Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 STEINUNN ÓLÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR • LEIKKONA Kveikir í með hugarorkunni Fimmtán ára stelpa getur kveikt í hlutum með því einu ad líta á þá. ÞAÐ ER eldur í augum dularfullrar unglingsstúlku sem er þekkt fyrir að kveikja elda með hugarorkunni einni saman, án fyrirhafnar. Hún lítur bara á hlutina og það kviknar í þeim. Þorpsbúar flýja í burtu og for- eldrar læsa börnin sín inni á öruggum stað þegar eldvarp- an Camille Rougeau verður á vegi þeirra. Þessi fimmtán ára skóla- stelpa hefur orðið valdur að röð elds- voða sem hafa orðið í nágrenni við hana, þar á meðal einn skógarbruna sem þurfti tylft slökkvibíla og flugvél til að slökkva. „Camille virðist ekki hafa neina stjórn á þessari hættulegu orku sinni,“ segir slökkviliðsstjórinn Harve Petain. „Eidarnir virðast byija í hvert sinn sem hún lendir í einhverri geðshræringu eða verður æst. Ég hef viljað hafa stelpuna á einhveijum „öruggum“ stað síðan ég upp- götvaði að hún er persónulega ábyrg fyrir næstum öllum eldsvoðum hérna í bænum. ’ Eina ástæðan fyrir því að hún er ekki læst inni í eldvarnaherbergi er að fjölskyla hennar hefur góðan lögfræðing á sínum snæi'um. Bærinn okkar á stöðugt á hættu að brenna til kaldra kola út af einhverri smugu í lögun- um. Ég er búinn að taka börnin mín úr skól- anum sem Camille sækir, foreldrar hennar gætu sýnt okkur miskunn og haldið henni heima.“ Foreldrar Camille reyndu að senda hana til ömmu hennar í Suður-Frakklandi en þar fór allt sem fyrr og nágrennið fór að brenna. Hún var því ekki nema stutta stund hjá ömmu sinni og var svo send aftur heim. Hún hafði aðeins verið heima í nokkrar klukku- stundir þegar hún „óvart“ kveikti í sturtu- hengi og ísskáp fjölskyldunnar. En það sem þorpsbúar í Chaumont óttast öðru fremur er að einn daginn kveiki hún í manneskju. < Þetta undarlega ástand Camille hefur dreg- ið marga lækna, særingamenn og sálfræðinga að henni, en enginn þeirra hefur getað kom- ið með sennilega skýringu á ástandi hennar. Einn læknir skýrði þó stoltur frá því að það sem þjáði Camille væri „ótrúleg orka“, og setti hann hana á nýtt fæði sem inniheldur Camille Rougeau aðallega ávexti og grænmeti og ósköpin öll af vatni til að slökkva eldana. Svo virðist sem læknirinn hafi eitthvað til síns máls því elds- voðum hefur fækkað. „Það hefur ekki kvikn- að í hjá okkur í heila viku,“ sagði móðir Camille himinlifandi. Þýtt úr The Sun. ÁSKORUN Við skorum á nemendafélag Breiðholtsskóla að finna nemanda innan skólans til að skrifa bréf í dálkinn Mér finnst um efnið: Strætisvagnar Reykjavíkur. Bréfið sendið þið Morgunblaðinu merkt Unglingar og látið fylgja áskorun á nemendafélag annars skóla. Þið veljið skólann og efnið. ALGJO STEYPA Fannst allt sem viðkom leikhúsi hallærislegt Eg held ég hafi verið algjörlega óþol- andi unglingur. Þetta voru hræði- legustu ár sem ég hef lifað, ég held að allt hafi skánað síðan þá. Mér fannst allt svo leiðinlegt, leiddist í skól- anum, leiddust foreldrar mínir og einhvern veginn eirði ekki við neitt. Svo fannst mér allt svo hallærislegt, ég gat ekki litið nokkra manneskju réttu auga. Meðborgarar okkar kunningjanna voru í okkar augum „akfeit smáborgarasvín" eða „ótrúlega akfeit smá- borgarasvín" og „fávitafrumur". Það var gjörsamlega barist til fullorðinsáranna og maður var öfsalega óráð- þæginn, tók aldrei mark á neinu sem var sagt við mann. Það var í sjálfu sér mjög erfitt. Maður höndlaði auðvitað ekki margs konar „sitúasjón- ir“ af því að maður hlustaði aldrei á góð ráð og lærði aldrei af reynslu annarra. (Eg geri það nú reyndar ekki enn.) Ég reyndi að vera eins lítið heima og ég gat vegna þess að mér fannst ég ekki geta haft neitt út úr foreldrum mínum nema pen- inga; hafði ekkert annað þangað að sækja. Það var ekki fyrr en töluvert seinna að ég mat vináttu þeirra einhvers. Þegar ég var tæplega fimmtán ára flutti ég að heiman og bjó ég hjá systur minni í nokkra mánuði. Það var alltaf til staðar þessi árátta að reyna að vera eldri en ég var í raun og veru. Ég var ekki orðin sextán þegar ég varð skotin í strák sem var átta árum eldri en ég og ég þorði ekki að segja honum hvað ég var göm- ul þannig að ég laug því að ég væri átján. Við vorum búin að vera saman í nokkra mánuði þegar leið að afmælisdegi. Þá var ég stödd úti á landi og komin með alveg rosalegt samviskubit; gat varla talað við hann í símann nema svona tvær, þijár mínút- ur í einu. Á endanum skrifaði ég honum bréf þar sem ég sagði honum að ég væri að verða sextán en ekki nítján. Þetta var auðvitað reiðarslag fyrir aumingja manninn, það hefði verið hægt að kæra hann fyrir barnamisferli. Þetta er held ég vandræðaleg- asta klípa sem ég lenti í á þessum árum. Allan gagnfræðaskólann var ég á Hress- ingarskálanum þar sem við vinkonurnar héngum í Pacman, drukkum allar saman einn kaffibolla og reyktum. Við höfðum eigin- lega engan tíma til að vera í skólanum. Á kvöldin vorum við á tón- leikum í Fé- STJÖRNUR CG FSKAR lagsstofnun stúdenta; Þeysara-, Kukl- og Vonbrigðatónleikum. Við vorum auðvitað allt of ungar, ég var einu ári á undan í skóla og var yngst og átti þess vegna erfiðast með að komast inn. Þær gátu yfirleitt sett upp hárið eða eitthvað og komist inn, en ég þurfti yfirleitt að skríða inn um glugga, ég var svo lítil. Eg var alveg hryllilega spéhrædd og feim- in. Ég hefði frekar stytt mér aldur en að koma fram á sviði. Við vinkonurnar stofnuð- um hljóinsveit þar sem ég var söngkona og á tímabili vorum við að hugsa um að ég kæmi fram í pappakassa. Hljómsveitin hét Tveir á hveija belju og við sömdum frábært lag sem hét Bleika pían hoppar um og hlær og stálum öðru sem hét Gubbum yfir gam- alt fólk. Þetta voru frábær lög og synd að þau skyldu ekki hafa verið gefin út. En við komum heldur aldrei fram. Það var eiginlega tilviljun að ég fór út í leiklist. Á aldrinum ellefu til fimmtán ára fannst mér allt sem viðkom leikhúsi ofboðs- lega ómerkilegt og lítilfjörlegt. Ég er náttúr- lega alin upp af manneskju sem vinnur í leikhúsi og mér fundust leikarar leiðinlegir og hallærislegir og ég fór aldrei í leikhús. En vorið eftir tíunda bekk tók ég þátt í prufu fyrir leikritið Land míns föður og fékk hlut- verkið. Sýningin -gekk í tvo vetur og mér fannst alltaf meira og meira gaman í leikhús- inu og gat auk þess notað það sem afsökun fyrir að vera ekki í menntaskóla. Eftir það var orðið ljóst að mig langaði bara að fara í leiklist. Ég var of ung til að geta tekið inntöku- próf í leiklistarskólann hérna heima og gat ekki beðið svo ég fór í inntökupróf í skóla úti. Þetta var mjög strangur skóli og senni- lega hef ég verið aðeins of ung. Ég var næstyngst í bekknum og svo var þarna fólk allt upp í þijátíu og tveggja ára. Þetta var mjög mikil vinna, miklu meiri vinna en ég hafði nokkurn tímann kynnst og kröfur sem ég hafði aldrei þurft að standa undir áður. Ég hafði ekki þurft að taka tillit til nokk- urs nema sjálfrar mín mjög lengi og þá var erfitt að vera allt í einu komin í bekk með þijátíu og fimm manns og vera bara einhver kjúklingur úti í horni sem öllum var raun- verulega alveg sama um. Fyrsta árið var erfiðast. Ég fékk stundum aíveg bijálæðis- lega heimþrá og datt oft í hug að hætta en ég hefði aldrei fyrirgefið mér það. Mér fannst líka kominn tími á það að ljúka einhverju námi fyrst ég ákvað að hætta í menntaskóla. Ef það er eitthvað sem mér finnst ein- kenna tímabilið þrettán til fimmtán ára þá er það þriggja ára kvef. Ég var alltaf svo ÆC'hryIlilega illa klædd; gekk alltaf í kínaskóm, alveg sama hvernig viðraði, gegnblaut í fæt- urna, í þunnum buxum og þunnum jakka. Mér var alltaf alveg ofboðslega kalt og nán- ast fárveik í þijú ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.