Morgunblaðið - 24.02.1994, Page 1

Morgunblaðið - 24.02.1994, Page 1
80 SIÐUR B/C 45. tbl. 82. árg. FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins \ Borís Jeltsín vill leiðtogafund um stríðið í Bosníu Rússar við friðargæslu RÚSSNESKUR friðargæsluliði horfir yfir Sarajevo af fjallshlíð. 400 rússneskir friðargæsluliðar eru nú í bosnisku höfuðborginni. Vara við æsingi í njósnamálinu Moskvu, Washington. Reuter. STJÓRNVÖLD í Rússlandi vöruðu í gær við „móðursýkisleg- um“ viðbrögðum vegna handtöku háttsetts starfsmanns CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, en hann er grunaður um að hafa njósnað fyrir Sovétríkin og síðar Rússland í níu ár. Sagði Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, að ekki mætti láta þetta mál spilla samskiptum ríkjanna, Rússlands og Banda- ríkjanna, og Bandaríkjastjórn virðist vera á sama máli. Fundur- inn ekki tímabær - segja Þjóðverjar Moskvu, París, Bonn, Sar^jevo. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, kvaðst í gær hafa lagt til við Bill Clinton Bandaríkjaforseta og leiðtoga Þýskalands, Frakk- lands og Bretlands að efnt yrði til eins dags leiðtogafundar um hvernig binda mætti enda á stríð- ið í Bosníu. Frakkar sögðu tillög- una til marks um að Rússar skildu þörfina á samstarfi þess- ara ríkja til koma á friði í land- inu en Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýskalands, kvað fund- inn ekki timabæran. Jeltsín lagði til að leiðtogafund- urinn yrði í Moskvu eða Genf eða einhverri af höfuðborgum hinna landanna. Hann sagði að markmið- ið ætti að vera að „undirrita samn- ing sem gæti markað tímamót og bundið enda á blóðbaðið í Bosníu". Bandaríkjaforseti tjáði sig ekki um tillögu Jeltsíns en breska stjórnin sagði fundinn koma til greina. Klaus Kinkel sagði að und- irbúa þyrfti slíkan leiðtogafund vel og mörg vandamál þörfnuðust úr- lausnar. Leiðtogar Króata í Bosníu sögðu að þeir kynnu að fallast á sam- bandsríki með múslimum í stað þess að stofna eigið smáríki. Alija Izetbegovic, forseti Bosníu, sagði að Bandaríkjamenn og Evrópuþjóð- ir hefðu boðið efnahagsaðstoð að stríðinu loknu ef Króatar og múslimar næðu samkomulagi. Leiðtogar Króata og Bosníu- stjórn sömdu í gær um vopnahlé sem á að taka gildi á hádegi á morgun, föstudag. „Verði snúið aftur til sálar- ástandsins á kaldastríðsárunum vegna móðursýkislegra viðbragða í þessu máli er um leið verið að vinna gegn alþjóðlegu samstarfi ríkjanna um frið,“ sagði Vjatsjeslav Kostí- kov, talsmaður Borísar Jeltsíns, for- seta Rússlands, og ljóst er, að rúss- neskir ráðamenn eru mjög argir yfir tímasetningu njósnamálsins og því hve mikið er úr því gert. Hefur /nterfax-fréttastofan rússneska það eftir embættismönnum, að Rússar gætu sem hægast vakið upp sams konar mál hjá sér en hefðu forðast það. Auk þess væri það ekkert laun- ungarmál, hvað sem liði friðsamleg- um samskiptum, að njósnir væru alls staðar stundaðar af kappi. Bandaríkja- stjórn krafðist þess í gær, að rússneskir sendi- menn í Washing- ton og tengiliðir njósnarans, Aldrich Ames, yrðu kallaðir heim, en Dee Dee Myers, blaðafull- trúi Hvíta húss- ins, sagði, að það væru hagsmunir Bandaríkjanna að halda sem bestu sambandi við Rússa og yrði þetta mál ekki til þess að skemtna það. Sjá „Jafnvel sorp njósnara- hjónanna...“ á bls. 26. Ames Þing Rússlands samþykkir að veita uppreisnarmönnum sakaruppgjöf Hætta á hörðum átökum að sögn manna Jeltsíns Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. Reuter Haldið upp á dag hersins RÚSSAR héldu upp á dag hersins í gær. í tilefni dagsins lagði Borís Jeltsin Rússlandsforseti blómsveig á leiði óþekkta hermannsins og myndin var tekin við það tækifæri. STUÐNINGSMENN Borísar Jeltsíns, forseta Rússlands, brugðust ókvæða við þeirri ákvörðun rússneska þingsins í gær að veita þeim sem stóðu að valdaránstilraununum árið 1991 og í október síðastliðnum sakar- uppgjöf, í trássi við vilja forset- ans. Þingmenn Valkosts Rúss- Iands, flokks stuðningsmanna Jeltsíns, vöruðu við því að ákvörð- un þingsins gæti leitt til harðra átaka og forseti efri deildarinnar taldi að hún bryti í bága við stjórnarskrána. Talsmaður Jeltsíns, Vjatsjeslav Kostíkov, gaf út harðorða yfirlýs- ingu þar sem hann sagði samþykkt þingsins lið í valdabaráttu gegn for- setanum. „Þingið virðist ekkert hafa lært af þungbærri reynslu okkar frá síðasta hausti," sagði Kostíkov og vísaði til þess þegar Jeltsín fyrirskip- aði árás á gamla þingið í október. Átökin kostuðu að minnsta kosti 140 manns lífið. Dúman, neðri deild þingsins, sam- þykkti sakaruppgjöfína með 253 at- kvæðum gegn 67. Þingmenn allra flokka nema Valkosts Rússlands voru hiynntir henni. Jegor Gajdar, leiðtogi flokksins, sagði að forsetinn hefði ekki rétt til að hnekkja þessari „stór- hættulegu ákvörðun". „Ég er sann- færður um að þeir sem verða leystir úr haldi stofni sveitir ófriðarseggja og sendi þær út á götur Moskvu," sagði Gajdar. „Þetta er yfirlýsing um borgarastyijöld," sagði flokksbróðir hans, Sergej Júshenkov. Leiðtogar kommúnista og stuðn- ingsmenn þjóðernisöfgamannsins Vladímírs Zhírínovskíjs beittu sér einkum fyrir samþykktinni. Zhír- ínovskíj fagnaði henni og sagði at- kvæðagreiðsluna „sögulega stund“. Gennadíj Zjúganov, leiðtogi kommúnista, krafðist þess að Jeltsín segði af sér og ívan Rybkín, forseti Dúmunnar, hvatti til þess að mynduð yrði „þjóðstjórn“. Hann sagði að sú stjórn ætti að fylgja þeirri efnahags- stefnu sem mótuð var innan þingsins í janúar, en hún þykir ekki ganga eins langt í umbótum og stefna rússnesku stjórnarinnar. Meðal þeirra sem sakaruppgjöfin nær tjt eru Alexander Rútskoj, fyrr- verandi varaforseti, Rúslan Khasb- úlatov, fyrrum þingforseti, en þeir bíða réttarhalda fyrir tilraun tii að koma Jeltsín frá völdum í október. Dúman hefur rétt til að veita dæmdum mönnum sakaruppgjöf en Vladímír Sbúmejko, forseti efri deildar þingsins, sagði að þingið gæti ekki blandað sér í réttarhöld eða stöðvað þau. Frakkland Fangels- isvist fyr- ir ensku- slettur? París. Reuter. FRANSKA sljórnin hefur lagt fram frumvarp sem gæti orðið til þess að þeir sem nota enskuslettur eins og „le car“ og „un job“ í auglýsingum eða ráðningarsamningum ættu yf- ir liöfði sér fjársektir eða jafn- vel fangelsisvist. í frumvarpinu er kveðið á um bann við útlendum slettum í opinberum tilkynningum, ráðn- ingar- og verksamningum, aug- lýsingum, í útvarpi og sjónvarpi. Ekki hefur enn verið ákveðið hver viðurlögin verða, en rætt er um að brot á banninu varði sektum eða jafnvel fangelsi. Gert er ráð fyrir að lögreglan fylgi banninu eftir. Þótt í frum- varpinu séu engin tungumál til- greind sérstaklega er banninu greinilega beint gegn enskunni, sem franskir hreinmælismenn segja að hafí mengað frönskuna. „Við höfum of oft haldið að til að geta staðið okkur í heimi nútímans, stundað viðskipti og aflað okkur vísindaþekkingar, þyrftum við að gefa frönskuna upp á bátinn," sagði Jacques Toubon, menningannálaráð- herra Frakklands, í viðtali við dagblaðið Le Monde. Hann bætti við að tímabært væri að stemma stigu við sívaxandi áhrifum enskunnar á menningu og við- skiptalíf Frakklands. „Stjórnin er að breyta móðurmálsstefnu sinni í þjóðarherferð."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.