Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 OLYMPIULEIKARNIR I LILLEHAMMER ítalir stöðvuðu sigur göngu IMorðmanna Reuter Fauner brunar hér fram úr Dæhlie. Lokaspretturinn var æsispennandi og höfðu ítalir betur. ÚRSLIT ÓL í Lillehammer 4x10 km skíðaganga karla: 1. ítalía................1:41.15,0 (Maurilio de Zolt/Marco Albarello/Gi- orgio Vanzetta/Silvio Fauner) 2. Noregur................1:41.15,4 (Sture Sivertsen/Vegard Ulvang/ Thomas Alsgaard/Bjöm Dæhlie) 3. Finnland...............1:42.15,6 (Mika Myllylae/Harri Kirvesniemi/Jari Raesaenen/Jari Isometsae) 4. Þýskaland 1:44.26,7 5. Rússland 1:44.29,2 6. Svíþjóð 1:45.22,7 7. Sviss 1:47.12,2 8. Tékkland 1:47.12,6 9. Kazakhstan 1:47.41,3 1:48.25.1 Skíðastökk Sveitakeppni í skiðarstökki af 120 m palli: 1. Þýskaland....................970.1 Hansjörg Jaekle 117 m /124 m Christof Duffner 119.5/108 Dieter Thoma 126/128.5 Jens Weissflog 131/135.5 2. Japan...................... 956.9 Jinya Nishikata 118/135 Takanobu Okabe 124.5/133 Noriaki Kasai 128/120 Masahiko Harada 122.0/97.5 3. Austurríki...................918.9 Heinz Kuttin 115/117.5 Christian Moser 122.5/105 Stefan Homgacher 124/120.5 Andreas Goldberger 123.5/127.5 4. Noregur...................898.8 5. Finnland..................889.5 4 6. Frakklnd...................822.1 7. Tékkland..................800.7 8. ítalia....................782.3 9. Slóvenía..................739.4 10. Svíþjóð....................653.3 11. Bandaríkin.................505.0 12. Rússland...................416.3 Skautahlaup 1.000 m karlar: Kim Ki-hoon (S-Kóreu).........1.33,03 Chae Ji-hoon (S-Kóreu)........1.34,92 3.000 m boðhlaup kvenna: A-úrsIit: Suður Kórea...................4.26,64 Kanada........................4.32,04 Bandaríkin.................. 4.39,34 ' BSveit Kína var dæmd úr leik en skautaði á 4.27,41 íslandsgangan Skógargangan, Egilsstöðum, sem er liður í fslandsgöngunni 1994, fór fram sunnudag- inn 20. febrúar. Vegna snjóleysis í skóginum fór gangan fram á Fjarðarheiði. Gengnir voru 20 km. 17-34 úra: Sigurgeir Svafarsson, Ólafsfirði.1:01.03 Kári Jóhannesson, Akureyri.....1:08.06 Ámi Antonsson, Akureyri........1:09.29 35-49 ára: Sigurður Aðalsteinsson, Akureyri ....1:11.10 Jóhannes Kárason, Akureyri.....1:17.47 50 ára og eldri: Bjöm Þór Ólafsson, Ólafsfirði..1:10.58 Hjálmar A. Jóelsson, Egilsstöðum ....1:11.44 Þorlákur Sigurðsson, Akureyri..1:16.00 Körfuknattleikur Leikir í NBA í fyrrinótt: Minnesota - San Ántonio........ 89:114 ■ David Robinson gerði 50 stig fyrir Spurs og hefur enginn leikmaður í NBA skorað eins mörg stig i einum leik í vetur. Þetta var 13. sigurleikur Spurs í röð. Chicago - Charlotte.............118: 93 Detroit - Dallas................ 88: 98 Miami - Washington..............128: 98 Phoenix - Sacramento.............112: 86 Utah - Philadelphia.............119: 92 Íshokkí Leikir í NHL í fyrrinótt: NY Istanders - Washington............4:0 NY Rangers - Pittsburgh.............4:3 ■Eftir framlengingu. Philadelphia - Montreal.............8:7 San Jose-Dallas.....................3:6 Los Angeles - Toronto................4:6 Buffalo - Quebec....................2:1 í kvöld Körfuknattleikur Úrvalsdeild: Hólmurinn: Snæfell - UMFT.....20 Handknattleikur 1. deild kvenna: Höll: Fram - Ármann...........18 Höll: KR-Valur................20 Kaplakriki: FH -ÍBV...........18 Strandgata: Haukar - Fyliir.18.30 Víkin: Víkingur- Stjaman......20 ÍTALINN Silvio Fauner þaggaði niður ítugum þúsunda Norð- . manna sem biðu spenntir við markið, í 4x10 km boðgöngu karla í gærmorgun. Fauner gekk siðasta sprettinn fyrir ít- ali og „kóngurinn" Björn Dæ- hlie fyrir Norðmenn. Aðrar sveitir voru ekki með í barátt- unni um sigur, og ítalinn hafði betur í lokin; Dæhlie réð ekki við glæsilegan endasprett hans og fyrsta gull ítala í boð- göngu varð staðreynd. Boðgangan var í raun eina göngugreinin sem Norðmenn hefðu átt að vera öruggir með sigur í, en ítalir komu skemmtilega á óvart; „límdu sig“ aftan í Norð- manninn á öllum úófum leggjum og gáfu aldrei eftir. Fátt hefur komið meira á óvart á leikunum í Lillehammer en úrslit- in í göngunni í gær. ítalir höfðu aðeins einu sinni áður unnið ólymp- íugull í göngu, árið 1968, og Norð- menn höfðu unnið síðustu átta göngur á Ólympíuleikum; allar þrjár nú og allar fimm í Albertville. Spennan var mikil í lokin og Fauner var aðeins 0,4 sekúndum á undan Dæhlie í mark. „Ég held við höfum valdið fjórum milljónum Norðmanna vonbrigðum í dag. Kannski einhveijir þeirra hafí brot- ið sjónvarpstækin sín,“ sagði Veg- ard Ulvang, gullkálfurinn frá því í Albertville. Honum gekk illa í 30 km á dögunum og eftir þá keppni var greint frá því að Ulvang væri meiddur; tognaður í læri. Hann var hvorki með í 10 né 15 km göngun- um en gekk annan legginn í gær. Fauner var í sjöunda himni eftir sigurinn: „Ég vissi að við myndum vinna þegar ég fór af stað í síðasta legginn. Norðmennimir vom hræddir við okkur,“ sagði hann. „Þeir vissu að við værum sterkir og að ég gæti staðið mig gegn Dæhlie. Eg stóð betur að vígi sál- fræðilega; ég hef sigrað hann tví- vegis áður í tveggja manna bar- áttu.“ Norðmenn viðurkenndu eftir á að þeir hefðu gert mistök við niður- röðun í sveitina. Reiknað var með að 105.000 manns væm saman komnir til að fylgast með keppninni — það er mesti áhorfendafjöldi nokkm sinni á göngukeppni — og norski þjálfarinn sagðist hafa óttast Italinn Alberto Tomba er kominn til Lillehammer þar sem hann ætlar að freista þess að verða fyrsti alpagreinamaðurinn til að sigra í sömu grein á þrennum Ólympíuleik- um í röð. Hann sigraði í stórsvigi í Calgary og varði titilinn í Albert- ville og það hafði enginn alpa- greinamaður gert áður. Tomba vann bæði í stórsvigi og svigi í Calgary árið 1988 og 1992 vann hann strórsvigið í Albertville en varð að sætta sig við silfur í sviginu. Hann á því fjóra verðlauna- peninga frá Ólympíuleikum og nái að það yrði of mikil pressa á hinum unga Thomasi Alsgaard að ganga síðastu 10 kílómetrana fyrir framan svo stóran hóp fólks. Alsgaard væri best til þess fallinn, en hann hefði ekki viljað leggja það á strák- inn að þessu sinni. Dæhlie viðurkenndi að það hefðu verið mikil mistök að láta hann ganga síðasta hlutann í stað Als- gaards. „Það hefði verið betra ef ég hefði gengið þriðja legginn, og hugsanlega náð 30 sekúndna for- skoti fyrir Alsgaard," sagði hann. „En við reiknuðum aldrei með því að Maurilio De Zolt gengi svona vel.“ De Zolt, sem er 43 ára, og gekk fyrst fyrir ítali, er fjórði elsti gullverðlaunahafí á Vetrarleikum, og sá elsti að bobsleðamönnum hann að krækja sér í einn til viðbót- ar, í stórsviginu í dag eða sviginu á sunnudaginn, verður hann fyrstur til að fá fimm verðlaunapeninga í alpakeppni karla. Fái hann gull verður hann fyrst- ur til að eignast fjóra gullpeninga fyrir keppni í alpagrein á Ólympíu- leikum en Austuríkismaðurinn Toni Sailer og Frakkinn Jean-Claude Killy eiga báðir þijá gullpeninga frá Ólympíuleikum, Sailer síðast 1956 og Killy 1968. En Tomba er ekki einn um að geta krækt í fjögur gull og/eða undanskildum. Norðmanninum Store Sivertsen tókst ekki að hrista De Zolt af sér og ítalinn var aðeins 10 sekúndum á eftir í markið við fyrstu skiptingu. Dæhlie virtist gera taktísk mis- tök um einum km frá endamarkinu er hann hægði á sér og leyfði Faun- er að komast framúr. „Mér tókst ekki að þreyta hann. Fauner er mjög fljótur á endasprettinum þeg- ár hann er rétt fyrir aftan mann og er stórhættulegur. Hefði ég ekki hleypt honum fram úr mér hefði ég tapað með 30 metra mun,“ sagði Dæhlie. „Ég vildi vera fyrir aftan hann og fá tækifæri á síðustu 100 til 50 metrunum að fara fram úr honum. En það reyndist ekki auð- velt.“ fimm verðlaunapeninga, því Norð- maðurinn ungi Kjetil Andre Aamodt, á einnig mikla möguleika á að gera slíkt, ef ekki á þessum leikum þá á þeim næstu. Þeir sem til þekkja telja mögu- leika Tomba á að sigra í stórsviginu ekki eins milar og að hann sigri í sviginu en þar hefur honum gengið mjög vel í vetur. „Ég stefni á að krækja mér í verðlaunapening, helst gull auðvitað en ég geri mig ánægð- an með silfur eða brons, ég á eng- ann svoleiðis,“ sagði Tomba við komuna til Lillehammer. Vinnur Tomba aftur? Golfarar! VISASPORT endursýnt U. 18. Kynningarmynd um golfparadísina Algarve - og hugurinn ber þig hálfa leið. 30 á Stöð 2 M IÍRVALÚTSÝN Weissflog vann aftur Jens Weissflog, sem varð sigur- vegari í stökki af 120 m palli, tryggði sér sín önnur gullverðlaun í gær, þegar hann átti risastökk, 135.5 m — metajöfnun, í sveita- keppninni. Þar með misstu Japan- ir af gullverðlaununum, en þeir voru með 55 stiga forskot fyrir seinni umferðina. Allt benti til að þeir myndu vinna sín fyrstu gull- verðlaun í stökki síðan 1972. „Það var frábært að vinna upp forskot Japana. Þetta er mesti dagur í sögu skíðastökksins í Þýskalandi. Við mættum til leiks sem ein sterk iiðsheild," sagði Weissflog, sem vann sín fyrstu gullverðlaun á ÓL 1984 í Sarajevo. ■ ÞAÐ voru margir sem komust ekki í tíma til að horfa á keppni í 4x10 km göngu karla í gær vegna umferðaröngþveitis, Skipuleggj- endur leikanna áætla að um 100 þúsund ipanns hafi fylgst með keppninni en margir voru seinir fyrir vegna umferðarinnar. Járn- brautalestir flytur fólk frá Osló og í gær voru sendar 16 aukalestir vegna þess hve mikill áhugi var á göngunni, en þar voru Norðmenn taldir sigurstranglegir. ■ ÞRATT fyrir miklar varúðar- ráðstafanir mótshaldara í Lille- hammer hafa 15 elgir lent fyrir lestum á Ólympíusvæðinu og drep- ist. Vegna mikilla snjóa leita dýrin mikið að járnbrautarteinum með þessum afleiðingum. Þyrlur fara reglulega um svæðið til að athuga hvort einhver dýr eru í námunda við teinana og hefur það bjargað mörgum dýrum. ■ LEIKARNIR í Lillehammer virðast ætla að takat mjög vel og fleiri sjónvarpsáhorfendur hafa fylgst með þeim en nokkru sinni fyrr í sögu vetrarleikanna. Sjón- varpað er til 100 landa en var sjón- varpað til 86 landa frá Albertville fyrir tveimur arum. í Bandaríkjun- um hafa áhorfendur verið mun fleiri en þeir sem fylgdust með leikunum í Albertville og það sem meira er; fleiri Bandaríkjamenn fylgjast með leikunum í Lillehammer en fylgd- ust með sumarleikunum í Los Ang- eles árið 1984. ■ HANS Trygve Kristiansen, landsliðsþjálfari Norðmanna _ I skautahlaupi sagði af sér í gær. „Ég hef ákveið að haætta afskiptum mínum af skautahlaupi, ég er búinn að vera landsliðsþjálfari í níu ár og það er nóg,“ sagði hann. Honum var boðð að gerast tæknilegur ráð- gjafi landsliðsins en hafnaði því líka. ■ AÐSÓKN hefur verið mjög góð á flestar greinar en mótshaldarar hafa ákveðið að bjóða öllum 16 ára og yngri á 1.000 metra skautahlaup kvenna í dag og 5.000 m kvenna á föstudag vegna þess hversu fáir hafa mætt á skautahlaup kvenna. Um 12.000 áhorfendur hafa fyllt Víkingaskipið þegar karlarnir eru að keppa en aðeins um 8.000 þegar konumar keppa. ■ SPENNAN var svo mikil í keppni karla í risasvigi að hún fékk hárin til að rísa á sumum, m.a. á þjálfari Markusar Wasmeiers frá Þýskalandi sem siraði. Þjálfarinn, Sylvester Neidhardt hafði lofað að skera axlarsítt hár sitt ef Weis- meier fegni gull og hann stóð við það. Rakaði höfuð sitt strax að keppni lokinni. ■ WOLFGANG Meier þjálfari kvennaliðs Þýskalands hefur ákveðið að gera hið sama vinni Katja Seizinger í sviginu á laugar- daginn. ■ CARECA fyrrum landsliðsmið- heiji Brasilíu leikur með japanska liðinu Hitachi sem íslenaka lands- liðið í knattspyrnu leikur við í næsta mánuði. ■ HYUN Jung-hwa, heimsmeist- ari kvenna í borðtennis tilkynnti í gær að hún hygðist hætta að keppa í næsta mánuði og snúa sér að þjálf- un. Hyun, sem er 24 ára, er frá Suður Kóreu. ■ LAZLO Nemeth þjálfari KR- inga í körfuknattleik var í gær dæmdur í tveggja leikja bann og tekur það gildi á hádegi á föstudag. FELAGSLIF Herrakvöld Gróttu Herrakvöld Gróttu verður haldið í veitingahúsinu Sex-baujunni, Eiðis- torgi, á föstudaginn. Húsið opnar kl. 19.30, borðhald hefst kl. 20.15. Veislustjóri er Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri og ræðumaður kvöldsins Bogi Ágústsson, fréttastjóri. Miðaverð er kr. 2.900 og eru miðar seldir í Litabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.