Morgunblaðið - 28.01.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.01.1994, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Það blasir við eftir Jónínu Michaelsdóttur Það blasir við, að framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor verður mun sigurstranglegri en ella ef Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðingur skipar þar ann- að sæti listans og menn geta átt von á að sjálfstæðiskona verði for- seti borgarstjómar. Það blasir við, að baráttan um Reykjavík verður á annan veg og erfíðari fyrir okkur sjálfstæðismenn en oftast áður. Skoðanakannanir tala sínu máii um hveiju við getum átt von á ef ekki er brugðist við með samstöðu, þrótti og nútímaleg- um hugsunarhætti. Vinstri öflin ætla að sameina kraftana og meta sigurstranglegast að treysta konum til forystu. Ef marka má kannanir er almenningur sömu skoðunar. Sjálfstæðismenn í Reykjavík eiga kost á að velja til forystu vel mennt- aðar, hæfar og reyndar konur. Ágæti þeirra býr ekki í kynferðinu heldur hæfíleikum, sem em síst minni en hjá þeim karlframbjóðend- um sem í boði em. Ef ekki sitja konur í að minnsta kosti tveimur af fímm efstu sætum listans, talar það sínu máli og er skilaboð til nútímafólks sem búast má við að verði svarað í kjörkössunum í vor. Þetta er sá raunvemleiki sem við blasir, hvort sem menn kjósa að leiða það hjá sér eða horfast í augu við það. Það blasir við, ef litast er um í þjóðfélaginu, að hæfíleiki til stjórn- unar og forystu er fágætari en ætla mætti. Stundum er villst á vilja eða hneigð til að vera áber- andi og ráða yfír öðrum og því að hafa hæfíleika til stjórnunar. Fólk getur verið hæfileikaríkt, fjöl- menntað og afkastamikið án þess að geta með góðu móti axlað ábyrgð og haft mannaforráð. Það dregur ekkert úr ágæti þess fremur en ef það hefði ekki góða söngrödd, en til forystustarfa á að velja fólk sem hefur hæfileika til þess. Inga Jóna Þórðardóttir er í eðli sínu forystumaður. Hún gengur fumlaust til verka og eyðir ekki tíma í tilgangslausar vangaveltur. í samstarfi hlustar hún á öll sjónar- mið og hefur lag á að ná samstöðu um mál á þann veg að flestum þyki þeir hafa lagt eitthvað af mörkum. Hún styður sjónarmið sín jafnan gildum rökum og leitar eftir því sama í málflutningi annarra. Mér hefur þótt þetta einkenna störf hennar frá því við kynntumst fyrir tuttugu árum, en þá var hún for- maður Þórs, félags ungra sjálfstæð- ismanna á Ákranesi, en ég formað- ur í öðru sjálfstæðisfélagi í sama kjördæmi. Síðan höfum við unnið saman í SUS og í fjölmörgum nefndum,. setið saman í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og fram- kvæmdastjórn. Sem framkvæmda- stjóri flokksins og síðar formaður framkvæmdastjórnar sýndi hún oft stjórnvisku og lagni og þegar hún mætti fyrir hönd Ragnhildar Helga- dóttur á fundum og samkomum innanlands og utan, meðan hún var aðstoðarmaður ráðherra, kom hún fram af myndugleik sem eftir var tekið og tók á málum af ábyrgð og þekkingu. Sama má segja um formennsku hennar í útvarpsráði og Kvenréttindafélagi íslands. Hún er skaprík og hrifnæm, en fyrir stjórnmálamann er það kostur. Þess utan er hún ein mesta hugsjóna- manneskja sem ég hef kynnst. Það blasir við, að í prófkjöri er barist um áhrif og völd. Frambjóð- endur og stuðningsmenn þeirra knýja á um umboð frá kjósendum eftir öllum leiðum sem þeim hug- kvæmast. Það er af hinu góða að frambjóðendur kynni sig og sjálf- stæðisfólk skoði með velvilja þá kosti sem í boði eru. En þegar til alvörunnar kemur, hlýtur hver og einn að gera upp hug sinn út frá því hvemig hann vill að borginni sé stjórnað og af hverjum, fremur en af hinu, að vinur vinar hans hringdi og bað um afnot af atkvæð- 1 Inga Jóna Þórðardóttir „Það er sannfæring mín að það geti haft úrslita- þýðingu um fylgi flokksins í kosningun- um að í forystunni sé sterk kona með póli- tískt innsæi. Kona sem getur, vill ogþorir.“ inu hans um stund. Kosningarétt ættum við að umgangast með virð- ingu. Hann á hvorki að vera versl- unarvara eða vinargreiði. Jónína Michaelsdóttir Það blasirvið, að baráttan verður hörð, ekki síst um efstu sætin, en hér eru samheijar að keppa og í allra þágu að sátt verði um niður- stöðuna þegar hún liggur fyrir, hver sem hún verður. Það er sannfæring mín að það geti haft úrslitaþýðingu um fylgi flokksins í kosningunum að í foryst- unni sé sterk kona með pólitískt innsæi. Kona sem getur, vill og þorir. í mínum augum er það við- blasandi að Inga Jóna Þórðardóttir er þessi kona. Höfundur er rithöfundur og sUirfitr að markaðsmálum. Tryggjum Markúsi Emi Antons- syni afgerandi sigur í 1. sætið eftir Magnús L. Sveinsson Sjálfstæðismenn í Reykjavík velja sér frambjóðendur til borgar- stjórnar með prófkjöri um næstu helgi. Það er mikilvægt að sem flestir taki þátt í prófkjörinu, svo að það gefi sem besta mynd af vilja manna um hvemig þeir vilja að listi flokksins verði skipaður í kosning- unum í vor. Það er einnig mikil- vægt, að niðurstaða prófkjörsins sýni ótvíræðan stuðning við borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins, Markús Öm Antonsson, núverandi borgarstjóra, í 1. sætið. Það er styrkur fyrir alla frambjóðendur á listanum, að borgarstjóraefni flokksins fái afgerandi kosningu í 1. sætið. Það sýnir ótvíræðan styrk flokksins í komandi kosningum. Þegar Markús Öm Antonsson var kjörinn borgarstjóri, er Davíð Oddsson varð forsætisráðherra á miðju ári 1992, var um það algjör samstaða í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Síðan hefur Markús Örn verið ótvíræður leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn og verið mjög farsæll í hinu vandasama starfi borgarstjóra og hefur notið fulls trausts allra í borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna. Þegar Markús tók við starfi borg- arstjóra, var hann gjörkunnugur málefnum borgarinnar frá því að hann var borgarfulltrúi, enda hafði hann á þeim tíma setið í borgarráði og verið forseti borgarstjórnar. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS g] KERFISÞRÓUN HF. FÁKAFEN111 - SÍMI 688055 Málefnastaða sjálfstæðismanna í borgarstjórn er mjög sterk. Staðið hefur verið við kosningaloforðin fyrir síðustu kosningar. Fram- kvæmdir hafa verið mjög miklar í öllum málaflokkum á þessu kjör- tímabili. Borgin hefur varið miklum fjármunum til að draga úr hinu al- varlega atvinnuleysi. Lögð hefur verið síaukin áhersla á umhverfís- málin. Má í því sambandi nefna hið mikla og fjárfreka átak við sam- tengingu allra útrása holræsa í borginni, opnun Fjölskyldugarðsins í Laugardal, fegrun umhverfís Tjörnina, gerð Ingólfstorgs, opnun Geirsgötu, aðstöðu fyrir skemmti- ferðaskip í gömlu höfninni og end- urbætur á Arnarhóli svo nokkuð sé nefnt. Gamli miðbærinn hefur tekið miklum stakkaskiptum, sem hefur eftir Júlíus Hafstein Sigurður Guðmundsson málari var á mörgum sviðum langt á und- an sinnL samtíð. í hyllingum fram- tíðar sá hann fyrir sér Laugardalinn sem ýtivistar- og íþróttasvæði fyrir Reykvíkinga. Við skulum minnast þess, að hugljómun sína setti Sig- urður málari fram fyrir rúmlega 120 árum, og síðan líður rúmjhálf öld þar til byijað er á að hrinda þessum hugmyndum málarans og hugsjónamannsins í framkvæmd. Hinn fyrsti vísir að útivistarað- stöðu er baðlaug, „suður af Laugar- nesi“, svo sem getið er um í Ferða- bók Eggerts og Bjarna, og er þessi umrædda baðlaug forveri gömlu sundiauganna sem reistar voru 1908, og þjónuðu Reykvíkingum dyggilega og við miklar vinsældir sem aðalútisundlaug þeirra þar til Laugardalslaugin leysir þær af hólmi um 1965. í dag er þessi einstaki og fagri dalur orðinn aðalútivistarsvæði „Það er því mikilvægt að breið samstaða tak- ist um skipan listans og afgerandi stuðningur verði við Markús Orn Antonsson í 1. sætið.“ orðið honum lyftistöng til aukins og bætts mannlífs í borginni. í hinum mikla samdrætti, sem orðið hefur hjá íslensku þjóðinni að undanfömu, hafa tekjur borgarinn- ar dregist saman í samræmi við minni tekjur borgaranna. Engu að siður hefur verið hægt að halda uppi miklum framkvæmdum, án borgarbúa. Gífurleg uppbygging glæsilegra mannvirkja á vegum Reykjavíkurborgar, ætluð til hinna ýmsu íþróttaiðkana, hafa risið í Laugardalnum, þar sem saman hafa farið mikil smekkvísi og stór hugur til þess að gera sem best, svo að sem flestir fái notið sín í „fjölskyldudalnum" okkar Reykvik- inga. Á þessu afmarkaða svæði gefur að líta öll stærstu og glæsilegustu íþróttamannvirki landsmanna, tjaldsvæði með þjónustumiðstöð, grasagarð, húsdýragarð og nýjasta svæðið, fjölskyldugarðinn, sem opn- aður var sl. sumar, en hann nýtur mikilla vinsælda meðal borgarbúa. Þegar litið er yfír Laugardalinn sést, að vel hefur tekist til með allt útlit hans, því ávallt hefur það ver- ið haft að leiðarljósi að fegra dalinn samhliða uppbyggingu hans, gera hann umhverfisvænan og þá um leið eftirsóknarverðan til útivistar. í gegnum tíðina hefur Laugar- dalurinn ávallt verið samtvinnaður lífí og störfum fólksins. Þarna þess að hækka skatta á borgarbúa- eða stofna fjármálum borgarinnar í nokkra hættu. Nettóskuldir borg- arinnar eru nú sambærilegar við það, að maður sem á 10 milljóna króna íbúð, myndi skulda um 600 þúsund krónur. Það er nú allt og sumt. En þó að málefnastaða okkar sé mjög góð, er framundan hörð og tvísýn barátta við andstæðinga okk- ar fyrir kosningarnar í vor. Það er því mikilvægt að breið samstaða takist um skipan listans og afger- andi stuðningur verði við Markús Örn Antonsson í 1. sætið. Um leið og það er ótvíræður stuðningur við hann, sem borgarstjóraefni sjálf- stæðismanna, sýnir það styrkleika og breiða samstöðu sjálfstæðis- manna, þegar þeir ganga fram til „Þegar litið er yfir Laugardalinn sést, að vel hefur tekist til með allt útlit hans.“ þvoðu konur þvotta sína, oft við mjög erfiðar aðstæður, þarna hefur búskapur verið stundaður allt fram á þennan dag, en er nú að hverfa fyrir öðru notkunargildi, sem er útivist við bestu aðstæður. Árið 1993 hlaut Reykjavíkurborg viðurkenningu Alþjóðlegu Ólympíu- nefndarinnar fyrir frábært starf að uppbyggingu íþróttamannvirkja og umhverfis þeirra í Laugardal. Við- urkenning þessi er veitt þeim aðil- um sem unnið hafa markvert starf í umhverfísvernd sem tengd er íþróttum. Viðurkenning nefndar- innar verður án nokkurs vafa afl- gjafi enn frekari uppbyggingar í dalnum, en borgarbúar hafa svo sannarlega sýnt, að þeir kunna vel að meta það athvarf og aðstöðu sem Fj ölskyldudalurinn Magnús L. Sveinsson baráttu fyrir áframhaldandi sam- hentri stjórn Reykjavíkurborgar. Höfundur er forseti borgarstjórnar. Júlíus Hafstein þeir eiga í Laugardal, fjölskyldudal okkar Reykvíkinga. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og formaður umhverfismálar&ðs og íþrótta- og tómstundaráðs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.