Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1994, Blaðsíða 10
1 MÖPvGUNB'LAÐIÐ FöBTUDAGUR 2Bí - JAlvUAR -1904- UM HELGINA Myndlist Ein af teikningum Kristínar Kristín sýnir teikningar í Gail erí Úmbru Kristín Arngrímsdóttir opnar sýn- ingu á teikningum í Gallerí Úmbru á Bemhöftstorfu, á morgun laugardag- inn 29. janúar kl. 16. Þetta er þriðja einkasýning Kristínar, en hún hefur einnig tekið þátt í nokkmm samsýning- um. Teikningamar eru unnar með pensli, tússi og vatnslitum. Hluti hvers verks er gerður úr lituðum pappír þar sem form og myndir eru klipptar með skær- um. Sýningin stendur frá 29. janúar til 16. febrúar og er galleríið opið þriðju- daga til laugardaga frá kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14-18. Inga Rósa sýnir í Stöðlakoti Inga Rósa Loftsdóttir opnar mál- verkasýningu í Stöðlakoti, Bókhlöðu- stíg 6, laugardaginn 29. janúar. Sýningin stendurtil sunnudagsis 13. febrúar nk. Opið er daglega frá kl. 14-18, nema mánudaga þá er lokað. Þetta er önnur einkasýning Rósu. Nýlistasafnið í Nýlistasafninu verða opnaðar tvær sýningar á morg- un laugardag 29. janúar kl. 16, það em þau Anna Líndal og Gunnar Amason sem sýna. Gunnar sýnjr 10 lágmyndir unnar í ál og magnolíu og við- fangsefni Önnu er „Konan sem- viðgerðarmaður" verk hennar em unnin með blandaðri tækni. Sýningarnar verða opnar alla daga kl. 14-18 og standa til 13. febrúar. Jón Ólafsson sýnir í Ásmundarsal Jón Ólafsson opnar málverkasýn- ingu á morgun laugardaginn 29. jan- úar kl. 14 í Ásmundarsal við Freyju- götu. Þetta er önnur sýning Jóns í Ásmundarsal, en sú fyrri var 1973. Jón sýnir vatnsiita- og akrílmyndir. Sýn- ingin er opin til 14. febrúar frá kl. 14-18. Graf ík á Leikhúsloftinu Á Leikhúslofti Þjóðleikhússins stendur þessar vikur yfir sýning á verk- um litháíska myndlistarmannsins Vy- tautas Narbutas. Dvaldi listamðurinn hérlendis sl. haust, ásamt tveimur löndum sínum, þegar þeir störfuðu við uppfærsluna á Mávinum eftir Tsjekhof á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Sá Vytautas Narbutas um leikmynda- og búningagerð í verk- inu og hanga búningateikningar hans til sýnis í Leikhúskjallaranum. Narbutas stundaði myndlistamám við Listaskólann í Kaunas og Listaaka- demíunni í Vilníus. Hann er leikmynda- teiknari Litla leikhússins í Vilnius og kennari við Listaskólann í Vilnius auk þess sem hann starfar sjálfstætt sem myndlistarmaður. Á Leikhúsloftinu eru til sýnis grafík- verk listamannsins, sem sum voru unn- in meðan á íslandsdvöl hans stóð. Verk hans verða til sýnis eitthvað fram eftir vetri og eru þau til sölu. Leikhús- loftið er opið leikhúsgestum Þjóðléik- hússins, meðan sýningar standa yfir á Stóra sviði. Tónlist Tannháuser í Óperuklúbbnum Óperan Tannháuser eftir Richard Wagner verður sýnd í Óperuklúbbnum næsta sunnudag kl. 14. Um er að ræða fræga uppfærslu leikstjórans Götz Friedrichs, sem fyrst var sett upp á Wagner hátíðinni í Bayreuth árið 1972. í helstu hlutverkum eru Spas Wen- kof, sem syngur titilhlutverkið, Gwy- neth Jones syngur Venus og Elísabetu, Bemd Weikl syngur Wolfram og Hans Sotin syngur landgreifann. Stjórnandi er Sir Colin Davis. Sýnt verður af mynddiskum með enskum skjátextum. Sýningin fer fram að Vesturgötu 36b og er aðgangur ókeypis og öllum heim- ill. Bernardel kvartettinn Tónleikar í Borgarnesi Bernardel kvartettinn heldur tón- leika í Borgameskirkju sunnudaginn 30. janúar kl. 17. Kvartettinn skipa þau Zbigniev Dubik fiðla, Gréta Guðna- dóttir fiðla, Guðmundur Kristmunds- son viola og Guðrún Sigurðardóttir selló. Á efnisskránni eru eftirtaldir strengjakvartettar: Nr. 2. eftir A. Borodin, Nr. 1. eftir L. Janácek „Kre- utzer sónatan" og loks „Dauðinn og stúlkan“ eftir F. Schubert. Leikstjórinn og nokkrir leikaranna í Stútungasögu Kristinn H. Árnason Gítarleikur í Norræna húsinu Gítarleikarinn Kristinn H. Árnason endurtekur tónleika sína frá því um síðustu helgi í kvöld föstudaginn 28. janúar í Norræna húsinu og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskránni em verk eftir Narva- ez, Tárrega, Bach, Brouwer, Granados og Barrios. Kristinn lauk burtfarar- prófí frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar árið 1983. Hann lauk BM-prófi frá Manhattan School of Music árið 1987. Einnig stundaði fram- haldsnám á Spáni og í Englandi. Með- al kennara hans vom Nicolas Goluses, Gordon Crosskey og Jose Tomas. Árið 1987 var hann valinn úr hópi fjölda umsækjenda til að taka þátt í síðasta námskeiðinu sem Andres Segovia hélt. Kristinn hefur komið fram á tónleik- um á íslandi, í Bandaríkjunum og á Ítalíu, auk þess sem hann hefur leikið i útvarpi og í sjónvarpi. Orgeltónleikar Pavels Manasek í Hallgríms- kirkju Tékkneski organistinn Pavel Mana- sek heldur á sunnudaginn tónleika í Hallgrímskirkju. Þeir heíjast klukkan 17 með prelúdíu og fúgu eftir Bach. Þá kemur fantasía eftir Mozart, kórall eftir César Franck, fantasía og fúga Max Regers og lokaþáttur orgelsinfó- níu eftir Vierne. Manasek lauk einleikaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Prag 1991 og hefur síðan verið búsettur hérlendis. Hann var organisti á Djúpavogi fram á síðasta haust þegar hann flutti sig í Háteigskirkju í Reykjavík. Meðan á námi stóð vann hann til verðlauna í ýmsum orgelkeppnum heima og heim- an. Þessir þriðju tónleikar Listvinafélags Hallgrímskirkju á starfsárinu marka upphaf tónleikahalds á síðasta sunnu- degi hvers mánaðar, fyrstu fjóra mán- uði ársins. Framundan eru að auki barokktónleikar og heimsókn orgel- snillingsins Louis Thiry í mars. Strengjasveit í Bústaðakirkju Strengjasveit sem er að mestu skip- uð hljóðfæraleikurum úr Sinfóníu- hljómsveitinni heldur tónleika í Bú- staðakirkju á morgun laugardaginn 29. janúar kl. 17. Á efnisskrá verða konsert fyrir 2 fíðlur eftir Bach, Hughreysting eftir Jón Leifs, rondó eftir Schubert og ser- enaða eftir Tjækovskíj. Einleikarar verða Zheng Rong Wang og Sigrún Eðvaldsdóttir, en stjórnandi á tónleikunum verður Lan Shui. Miðar verða seldir við innganginn. Sænsk teiknimynd í Norræna húsinu Sænsk teiknimynd um Einar Áskel ’ eða Alfons Áberg eins og hann heitir á sænsku verður sýnd í Norræna hús- inu, sunnudaginn 30. janúar kl. 14. Sögumar um Einar Áskel þarf vart að kynna fyrir íslenskum börnum. 1 þessari teiknimynd fáum við m.a. að kynnast því þegar jólin eru búin og Einari Áskeli leiðist, allt gamanið búið og einnig þegar hann er að bíða eftir fyrsta skóladeginum. Þetta eru fjórar sögur sem eru settar saman í þessari kvikmynd. Kvikmyndin er ætluð yngri börnum og er tæplega ein klst. að lengd með sænsku tali. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis. Leiklist Tvær aukasýningar á Jósef Nemendur Tónlistarskólans í Kefla- vík fluttu um síðustu helgi söngleikinn „Jósef og litskrúðugi draumafrakkinn hans stórkostlegi" eftir Andrew Lloyd Webber i þýðingu Þorsteins Eggerts- sonar. Þar sem uppselt var á sýningarnar hafa verið ákveðnar tvær aukasýning- ar nk. sunnudag, kl. 15 og kl. 20.30. Þær fara fram í Félagsbíói í Keflavík og opnar miðasalan kl. 13. Stútungasaga sýnd að Ýdölum Leikfélagið Búkolla í Aðaldal S- Þing. frumsýndi sl. laugardagskvöld sjónleikinn Stútungasögu eftir Ármann Guðmundsson, Hjördísi Heiðrúnu Hjartardóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikur þess var sýndur í Reykjavík sl. vetur. Leikstjóri er Einar Þorbergsson, söngstjóri Rób- ert Faulkner og sýningarstjóri Hulda Ragnheiður Árnadóttir. Hljóðfæraleik- ara eru Juliet Faulkner, Sigrún Vé- steinsdóttir og Stella Stefánsdóttir. Með aðalhlutverk fara Vilhelmína Ingimundardóttir, Böðvar Baldursson, Sigurður Haraldsson, Elín Kjartans-^ dóttir, Baldur Kristjánsson, Ásdís Þórs- dóttir, Halldór Skarphéðinsson, Ing- veldur Guðmundsdóttir, Heiðbjörg 01- afsdóttir, Erla Alfreðsdóttir, Benedikt Arnbjömsson og Sigurður Haraldsson. Alls eru hlutverkin 30 og átti Bú- kolla ekki möguleika á því að manna svo mannmargt stykki, nema með því að fá áhugafólk úr næstu sveitarfélög- um. Kvikmyndir SELJAKIRKJA: Fyrirbæna- stund í kirkjunni í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum veitt mót- taka á skrifstofu safnaðarins. SELTJARNARNES- KIRKJA: Kl. 17-18 er opið hús til kyrrðar og íhugunar við kertaljós. SELJAKIRKJA: Fyrirbæna- stund í kirkjunni í dag kl. 18. Öllum opið. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Á morgun laugardag kl. 10 flyt- ur dr. Siguijón Arni Eyjólfs- son fyrra erindi sitt um Jesú- myndir í nútímanum. Umræð- ur og kaffiveitingar. SKIPIN RE YK J AVÍ KURHÖFN: í gær var Mælifell væntanleg- ur af strönd. í gær kom gas- skipið Jakob Kosan og Helgafell fór út. HAFNARFJARÐARHÖFN: í fyrrinótt komu til löndunar grænlenski rækjutogarinn Tunnilik og Óskar Hall- dórsson. Þá er grænlenski togarinn Regína C væntan- legur til löndunar í dag. Einsöngur Tónlíst___________ Jón Ásgeirsson Hrafnhildur Guðmundsdóttjr mezzósópran og Guðrún St. Sig- urðardóttir pianóleikari héldu tón- leika á vegum styrktarfélags Is_- lensku óperunnar, sl. þriðjudag. Á efnisskránni voru íslensk og erlend söngverk, sex íslensk þjóðlög, ia- gaflokkurinn Frauenliebe und Le- ben eftir Schumann, fjögur lög eftir Granados, þijú eftir frönsku tónskáldin Satie, Hahn og Gounod og tvær „bravúra-aríur“ eftir Moz- art. Efnisskrá tónleikanna var afar fjölbreytt og hófust þeir með nokkrum íslenskum þjóðlögum, sem flest eru heimagangar. Hrafn- hildur og Guðríður fluttu þessi ljúfu-en einföldu lög mjög vel, sérstaklega fyrsta lagið, Guð gaf mér eyra. í Frauénliebe und Leben eftir Schumann, sem tók við af þjóðlögunum, er fengist við þá afstöðu konunnar til karlmannsins og kvenskyldunnar, sem nútíminn hefur af miklu leyti hafnað. Þrátt fyrir það, gefur fegurð söngvanna þessum tilfinningum gildi og voru þau einum of hamin í flutningi Hrafnhildar. Lögin um strákana og stelpurnar eftir Granados eru skemmtilega leikræn og sömuleið- is „Dívan“ eftir Satie og Síðasti valsinn eftir Hahn. Tónleikunum lauk svo með tveimur aríum eftir Mozart, þannig að efnisskráin samanstóð af íslenskum heim- göngum, þýskum ljóðum, spönsk- um ástarlögum, franskri leikhús- tónlist og óperuaríum eftir meist- ara Mozart. Hrafnhildur hefur fallega nátt- úrurödd og söng af öryggi tónlist- armannsins en þó oft án þess að snerta við tilfinningalegum innvið- um verkanna. Hljómgun raddar- innar, t.d. í „Konuástum“ eftir Schuman, var oft nokkuð opin og lítt mótuð og túlkun laganna of einlit. Bestur var söngur hennar í lögunum eftir Granados, bæði i „Dívunni" eftir Satie og Lokavals- inn eftir Hahn, þar sem Hrafnhild- ur sýndi skemmtileg leikræn til- þrif. Mozart aríurnar, Voi che sap- ete, úr Brúðkaupinu og Parto, parto, úr Titusi, voru söngverkin sem reyndu mest á ’söngtækni Hrafnhildar og skilaði hún þeim vel, þó nokkuð vantaði á skýra aðgreiningu tónanna í „bravúr- akaflanum" í Parto, parto. Hvað sem þessum aðfinnslum líður, sem aðallega varðar túlkun og tónmót- un raddarinnar, sýndi Hrafnhildur að hún er vel kunnandi, hefur fal- lega rödd og á því margt til að leggja með sér sem söngvari. Guð- rún St. Sigurðardóttir lék vel og var leikur hennar í alla staði vand- aður og vel samstilltur yfirvegaðri mótun verkanna. Með þeim í seinni aríunni lék Ármann Helgason mjög vel á klarinettið sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.