Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. F'EBRUAR 1994 17 Bretland • • Orari hagvöxtur en búizt var við London. Reuter. STJÓRN íhaldsflokksins í Bret- landi styrktist í dag vegna frétta um að hagvöxtur í fyrra hefði verið örari en búizt hefði verið við og spádóma um að töluverðar skattahækkanir í apríl muni ekki hamla efnahagsbata. Samkvæmt endurskoðuðum, op- inberum upplýsingum var hagvöxt- ur 0,8% en ekki 0,7% á síðasta árs- fjórðungi í fyrra og óháð nefnd efnahagsráðunauta, sem stjórnin skipaði, spáir því að hagvöxtur muni aukast um 2,7% bæði á þessu ári og 1995. Þessar tölur munu draga úr svartsýni, sem hefur gert vart við sig þar sem atvinnulausum fjölgaði óvænt um 15.500 í janúar og vegna uggs um að átta milljarða punda skattahækkanir í apríl kunni að hægja á efnahagsbatanum. Ráðunautarnir eru ekki sammála um hvort þörf er á frekari vaxta- lækkunum og benda á að þótt tek- izt hafi að hafa taumhald á verð- bólgu kunni vextir í Bretlandi að hafa náð lágmarki og hækka smám saman 1995. Þeir segja einnig að styrkur pundsins kunni að stofna í hættu bættri samkeppnisaðstöðu, sem brezkur varningur hafi haft síðan Bretar sögðu skilið við gengissam- starf Evrópu. En margir hagfræðingar telja að skýrslan og hinar endurskoðuðu tölur um verga landsframleiðslu á ijórða ársfjórðungi í fyrra muni stuðla verulega að því að endur- vekja traust neytenda. Aðrir vilja fleiri áreiðanlegar upplýsingar um að ekki dragi úr iðnaðarframleiðslu og eftirspurn innanlands. RRFTI Landsframleiösla '’iíflfeh^ % Aukning landslramleióslu jlp-frá tyrra árstjórMngi m___________-______________—~ 1.0 Könnun Hagkaup vinsælast HAGKAUP er vinsælasta fyrir- tæki landsins samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Frjálsa verslun í desember. Bón- Minni hagnaður hjá Unilever Reuter. FJÖLÞJÓÐLEGA matvæla- og neysluvörusamsteypan Unilver til- ■ kynnti að hagnaður fyrirtækisins árið 1993 hefði dregist saman um 10% frá fyrra ári. Hreinn hagnað- ur dróst saman í 3,61 milljarða hollenskra gyllina úr réttum fjór- um milljörðum gyllina. Velta sam- steypunnar jókst hlutfallslega í 77,6 miiyarða gyllinna úr 76,6 milljörðum gyllinna árið 1992. Torn EMI á uppleið Breska sjónvarps- og hljómplötu- samsteypan Torn EMI hefur birt nið- urstöðutölur þriðja ársíjórðungs mið- að við 31. desember. Hljómplötufyr- irtækið fór fyrir öðrum deildum sam- steypunnar en rekstrarhagnaður fyr- irtækisins jókst um 40% frá öðrum ársfjórðungi og með metsölu í hljóm- plötum, sem þýddi að hagnaður sam- steypunnar allrar fyrir skatta fyrstu níu mánuði ársins var 251,1 milljón punda. Til samanburðar var hagnað- urinn á sama tíma fyrir ári 245 millj- ónir punda. Sjá Erlend hlutabréf, London bls. 25 us fylgir fast á eftir í vinsældum og munar aðeins einum svarenda á fyrirtækjunum. Alls nefndu 117 manns Hagkaup en 116 Bónus en þátttakendur voru alls 844 talsins. Hagkaup leysir Sól af hólmi í efsta sætinu í vinsælda- könnurmni sem lenti í fjórða sæti að pessu sinni. Flugleiðir eru þriðja vinsælasta fyrirtæki lands- ins en aftur á móti hefur dregið úr vinsældum banka og spari- sjóða, samkvæmt könnuninni. Samkvæmt könnun tímaritsins er Eimskip í sjötta sæti yfir vinsæl- ustu fyrirtækin en flestir nefndu það á nafn þegar spurt var hvaða fyrirtæki menn hefðu neikvætt við- horf til. Neikvæðni gagnvart féiag- inu hefur þó minnkað nokkuð, að því er segir í Fijálsri verslun. Þetta er í þriðja sinn sem Hag- kaup lendir í efsta sæti í könnun- inni en hún var fyrst gerð árið 1988. íslandsbanki fellur nú úr 8. sæti í 21.-23. sæti á lista tímaritsins og er það sama niðurstaða og hjá Bún- aðarbankanum. Hins vegar hefur Landsbankinn svipað fylgi og-í síð- ustu könnun en hann skipar 14-15. sæti listans. Visa- auglýsing móðgaði ítali Todi, Ítalíu. Reuter. Smáfyrirtæki í Todi, frægum ferðamannabæ á Mið-Italíu, hrósa sigri í deilu við krítarkortafyrirtækið VISA, sem hefur ákveðið að draga til baka umdeilda sjón- varpsauglýsingu, sem sýnir skemmtiferðamenn prettaða í viðskiptum í bænum. Fyrirtæki í Todi tilkynntu í síðustu viku að þau mundu ekki lengur taka við VISA-krít- arkortum frá bandarískum við- skiptavinum til þess að mót- mæla sjónvarpsauglýsingunni, sem sýnd var í Bandaríkjunum. í auglýsingunni segir frá tveimur bandarískum skemmtiferðamönnum, sem týna ljósmyndavél sinni, þegar þeir hafa spurt tvo ítalska unglinga hvort þeir megi taka mynd af þeim við hliðina á asna þeirra á aðaltorginu í Todi. Samræðurnar fara fram á merkjamáli og ítölsku ungling- arnir halda að þeir séu að skipta á asnanum og ljós- myndavélinni og fara burt með hana. „Við hefðum aldrei sam- þykkt auglýsinguna, ef við hefðum haldið að hún yrði tal- in móðgun við Ítalíu og íbúa Todi sérstaklega," sagði VISA í yfírlýsingu og baðst afsökun- ar. I 94029 l ixcel mámskeið IMiígjf Tölvu- og verkfræðibjónustan Tölvuskóii Halldórs Kristjanssonar SBffltlBfflH Grensásvegl 16 • ® 68 80 90 NÝUA BÍL.AHÖL-LIN FUNAHÖFÐA 7 S:6T22YY Toyota Landcruiser VX árg. ’91, ek. 55 þ. km., sjálfsk., 33“ dekk, álflegur, v-rauður. Verð kr. 3.790.000 stgr., ath. skipti. Renault 19 RT árg. ’93, ek. 3 þ. km., v-rauð- ur, sjálfsk. Verð kr.- 1.350.000 stgr., ath, skipti. Toyota 4Runner árg. ’90, ek. 87 þ. km., l-blár, 5 g., álfelgur. Verð kr. 1.950.000 stgr., ath. skipti. Nissan Sunny 1.6 SLX ek. 27 þ. km., l-grænn, sjálfsk., 3 dyra. Verð kr. 850.000 stgr. MMC L-300 árg. '90, ek. 82 þ. km., grænn/hvit- ur, 8 manna. Verð kr. 1.470.000 stgr., ath. skipti. Nissan Maxima árg. '90, brúnsans, sjálfsk., leðursæti, rafdrifnar rúður, ek. 59 þ. km. Verð kr. 1.950.000 - skipti á jeppa. MMC Pajero Superwagon árg. '90, silf- ur/blásans, topplúga, ek. 69 þ. km. Verð kr. 2.100.000, skipti-skuldaöróf. MMC Galant GLSI 4x4 árg. '91, vinrauð- ur, ek. 50 þ. km. Skipti á ódýrari. Verð kr. 1.400.000. Honda Accord EX árg. '90, blásans, sjálfsk., m/öllu, ek. 89 þ. km. Verð kr. 1.350.000. Ford Econoline 150 árg. '92, blásans, leður- £ sæti, læst drif, svefnpláss, 35“ dekk, ek. 20 þ. km. Verð kr. 4.500.000, sk.-skuldabréf. FTIRLIKI G A R

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.