung hjá þeim sem þegar hafa fengið vægari hjartaáföll. Um 140.000 manns tóku þátt í könnuninni. Alls er talið að bjarga megi 100.000 mannslífum með því að nota þetta gamla og algenga verkjalyf gegn hjartasjúkdómum. Tekið er fram að fólki sem ekki hafi kennt sér neins meins sé ekki ráðlagt að taka hálfa aspirin á dag til vonar og vara; í stöku tilvikum geti lyfið valdið innri blæðingum. „Aspirin hefði verið kannað af meiri alvöru fyrr ef það liefði ver- ið hundrað sinnum dýrara", sagði breskur hjartasérfræðingur, Rich- ard Peto. „Það er ódýrt og þess vegna hélt fólk að það væri gagns- lítið. En ekkert slær því við.“ Talið er ljóst að lyfið virki jafnt á karla sem konur, gamalt fólk sem miðaldra og ekkert síður á þá sem eru með of háan blóðþrýst- ing eða sykursýki en aðra. Annar sérfræðingur, Peter Sandercock, sagði enn ekki ljóst hvort gefa ætti fólki með hjarta- áfall lyfið þegar í stað eða hinkra við í nokkrar vikur. Ný könnun verður gerð til að ganga úr skugga um þetta og verða um 40.000 manns í Kína, Evrópulönd- um og víðar þátttakendur í henni. „Hið nýja NATO verður að taka afstöðu til óska þeirra ríkja sem liggja milli Rússlands og Vestur- Evrópu,“ sagði Gore er hann flutti erindi Bills Clintons forseta hjá al- þjóðastofnun Wisconsin-háskóla í Milwaukee en Clinton missti móður sína í gær. Varaforsetinn sagði að með „Frið- arsamvinnu" við Mið-Evrópuríki, sem Ciinton myndi leggja til á leið- togafundinum að tekin yrði upp, yrði mikilvægt skref stigið til að stuðla að öryggi í Evrópu í kjölfar kalda stríðsins. Sagði hann að það ætti að draga úr ótta sem vaxið hefði í þessum ríkjum eftir þingkosn- ingarnar í Rússlandi fyrir tæpum mánuði. Gore sagði að með Fríðar- samvinnunni ættu fyrrum austan- tjaldsríki að öðlast fullvissu um að þau gætu samlagast vestrænum ríkjum og þyrftu ekki að óttast hvað gerðist austan við þau. Tillagan ger- ir ráð fyrir því að ríkin geti tekið þátt í sameiginlegum heræfingum NATO-ríkjanna en öðlist ekki fulla aðild fyrst um sinn. Rússar hafa mótmælt áformum um stækkun NATO og aldrei jafn sterklega og í gær er Vjatsjeslav Kostíkov, talsmaður Boris Jeltsíns Rússlandsforseta, sagði að stækkun bandalagsins til austurs gæti riðið rússneskum umbótasinnum að fullu. Stækkun myndi styrkja öfgamenn á borð við Vladímír Zhírínovskíj, æsa herinn upp og knýja Rússa til þess að stofna eigið varnar- og stjórn- málabandalag. Sjá fréttir á bls. 22-23. Frönsk sérsveit * Olöglegir innflytjend- ur eltir uppi París. The Daily Telegraph, Reuter. FRAKKAR ætla að koma á fót sérstakri lögreglu til að fram- fylgja nýjum og hertum lögum og elta uppi ólöglega innflytj- endur til að vísa þeim úr landi. Charles Pasqua innanríkisráð- herra sagði að Frakkar gætu ekki bætt úr neyð allra jarð- arbúa og færi svo að átök hæf- ust í austurhluta Evrópu í kjöl- far hruns kommúnismans myndi „flóðbylgja" innflytjenda skella á landinu. Pasqua benti ennfremur á að um aldamótin myndu búa alls um 160 milljónir manna í Norður-Afr- íku, þar af nær 60 milljónir undir tvítugu. Við flestum myndi blasa örbirgð og sunnan við þá yrði milljarður annarra Afríkumanna. Ráðherrann sagði að hertar inn- flytjendareglur myndu ekki í sjálfu sér leysa vandann. Frakkar ættu að hafa frumkvæði að átaki til að bæta lífskjörin í þessum löndum í von um að fólkið héldi sig fremur heima. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti sagðist í gær óttast að borgarastyijöld gæti hafist í Alsír þar sem bókstafstrúarmenn múslima eiga í átökum við stjórn- völd. Alain Juppé utanríkisráð- herra sagði þessa hættu valda stöðugri angist meðal franskra ráðamanna. Reuter Ekki hundi út sigandi MIKIÐ vatnsveður var í Bretlandi í gær og hér sést maður bera scháf- er-hundinn sinn yfir veg í grennd við East Lavant, skammt frá borg- inni Chichester. Ekki er vitað hvort hvutti þjáist af vatnshræðslu. Áin Lavant flæddi um bæinn sem kenndur er við hana og hafði það ekki gerst í 50 ár. Ofsarok gerði í gær á norðanverðu Miðjarðarhafi, ölduhæð í höfnum við ffonsku Ríví- eruna fór yfir tíu metra svo að smábátar slitu víða landfestar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.