Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 1
56 SIÐURB/C 44. tbl. 82. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Yfirmaður hjá CIA sakaður um njósnir fyrir Sovétmenn og Rússa Eitt stærsta njósnamál sem upp hefur komið Washington. Reut- BILL Clinton, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fréttir þess efnis að yfirmaður hjá Bandarisku Jeyniþjónustunni (CIA) og eiginkona hans hefðu orðið uppvís að njósnum fyrir Sovétmenn og síðar Rússa, væru mjög alvarlegar. Hjónin eru sökuð um að hafa stund- að njósnirnar frá árinu 1985 en þau voru handtekin á sunnudag. Starfsmaðurinn, Aldrich Ames, var lengst af yfirmaður Sovét- deildar gagnnjósna CIA. Ames, sem er 52 ára, starfaði hjá leyni- þjónustunni í 31 ár en eiginkona hans, Maria del Rosario Casas Ames, 41, var ekki starfsmaður hennar. Talsmenn bandaríska dóms- málaráðuneytisins segja málið vera eitt hið stærsta sem komið hefur upp. Ástæða þess er það magn skjala er vörðuðu þjóðaröryggi, Evrópusambandið Veiðileyfa- gjald lausnin UNNT væri að breyta þeirri „hörmung", sem er afleiðing af Sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, í blómlega atvinnugrein, sem skilaði jöfnum og góðum arði. Til þess er einkum tvennt nauðsynlegt: Að takmarka fjölda veiðileyfa og taka upp veiðileyfagjald, sem stæði undir öllum kostnaði við fiskveiðistjórn- un. Kemur þetta fram í nýútkominni bók eftir Bretann Michael Holden en hann tók sæti í framkvæmda-' stjórn Evrópusambandsins 1979 og veitti um hríð forstöðu fiskverndar- ráði þess. Segir Holden að til að endurreisa sjávarútveg og fiskiðnað í Evrópusambandsríkjum verði að takmarka fjölda veiðileyfa, þ.e. flölda fiskiskipa. Nauðsynlegt sé einnig að taka upp veiðileyfagjald, sem notað yrði til að kosta fiskveiði- stjórnunina. Sjá nánar í Ur verinu bls. B3. sem talið er að Ames-hjónin hafi komið til Sovétmanna, síðar Rússa. Hefur Bill Clinton krafist rann- sóknar á því hversu mikinn skaða njósnirnar hafi valdið Bandaríkja- mönnum, auk þess sem Banda- ríkjastjórn bar þegar fram kvörtun við Rússa. Ames-hjónin héldu sig ríkmann- lega en talið er að þau hafi haft um eina og hálfa milljón dala upp úr krafsinu. Rannsókn á njósnum hjónanna hefur staðið í tvö ár og var m.a. kannað innihald sorp- tunna hjónanna. Upphaf rannsókn- arinnar má rekja til vísbendingar frá fyrrverandi KGB-manni. Stað- festir handtaka hjónanna þann grun margra yfirmanna CIÁ að Sovétmönnum hafi tekist að koma njósnurum fyrir innan leyniþjón- ustunnar. Einvígi á ísnum Tonya Harding og Nancy Kerr- igan æfðu í gær tækni- æfingar fyrir keppni í list- hlaupi á skaut- um, sem fer fram í skauta- höllinni í Ham- ar í kvöld. Hef- ur keppninnar verið beðið með mikilli eft- irvæntingu en lífvörður Hard- ing réð menn til að ráðast á Kerrigan í jan- úar til að auka möguleika Harding á sigri. Múslimar og Króatar ræða algert vopnahlé á samningafundi í Zagreb í dag Rússar vara við útfærslu Sarai evo-aðfer ðarinnar Zagreb, Bonn, Moskvu. Washington. Reuter. VITALIJ Tsjúrkín, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, varaði í gær við því að reynt yrði að beita þeim aðferðum, sem notaðar voru í Sarajevo, til að koma á vopnahléi annars staðar í Bosníu. Hins vegar sagði Grígoríj Karasín, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, að Rússar myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma á vopnahléi um alla Bosníu, með þeim aðferðum sem þeir hefðu beitt í Sarajevo. Vonir jukust í gær um að algert vopnahlé takist á milli múslima og Króata en fulltrúar þjóðanna hittast á samningafundi í Zagreb í Króatíu í dag, miðvikudag. Tsjúrkín er staddur í Bonn í Þýska- landi, þar sem hann tekur þátt í við- ræðum Rússa, Bandaríkjamanna, Kanadamanna, Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um hvert verði framhaldið í málefnum Bosníu. Lýstu fulltrúarnir ánægju með viðræðurnar, sögðu þær hafa farið vel af stað. Er Tsjúrkín var spurður hvort nota mætti sömu að- ferðir og í Sarajevo, víðar í Bosníu, sagði hann það óvíst. Vísaði hann til staðarhátta umhverfis Sarajevo og pólitískrar stöðu borgarinnar. Þó mætti beita sömu aðferðum, t.d. hvað varðaði virka þátttöku friðargæslu- liða. Þá sagði Tsjúrkin að Rússar litu ekki á sig sem verndara Serba, held- ur þátttakendur í friðargæslu SÞ. Bill Clinton, Bandaríkjaforseti, lýsti í gær efasemdum sínum um að láta úrslitakosti Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) ná yfir fleiri svæði í Bosníu en umhverfis Sarajevo. Kvaðst Clinton þó myndu íhuga málið. Fundur múslima og Króata átti að heijast á mánudag, en var seink- að þar sem Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, var tregur til að ganga til viðræðnanna. Munu fulltrúar þjóð- anna hittast í stöðvum Sameinuðu þjóðanna. Hætta á átökunr annars staðar í Bosníu jókst þó í gær en fréttir bárust þess efnis að SÞ hefðu óskað þess að þotur NATO flygju lágflug yfir hersveitir Serba á landa- mærum Króatíu og Bosníu þar sem Serbar hefðu einangrað varðstöð friðargæsluliða SÞ á landamærun- um. Talsmenn NATO kváðust hvorki geta neitað eða staðfest fréttina. Rússar ánægðir með ákvörðun Jeltsíns Af viðtölum við rússneskan al- menning má ráða að ánægja sé með þá ákvörðun Borísar Jeltsíns, Rúss- landsforseta, að senda rússneska friðargæsluliða til Bosníu. Af þeim tuttugu vegfarendum sem Reuters fréttastofa'n ræddi við, lýstu aðeins þrír sig andvíga ákvörðun Jeltsíns. Þá taldi aðeins einn af þessum tutt- ugu að Serbar ættu stærsta sök á blóðbaðinu í Bosníu. Viðræður Svíþjóðar, Noregs og Finnlands við Evrópusambandið Byggðastyrkir samþykktir Reuter Mótmæla kvenprestum ENSKA biskupakirkjan sam- þykkti í gær formlega að kon- ur mættu taka prestvígslu inn- an kirkjudeildarinnar en hart hefur verið deilt um það innan kirkjunnar árum saman. And- stæðingar kvenpresta, undir forystu séra Paul Williamsons, mótmæltu ákvörðuninni og sögðu hana hafa gengið af biskupakirkjunni dauðri. Báru þeir líkkistur og kransa til áréttingar orðum sínum. Seg- ist séra Williamson munu láta á ákvörðun erkibiskupanna reyna fyrir öllum dómstólum í Bretlandi og Evrópu. Brussel, Reuter. Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildarríkja Evrópusambandsins (áður Evr- ópubandalagsins) samþykktu í gær tillögu um sérstaka byggðastyrki til að vernda norðlægar byggðir í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, gangi ríkiri í sambandið. Samkvæmt tillögunni verða styrk- irnir veittir til svæða sem hafa átta íbúa eða færri á hvem ferkílómetra. Haft var eftir Hans van den Broek, samningamanni framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins, að styrkirnir yrðu um 10% lægri en þeir styrkir sem ganga til fátækustu svæða nú- verandi aðíldarríkja sambandsins. Spánveijar hafa verið andvígir því að Norðurlöndin þijú fái styrki úr sama sjóði og fátækustu svæðin á þeirri forsendu að þau séu of rík og myndu taka fé af svæðum sem hefðu meiri þörf fyrir það. Utanríkisráð- herrarnir samþykktu því að stofna sérstakan byggðasjóð fyrir Norður- löndin. Um það bil 1.000 finnskir bændur mótmæltu á mánudag landbúnaðar- stefnu Evrópusambandsins í þeim aðildarviðræðum sem nú standa yfir milli Finna og sambandsins. Tóku bændurnir niður fána Evrópusam- bandsins fyrir framan skrifstofu þess í Helsinki, helltu snjó við dyrnar og reyndu þannig að loka þeim. „Þetta er til þess að sýna á tákn- rænan hátt að loftslag er óhagstæð- ara landbúnaði í Finnlandi en til dæmis í Danmörku eða Norður- Þýskalandi," sagði einn bændanna og bætti við að nækt yrði ef til vill verri lykt af því sem hellt yrði niður fyrir framan dyr skrifstofunnar. Herská mótmæli Finnar efna sjaldan til mótmæla og enn sjaidgæfara er að til átaka við lögreglu komi. liigreglan segir nú að Finnar hafi ekki verið jafn herskáir í mótmælum sínum frá því á sjöunda áratugnum. Bændurnir segja að nú sé framtíð finnskra bænda og byggðar í dreif- býlinu í hættu. Fallist Evrópusam- bandið ekki á að greiða styrki vegna erfíðra aðstæðna til allra bænda í Finnlandi verði ekki áfram landbún- aður í landinu. Aðildarviðræðum Finna við Evr- ópusambandið á að ljúka fyrir næstu mánaðamót og ráðherrafundur um erfiðustu málin, þar á meðal landbún- aðarmál, verður í Brussel um helg- ina. Pertti Salolainen utanríkisvið- skiptaráðherra segir að sér þyki eðli- legt að kröfur bændanna verði lagð- ar fram sem úrslitakostir. Finnar, Svíar og Norðmenn hafa borið saman bækur sínar í landbún- aðarmálum. Sameiginleg krafa þeirra er að allir norskir og fínnskir bændur hafi rétt á styrkjunum og sænskir bændur norðan Stokkhólms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.