Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 Heimsókn UNGUR haförn heimsótti ís- firðinga í gær og tyllti sér meðal annars á ljósastaur. Haförn sækir Is- firðinga heim ísafirði. UNGUR haförn heimsótti ís- firðinga í gær, en vegfarend- ur um Skutulsfjarðarbraut sáu hann híma á steini í fjöru- borðinu og virtist hann mjög gæfur. Var hægt að komast nærri honum án þess að hann fiygi upp og þegar það varð flaug hann aldrei langt. Um hádegisbilið kúrði hann lengi á símastaur en þegar stuggað var við honum flaug hann nokkra metra og lenti í fjör- unni. Eftir að hafa flogið tvisvar stutta vegalengd á flótta undan ljósmyndurum flaug örninn þyngslalega með sjónum þvert yfir Pollinn, en gerði þá tvær tilraunir tii að hremma fugi sem virtist fastur í vök. Hann virtist þó skorta snerpu til að hremma fuglinn og hvarf frá án frekari aðgerða þótt fuglinn kæmist hvergi. Þaðan flaug hann svo aftur á ljósastaurinn á Skutuls- fjarðarbrautinni. Að sögn Ævars Petersen hjá Náttúrufræðistofnun er þetta ekki óalgeng hegðun hjá örnum. Þeir sitja oft þar sem einhver hreyfing er og fylgjast með. Þá eru þeir oft blautir eftir að hafa stungið sér í hafíð eftir bráð og geta þá nokkuð lengi verið illa- eða ófleygir. Örn sást oft fyrr í vetur utarlega í Skutuls- fírði, en hefur ekki svo vitað sé gerst svona heimakominn áður. - Úlfar í dag Ljósleiðarar____________________ RÚV telur gjaldskrá Pósts og síma stærstu hindrunina 7 Hvalkjöt________________________ Rússar kanna tilraun til smygls 21 Loðnuævintýrí___________________ Silfrið sem breytist í gull 22-23 Skúk____________________________j Slysalegt tap Jóhanns 36 Leiðarí_________________________ Samhengið í alþjóðaviðskiptum 22 Reglugerð sem starfað er eftir við matvælainnflutning til Frakklands Fara ber eftír bókstafnum og taka sýni úr allri vöru PÉTUR Einarsson, starfsmaður Icelandic France, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, í París, átti í gær fund með yfir- manni heilbrigðiseftirlits í Boulogne um eftirlit með fiskinnflutn- ingi. Pétur sagði eftir fundinn að starfsmönnum eftirlitsins væri gert að starfa eftir reglugerð sem franska landbúnaðar- og sjávarút- vegsráðuneytið gaf út 8. febrúar sl. í henni segir að fara eigi bók- staflega eftir öllum lögum og reglum Frakklands og Evrópusam- bandsins um skjöl sem fylgja vörunni og um merkingar á henni. Þar segir einnig að öll vara eigi að fara í sýnatöku. Þá var gefin út önnur reglugerð sl. föstudag þar sem segir að kostnaður við sýna- töku, geymslu og flutning og annar sá kostnaður sem fellur til við hert eftirlit lendi á þeim sem flytur vöruna inn. Þar er einnig skil- greint hvernig á að framkvæma eftirlit með sjávarafurðum eftir því hvort þær eru frystar, lifandi, kældar eða meðhöndlaðar á annan hátt. í þann flokk falla t.d. niðurlagðar, reyktar og saltaðar sjávaraf- urðir. Pétur segir að séu öll skjöl með vörunni í lagi þá séu tekin úr henni sýni og hún sett í geymslu í 5-6 daga en send út fyrir Evrópusam- bandið ella. Ef eitthvað fínnst við sýnatöku þá er hún einnig send út fýrir Evrópusambandið en ef hún reynist óhæf til manneldis þá er hún keyrð beint á sorphauga og henni fargað. Pétur segist gera ráð fyrir að kostnaður við geymslu og sýnatöku á hverjum 20 tonna gámi af frystum fiski sé á bilinu 30- 50.000 krónur. Að sögn Birgis S. Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Nord Morue, dótturfyrirtækis Sölusambands ís- lenskra fískframleiðenda, í Jonzac, gilda aðrar reglur um saltfisk en fyrirtækið vísaði fímm flutningabíl- um með 85 tonnum af saltfíski frá íslandi til heilbrigðisskoðunar i Frakklandi í gær. Sýni voru tekin úr öllum bílunum eftir að í ljós kom að öll skjöl voru óaðfinnanleg. Síðan mátti fyrirtækið taka fískinn heim í hús með því skilyrði að hann yrði hvorki seldur né unnið úr honum í 48 klukkustundir. Grenya með tollskoðun utan Frakklands skaða sem orðinn er. Nú viti menn hvernig fyrirkomulagið á innflutn- ingi á sjávarafurðum verði, a.m.k. til júníloka. Bæta þurfí merkingar og umbúðir, skjöl verða að vera óaðfínnanleg og reikna verður með töf í a.m.k. 48 klukkustundir auk kostnaðar sem af þessu hlýst. Rammpólitískt mál Pétur Einarsson átti einnig fund með tollstjóra í Boulogne í gær sem hann sagði að væri mjög jákvæður í garð innflytjenda, enda mikið í húfí fyrir starfsmenn tollgæslu að innflutningur haldist til Frakklands. Þeir væru beinlínis hræddir um vinn- una sína ef mikill samdráttur yrði í innflutningi. Þeir væru þegar famir að fínna fyrir áhrifunum af aðgerð- um yfírvalda því þeir hefðu ekki unnið neina yfirvinnu síðustu viku. „Þetta fólk, bæði í heilbrigðiseft- irlitinu og tollgæslunni, er mjög jákvætt í okkar garð, það vinnur bara eftir fyrirskipunum frá París sem fara ekki batnandi,“ sagði Pét- ur. „Þetta er rammpólitískt mál og við getum í raun ekkert gert nema þrýst á íslenskt stjómvöld að kynna okkar málstað og fá þessu breytt.“ Pétur sagði að nú væm um 400 tonn af físki í Antwerpen og eitt- hvað á íslandi sem ékki hefði verið sent utan vegna aðgerðanna undan- farið. Ekki myndi reyna á frekari innflutning fyrr en á morgun. „í sjálfu sér er þetta orðið nokkuð skýrt, við vitum a.m.k. núna eftir hvaða reglum er unnið,“ sagði Pét- ur Einarsson. Við bryg-gju TOGARINN Fisherman við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Skipið heldur á veiðar á laugardag. Þeir gámar sem hafa náðst inn í Frakkland síðustu daga voru toll- afgreiddir utan Frakklands. Að sögn Péturs Einarssonar hjá SH em innflytjendur farnir að gera þetta í auknum mæli, yfírvöldum í París til mikillar gremju og reyni þau nú að stemma stigu við því, beinlínis til að koma í veg fyrir innflutning. Nord Mome fékk 8 flutningabíla til sín í'fyrradag með 200 tonn af saltfiski frá Noregi og síðan fímm bfla í gær sem ekki má vinna úr fyrr en á föstudag ef ekki fínnast nein aukaefni í sýnunum sem vom tekin. Þar að auki skilaði sér í gær einn bíll frá Noregi sem hafði verið sendur til Spánar til að fá þar heil- brigðisskoðun og tollafgreiðslu. Birgir Jóhannsson segir að starf- semi í verksmiðjunni hafí farið á fullt á mánudag og nota eigi það sem eftir er af sölutímabilinu fram að páskum til að bæta fyrir þann Úr verínu ► Loftskiptar umbúðir auka geymsluþol fiskafurðanna - Tel- ur lausnina sölu veiðileyfa - Fylla sig á 2-3 tímum - Skin og skúrir í kínversku skeldýraeldi Togarinn Fisherman sem gerður er út til úthafsveiða Pólverjar í áhöfn í launa- deilu við útgerð skipsins FIMMTÁN pólskir sjómenn í áhöfn togarans Fisherman, sem skráð- ur er á Kýpur en gerður út frá Kingston og er í eigu íslenskra aðila, hafa krafist þess að fá greidd laun sem þeir eiga inni hjá útgerð skipsins og ganga í land. Að sögn Birgis Björgvinssonar hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur náðist samkomulag um greiðslu launanna á mánudag, en í gær hljóp síðan allt í baklás á nýjan leik og sagði hann óvíst hver framvinda málsins yrði. Fisherman hét áður Hjörleifur RE og var í eigu Granda hf. þar til um síðustu áramót er nokkrir íslenskir aðilar keyptu togarann til veiða utan Myndosögur ► Hundur og köttur bestu vinir - Stafarugl - Teiknað gegn reyk- ingum - Þrautir - Myndasögur - Pabbi, mamma og litla systir - Krakkamir teikna 200 mílna lögsögunnar. í lok janúar hélt togarinn til veiða á Nýfundna- landsmið, en lítill afli fékkst og kom togarinn til Hafnarfjarðar fyrir síð- ustu helgi. Að sögn Birgis Björgvins- sonar eru yfirmenn á skipinu íslensk- ir en Pólverjarnir voru ráðnir fyrir föst mánaðarlaun, eða 1.800 dollara. Hann sagði að ræðismaður Póllands á íslandi hefði haft samband við Sjómannafélag Reykjavíkur og greint frá því að Pólverjarnir kvört- uðu yfír að fá laun sín ekki greidd. Fundur hefði verið haldinn með aðil- um á mánudag og þar hefði náðst samkomulag um að þeir fengju greidda 500 dollara nú þegar og aðra 500 dollara eftir 20 daga, en uppgjör fengju þeir síðan þegar skip- ið kæmi úr fyrstu veiðiferðinni. Þeir myndu síðan fara í land og Sjó- mannafélagið, taka tryggingarvíxla fyrir greiðslunum, en hins vegar hefðu Pólveijarnir horfíð frá þessu samkomulagi í gær og heimtað laun- in strax. Útgerðin vill íslenska áhöfn Birgir sagði ljóst að þótt útgerðin ætti einhveija sök á því hvernig komið væri þá væri ljóst að Pólverj- arnir hefðu ekki komið heiðariega fram í málinu, og sem stæði væri málið í hnút. „Skipið á að fara út á laugardaginn en ef þeir neita að fara í land þá veit maður ekki hvern- ig þetta endar. Þeir eru skyldugir til að fara með skipinu aftur sam- kvæmt sjólögum og öðru, en útgerð- in vill helst losna við þá og ráða ís- lenska áhöfn í staðinn. Þeir segja þetta hafa verið sín mestu mistök að reyna þetta nokkurn tímann,“ sagði hann. Fótbolti gegnKína ÍSLENSKA piltalandsliðið í knattspyrnu mætir því kín- verska á 16 liða móti á Italíu í lok næsta mánaðar. Þetta verður fyrsti landsleikur ís- lands við Kina í knattspyrnu. . íslenska liðið er í riðli með Itölum, Svisslendingum og Kín- veijum og leikur við Asíumenn- ina 30. mars. Liðlega mánuði síðar leikur A-landsliðið við landslið Brasilíu ytra og verður það jafnframt fyrsti knatt- spyrnulandsleikurinn við þjóð frá Suður-Ameríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.