Morgunblaðið - 28.01.1994, Síða 32

Morgunblaðið - 28.01.1994, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 1994 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á stuðning skilinn eftir Ágúst Karlsson Allir sannir sjálfstæðismenn hljóta að tryggja Vilhjálmi góða kosningu. Það verður aðeins gert með því móti að skrifa töluna 2 í reitinn fyrir framan nafn hans á listanum í komandi prófkjöri sjálf- stæðismanna. Augljóslega mun það reynast kjósendum erfítt að velja á milli þess ágæta fólks, sem er tilbúið að leggja á sig allt það erfiði sem fylg- ir setu í borgarstjóm. Erfiði sem því miður er alltof oft goldið með dylgjum og vanþakklæti. Mín reynsla af Vilhjálmi er sú, að hann er hæfileikaríkur manna- sættir, tillögugóður og réttsýnn. Mér hafa sagt sveitarstjórnar- menn úr öðrum flokkum að lítil gleði hafi ríkt í upphafi, þegar Vil- hjálmur var kosinn oddviti þeirra. Sú skoðun manna átti eftir að breyt- ast hratt. í dag nýtur hann óskoraðs trausts þessara samstarfsmanna sinna. Við styrkjum sjálfstæðisflokkinn með góðri kosningu Vilhjálms, um leið og við tryggjum 12 ára reynslu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hans í þágu Reykjavíkurborgar til áframhaldandi starfs öllum Reyk- víkingum til heilla. Höfundur er forstjári Tryggingnr hf. Atvinna fyrir alla er grundvöll- ur framþróunar eftirÞorberg Aðalsteinsson Allur rekstur sameiginlegrar stjómsýslu og stofnana í Reykjavík á að snúast um að bæta daglegt líf íbúanna. Öryggi þeirra í atvinnu- málum og heilsugæslu, íjárfesting þeirra í menntun og mannvirkjum og aðstaða þeirra til útivem og tóm- stundastarfs er það sem öllu ræður um kosti mannlífsins í borginni. Þetta em málefni fjölskyldunnar, menntun og mannrækt, sem snýr að öllum þáttum borgarrekstursins. í því sambandi er eitt mál sem stendur okkur Reykvíkingum næst, þ.e. að vinna bug á því atvinnuleysi sem nú hefur haldið innreið sína í íslenskt þjóðfélag. Alvara málsins er slík að við lausn þeirra dugir ekkert hálfkák. Finna þarf- raunhæfar lausnir til frambúðar. Fái ég til þess stuðning í prófkjörinu sem nú fer í hönd mun ég beita mér fyrir því af alefli að losað verði um fjármagn til eflingar atvinnulífsins í Reykjavík. Það verði m.a. gert með því að selja hluta af eign Reykjavíkurborgar í Lands- virkjun og verja því fé til uppbygg- ingar atvinnugreina framtíðarinn- ar. Þá er ekki úr vegi að Aflvaki Reykjavíkur verði efldur í samvinnu við lífeyrissjóði launþegahreyfíng- anna. Forsendur þess að mæta auknum útgjöldum í rekstri borgarinnar em þær að atvinnulífið fái að dafna á hinum ýmsu sviðum. Að því gefnu mun ég beita mér fyrir málum sem em til hagsbóta fyrir hvetja fjöl- skyldu, m.a. með lengingu opnunar- tíma leikskóla, skapa valkost fyrir þá sem vilja greiða að fullu fyrir leikskólapláss, stórauka forvarnar- starf í félagsmiðstöðvum, skólum og í íþróttafélögunum, stuðla að aukinni nýtingu útvistarsvæða og hvetja fjölskyldur til sameiginlegra tómstunda með afsláttarkortum á sundstaði, skíða- og skautasvæði, söfn og fleira í þeim dúr. Það hefur verið lenska minni- hlutaflokkanna í borgarstjóm að setja fram gylliboð til kjósenda fyr- ir kosningar, án þess að raunhæfar lausnir liggi fyrir um ijárhagslegar forsendur. Svo mun einnig verða fyrir kosningarnar í vor þegar sam- bræðingur vinstri flokkanna í Reykjavík býður fram hræðslu- bandalag með eitt mál á dagskrá; að ná völdum, og fóma þar með þeim stefnumálum sem flokkarnir þykjast hafa staðið fyrir fram til þessa. Kjósendur í Reykjavík þurfa „Forsendur þess að mæta auknum útgjöld- um í rekstri borgarinn- ar eru þær að atvinnu- lífið fái að dafna á hin- um ýmsu sviðum.“ að leggja á vogarskálamar ábyrgð og staðfestu Sjálfstæðisflokksins við stjómun borgarinnar undanfar- in ár þar sem framfarir hafa verið gífurlegar á öllum sviðum borgar- rekstursins og hinsvegar sundur- leita hjörð stjómmálaflokka sem nærast á óánægju og em því dæmd- ir til að flosna upp. - Ég vil að lokum hvetja alla sjálf- stæðismenn í Reykjavík til að taka þátt í mótun framboðslistans fyrir eftir Jóhannes Óla Garðarsson I komandi prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík um næstu helgi er margt frambærilegt fólk, sem gefur kost á sér, þ. á m. nokkr- ir núverandi borgarfulltrúar. Marg- ir þessara fulltrúa hafa unnið mjög gott starf á síðasta kjörtímabili og sumir jafnvel lengur, en fáir hygg ég að hafi skilað borgarbúum jafn miklu og góðu verki síðustu 8 árin og Júlíus Hafstein. Á þessum tíma hefur Júlíus gegnt formennsku í íþrótta- og tómstundaráði (ÍTR) og beitt sér fyrir breyttum vinnubrögðum við gerð mannvirkja íþróttafélaganna. A ámm áður tóku allar fram- kvæmdir mjög langan tíma, þar sem félögin fengu seint og ilía alla styrki frá hinu opinbera, bæði ríki og borg. Þetta varð til þess, að fjármagns- kostnaður varð mjög mikill og kom mörgu félaginu í vandræði fjár- hagslega. í dag em gerðir samning- ar milli einstakra félaga og Reykja- víkurborgar um hveija framkvæmd á þann veg, að félögin vita að hveiju þau ganga, peningar koma á um- sömdum tíma og byggingarhraði Þorbergur Aðalsteinsson kosningamar í vor og velja á listann þá frambjóðendur sem líklegastir em til að leiða flokkinn til sigurs og standa vel að framþróun borgar- rekstursins næstu fjögur árin. Ég býð mig fram í 6. sætið á lista flokksins. Höfundur er landsliðsþjálfari og tekur þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavik. verður eðlilegur. Þá hefur verið tek- ið upp sérstakt kerfí varðandi húsa- leigu- og æfmgastyrki, sem gjör- breytt hefur rekstri margra íþrótta- félaga til hins betra. Á þessum tíma hefur framlag Reykjavíkur til íþróttamála margfaldast, og er það ekki síst að þakka ötulu starfí Júl- íusar fyrir íþróttahreyfinguna í borginni. Síðan Júlíus tók við formennsku í ÍTR, hafa verið byggð eða eru í byggingu eftirfarandi íþróttamann- virki: íþróttahús hjá Víkingi, Fram, Fylki og íþróttamiðstöð hjá Fjölni. Félagsheimili og grasvellir ÍR, gervigrasvöllur Leiknis, grasvellir hjá Þrótti, Fylki og Val og frágang- ur á gerð glæsilegs golfvallar að Korpúlfsstöðum. Þá hefur Laugar- dalsvöllur verið endurbættur, flóð- ljós sett og bætt aðstaða fyrir frjáls- ar íþróttir. Skautasvell hefur verið byggt og verið er að ljúka byggingu sundlaugar í Árbæ. Rétt er að geta um þátt Júlíusar í undirbúningi að HM-95 í handknattleik á næsta ári. Ef Júlíus hefði ekki beitt sér fyrir því, að Reykjavíkurborg kæmi að því verkefni og gerði nauðsyn- legar breytingar á Laugardalshöll, hefði þessi keppni aldrei verið feng- in íslendingum til framkvæmdar. Júlíus Haf- stein í 2. sætið N AFL ASKOÐUN SJÁLFSTÆÐIS- FLOKKSINS eftir Þorleif Hinrik Fjeldsted Naflaskoðun er nauðsynleg 'ann- að slagið, og þurfa menn að gera slíkt. Einnig er það nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að stoppa við og athuga málin. Ég vil vekja máls á nokkrum atriðum þar að lútandi. Nú er prófkjör sjálfstæðis- manna í fullum gangi og menn reyna að ota sínum tota, og er ekk- ert athugandi við það. En hugleið- um nú nokkur atriði varðandi próf- kjörið. Getur það talist lýðræðislegt þegar allir frambjóðendur þurfa að skila inn gögnum innan ákveðins tíma, að kjörnefnd eftir frest kallar til konu til þess að taka þátt í próf- kjörinu? Nú hef ég ekkert á móti Ingu Jónu Þórðardóttur, en hérna eru greinlega ekki allir við sama borð. Kjörnefnd komst að því að þegar Katrín Fjeldsted hætti við að skila inn framboði sínu. Þá varð uppi fótur og fít í flokknum og honum, þ.e. flokknum, fannst myndast eyða í efstu sætum. Þrátt fyrir það að sjö konur séu í próf- kjöri. En hefur flokkurinn gleymt að á lista flokksins eru og hafa verið tvær fjölhæfar konur að mínu mati, þær Guðrún Zoéga og Anna K. Jónsdóttir, sem hafa unnið að borgarmálum með sóma svo árum skiptir. Spurningin er, þurfti að bæta við konu á listann við brott- hvarf Katrínar Fjeldsted, og hvers vegna mega ekki allir sitja við sama borð í prófkjörinu? Ef leggja þurfti áherslu á að konur væru í framboði var nóg að sjá hversu margar kon- ur taka þátt í prófkjörinu. Hvers vegna er ekki meiri áhersla lögð á þátt þessara kvenna í komandi próf- kjöri? Ef það þurfti að ýta undir konur í flokknum á annað borð. Mér fínnst að við verðum að standa betur að prófkjörsmálum og að við eigum að endurskoða prófkjörs- formið. Prófkjör er eina lýðræðis- lega leiðin til þess að velja einstak- linga til forustu fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Vil ég gjarnan sjá þann Þorleifur Hinrik Fjeldsted „Prófkjör er eina lýð- ræðislega leiðin til þess að velja einstaklinga til forustu fyrir Sjálfstæð- isflokkinn.“ háttinn á oftar heldur en gert hefur verið. Prófkjör verður að vera með lýðræði að leiðarljósi en ekki að mismuna frambjóðendum, og jafn- framt borgarfulltrúum sem hafa í mörg ár verið í fremstu víglínu fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn. Ef flokkur- inn vill fá ungt fólk til starfa innan flokksins þá verður ham að við- halda lýðræði, þannig að ungt fólk sjái lýðræðisleg vinnubrögð, og það eigi möguleika með dugnaði á frama innan flokksins. Og að þeir sem vinna vel sjái sjálfstæði og lýð- ræði í verki en, haldi ekki að þetta séu orð í skólabókum. Höfundur er sölumaður og tekur þátt íprófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Jóhannes Óli Garðarsson „Eins og sjá má af framangreindu hefur ótrúlega miklu verið komið í framkvæmd á þessu sviði undir for- ystu Júlíusar, enda hafa íþróttir ávallt verið honum áhugamál.“ Um leið hefur Reykjavíkurborg stutt myndarlega við bakið á HSI fjárhagslega til að undirbúa keppn- ina. Eins og sjá má af framangreindu hefur ótrúlega miklu verið komið í framkvæmd á þessu sviði undir for- ystu Júlíusar, enda hafa íþróttir ávallt verið honum áhugamál. Segja má, að hann sé fæddur og alinn upp í íþróttum, þar sem þær skip- uðu veglegan sess á æskuheimili hans. Þá hefur hann löngum gegnt forystuhlutverki í íþróttahreyfing: unni. Hann var formaður HSÍ 1978-1983 og formaður ÍBR 1984-1988. Þá er hann nýkjörinn formaður Ólympíunefndar íslands. Sem formaður Ferðamálanefnd- ar Reykjavíkur hefur Júlíus beitt sér fyrir því, að Reykjavík verði ráðstefnuborg. I því skyni stóð hann að stofnun Ráðstefnuskrifstofu ís- lands og var fyrsti stjómarformaður hennar. Með auknu ráðstefnuhaldi í borginni skapast ótal atvinnutæki- færi og ómældar gjaldeyristekjur. Umhverfismálaráð hefur undir formennsku Júlíusar beitt sér mjög fyrir fegrun borgarinnar og því að gera hana vænni til vistar. Hæst ber þó hreinsun strandlengjunnar á Reykjavíkursvæðinu. Segja má, að hvert sem litið er í Reykjavík, þá sé borgin fegurri og ánægjulegri til dvalar og búsetu. Ekki hefur Júlíus gert alla þessa hluti einn, þar kemur til fjölmargt samstarfsfólk og aðrir borgarfull- trúar. Hinu verður ekki í móti mælt, að það er Júlíus Hafstein, sem hefur fengið þessa aðila til að vinna saman, í því felst styrkur Júlíusar. Því hvet ég alla sjálfstæðismenn til að kjósa hann í 2. sætið í komandi prófkjöri. Höfundur er formaður íþrótúifélngsins Fylkis.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.