Morgunblaðið - 07.01.1994, Side 32

Morgunblaðið - 07.01.1994, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1994 Minning Hilmar Þór Hálf- dánarson læknir Fæddur 29. desember 1947 Dáinn 22. desember 1993 Mig langar að setja á blað þessar línur, nú þegar við kveðjum Hilmar bróður minn, langt um aldur fram. Þegar ég frétti veikindi Hilmars kveið ég aldrei úrslitum, ég vissi að hann mundi lifa. Líka þegar hann var skorinn upp, þegar hann átti aðeins viku ólifaða, þá vissi ég að við þurftum ekkert að óttast. Hilmar hafði áður háð harða orustu þegar hann var 16 ára gamall og haft sigur þótt hann væri í stöð- ugri lífshættu vikum saman. Þá meiddist hann mikið í bflslysi og þeir prófessor Snorri Hallgrímsson, Hannes Finnbogason og Ámi Bjömsson skáru hann upp og gerðu sannkallað kraftaverk. Núna tæp- um þrjátíu áram síðar treysti ég tækninni til að standa sig ekki síð- ur. Kannski treystu allir of mikið á hana í þetta sinn, allir. Hilmar ólst upp á fjölmennu heimili. Þegar flest var hygg ég að 16 manns hafi búið heima í Nökkva- voginum. Á sumrin fór hann í sveit að Þemunesi við Reyðarfjörð. Veran þar hafði holl áhrif á hann, það veit ég af eigin reynslu. Hann var mikill námsmaður og sótti mála- deild Menntaskólans í Reylq'avík. Hilmar gerði sér vonir um háa ágætiseinkunn á stúdentsprófi en fékk lága einkunn í ritgerð þannig að þær vonir bragðust. Áform hans um að leggja stund á klassísk fræði í erlendum háskóla á skólastyrk gengu því ekki eftir. Því venti hann sínu kvæði í kross og innritaði sig í læknisfræði við Háskóla íslands, enda kominn með konu og bam. Námið í læknisfræðinni sóttist hon- um mjög vel. Á þeim tíma stundaði hann námið frá morgni fram á nótt virka daga en þeir félagamir og konur þeirra sem giftir vora skemmtu sér títt um helgar. Árið 1977 fluttust þau hjónin Hilmar og Ella tii Svíþjóðar, þá komin með þijá syni. Þar bættust tveir við. Þau vöndust öðram lífs: stíl í Svíþjóð en hér heima. Allar frístundir helgaði hann fjölskyld- unni, fylgdist með strákunum í íþróttum og var heima þegar hann gat. Áhyggjuleysi námsáranna á Islandi var að baki, en Hilmari þótti þó kostur að geta haft bjór við höndina í nýju Iandi. Að því leyti var hann Skandinavi. Hilmar var bæði frændrækinn og vinrækinn og kappkostaði að hitta sem flesta þegar hann kom heim í heimsókn. Það var einn af hans stóra kostum hve létt honum veittist að sýna hug sinn og sýna þeim blíðu sem honum þótti vænt um. Það hafa synimir líka lært af þeim Hilmari og Ellu. í pólitík sýndi hann enga hálf- velgju fremur en í öðra og var eins og við öll fjölskyldan eindreginn sjálfstæðismaður. í Svíþjóð átti hann því erfitt með að þola hræsn- arana sem þá vora við völd, sænsku kratana. Starfið átti hug hans að öðra leyti og reyndi sjálfsagt mikið á þrek hans. Hann vann á spítalanum virka daga og læknastofunni um helgar. Hilmar sýndi mér eitt sinn skýrslu sem hann þurfti sem yfir- ERFIDRYKKJUR HÖTEL ESJA sími 689509 V J maður bæklunarskurðdeildar spít- aians að fylla út um afköst deildar- innar. Mér fannst þau ótrúlega mikil. Á þeim bar hann ábyrgð og jafnframt að deildin stæði sig fjár- hagslega. Vinnan var honum þó síður en svo kvöð. Hilmar fylgdist með og stundaði rannsóknir og lagði sig eftir nýjungum. Síðasta árið eða svo fór hann þannig til Los Angeles (og notaði tækifærið að heimsækja móðursystur okkar í Oklahoma um leið), Austurríkis, Rómar með samstarfsmönnum í rannsóknarhópi og var í Þýskalandi á ráðstefnu þegar hann veiktist. Ella fór með þegar unnt var. Ekki fór hann þó í sumarfrí suður um Evrópu. „Hvernig á ég að koma fjölskyldunni í bílinn?" spurði hann. „Læknir læknaðu sjálfan þig,“ gæti hafa verið hans mottó. Þegar hann kenndi sér meins fór hann aldrei til læknis, heldur fyrirskrifaði hann sér sjálfur meðul. Núna þegar hann veiktist var lagt hart að hon- um í nokkra daga að láta leggja sig inn. Hilmar var að lokum flutt- ur á spítala meðvitundarlaus. Þá rættist sú spá hans að hann yrði aldrei gamall, en það hafði hann sagt sínum nánustu fyrir löngu. Hilmar var mér mikil fyrirmynd í námi mínu. Ég fylgdist með honum og hann var óspar á ráð. Og þótt aldursmunurinn væri nokkur lét hann það ekki koma í veg fyrir að við yrðum góðir félagar. Og hann ætti ekki síður að vera okkur öllum fyrirmynd í því hversu annt hann lét sér um fólk. Ekki aðeins fjöl- skyldu sína, ættingja og vini, sem aldrei virtust víkja úr huga hans, heldur talaði hann af sannri samúð um sjúklinga sína — gamalt fólk, einstæðinga, já, jafnvel ófædd börn. Og nú bið ég þig, Guð minn, að taka hann bróður minn í faðm þinn og vaka yfir konunni hans, sonum, tengdadóttur, bamabami og föður okkar og móður. Fyrir fáum áram voram við Reg- ína, konan mín, í Kaupmannahöfn yfir helgi að vetrarlagi ásamt vinum okkar. Hilmar og Ella komu yfir til að hitta okkur. Þessi stutti tími. gleymist okkur aldrei. Á föstudags- kvöldinu góð kvöldstund í Geirþrúð- arklaustri. Að ganga eftir Strikinu í kuldanum í desember og hjýja okkur á Hvids vinstue og hitta af tilviljun kunningja þar, fara upp á hótel og hittast þar öll aftur og fara síðan á Hotel d’Angleterre. Meira treysti Hilmar sér ekki til að gera þegar við hin ákváðum að fara að skemmta okkur. Þessi dagur var lengi að líða. Morguninn eftir vakn- aði hann fyrir allar aldir til að vekja okkur í morgunmat. Mér þótti það ekki góð uppástunga og bað hann að koma tveimur tímum seinna, um níuleytið. Við hittumst niðri og Hilmar reykti einar fimm sígarettur meðan hann borðaði beikonið. Ekk- ert „filterdrasl", heldur sterkar filt- erlausar sem vora orðnar þijátíu að kvöldi hvers dags. Við kvödd- umst upp á herbergi í síðasta sinn sem við voram bara ein og horfðum lengi á hann og Ellu ganga burt frá hóteiinu, hönd í hönd í átt að brautarstöðinni eftir einn skemmti- legan dag, einn góðan dag og hafði ekki í huga eiffs og ég átti að gera, já hefði alltaf átt að gera, orðin hans bróður míns um að hann yrði aldrei fimmtugur. Einar S. Hálfdánarson. Okkur bræðurna langar að kveðja pabba okkar með nokkram orðum. Þegar pabbi var fluttur á sjúkrahúsið í Borás og við fengum að vita hversu alvarleg veikindi hans voru trúðum við alltaf að hann yrði frískur aftur. Við sendum honum kveðju okkar og þökkum honum fyrir allan þann stuðning sem hann veitti okkur í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem um var að ræða tómstundagaman eða nám. Eitt áhugamál allrar fjölskyldunnar var fótbolti og vora þær margar ferðim- ar um Svíþjóð sem þú fórst til að fylgjast með okkur og hvetja. Við þökkum þér fyrir árin sem við áttum saman og minning þín mun lifa í hjörtum okkar að eilífu. Þú ert vor stoð og einkahlíf, svo engu þurfum kvíða, vor huggun, athvarf ljós og líf. Æ, Ijúft er því að striða. I hveiju, sem að höndum ber, og hvað sem bágt oss mætir, þín hjálp oss nálæg ætíð er og allar raunir bætir. Þín fóðumáð, æ fersk og ný, oss föðurgæðum seður. (P.J.) Elsku pabbi, við bræðumir kveðj- um þig með miklum söknuði. Sverrir Þór, Hálfdán Þór, Hilmar Þór, Halldór Þór og Erlendur Þór. Hinn 21. desember lá ég andvaka því ég var að hugsa um Hilmar frænda, eða Hilla eins og hann var oft kallaður, því hann lá fárveikur á gjörgæsludeild í Borás í Svíþjóð. Þar var hann búinn að liggja í tæp- Iega mánuð og engar batahorfur fyrirsjáanlegar. Að lokum þegar ég var búin að biðja fyrir honum náði ég að festa svefn í þeirri von að hann myndi hafa þetta af því Hilm- ar var sterkbyggður maður. Morg- uninn eftir frétti ég að mamma og pabbi hefðu einnig verið andvaka og verið að hugsa til hans. Við fór- um því lítið sofin í vinnuna um morguninn. Það var svo um 14.30 að síminn hringdi í Fossnesti og beðið var um mig í símann. Á lín- unni var Hrefna. Fréttirnar sem hún hafði fram að færa vora ömurlegar — Hilmar var dáinn. Ég trúði þessu ekki. Af hveiju hann? Hann sem var svo ungur og yndislegur. Hann hafði dáið um 8.30 um morguninn og atvikaðist það þannig að enginn vissi hvernig átti að segja pabba fréttimar því hann hafði nýlega fengið kransæðastíflu sem hann hefur ekki náð fullum bata af, og verður því að segja honum svona fréttir varlega. Guðrún frænka átti því að koma og segja honum þetta en í sjokkinu keyrði hún beina leið til Reykjavíkur. Það vora því örlög- in sem gripu í taumana því mamma og pabbi fóra til Reykjavíkur ásamt Hrafnhildi Yr um tvöleytið og var það því í mínum verkahring að segja þeim þetta, en sem betur fer sleit mamma bílasímann úr sambandi þegar ég hafði sagt halló. Þegar þau komu í hús í Reykjavík hringdu þau og þá sagði ég mömmu fréttirn- ar. Þetta var of mikið fyrir pabba. Hann fékk vægt tilfelli og var flutt- ur beint á spítala. Það var líka afar erfitt að hringja til Frakklands og segja Ingibjörgu systur frá þessu en hún var að koma heim í stutt og óvænt jólafrí hinn 23. desember. Hilmar hafði verið búsettur í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni í 16 ár. Hann var giftur Elínu Sverris- dóttur og áttu þau fimm yndislega stráka, þá Sverri Þór, Hilmar Þór, Hálfdán Þór, Halldór Þór og Erlend Þór. Sverrir Þór hefur búið á Ís- landi í nokkur ár og hefur hann stundað nám í læknisfræði. Því miður hittumst við Hilmar ekki oft en þó alltaf þegar hann kom hingað til íslands og tvisvar fór ég með mömmu, pabba og Ingi- björgu til Svíþjóðar þegar ég var yngri. Það var alltaf tilhlökkunar- efni að hitta Hilmar frænda því hann var alltaf svo góður við mig og það faðmaði mann enginn jafn innilega og hann. Það voru því mörg ósögð orð sem fylgdu hveiju faðmlagi. Hilmar var alveg einstak- ur maður með stórt og gott hjarta og ég elskaði hann og dáði. Það var hann sem kom með Halldór bróður í tjaldið til okkar Ingibjargar þegar við voram í útilegu á Þingvöll- um fyrir mörgum áram. Þar hitti ég Halldór í fyrsta skipti. Það var svo í byijun nóvember að við syst- urnar og mamma hittum Halldór Amar almennilega í fyrsta skipti í Glasgow. Elsku Hilmar, ég hefði viljað segja þér frá þessari dásam- legu tilfinningu. Hann er alveg rosalega líkur pabba. Auk þess var svo margt í fari hans sem minnti mig á þig. Hilmar var glaðlyndur og alltaf var stutt í hláturinn og grínið hjá honum. Hann hafði oft orð á því hvað ég væri með stutt hár og ég ætti frekar að hafa sítt hár. Ég skaut á móti að ég væri nú að verða stærri en hann. Hann var mjög fær skurðlæknir, hann var jafnframt mjög góður við sjúklinga sína og gaf sér tíma til að tala við þá. Það sýnir sig í því hvað hann átti auðvelt með að umgangast fólk af öllum toga, það skipti ekki máli hvort menn vora feitir eða mjóir, með háskólapróf eða ekki. Það sem skipti Hilmar máli var hvemig persónan var en ekki eitthvert útlit eða gáfur. Hann var mikill félagi og vinur allra og þá sérstaklega strákanna sinna jafnframt því að vera faðir þeirra. Álit manna á sér var eitt af því sem Hilmar lét sem vind um eyra þjóta. Ef hann langaði að gera eitthvað eða segja eitthvað þá framkvæmdi hann það. Hann hafði mikinn áhuga á fótbolta og fór hann' oft á völlinn að horfa á strákana sína spila. Einn- ig hafði hann gaman af tónlist og fór hann oft á hljómleika með strák- unum. Það verður því erfitt fyrir strákana að fara á völlinn án þess að hafa pabba sinn með, en, strák- ar mínir, tíminn læknar öll sár. Það var eitt sem pabbi átti um- fram Hilmar, það voru stelpur. Hilmar langaði alltaf til að eignast stelpur og þegar ég var lítil spurði hann mig oft að því hvort hann mætti eiga mig og pabbi fengi einn strákinn, en þetta var auðvitað sagt í gríni. Það var svo fyrir rúmlega ári að draumur hans varð að vera- leika því Hálfdán og Ann Gustavson eignuðust alveg yndislega stúlku að nafni Elín Jennifer. Hún átti hug og hjarta Hilmars enda engin furða því stelpan er alveg yndisleg. Hann mun fylgjast með henni og okkur öllum úr fjarlægð þar sem hann er og við munum minnast hans eins og hann var og allar góðu stundirn- ar sem okkur hlotnuðust með hon- um. Þið megið vera viss um að honum líður vel þar sem hann er, og er hann í mjög góðum höndum. Elsku Ella, Sverrir Þór, Hálfdán Þór, Hilmar Þór, Halldór Þór, Er- lendur Þór, Elín, Ann, amma og afi og allir þeir sem eiga um sárt að binda um þessar stundir, megi guð gefa ykkur aukinn styrk og munið að sagt er að þeir sem guð- irnir elska deyi ungir. Þín frænka, Halldóra Erlendsdóttir. Undirbúningur jólanna er að hefjast, það er 26. nóvember en það er svo erfitt að hafa hugann við jólin. Hann Hilmar Þór, bróðurson- ur minn og frændi okkar, er svo mikið veikur úti í Svíþjóð. En við höldum í vonina, hann er svo ungur og sterkur, honum hlýtur að batna. En dagarnir líða og ekki batnar Hilmari og 12. desember kemur hringing. Það er verið að skera hann upp og reyna að lækna hann. Aðgerðin gefur okkur vonina aftur, en útlitið er svart. Miðvikudaginn 22. desember kemur svo hringingin, hann Hilmar er dáinn. Þetta getur bara ekki verið, þetta er eins og ljótur draum- ur, en þetta er víst staðreynd. Hilmar Þór fæddist 29. desember 1947. Þriðji sonur hjónanna Ingi- bjargar Erlendsdóttur og Hálfdáns Einarssonar. Önnur börn þeirra eru: Erlendur, f. 16. október 1942, Kjartan, f. 23. marz 1946, Guðrún Vilborg, f. 10. desember 1952, og Einar Sveinn, f. 13. marz 1954. Fjölskyldur okkar vora og era mjög nánar. Hálfdán, Ingibjörg og bömin bjuggu í Nökkvavogi 13, Reykjavík, í mörg ár og á efri hæð- inni bjuggu foreldrar mínir, amma og afi okkar, svo ferðimar vora kannski tíðari fyrir bragðið, og fínnst dætram mínum þessi böm frekar eins og systkini þeirra frem- ur en frændfólk. Eldri dóttir mín Guðbjörg var reyndar alin upp hjá ömmu sinni og afa til fjórtán ára aldurs. En hún er á svipuðum aldri og Erlendur, en svo fæddist yngri dóttir mín Birna og eldri dóttirin fluttist heim til okkar árið 1954. En ferðirnar í Nökkvavoginn héldu áfram og þar sem Birna dótt- ir mín og Guðrún systir Hilmars era fæddar með þriggja daga milli- bili voru heimilin enn mjög náin. Enda voru þær skírðar saman og fermdar saman. Jæja, það kom að því að Hilmar Þór kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Sverrisdóttur, en þau vora unglingar þegar þau kynntust og eignuðust sinn fyrsta son átján og tæplega nítján ára gömul. Hann Sverri Þór, f. 21. ágúst 1965, sem varð sólargeisli í lífí okkar allra og enn frekari ástæða að kíkja i Nökkvavoginn á þennan yndislega litla dreng. Frænkurnar Guðrún og Bima vora alltaf tilbúnar að passa Sverri Þór og fylgjast með unga parinu Ellu og Hilmari. Hilmar og Ella giftu sig 11. nóv- ember 1967 og Hilmar fór að læra læknisfræði og lauk henni með ágætum 1975, en á þeim tíma höfðu þau eignast tvíburana Hálfdán Þór og Hilmar Þór, f. 4. ágúst 1972. Svo liðu árin og 1977 var farið í frekara nám í læknisfræðinni til Borás í Svíþjóð og þar stækkaði barnahópurinn enn frekar. Þau eignuðust tvo drengi í viðbót, Hall- dór Þór, f. 16. ágúst 1979, og Er- lend Þór, f. 23. nóvember 1980. Þau vora orðin rik, búin að eign- ast fímm mjög mannvænlega og elskulega drengi og þau ílentust í Borás þó hugurinn væri alltaf heima á íslandi. En ósköp fannst okkur þau vera langt í burtu frá okkur. Það kom best í ljós þegar Hilmar veiktist, hvað fjarlægðin var í raun mikil. Það er margs að minnast sem ekki verður talið hér og margar minningar sem koma upp í hugann, en við viljum kveðja Hilmar Þór og þakka honum samveruna hér. Elsku Ella, Sverrir Þór, Hálfdán Þór, Ann, Elín litla, Hilmar Þór, Halldór Þór, Erlendur Þór, Ingi- björg, Hálfdán og systkini Hilmars, tengdamóðir og aðrir aðstandendur, sorgin er mikil og missirinn mikill. Við vottum ykkur innilega samúð og megi góður guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg, en minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar um ókomin ár. Því þó að fundum fækki er fortíð ekki gleymd. I mínum huga og hjarta þín minning verður geymd. Héma i húsi þínu sig hvíldi sálin mín. Eg kem nú, kæri vinur, með kveðjuorð til þín. Guð varðveiti ykkur öll. Lára Einarsdóttir, Guðbjörg og Sigurbirna Oliversdætur og fjölskyldur þeirra. Fleiri minningargreinar um Hilnmr Þór Hálfdánarson bíða birtingar og munu birtast næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.