Morgunblaðið - 28.01.1994, Side 52

Morgunblaðið - 28.01.1994, Side 52
Fjölskyldu- SJOVAGÍIuALMENNAR JteWiiEd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 28. JANUAR 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Kozyrev í opinberri heimsókn hér í sumar UTANRIKISRAÐHERRA Rúss- lands, Andrej Kozyrev, hefur þegið boð íslenskra sljórnvalda um að koma hingað í opinbera heimsókn í sumar. Boðið var lagt fram í kjölfar heimsóknar Kozyrevs í íslenska sendiráðið í Moskvu sl. haust í tilefni af 50 ára afmæli stjórnmálasambands íslands og Sovétríkjanna. Júríj Retsj- etov, sendiherra Rússlands á Is- landi, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að Kozyrev kæmi hingað til lands í júní. Hann sagði að ekki hefði enn verið ákveðið hvenær utanríkisráðherrann kæmi til landsins, en um það m.a. rætt að það gæti orðið um 17. júní. Sameiginleg yfirlýsing um alþjóðamál „Kozyrev mun ræða við íslensk stjómvöld um samskipti landanna á ýmsum sviðum, viðskipti og al- þjóðamál," sagði Retsjetov. „Nú er þegar hafinn undirbúningur að sameiginlegri pólitískri yfirlýsingu landanna um alþjóðamál, m.a. um starf Sameinuðu þjóðanna, starf- semi RÖSE og ýmis deilumál í heiminum. Helsti tilgangur heimsóknarinn- ar er þó að ræða sameiginleg mál landanna og þá helst viðskipti þeirra, en þar er að mörgu að huga. Forsendur viðskiptanna hafa breyst mikið; áður var miðstýring- in allsráðandi og ríkisstjómir sömdu um viðskiptin sín á milli. Nú em önnur viðhorf og mikilvægt að fara vel af stað við frekari upp- byggingu samskipta á þessu sviði,“ sagði Júríj Retsjetov sendiherra. Opinber heimsókn Andrejs Koz- yrevs verður fyrsta heimsókn rúss- nesks utanríkisráðherra til Islands. Andrej Kozyrev 52 Atvinnuléysimótmælt Morgunblaðið/Kristinn UM fimmtán hundruð manns komu saman á Austurvelli í gær til þess að mótmæla atvinnuleysi að frumkvæði verkalýðsfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og samþykkti fundurinn að krefjast tafarlausra að- gerða til að ráða bót á því. Starfandi forsætisráðherra, Þorsteini Pálssyni, var afhent yfirlýsing þar að lútandi og sagði hann að ríkis- stjórnin deildi áhyggjum fundannanna vegna atvinnuleysisins. At- vinnuleysið var einnig til umræðu utandagskrár á Alþingi í gær. Sjá frásagnir í miðopnu. Áform Dounreay um að auka losun geislavirkra efna Mótmæli send bresk- um stjórnvöldum í dag UMHVERFISRAÐUNEYTIÐ mun í dag í samráði við utanríkisráðuneytið senda stjórnvöldum í Eng- landi mótmæli vegna umsóknar Dounreay-kjarn- orkuendurvinnslustöðvarinnar um að fá rýmkaðar heimildir til að losa geislavirkan kjarnorkuúrgang sem berst í Atlantshaf. Morgunblaðið greindi frá því sl. föstudag að stjórnendur stöðvarinnar áform- uðu að auka geislavirkt frárennsli frá stöðinni út í sjó og barst umhverfisráðuneytinu staðfesting á því í gær að umsókn þess efnis væri nú til athugun- ar hjá breskum stjórnvöldum. Hófst án tafar undir- búningur að mótmælaskjali. Víðtæk leit að tveimur fjórtán ára piltum úr Keflavík Saknað í sólar- hring Björgunarsveitamenn leita í Keflavíkurhöfn. Keflavík. VÍÐTÆK leit hófst að tveimur 14 ára piltum úr Keflavík í gær. Leitin hafði ekki borið árangur um miðnættið. Leituðu björgunar- sveitarmenn strandlengjuna frá Garði að Vogum við Vatnsleysu- strönd. Síðast er vitað um ferðir piltanna svo öruggt sé talið um kl. 16 á miðvikudaginn í versluninni Járn og skip við Víkurbraut í Keflavík sem er steinsnar frá heimili þeirra. Piltarnir heita Óskar Halldórsson og Júlíus Karlsson, þeir stunda skóla í Sandgerði og hafði kennari þeirra ekið þeim heim að loknum skóladegi á miðviku- daginn. til Júlíusar. Þegar þeir skiluðu sér ekki heim á eðlilegum tíma um kvöldið höfðu foreldrar samband við lögregluna í Keflavík. Hóf lög- Piltarnir eru nágrannar og hafði Óskar farið að heiman skömmu eftir að hann kom úr skólanum eða um kl 15.30 og sagst ætla að fara reglan þá þegar að svipast um eftir pilt- unum ásamt foreldr- um þeirra. I gær þeg- ar ekkert hafði spurst til ferða piltanna í um sólarhring var ákveðið að lýsa eftir þeim og hefja víðtæka leit. Allar björgunar- sveitirnar á Suðumesjum tóku þátt í leitinni. Kafarar reyndu að kafa á ákveðnum stöðum en urðu frá að hverfa vegna sjávarkulda og Júlíus Karlsson er 14 ára, 1,67 m að hæð, grannvaxinn og rauð- hærður með slétt hár niður á herðar. Hann er kiæddur í dökkblá- an kuldagalla með hvíta pijónahúfu með grænum stöfum. Óskar Halldórsson er 13 ára, 1,80 m að hæð, grannur með Ijóst og slétt hár sem nær niður að eyrum. Hann er klæddur í bláan Kraft-kulda- galla og bláa striga- skó. lélegs skyggnis en hitastig sjávar var um eða rétt undir frostmarki. Þá var sporhundur einnig notaður við leitina. -BB í Dounreay-stöðinni í Norðaustur- Skotlandi er endurunnið brennsluefni fyrir kjamaofna, og hefur stöðin sótt um að fá rýmkuð losunarmörk á nokkrum efnum. í frétt Morgun- blaðsins fyrir viku var m.a. vitnað í upplýsingar frá umhverfisverndar- samtökunum NENIG á Hjaltlandi, sem segja að ætlunin sé að allt að tífalda frárennsli frá stöðinni, sem yki m.a. alfa-geislun, cesíum-137 geislun og plútóníumgeislun í sjó. Samfara því gæti joðín-mengun og plútóníumgeislun aukist í lofti. „Ekki liggur enn fyrir hversu aukningin verður mikil, því stöðin hefur ekki fullnýtt þær heimildir sem hún hefur haft. Ekki er heldur fullljóst hvort stöðin hyggist auka afköstin, en þá gæti aukning á losun úrgangsefna orðið miklu meiri en svarar til þess sem leyfíð kveður á um,“ segir Magn- ús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri i umhverfisráðuneytinu. Árið 1987 samþykktu umhverfis- málaráðherrar Norðurlanda að lýsa yfir áhyggjum við bresk stjórnvöld vegna staðsetningar Dounreay, þar sem stöðin gæti ógnað fískimiðum Noregs, íslands og Færeyja. Alþingi sendi frá sér harðorða ályktun í febr- úar 1988 vegna stækkunar stöðvar- innar sem stóð þá fyrir dyrum. Magn- ús segir að á þessu stigi verði ekki haft samráð við aðrar þjóðir sem eiga hagsmuna að gæta, til að hægt verði að koma athugasemdum Is- lendinga á framfæri umsvifalaust.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.