Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1994 29 1 4 í 4 4 4 Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (DavíðStefánsson) Ég votta foreldrum Örnu, Árna og Kristínu, og systkinum hennar, Þórdísi, Gunnari og Hauki og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Ég bið góðan Guð að styrkja foreldra hennar og systkini því að missir þeirra er mestur þó að við höfum öll misst mikið.' Guð blessi minningu Örnu Ýrar. Anna Sigriður. Elsku Arna Ýr mín. Þú varst besta vinkona mín. Manstu eftir því þegar við vorum að leika okkur saman í mömmó? Þú varst alltaf svo góð við mig og kenndir mér margt, því að þú varst þremur og hálfu ári eldri en ég. Ég mun sakna þín mikið. Þín vinkona, Anna Karen. Þetta er hún Arna, svo kát og glöð. Hún situr þarna í öftustu röð. Nafnið hennar Arna Ýr, brosmild stúlka, svo rjóð og svo skýr, sem enginn þarf að túlka. Dáín er hún, farin burt, kemur aldrei aftur. Ég vildi frekar að hún væri um kjurt þvi horfinn er mér kraftur. Þinn bekkjarbróðir, Hallsteinn. 4 4 4 4 4 4 J Arna mín. . brott, Nú ertu farin og horfin á burtu frá þessum heimi. Þú fórst að sefa og þú sefur rótt og þú vaknaðir aldrei aftur. Nú ertu hjá Guði og þú unir þér vel því þegar maður er hjá Guði líður manni vel. Þinn skólabróðir, Haukur. Það var sunnudaginn 13. febrúar að ég frétti að litla vinkona mín hún Arna Ýr væri dáin. Hún var alltaf svo hress og kát. Henni fannst alltaf svo gaman að vera með okk- ur Þórdísi og koma með okkur í Kringluna. Arna var mjög bráð- þroska. Hún kom mér alltaf á óvart f hvert skipti sem ég hitti hana. Ég man þegar ég passaði hana þegar hún var yngri. Hún var alltaf svo góð við mig. Við fórum oftast á róló þar sem við eyddum okkar tíma saman. Ég, Þórdís og Arna fórum næstum því á hverjum jólum upp í Austurbæjarskóla í jólafönd- ur. Það fannst Ornu svo gaman. Þegar Arna varð eldri fór hún að stunda ballett. Mér fannst svo gaman að sjá hana sýna, því ég var svo stolt af henni. Ljúfa minningin um Örnu mun geymast í minni mínu um ókomna tíð. Elsku Árni, Kristín, Þórdís og Gunní, ég votta ykkur innilega sam- úð mína. Megi guð vera með ykkur og styrkja á þessari sorgarstund. M ert vorið, vindur hlýr, vekur hjá mér nýja kennd. Og ég græt í gleði minni. Þú gefur mér með návist þinni svo miklu meira en trúði ég. (Stefán Hilmarsson) Ingibjörg. Sunnudaginn 13. febrúar hringdi Kristín, kennarinn minn, í mig og sagðist ætla að koma og tala við mig. Ekki datt mér í hug um hvað hún ætlaði að tala við mig. í huga mínum skaut upp sú hugsun að ég yrði að hringja í vinkonu mína Örnu Ýr og segja henni þetta. En eitt- hvað aftraði mér frá þyí. Kristín, kennarinn okkar Örnu Ýrar, færði mér þau sorgartíðindi að Arna Ýr vinkona mín þefði dáið snemma um morguninn. Ég grét, ég hafði misst bestu vinkonu mína. Eg get ekki skilið hvers vegna guð þurfti að kalla á Örnu Ýr til sín aðeins tíu ára gamla, frá foreldrum og systk- inum sínum. Kannski er henni ætlað að passa litla frænda sinn sem dó fyrir nokkru aðeins sex mánaða gamall. Ef svo er þá veit ég að hún passar hann mjög vei. Arna Ýr var besta vinkona mín og áttum við margar glaðar stundir saman. Við sátum saman í skólan- um, lékum okkur saman og sváfum oft saman heima hjá hvor annarri, en oftast heima hjá henni. Það var og er alltaf gott að koma heim til hennar. Við Arna vorum búnar að heita hvor annarri að við yrðum alltaf vinkonur. í sumar ætluðum við að heimsækja ömmu hennar vestur á Grundarfjörð og hlökkuð- um við mikið til. Af því getur nú ekki orðið nema 1 huga mínum. í hjarta mínu lifir góð minning um góða vinkonu og mun hún lifa svo lengi sem ég lifi. Ég veit að henni líður vel hjá Guði. Ég og fjölskylda mín sendum foreldrum , systkinum og ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Ef til vill sér hana einhver á andvökustundum sárum tifa í gegnum gluggann sem geisla í sorgartárum. (Magn. Ásgeirsson) Þín vinkona, Kristín Dögg Kristinsdóttir. í dag erum við að kyeðja kæran nemanda okkar, Örnu Ýr Arnadótt- ur. í tæp fimm ár hefur hún glatt okkur með nærveru sinni eða frá því hún hóf skólagöngu sína í Fella- skóla sex ára gömul. Á þessum fjöl- menna vinnustað vann hún hug og hjarta allra sem kynntust henni vegna framkomu sinnar og hlýlegs viðmóts. Arna var sannkallaður sólargeisli, jákvæði og einlæg með sitt bjarta bros. Hún var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga góða og ástríka foreldra og bar hún uppeldi sínu fagurt vitni. I bekknum sínum var hún hljóðlát og prúð og vann verkefni sín af mikilli kostgæfni. Arna var stúlka sem öllum þótti vænt um og hennar er nú sárt sakn- að af bekkjarsystkinum sínum. Þau og við öll munum ætíð muna brosið sem hún var svo óspar á og alla þá hlýju sem hún gaf okkur. For- eldrum hennar og systkinum send- um við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Fellaskóla, Kristín Böðvarsdóttir, umsjónarkennari 5. KB. Þú Guð míns líf, ég loka augum mínum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvíli sætt þó hverfi sólin bjarta, ég halla mér að þínu föðurhjarta. (M. Joch.) Sólin fer hækkandi á himninum, skammdegið er að baki. Þó enn sé vetur er vorið framundan og svo sumarið. Helgarnar eru kærkomin hvíld frá námi og störfum. Laugar- dagskvöldið 13. febrúar sat ég við skrifborð mitt og dundaði við að tengja saman kynslóðir liðinna alda í niðjatöl og ættir. Það sem vekur athygli þegar skoðaðar eru fjöl- skyldur þessara tíma er, hversu mörg börn hjón eignuðust og hversu mörg þeirra dóu. Stundum lifðu ekki nema þrjú til fimm af tíu fimmtán systkina hópi. Nú er öldin önnur hugsaði ég, færri börn fæð- ast og öll komast þau á legg. En þegar við kennarar Fellaskóla mættum til vinnu að liðinni þessari helgi afsannaðist þetta. Fækkað hafði um einn í röðum nemenda okkar. Arna Ýr Árnadóttir í 5. bekk KB. hafði sofnað inn í eilífðina á sunnudagsmorguninn. Það skiptir þá ekki máli hver öldin er, hverjir tímarnir eru eða húsakynnin. Og alltaf er það sama spurningin sem brennur á vörum: Hvers vegna? Arna Ýr var lagleg stúlka, prúð og kurteis sem hafði hlýjan og já- kvæðan persónuleika. Þrátt fyrir að hún gerði sér ekki far um að láta bera á sér í hópnum varð ekki hjá því komist að taka eftir henni og veita henni athygli. Síðast átti ég tál við hana í vikunni áður en hún lést. Þegar sorgin er annars vegar við andlát svo ungrar mann- eskju fer fyrir mér sem og mörgum öðrum að orð bresta. Því leita ég í smiðju skáldsins og prestsins Matt- híasar Jochumssonar eins og hér í upphafi og kveð Örnu Ýr með broti úr kvæði sem hann orti við andlát dóttur sinnar fyrir rúmum eitt- hundrað árum síðan en er alltaf jafn nýtt eins og það var þá: Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnafóður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lézt þú eftir litla rúmið auða. Gráttu, móðir, gjöfina Drottins fríðu, gráttu, þá með djúpri hjartans blíðu. Sérðu' ei sigurbjarma? Sérðu' ei líknarvarma breiða sig um barnsins engilhvarma? Enginn þýðir, hel, þitt helgiletur,. „Hvar er vorið?" spyrja börn um vetur. Dagur njólu dylur, daginn nóttin hylur, lífið oss frá eilífðinni skilur. Því til hans, sem börnin ungu blessar. Biðjum hann að lesa nínir þessar, heyrum, hvað hann kenndi: Hér þótt lífið endi, rís það upp í Drottins dýrðarhendi. Vertu sæl, vor litla Ijúfan blíða, lif sé Guði, búin ertu' að stríða. Upp til sælu sala saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. Foreldrum, __ systkinum og fjöl- skyldu Örnu Ýrar votta ég samúð. Guð blessi minningu hennar. Snorri Bjarnason. Arna Ýr Árnadóttir var fædd 21. júní 1983 og var því 10 ára gömul er hún lést vegna skyndilegra veik- inda hinn 13. febrúar sl. Við frá- fall barns sem hefur verið hraust, en er hrifið í burtu frá fjölskyldu sinni spyr maður: Hvers vegna? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör og erfitt er að kyngja þessari staðreynd. Syrgjendur barna sem deyja skyndilega eiga það margTr sameiginlegt að hugsa eða segja: „Ef" eða „Hefði" þetta eða hitt verið öðruvísi. Þess konar hugsanir eru óverðskuldaðar og íþyngja þeim sem þjást af djúpri sorg og tómleika. Við munum geyma minningu um broshýra ljóshærða telpu sem var svo tillitssöm og hjálpfús. Tðmleik- inn sem myndaðist þegar litla barn- ið ykkar deyr, sem allt hefur snúist í kringum, verður seint fylltur. Elsku vinir við getum engan veg- inn sett okkur í ykkar spor, en biðj- um Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg og lýsa ykkur veginn framundan. Saumaklúbburinn og fjölskyldur. MORGUNBLAÐIÐ .tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn biaðsins Krínglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Hjónaminning Jón Isleifsson og Gunnþórunn Pálsdóttir Jón Fæddur 24. febrúar 1903 Dáinn 1. nóvember 1992 Gunnþórunn Fædd 25. júlí 1911 Dáin 13. febrúar 1994 Lífið hefur sinn gang, og nú er svo komið að afi og amma eru bæði búin að yfirgefa þetta líf. Mig langar að minnast þeirra í fáum orðum, og þakka þau ár sem við áttum saman. Hjá afa og ömmu er ég að miklu leyti uppalin. Þau voru mér sann- kölluð afí og amma, voru ætíð til staðar, höfðu nægan tíma, sýndu umhyggju, veittu öryggi og vænt- umþykju sína létu þau óspart í ljós. Það skipti þau mestu máli að ég fengi mikið og gott að borða og að mér liði sem best. Tilveran hjá afa og ömmu var ákaflega ljúf. Afi vakti mig í skólann, amma útbjó nesti, afi kenndi mér stærðfræði, amma kenndi mér að hekla, afi skaut að mér aurum og saman spil- uðum við amma marías, útbjuggum kæfu og fórum með bænirnar á kvöldin. Þau hvöttu mig og studdu í öllu því sem ég tók mér fyrir hend- ur. Ég var mjög lánsöm að eiga þau að. Með umhyggju sinni gáfu þau mér ómetanlegar minningar, sem munu ylja mér um hjartarætur um ókomna framtíð. Ég bið kæran guð að vera með þeim. Blessuð sé minning þeirra. Maggý. Jóndís Sigurrós Ein- arsdóttir frá Miðtungu í Tálknafirði - Minning Mikið erum við búin að eiga gott að hafa átt hana ömmu Jón- dísi. Allt vildi þessi kona fyrir okkur gera, gæti hún það mögu- lega. Hún bjó ásamt afa hjá okkur í tæp 10 ár, og allar þær stundir sem hún notaði í að snúast í kring- um okkur systkinin og aðstoða okkur á allan hátt verða seint metnar til fjár. Eins var það eftir að amma og afi fluttu til Reykja- víkur, ekki stóð á ömmu að hjálpa okkur við nánast hvað sem var, bæðum við hana um það. Nú finnst okkur skrýtið að hugsa til þess að hún sé ekki hjá okkur lengur. Að við eigum aldrei aftur eftir að koma til hennar og sjá hana sitja við gluggann í ruggustólnum sínum, prjónandi sokka eða vettlinga á ömmu- eða langömmubörnin sín. Þó að amma hafi verið sjúkling- ur lengi, fannst okkur að hún myndi verða allavega 100 ára og það sögðum við henni oft. Hún var svo mikil og sterk persóna að okkur fannst að hún myndi bara alltaf verða lifandi. Sú varð nátt- úrlega ekki raunin. Að morgni 12. febrúar sl. lét amma Jóndís loks í minni pokann fyrir manninum með ljáinn eftir langa og erfiða baráttu. Þá átti hún ekki nema níu ár í það að verða 100 ára eins og við héldum alltaf að hún myndi verða. Hluti hennar verður alltaf hjá okkur, og nú erum við glöð fyrir hennar hönd að vera komin til afa á betri stað þar sem henni líður vel. Með þessum orðum viljum við kveðja hana ömmu okkar og þakka henni alla þá gæslu og ást- úð sem hún sýndi okkur í lifanda lífi. Amma, okkur þykir vænt um þig- Nú ert' í friði farin kær frá okkur, góða amma. Mikið er þín minning nær, mynd í hugar ramma. (B.F.) Árdís, Hjörleifur og Kristín. OsO=0= £} Sími 11440 Önnumst erf idrykkjur íokkarfallegaog virðulega Gyllta sal. |o)BQg=0=;Of EO=Q=(o] z Q <¦/.! ,i l'.li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.