Morgunblaðið - 28.01.1994, Side 21

Morgunblaðið - 28.01.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 21 Þorsteinn Jóhannesson Örn Torfason Bjarndís Friðriksdóttir Björgvin Arnar Björgvinsson Björn Helgason Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á ísafirði um helgina Sautján frambjóðendur PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins á ísafirði vegna bæjarsljórnarkosn- inganna í vor fer fram laugardaginn 29. janúar og sunnudaginn 30. janúar næstkomandi. Kosið verður í Sjálfstæðishúsinu á ísafirði, Hafn- arstræti 12, 2. hæð, frá kl. 10 til 19 á laugardag og frá kl. 13 til 19 á sunnudag. Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa allir fullgildir meðlimir sjálfstæðis- félaganna á ísafirði, sextán ára og eldri. Auk þess þeir stuðningsmenn flokksins, sem hafa kosningarétt í bæjarfélaginu í komandi sveitar- stjórnarkosningum og undirritað hafa stuðningsyfirlýsingu við flokk- inn samhliða þátttöku í prófkjöri. Kjósa skal ákveðinn mann í sæti á framboðslistanum með því að tölu- setja faman við nöfn manna á kjör- seðlinum í þeirri röð, sem óskað er, frá 1 til 5 og hvorki fleiri né færri en 5. Frambjóðendur eru: Einar Axelsson, fæddur 13. apríl 1959. Hánn er kvæntur Ingibjörgu Loftsdóttur, og eiga þau þrú börn. Einar er læknir og útskrifaðist frá læknadeild Háskóla íslands. Hann hefur unnið í Svíþjóð en hóf síðan störf sem yfirlæknir á Heilsugæslu- stöð ísafjarðar. Elízabeth Einarsdóttir, fædd 14. nóvember 1949. Hún er gift Herði Högnasyni. Elízabeth er sjúkr- aliði og starfar sem forstöðumaður þjónustudeildar aldraðra, Hlíf, Isafirði. Hún er gift Herði Högna- syni. Finnbogi Rútur Jóhannesson, fæddur 22. nóvember 1962. Hann er kvæntur Sigrúnu Huldu Sig- mundsdóttur. Þau eiga tvö börn. Finnbogi er rekstrarfræðingur og starfar sem atvinnuráðgjafi. Halldór Jónsson, fæddur 27. september 1959. Hann býr með Dagrúnu Dagbjartsdóttur og þremur börnum hennar. Halldór er útgerðar- tæknir og starfar sem útgerðarstjóri hjá Rit hf. og er jafnframt formaður Félags rækju- og hörpudisksfram- leiðenda. Jóhann Ólafsson, fæddur 11. maí 1958. Hann er kvæntur Hall- dóru Kolbrúnu- Benediktsdóttur. Þau eiga þijú börn. Jóhann er vélfræð- ingur og starfar sem umdæmisstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins. Kolbrún Halldórsdóttir, fædd 15. janúar 1953. Hún er gift Pétri Jónassyni. Þau eiga þrjú börn. Hún starfar sem fiskvinnslukona. Kristján Kristjánsson, fæddur 24. október 1947. Hann er kvæntur Helgu Sveinbjarnardóttur. Kristján er umdæmisverkfragðingur hjá Vegagerð ríkisins. Marsellíus Sveinbjörnsson, fæddur 4. febrúar 1959. Hann er kvæntur Margréti Geirsdóttur, og eiga þau þrjú börn. Marsellíus er tré- og járnsmiður og er starfsmaður Mjölvinnslunnar í Hnífsdal. Pétur H. R. Sigurðsson, fæddur 15. janúar 1947. Hann er kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur og eiga þau fjögur börn. Pétur er mjólkurfræð- ingur og starfar sem_ mjólkurbús- stjóri Mjólkursamlags ísfirðinga. Ragnheiður Hákonardóttir, fædd 18. mars 1954. Hún er gift Guðbjarti Ásgeirssyni og eiga þau sex börn. Ragnheiður er húsmóðir. Signý Rósantsdóttir, fædd 12. imvember 1945. Hún er gift Sigurði Finnbogasyni, og eiga þau þrjú börn. Signý er starfsmaður Landsbankans á Isafirði. Sævar Gestsson, fæddur 6. des- ember 1947. Hann er kvæntur Rögnu Arnaldsdóttur og eiga þau tvö börn. Sævar starfar sem land- formaður á Orra ÍS 20. Þorsteinn Jóhannesson, fæddur 11. maí 1951. Hann er kvæntur Friðnýju Jóhannesdóttur og eiga þau eitt barn. Þorsteinn er dr. med. og sérfræðingur í skurðlækningum. Hann starfar sem yfirlæknir Fjórð- ungssjúkrahússins á ísafirði. Orn Torfason, fæddur 4. júlí 1970. Unnusta hans er Ingibjörg María Guðmundsdóttir og á hún eina dóttur. Örn er verslunarmaður, en nemur sjóntækjafræði (optik). Bjarndís Friðriksdóttir, fædd 27. maí 1954. Hún á einn son. Bjarndís er málarameistari. Björgvin Arnar Björgvinsson, fæddur 27. júní 1972. Hann er í sambúð með Guðrúnu Sverrisdóttur. Björgvin starfar sem afgreiðslustjóri hjá Flugleiðum hf. á ísafirði. Björn Helgason, fæddur 24. september 1935. Hann er kvæntur Maríu Gísladóttur. Þau eiga fimm börn. Fyrir hjónaband átti hann dótt- ur. Björn er málarameistari og starf- ar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ísafj arðarkaupstaðar. Bann við loðnuveiðum frystitogara Togveiðar og fryst- ing slæmt fordæmi „TVÖ atriði réðu úrslitum um að sjávarútvegsráðuneytið sypjaði þess- um togurum um leyfi til loðnuveiða ög frystingar um borð. I fyrsta lagi hefðum við þurft að heimila togveiðar á slóðum sem lögð hefur verið áhersla á að vernda gegn slíkum veiðum og í öðru lagi hefðu togararnir aðeins nýtt hluta aflans, en orðið að kasta megninu útbyrð- is. Það samræmist ekki því átaki sem gert hefur verið til að fá menn til að koma með allan nýtanlegan afla að Iandi,“ sagði Jón B. Jónas- son, skrifstofusljóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Eins og skýrt hefur verið frá í áhyggjur af áhrifum þessara veiða.“ Morgunblaðinu sóttu fjórir aðilar um Jón sagði að skylt væri að koma leyfi til loðnuveiða í flotvörpu og troll með allan nýtanlegan afla að landi. með frystingu um borð í huga og „Hér áður fyrr vildi brenna við að munu fleiri hafa haft hug á slíkum veiðum. „Almennar togveiðar hafa verið bannaðar á ákveðnum svæðum og alveg innan þriggja mílna mark- anna,“ sagði Jón B. Jónasson þegar hann var spurður hvers vegna ráðu- neytið hefði hafnað umsóknunum. „Það þótti því óeðlilegt að veita tog- urum leyfi til að veiða á þessum svæðum með smáum möskvum, en það hefðu þeir þurft að gera til að ná loðnunni. Utgerðarmenn og sjó- menn nótaveiðiskipa höfðu einnig loðnan sem veiddist var ekki öll hirt, en undanfarin ár hefur verið unnið að því að breyta þessu hugarfari. Ef frystiskip fengju heimild til loðnu- veiða þá yrðu þau að losa sig við allt að 70-80% aflans aftur í hafið, þar sem hann nýtist ekki til frysting- ar. Þeir ættu ekki kost á að hirða hann, þar sem ekki eru tankar eða lestir til þess. í leyfisveitingu hefði því falist grundvallarstefnubreyting, sem hefði verið fordæmi þess að far- ið yrði að flokka aflann um borð nótaskipunum." s\A -j i: u faf þér Hinn 5. febrúar 1994 hefst nýstárlegt fræðslu- og þjálfunarnámskeið sem stendur í 12 vikur. Námskeiðið fræðir okkur um samspil hreyfingar, mataræðis, heilsu og vellíðunar. Aukin þekking leggur grunn að nýjum lífsstíl sem bætir heilsu og eykur vellíðan. Njótið lífsins og verið í góðu formi, án þess að hlaða upp aukakílóum. Námskeiðið er fyrir konur og karla á öllum aldri. Tilhögun æfinga miðast við getu hvers og eins. A. Fæðsluhlutinn er m.a. sem hér segir: Fyrirlestrar með umræðum og fyrirspumum á eftir: Dr. Gísli Einarsson, læknir: Áhrif hreyfingar á vöðva og heilbrigði líkamans. Endurhæfing og uppbygging þreks og þols. Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi: Skynsamlegt mataræði. Gunnar Páll Jóakimsson, MA í íþróttafræðum: Þjálfun, skokk og ganga. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir: Áhrif líkamsræktar/kyrrsetu á hjarta- og æðasjúkdóma. Ingólfur Sveinsson, geðlæknir: Líkamsrækt og andleg líðan. Ragnar Tómasson: Heilsurækt sem þáttur í nýjum lífsstíl. Sigurður Björnsson, læknir: Samspil mataræðis, hreyfingar og krabbameins. Fjölmörg önnur umræðuefni tekin fyrir og rædd, svo sem um klæðnað, meiðsli, skyndihjálp, matarupp- skriftir, teygjuæfingar o.fl. Farið yfir lesefni í bókinni „Hristu af þér slenið". Fyrirlestrar verða á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12 og 13-15 í Gerðubergi, Reykjavík, þrjár helgar í röð, í fyrsta sinn laugardaginn 5. febrúar 1994. (hádegi á milli fyrirlestra verður boðið upp á létt- an og hollan mat. B. Verklegi hlutlnn, undir umsjón íþróttaþjálfara, er sem hér segir: ( byrjun eru þátttakendur vigtaðir, fitumældir, blóðþrýstingur tekinn, kólesteról-magn í blóði mælt og gengist undir þolpróf. Þrek- og þolæfingar eru þrisvar í viku eru þrisvar í viku í líkamsræktarstöðinni World Class, Skeifunni 19, Reykjavík. Æfingar gerðar svk. töflum sem útbúnar eru fyrir hvern þátttakanda. Æft þá daga og þann tíma dagsins sem þátttakendum hentar best. Byggt er á ein- földum grunnæfingum sem miðast við að þátttakendur geti haldið áfram þjálfun á eigin vegum, óháðir æfin- gastöðvum. Engar harðar eða erfiðar æfingar sem fóik þarf að kvíða. Það er aðeins tekið á að því marki sem hver og einn ræður vel við. C. Símaráðgjöf - einkavlðtöl. Læknir, næringafræðingur og þjálfari, auk stjómanda veita persónubundna ráðgjöf á námskeiðstímanum. D. Kynntar áhugaverðar gönguleiðir í Reykjavík og nágrenni i fylgd leiðsögumanna. Sætagjald ef farið er út úr borginni með hópferðabifreið. Námskeiðsgjald er kr. 28.000 og má greiða með rað- greiðslum (Dreifist á 3-6 mánuði. Veittur er 10% stað- greiðsluafsláttur og 5% afsláttur með greiðslukorti.) Innifalið í námskeiðsgjaldi er, auk þess sem áður er nefnt: Aðgangskort að World Class í þrjá mánuði. Dagbók til að færa inn æfingar, vigt o.fl. Heilsuræktarbókin „Hristu af þér slenið“. Afsiáttarskírteini við kaup á sportvörum. Athugið: Hægt er að kaupa aðgang að fyrirlestrunum einum (sbr. lið A) fyrir kr. 18.000. Stjómandi námskeiðanna verður Ragnar Tómasson höfundur bókarinnar Hristu af þér slenið. Skráningar í World Class í símum 30000 og 35000 og hjá Ragnari kl. 11-14 virka daga í síma 682500 og í síma 672621 kvöld og helgar. Fjölda þátttakenda getur þurft að takmarka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.