Morgunblaðið - 28.01.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 28.01.1994, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs - Tilnefndar bækur frá Færeyjum og Grænlandi HAFIÐ OG HIMINNINN Morgunblaðið/Árni Sæberg Nokkrar þeirra bóka sem lagðar eru fram til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 1994. Fremstar eru íslensku bækurnar, Ljóð námu völd eftir Sigurð Pálsson og Stúlkan í skóginum eftir Vigdísi Grímsdóttur. Þriðjudaginn 1. febrúar verður tilkynnt hver hlýtur verðlaunin að þessu sinni. Myndin er tekin I bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Bókmenntir Dagný Kristjánsdóttir FÆREYINGAR leggja fram til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs ljóðabókina Kirkjurn- ar á hafsbotni (Kirkjurnar á havsins botni) og Græniendingar leggja fram ljóðabókina Með mínum nánustu (Biandt men- nesker mig nærmest) eftir Frederik Kristinsen. Sjómaður í húð og hár Mítt navn fekk eg frá ommuni og tá eg tjúgir ár seinni meldaði meg úr Fólkakirkjuni lá hin gamla á deyðastrá. Eg veit ikki um hon brýggjaði seg um mína avgerð ... Kanska hevur hon hugsað at ein prestur er ein prestur, líkamikið um kragin er hvítur ella reyður. (Ég var skírður eftir ömmu minni/ og þegar ég sagði mig úr þjóðkirkjunni tuttugu árum seinna/ lá hún banalegu./ Ég veit ekki hvort hún var hrifin af mínum skoð- unum.../ Kannski hefur hún hugsað að prestur sé prestur hvort heldur/ kraginn er hvítur eða rauð- ur.) Svo yrkir Jóanes Nielsen. (f. 1955) í ljóðinu „Við ljósbaujuna" og víst er að margur presturinn mætti öfunda hann af fossandi mælskulist, sterkri réttlætiskennd og heitum tilfinningum. Það fer ekkert á milli mála að Jóanes tekur sér stöðu með færeysku alþýðufólki þó að „kommúnískar orður hafi endað sem járnarusl". í ljóðinu „Ársskýrslan" gengur hann frá færeyskum kapítalistum, embætt- ismönnum og stjórnmálamönnum á ýmsa vegu og ljóst er að hann er þeim reiður fyrir hönd almennings sem ekki hefur „stolið frá Færeyj- um“. Jóanes Nielsen elskar og óttast hafið, elskar landið sitt, konuna sína, kynlífið og yrkir um þetta safaríka söngva. Hann getur líka verið fyndinn eins og í ljóðinu um hinn eina sanna píslarvott ástarinn- ar — King Kong: „Og þú breiddir út fangið til hennar/ sýndir henni loðinn Jesús sem riðaði til falls á/ efstu brún Empire State Building./ Fegursta stjama sem nokkru sinni skein/ var blóðugt andlit apans ástfángna.“ Eins og sjómönnum er títt talar Jóanes Nielsen enga tæpitungu, hann hyllir hversdagslífið og talar um „hina hreinu ljóðlist" sem heyra má í dyn díselvélarinnar. Myndmál hans um erótík og dauða er þó langt frá því að vera hversdags- legt, ætli hann flokkist ekki undir kraftaskáld? Anqakkoq Frederik Kristensen með viður- nefnið „kunngi" (kóngur) fæddist í Uumannaq árið 1952, sama dag og Friðrik konungur og Ingiríður drotting heimsóttu sjúkrahúsið. Hann var skírður í höfuðið á kon- ungi. Ofugt við Jóanes Nielsen notar Frederik kunngi fá orð og leitast frekar við að draga upp einfaldar myndir, stemmningar, sem hann magnar upp með endurtekningum, seiðmögnuðu hljómfalli eða söngli töframannsins (anqakkoq). I ljóð- inu „Kæra“ eru konungar heim- skautadýranna ávarpaðir af mynd- ugleik: Stóri öm konungur fuglanna ég krefst þess að þú fljúgir til konungs háloftanna og færir fram kæru mína. Öminn, hvalurinn, ísbjörninn eiga að kæra mengun lofts, hafs og ísa af völdum flugvéla, kafbáta og íbijóta. Loks ávarpar skáldið landsmenn sína: „Inuk“, aumi maður konunpr armæðunnar ég krefst þess að þú gangir til konungs landsins og færir fram kæru mína. Kæran varðar eyðileggingar- vopnin sem fólkið óttast. Frederik kunngi fjallar um lífið í stórborg- inni, atvinnuleysi og vonleysi, en flest ljóðin fjalla þó um grænlenska náttúru sem fyllir hann ást og hrifningu og verða þegar best tekst til eins loftkennd og dulúðug og ég ímynda mér að landið sé. Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari með tónleika hjá Vestur-íslendingum „Augnablik fegurð- ar“ í Winnipeg I BYRJUN nóvember á síðasta ári heimsótti Sigrún Eðvaldsdóttir fiðlu- leikari íslendingaslóðir í Kanada. Undirleikari hennar í ferðinni var Þorsteinn Sigurðsson. Sigrún og Þorsteinn dvöldu vikutíma í Kanada og héldu tónleika daglega. Viðbrögð frænda okkar vestanhafs voru frábær. Sigrún var á forsíðu Lögbergs Heimskringlu, undir fyrirsögn- inni „Augnablik fegurðar." Þar segir að íslenska samfélagið í Man- itoba hafi líklega fengið tækifæri lífs síns þegar hlýtt var á tónleika Sigrúnar og Þorsteins, sem hafi verið á heimsmælikvarða. Fyrstu tónleikamir vom haldnir í hjarta íslendingabyggða vestan- hafs, í þéttsetnum Eckhardt- Grammaté sal í Háskólanum í Winnipeg. Síðan lá leiðin til Gimli, litla höfuðstaðar Nýja íslands við Winnipeg-vatn, þar sem tónleikar voru í Betel, heimili eldri borgara, og á heimili Irvins og Lois Ólafsson. Á sunnudag var ekið til Brandon og tónleikar haldnir í Tónlistardeild háskólans þar. Þá aftur til Winnipeg og fárra tíma svefn áður en flogið var yfir til Torontó, þar sem dag- skráin hélt áfram. En hvernig skynjaði Sigrún Vest- ur-íslendinga? „Það var sérstök tilfinning að spila fyrir Islendinga í Kanada. Að vissu leyti fannst mér ég vera á heimavelli, þar sem margir þeirra tala svo góða íslensku. Það eru ekki margir sem tala íslensku í heimin- um, þess vegna er mjög jákvætt að hitta svona stóran hóp vestanhafs. Þetta er yndislegt fólk, en kannski einum of gestrisið. Dagskráin var frá morgni til kvölds og reyndist býsna erfið. Við héldum tvenna tónleika í Gimli einn daginn, vomm í veislu um kvöldið og fómm ekki að sofa fyrr en klukk- an tvö um nóttina. Næsta morgun áttum við að mæta í messu hjá ís- lenskum presti í Winnipeg, borða hádegisverð þar, aka síðan í tvo tíma til Brandon og beint á tónleika. Þá varð að spyrna aðeins við fótum. En þetta var mjög ánægjulegt. Ég fann svo góða strauma frá fólkinu." Sigrún segist vera ánægð með að hafa fengið að halda fyrstu tón- leikana í Winnipeg. íslenska samfé- lagið þar sé nær íslenskum upprana og fleiri tali íslensku en í Toronto. Flestir gestir frá gamla F'róni skynja þetta á svipaðan hátt. íslendingar „eiga“ Winnipeg, en íslenska þjóðar- brotið í Toronto er að hverfa inn í fjöldann. Þannig má segja að V- Islendingar í Winnipeg séu stór hóp- ur í meðalstórri sléttuborg, en í Toronto séu þeir lítiil hópur í heims- borg. - Voru íslensk verk á dag- skránni hjá ykkur? „Já, við vorum líka með íslensk verk, eins og Sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal og sönglög í útsetningu Atla Heimis. Áheyrend- ur á tónleikunum í Winnipeg vom dálítið sérstakir. Þeir klöppuðu á eftir hveijum einasta kafla, greini- lega ekki vanir að hlusta á kiassíska tónlist! Á elliheimilinu Betel spiluðum við óskalög. Fólkið hafði svo gaman af íslenskum lögum, bað um íslensk vöggulög, eins og „Mamma ætlar að sofna". „Svanasöngur á heiði“ fékk líka góðar undirtektir. Þarna hitti ég 106 ára konu, sem heilsaði mér og sagði - komdu nú sæl og blessuð, ég er hún Rúna gamla - svo hló hún hjartanlega." Sigrúnu fannst stórkostlegt að hitta allt þetta fólk sem talaði hreina íslensku, sumir höfðu ekki komið Sigrún Eðvaldsdóttir til íslands. íslensku götunöfnin vöktu sérstök hughrif, þegar gengið var um miðbæinn í Gimli í fallegu veðri, snjór yfir öllu og 6 stiga frost. Sigrúnu fannst líka ógleymanlegt hvað allir vom áhugasamir um Is- land, líka eiginmenn og eiginkonur íslendinganna. „Þeir em líka með ættfræðina á hreinu,“ segir Sigrún og hlær, „hún er ástríða hjá þessu fólki. Fyrsta spurningin sem mætti manni var yfírleitt: - Hvaðan ert þú, góða? Pabbi var búinn að segja mér að ég ætti marga ættingja þarna. Ég hitti að vísu fullt af fólki frá Húna- vatnssýslu, þaðan sem pabbi er ættaður, en ættfræðin er ekki mín sterka hlið.“ - Þeir hjá Lögbergi Heims- kringlu skrifa líka sérstaka grein um fiðluna þína, undir yfirskriftinni „Fiðluævintýrið." Þar er sagt, að þeir sem hafi verið svo óheppnir að missa af tónleikunum, gætu hafa séð konu á gangi í Winnipeg, með lítinn svartan kassa. Þetta sé hún Sigrún með fiðluna sína sem hún skilji aldrei við sig. Er það satt að fiðlan og-þú séuð eitt? í fyrsta skipti færist alvörusvipur yfir brosmilda fiðluleikarann okkar og hún segir: „Fiðlan er besti vinur minn; alltaf hjá mér. Ég og fiðlan mín erum í svo nánu sambandi, að enginn kemst á milli okkar. Stund- um finnst mér þetta samband vera óheilbrigt, en það er óhjákvæmilegt, þegar maður þarf að eyða svona miklum tíma með hljóðfærinu, að það skapist mikil ástríða." Sigrún segist stundum óska sér að vera einhver annar, það sé afar streitubundið líf að vera flytjandi á sviði. Alltaf að vera að æfa sig fyr- ir nýjan tónflutning. „Bijálað líf að loka sig svona inni,“ segir hún. Samt segir hún að þetta gefi sér svo mikið. Segir líka að fiðlan sín sé alltaf að verða betri og betri. - Finnst þér eitthvað einkenna þinn tónflutning? „Ég veit ekki hvort það er sér- kenni, en ég hef tekið eftir því að það er oft meiri kraftur í minni túlk- un en hjá öðmm, eins og ég eigi auðvelt með að gæða ofsaþrungna tónkafla lífi. Ég er svo hamingjusöm þegar ég er búin að ná þeim blæ- brigðum sem ég vil að komi fram. Og alveg yndisleg tilfinning, þegar ég er búin að skila verkinu frá mér á tónleikum." Þannig segir Sigrún, að sviðið gefi henni bæði það versta og það besta. Hún segir að það sé ofsalega spennandi þegar hún er komin á visst stig, sé að nálgast markið. En þegar ákveðnu stigi er náð, þá sé alltaf hægt að gera miklu meira. „Maður nær aidrei takmarkinu," segir listakonan. Sigrún er nú að æfa Fiðlukonsert Tsjajkovskíjs fyrir fíðlukeppnina í Moskvu í júní, en fmmflytur kon- sertinn með Sinfóníuhljómsveit ís- lands á skólatónleikum í febrúar. Sigrún stefnir líka á einleikstónleika hér heima með vorinu. Samskiptanefnd skipuð af utan- ríkisráðuneytinu, sem sér um að efla menningarleg og viðskiptaleg tengsl milli Islendinga og fólks af íslensku bergi brotið í Kanada og Bandaríkjunum, stóð fyrir tónleika- ferð Sigrúnar til Kanada. Nefndar- formaður er Heimir Hannesson lög- maður, aðrir í stjórn eru séra Bragi Friðriksson prófastur, Dr. Finnbogi Guðmundsson Landsbókavörður og prófessor Haraldur Bessason há- skólarektor. Sjö stúlkur FÚRÍA, leikfélag Kvennaskól- ans í Reykjavík, frumsýnir í kvöld kl. 20 verkið „Sjö stúlk- ur“ eftir Erik Thorstenson. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir. Leikmynd og búninga hannaði Guðrún Auðunsdóttir, en um ljósahönnun sér Kári Gíslason. Sýnt verður í Tjarnar- bíói. Leikritið „Sjö stelpur" er byggt á dagbókum höfundar, en hann vann um árabil á með- ferðarheimili fyrir ungar stúlk- ur. Leikritið segir frá sjö stúlk- um sem eru á meðferðarheimili.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.