Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1994 Tillaga lögð fram um nýj- an þjóðgarð á Snæfellsnesi Þjóðgarður yrði lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna, segir umhverfisráðherra ÖSSUR Skarphéðinsson umhverfisráðherra lagði fram tillögu á ríkisstjórnarfundi í gær um að ríkisstjórnin samþykkti í tilefni 50 ára lýðveldisafmælis að hefja undirbúning að stofn- un þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi. Samþykkt var að skipa nefnd til að undirbúa stofnunina. Að sögn Össurar er ekki búið að ákveða landfræðileg mörk hins fyrirhugaðar þjóðgarðs, en svæðið mun vera á milli Dagverðarár og Gufu- skála. Þjóðgarðurinn mun allur liggja innan hins nýja sveitarfélags sem varð til við sameiningu undir Jökli nýverið. „Áhuginn á þjóðgarði hefur frekar aukist eftir samein- inguna og er mikill áhugi á þessu meðal sveitarstjórnarmanna í hér- aðinu,“ sagði Ossur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði einnig að það auðveldaði mjög undirbún- ing að þurfa ekki að eiga nema við eitt sveitarfélag um málið. Enginn jarðanna, sem til greina kemur að lendi innan þjóðgarðs- ins, munu vera byggðar og nokkr- ar þær stærstu í opinberri eigu. Lyftistöng fyrir svæðið Össur taldi að þjóðgarður yrði mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu Arnar- stapi _ Hellnar Dagverðará á svæðinu. „Innlendum og erlend- um ferðamönnum fjölgar sífellt á Ætla á vindknúnum sleða yfir Mýrdalsjökul FIMM nemendur Menntaskól- ans við Sund hafa undanfarna mánuði verið að hanna nýstár- legt farartæki sem þeir kalla rokþotu, en á henni ætla þeir að fara yfir Mýrdalsjökul í byij- un mars í tilefni af 25 ára af- -mæli Menntaskólans við Sund. Rokþotan er á fjórum skíðum og knúin vindafli, en efniviður- inn er mestmegnis ál og aðrir léttmálmar. Menntaskólinn við Sund, sem áður hét Menntaskólinn við Tjörn- ina, verður 25 ára nú í byrjun mars, og af því tilefni verður hald- in afmælishátíð laugardaginn 5. mars. Nemendur setja þá upp sýningu innan veggja skólans þar sem starfsemi hans og hlutir sem nemendur eru að fást við verða í aðalhlutverki. Framlag fimm nemenda skólans, þeirra Sigurðar Ó. Sigurðssonar, Gunnars Páls Eydal, Atla Karls Ingimarssonar, Eiríks F. Einarssonar og Bergs Stefánssonar, til afmælishátíðar- innar verður að fara á rokþotunni sem þeir hafa hannað yfir Mýrdal- sjökul. Að sögn þeirra félaga verð- ur þetta ævintýraför og hafa þeir Rokþotan prófuð ÞRÍR félaganna úr Menntaskólanum við Sund í tilraunaleiðangri sem farinn var á Langjökul til áð prófa rokþotuna, sem þeir hafa hannað. varið miklum tíma í undirbúnings- vinnu. Meðal annars hafa þeir farið í tvær könnunarferðir á Mýrdalsjökul til að kanna aðstæð- ur, og í fyrra fóru þeir á Langjök- ul með rokþotuna í tilraunaleið- angur, en slæmt veður þá gerði þeim erfitt um vik. Hafís fjær landi en venjulegt er HAFÍS er fjær landi en venjulegt er á þessum árstíma, segir Haukur Einarsson jarðeðlisfræðingur á Hafísdeild Veðurstofu íslands, sem var með í för þegar Landhelg- isgæslan flaug ískönnunarflug á mánudag. Hann segir ástæðuna vera að í vetur hefðu austlægar áttir verið tíðar og þær haldið ísn- um við strönd Grænlands. Flogið var meðfram miðlínunni milli Grænlands og íslands á Do- hrnbanka. Haukur segir að á því svæði hafi engan ís verið að sjá. Að vísu hafi verið þoka á svæðinu nyrst en víða hafi sést í gegnum hana og enginn ís verið í sjónmáli. Þór Jakobsson, veðurfræðingur, segir að það sé nánast einsdæmi að grípa í tómt á þessum árstíma en ísþekja væri meðfram strönd Græn- lands. Haukur kveðst búast við því að úr þessu fari ísinn að aukast, en vetrarísinn nær hámarki með yorin.u. Bifreiðaskoðun íslands fer nú með markaðseftirlit á rafföngum, en leikföngin bætast að öllum lík- indum við síðar á árinu. „Á síðasta ári hófum við starfsemina hvað raf- föngin varðar og þróuðum starfið við leikfangaeftirlitið. Til dæmis gerðum við samning við prófunar- stofu í Svíþjóð, sem sér um prófan- ir leikfanga fyrir íslenska markað- inn, en slík stofa er ekki til hér,“ sagði Karl. „Markaðseftirlit hefur hins vegar ekki hafist fyrr, annars vegar vegna þess að gildistöku . EES-samningsins var frestað til síð- ustu áramóta og hins vegar vegna þess að lagaheimild liggur enn ekki fyrir.“ Snæfel'lsnesi. Það er ljóst að með tilkomu ganga undir Hvalfjörð mun ijöldinn stóraukast. Það eru allmargar fjölskyldur þarna sem þegar hafa atvinnu af ferðaþjón- ustu. Fyrir mér vakir einnig að með auknum straumi ferðamanna til landsins er nauðsynlegt að byggja upp ný ferðamannasvæði og létta á þeim sem fyrir eru. Gersemin á svæðinu er eldfjallið Snæfellsnesjökull, formfegursti jökull landsins. Frá jöklinum hafa runnið mikil hraun sem gera lands- lagið stórbrotið. Þarna er fjöl- breytt fuglalíf og sjaldgæfar plönt- ur, svo dregur það ekkl úr gildi svæðisins að margir álíta það snertipunkt þessa heims og ann- ars!“ Þjóðgarður hefur ekki verið stofnaður hér á landi frá 1973. „Með tillögunni er ég líka að standa við yfirlýsingu í hvítbók ríkisstjórnarinnar um að þjóðgörð- um verði fjölgað á kjörtímabilinu,“ sagði umhverfisráðherra. Formað- ur undirbúningsnefndarinnar verður tilnefndur af umhverfisráð- herra, einn verður tilnefndur af samgöngu- og landbúnaðarráð- herra, einn af forsætisráðherra og tveir fulltrúar úr héraði. Bifreiðaskoðunin kannar leikföng „EFTIRLIT með öryggi leikfanga hefur ekki hafist enn, þar sem lagaheimild skortir til starfseminnar. Eg á von á að Alþingi setji lög þar um á þessu þingi,“ sagði Karl Ragnars, forstjóri Bifreiðaskoðun- ar Islands, í samtali við Morgunblaðið. Bifreiðaskoðunin mun taka að sér markaðseftirlit með leikföngum, leikfangabílum sem öðrum gullum, en slíkt eftirlit er tilskilið samkvæmt EES-samningnum. Meðvitund- arlaus eft- ir slys í sundlaug Loftleiða 12 ÁRA piltur, sem fannst meðvitundarlaus í sund- laug Loftleiðahótelsins klukkan tæplega sjö í gær- kvöldi, var enn meðvit- undalaus og í öndunarvél á gjörgæsludeild Borgar- spítalans í gærkvöldi. Sundlaugargestur veitti því athygli að pilturinn flaut með- vitundarlaus í lauginni og voru lífgunartilraunir strax hafnar meðan beðið var læknis og sjúkrabíls. Rannsóknarlög- regla ríkisins annast rannsókn á tildrögum slyssins en ekki var í gær vitað hver þau voru. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er drengurinn vel syndur og hagvanur í Loft- leiðalauginni. Hann var þar ásamt föður sínum sem var í gufubaði er slysið uppgötv- aðist. Á gjörgæsludeild Borgar- spítalans fengust þær upplýs- ingar í gær að pilturinn væri meðvitundarlaus og í öndunar- vél en ekki annað mat á líðan hans og batahorfum. Prufur úr verslunum Karl sagði að leikfangaeftirlitið myndi fara þannig fram, að farið yrði í verslanir og teknar prufur af þeim vörum sem þar eni seldar. „Það verður gætt að því að leikföng- in uppfylli staðla evrópskra stöðlun- arstofnana og ef einhver vafi leikur á að svo sé, verður leikfangið sent til sænsku prófunarstofunnar. Við stefnum að því að skoða 2% af leik- föngum á markaði hér á ári hvetju," sagði Karl. Hann kveðst telja að til eftirlitsins þurfi ekki nema einn starfsmann. Nú starfi einn maður við raffangaeftirlit og leikfangaeft- irlitið verði rekið samhliða því. Igræðsla gangráða í parkinsonssjúklinga Islenskur læknir í rannsóknarhópnum Fjölþjóðlegt verkefni með þátttöku stórra sjúkrahúsa í Evrópu og Bandaríkjunum PÁLL Ingvarsson, taugasjúk- dómasérfræðingur við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg í Svíþjóð, er einn fjögurra lækna sem starfa með Lars-Erik Augustinsson taugaskurðlækni við ígræðslu gangráða í parkinsonssjúkl- inga. Greint var frá þessari aðferð í Morgunblaðinu sl. laugardag. Hlutverk Páls er meðal annars að velja sjúk- linga sem gangast undir ígræðslu gangráða og meta árangurinn af aðgerðunum með eftirliti á sjúklingunum eftir á. Sahlgrenska-sjúkrahúsið í Gautaborg er í hópi nokkurra stórra sjúkrahúsa í Evrópu og Bandaríkjunum sem taka þátt í rannsókn á þessari aðgerð sem hefur hingað til lofað mjög góðu. Páll segir að í 20-30 ár hafi verið þekkt sú aðferð að brenna gat í stjórnstöðvar sem eru nálæg- ar þeim hluta heilans sem er trufl- aður í parkinsonssjúklingum, thalamus-kjarnann. Með þeirri aðferð er samstarfstruflun sú sem veldur skjálftanum í parkinsons- sjúklingum trufluð og dregur þá úr skjálfta. Fyrir tveimur til þrem- ur árum hafi Frakkar síðan byijað að leggja örmjóan þráð með raf- skauti á sama stað í stað þess að brenna gat og örva með straumi með hárri tíðni, eða um 60-100 sekúnduriðum. Það liafi sömu áhrif og að gera smá skemmd. Páll segir að Frakkar hafi gert um 100 aðgerðir síðustu 1-2 árin en í þessari fjölþjóðlegu rannsókn sé verið að rannsaka stærri sjúk- lingahóp tii að sjá hvort frumraun- in er jafn jákvæð og fyrstu niður- Páll Ingvarsson stöður bendi til. Páll segir að þetta sé í raun bara byijunin því aðferðin sé í þróun. Frakkar hafi lýst hvernig hægt sé að leggja rafskautið á nýjan stað, subthalamicus-kjarna, og þannig haft áhrif, ekki bara á skjálftann, heldur einnig á stirð- leika og hreyfitruflun. Þetta hafi verið prófað á einum sjúklingi á Sahlgrenska og lofi jafnvel enn betri árangri en aðgerðin hefur á sjálfan skjálftann. „Þetta er nýtt og spennandi við- fangsefni sem maður sér ekki al- veg fyrir endann á ennþá. Aðgerð- in getur haft mun betri áhrif og varanleg á mörg önnur einkenni heldur en bara skjálftann heldur en maður hélt í upphafí þegar byijað var að þróa þetta,“ segir Páll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.