Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.02.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1994 ) Eyþór Stefánsson Myndlist Eiríkur Þorláksson Um síðustu helgi var opnuð fyrsta sýning ársins í Listasafni ASÍ við Grensásveg, en þar eru á ferðinni kolateikningar og vatns- litamyndir eftir Eyþór Stefánsson. Eyþór útskrifaðist úr kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1982, en var síðan einn vetur í málaradeild áður en hann hélt til Noregs, þar sem hann nam við Statens Kunstakademi í Ósló til 1987. Hann hefur áður haldið nokkrar einkasýningar, m.a. í Sví- þjóð og Noregi, auk þess að hafa átt verk á samsýningum. Stórar kolateikningar eru mest áberandi hluti sýningarinnar hér, en það eru viðfangsefnin sem strax draga að sér athyglina. í þessum dimmu og oft drungalegu myndum má segja að listamaðurinn sé að fjalla um „Upphafið" eða „End- inn“; þetta er ekki gert á trúarleg- um grundvelli, heldur benda mynd- irnar til þeirrar einföldu þróunar sem maðurinn hefur gengið í gegn- um við að reisa sér skýli, marka umhverfi sitt, mynda samfélög — eða þá til þeirra einföldu mann- virkja, sem munu standa eftir, þeg- ar siðmenningin verður horfin. Ef til vill má tengja viðfangsefni sýningarinnar við það svið mynd- listar sem oft hefur verið nefnt „Fantasy Art“, þar sem listamenn hafa látið sig dreyma um framtíð- arheima, sem annað hvort markast af tæknilegri fullkomnun, eða þeirri endurteknu baráttu á frumstæð- ustu stigum tilyerunnar, sem mun taka við þegar siðmenninginn hryn- ur endanlega. En hér er borin fram nokkuð þjóðleg mynd að sumu leyti; gerði eru mynduð í íslensku hraun- landslagi (nr. 1, „íslensk gotík“), moldarhúsin verða að hýbýlum þjóðarinnar (nr. 16, „íslenskt þjóð- arstolt?“), og ótraust hásæti eru reist á rofabörðum (nr. 12, „Flug- drekinn“), á sama tíma og landið eyðist og fýkur burt (nr. 4, „Fjall- konan“). En hér koma einnig til fjarlæg- ari og almennari myndsvið, sem eru öflugar túlkanir á því sem lista- maðurinn er að fást við. „Horn- steinn lagður ...“ (nr. 15) hefur til að bera einfalda en sterka tilvísun, sem er vel studd af myndbygging- unni; „Lífshlaup" (nr. 20) er einnig vel útfærð ímynd þeirrar lífsbar- áttu, sem felst í því að feta sig varlega áfram á óvissum botni um leið og menn takast sífellt á við strauminn. Myndbyggingin er sterkur þátt- ur í öllum kolateikningum Eyþórs, og eru þríhyrningar virkasti þáttur hennar; einnig hefur honum tekist vel að sveipa viðfangsefnin þeirri dulu, sem hæfir þeim svo vel. Þann- ig er aldrei bjart yfir þessum mynd- um, heldur felst hæfni listamanns- ins ekki síst í því að ná fram sterk- um einkennum með fáum dráttum í heildarmyndinni, eins og sést t.d. í „21. janúar 1994“ (nr. 18), sem tengist aðeins óbeint meginímynd sýningarinnar. Á sýningunni eru einnig nokkrar vatnslitamyndir á einum vegg, flestar uppstillingar með fiskhaus- um. Þrátt fyrir að þessar fáu mynd- ir sýni ljóslega að Eyþór hefur gott vald á þessum miðli, þá er þeim ofaukið hér, þar sem þær eru á allt öðru sviði en sá megintónn, sem heildarmynd sýningarinnar gefur; annar vettvangur hefði verið heppilegri fyrir þessa listsköpun Eyþórs. Þrátt fyrir þetta hliðarspor er hér á ferðinni athyglisverð sýning, þar sem fer saman gott vald lista- Gunnhildur Ólafsdóttir Eyþór Stefánsson: Flugdrekinn. 1994. mannsins á miðlinum, hnitmiðuð myndbygging og athyglisverð við- fangsefni; sá myndheimur sem hér birtist hefur ekki verið algengur meðal íslenskra myndlistarmanna, en virðist falla vel að þeim aðstæð- um, sem land og saga býður upp á. Þegar öllu er á botninn hvolft hlýtur upphafíð að siðmenningu mannsins að vera ein athyglisverð- asta spurningin í sögu mannsins. Sýning Eyþórs Stefánssonar í Listasafni ASI við Grensásveg (sem hann hefur tileinkað foreldrum sín- um) stendur til sunnudagsins 6. mars, og er rétt að hvetja fólk til að líta inn. í Gallerí Úmbru við Amtmanns- stíg 1 stendur nú yfir sýning á grafíkmyndum Gunnhildar Ólafs- dóttur. Gunnhildur lauk námi frá grafíkdeild Myndlista- og handíða- skóla íslands vorið 1989, og hefur frá þeim tíma tekið þátt í ýmsum samsýningum hér á landi og er- lendis, og hélt fyrstu einkasýning- una í vinnustofu sinni fyrir tveimur árum. Gunnhildur sýnir hér bæði æt- ingar í zink og steinþrykk, en allt eru þetta smágerðar myndir sem bera svip þess að vera nánast hug- skot; minning um staði, andrúms- loft og birtu sem eitt sinn heillaði. Hún fyllir þannig sífellt stækkandi hóp íslenskra listamanna, sem hef- ur snúið sér aftur að landinu sem helsta aflvakans í list sinni. í sýn- ingarskrá segir Gunnhildur um við- fangsefni sín: „Landið okkar og listin hefur verið mín glíma undanfarin ár. Stundum er þessi glíma erfíð en oftast skemmtileg. Þessar myndir lýsa þeim áhrifum sem ég hef orð- ið fyrir á ferðum mínum um land- ið og þá sérstaklega um hálendið og öræfin." Gunnhildur fetar markaða slóð í verkum sínum, því slík glíma hefur verið áberandi í myndlistinni hér á landi síðustu ár. Hins vegar vinnur listakonan sínar myndir á nokkuð óvenjulegan hátt, bæði hvað varðar miðil og stærðir. Á sýningunni eru nokkur steinþrykk, en mest ber á ætingum í zink; í stað þess að fylgja hinum stóru viðfangsefnum öræfanna eftir í stærðinni, sýnir hún hér örsmáar myndir, þar sem hún grípur heild- arsvip umhverfisins hveiju sinni. Þetta tekst án þess að fórna þeim mikilleik, sem býr í kunnum fjöllum og víðáttum sem hún er að takast á við í verkunum. í myndinni „Herðubreið (Öskju- megin)“ (nr. 2) kemur þetta helst fram í hvernig veðurfar markar himin og forgrunn, þar sem hið mikla fjall trónir upp af sléttunni; „Systrastapi" (nr. 9) er öllu minni um sig, en verður engu síður mikil- úðlegur hér. Litun skiptir nokkru máli í sum- um verkanna, en er í lágmarki í Blóðbrullaup — búningar Það vill stundum gleymast að list verður ekki til í tómarúmi, og oftar en ekki eru hinar ýmsu listgreinar tengdar nánari böndum en virðist ljóst í fyrstu. Allir kannast við tengsl leiklistar og bókmennta, enda hugtakið leikbókmenntir vel þekkt; tónlist er einnig nátengd leiklistinni og oft miklvægur hluti hverrar sýningar. Myndlist hefur þó afgerandi gildi í leikhúsinu; án hennar næði varla nokkurt leikverk að skapa þau áhrif, sem sýningar- gestir minnast helst, og er hún því ótjúfanlegur hluti hvers leikhús- verks. Margir þekktir myndlistar- menn hafa starfað fyrir leikhús, bæði hér á landi og erlendis; vinna Picassos fyrir leikhús er vel þekkt, og sá fyrsti sem reyndi að lifa á myndlistinni hér á landi, Sigurður Guðmundsson málari, vann mikið brautryðjandastarf á þessu sviði. Nú stendur yfir í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg sýning sem minnir lít- illega á þetta samlíf myndlistar og leiklistar. Hér getur að líta verk Elínar Eddu Árnadóttur, sem hún vann til undirbúnings sýningu Þjóð- leikhússins á verkinu „Blóðbrull- aup“ eftir Federico García Lorca, en Elín Edda hannaði leikmynd og búninga verksins. Á sýningunni í Stöðlakoti getur að líta skissur af helstu búningum auk fleiri mynda, sem tengjast anda leikverksins og verkum Lorca almennt. Elín Edda Árnadóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1983, en fór síðar til fram- haldsnáms við Wimbelton School of Art, en þar lauk hún námi frá leikhönnunardeild skólans 1991. Hún hefur þegar hannað leiksvið og búninga við helstu leikhús lands- ins, og má þar nefna leikritin „Hræðilega hamingja" hjá Alþýðu- leikhúsinu 1992, „Afturgöngur“ hjá Leikfélagi Akureyrar fyrr á þessu leikári, og loks „Stund gaupunnar“ hjá Þjóðleikhúsinu. Það er ekki auðvelt að hanna sviðsmynd og búninga fyrir leiksýn- ingu, þannig að vel sé. Til þess að það takist sem best þarf hönnuður- inn að setja sig vel inn í leikverkið, anda þess og spennu, uppruna og umhverfi, og endurspegla þetta allt án þess að nokkur taki sérstaklega eftir því; sjónmyndin þarf að falla fullkomlega að leikverkinu og vera eðlilegur hluti þess. Þeir sem sjá sýninguna „Blóð- brullaup" á smíðaverkstæði Þjóð- leikhússins dæma auðvitað hver fyrir sig hvernig Elínu Eddu hefur tekist til, en umijöllun ljölmiðla hefur verið jákvæð; myndirnar í Stöðlakoti sýna að listakonan hefur vandað verk sitt vel. I þessum líflegu skissum tekst henni jafnvel strax að skapa þann Elín Edda Árnadóttir: Blóðbrull- aup. 1994. kröftuga tón, sem einkennir leik- verkið. Sumir búninganna eru að- eins mótaðir lauslega; í öðrum er EIGNASALAIM HEYKJAVIK SAMTENGD SÖLUSKRÁ ÁSBYRGI EIGNASALAN Símar 19540 -19191 -619191 INGÓLFSSTRÆT112 101 RVÍK Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar HÓFUM KAUPANDA að góðri 2ja herb. íb. gjarnan í Breið- holti. Ýmsir aðrir staðir koma til greina. Mjög góð útborgun í boði. HÖFUM KAUPANDA að ca 140-180 fm einb. eða raðhúsi helst m. bílskúr eða bílskrétti. Mjög góð útb. í boöi. HÖFUM KAUPENDUR að 2ja-5 herb. ris- og kjíb. Mega í sum- um tilf. þarfn. standsetn. Oft er um góðar útb. að ræða. HÖFUM KAUPANDA að góðri 2ja-3ja herb. íb. sem næst miðb. Góð útb. í boði f. rétta eign. TVÍBÝLI ÓSKAST Höfum fjársterkan kaupanda að 2ja íb. húsi. önnur íb. gjarnan 5-6 herb., hin 2ja-3ja herb. EIGIMASALAfM REYKJAVIK Magnús Einarssonjögg.fastsali, Eggert Elfasson, hs. 77789, Svavar Jónsson, hs. 33363. Ármúlj 7, við hliðina á Hótel íslandi Gegn viðunandi tilboði er ofangreind fasteign tií sölu ásamt þeim rekstri, sem nú er í húsinu. Verð 46 millj. Eignin samanstendur af 150 fm kjallara, 150 fm jarðhæð og 130 fm efri hæð. í eigninni er nú rekinn skyndibitastaður og ölkrá. Til sölu lítið raðhús i Smáíbúðahverfi, kjallari, jarðhæð og efri hæð. Snyrtilegt hús. Verð 7,8 millj. Raðhús óskast i Reykjavík eða Kópavogi í skiptum fyrir 4ra herb. íbúð í Hraunbæ og 3ja herb. íbúð í tvíbýli í Kópavogi. Við Álfheima óskast 4ra herb. íbúð í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð við Kríuhóla. Lögmenn Borgartúni 33, sími 91-629888. Símatírrji kl. 10-12 og 13-16. Hvassaleiti - 4ra herb. m. bílskúr Til sölu mikið endurnýjuð 95 fm endaíbúð á 4. hæð. Nýtt gler. Parket. Falleg sameign. Frábært útsýni. Verð 8,2 millj. Upplýsingar gefur Fasteignasalan Gimli, sími 25099. Hvassaberg í einkasölu er þetta glæsilega og vandaða einbýlishús um 220 fm á tveimur hæðum auk tvöfalds bílskúrs um 43 fm. Efri hæðin er um 160 fm en neðri hæð um 60 fm. Mögulegt er að hafa séríbúð á neðri hæð. Áhvíl- andi byggingarsjóðslán um 2,7 millj. Fasteignasala jC Árna Grétars Finnssonar hrl., Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl., Linnetsstíg 3, 2. hæð, Hafnarfirði sími 51500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.