Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
Nýtt hótel hyggt
í Vík í Mýrdal
Nýtt hótel verður tekið í notkun í
Vík í Mýrdal þann 1. júní og þá verð-
ur eldra hótel staðarins lagt af, seg-
ir Guðmundur Elísson, starfsmaður
Kaupfélags Ámesinga, sem verður
rekstraraðili hótelsins. Hann segir
að byrjað hafí verið að byggja húsið
í nóvember og nú sé byggingin fok-
held. Guðmundur segir að byggingin
hafi verið lengi í undirbúningi, en
fyrir um Vh ári hafi verið stofnað
hlutafélag um bygginguna. Stærstu
hluthafar í hótelinu eru KÁ, Olíufé-
lag íslands og Vátryggingafélagið,
en einnig á Mýrdalshreppur hlut.
Hann segir að 21 tveggja manna
herbergi verði í hótelinu sem rúmi
því 42.
Gervihnattaleiðsaga verður tek-
in upp í fluginu á næstu árum
FLUGMÁLAÁÆTLUN fyrir árin 1994 til og með 1997 er nú til
afgreiðslu í Alþingi. Áætlunin gerir m.a. ráð fyrir að gervihnatta-
leiðsaga taki við af hefðbundnu leiðsögukerfi á næstu árum. Sam-
kvæmt áætluninni á að veita fjármagni þegar á þessu ári til að
hefja prófanir og viðurkenna aðflug með gervihnattaleiðsögu.
Að sögn Hauks Haukssonar
varaflugmálastjóra eru aðalatriðin
í þingsályktunartillögu til nýrrar
flugmálaáætlunar þau að lagt
verði bundið slitlag á þá flugvelli
sem hafa verið með erfitt yfirborð.
Það eru flugvellimir á Húsavík,
Patreksfirði, Bíldudal og Siglu-
fírði.
Þá verði ekki gert ráð fyrir frek-
ari framkvæmdum á flugvöllum á
þeim stöðum sem flugi hefur verið
hætt á vegna betra vegasambands
og efnahagsástands. Þessir staðir
eru m.a. Rif, Stykkishólmur og
Blönduós.
í þriðja lagi er gert ráð fýrir
að leiðsaga með gervihnöttum
verði tekin í notkun hið fyrsta og
hætt að setja upp hefðbundin leið-
sögukerfí. Síðasta kerfíð fyrir ná-
kvæmnisaðflug verður sett upp á
Reykjavíkurflugvelli á næsta ári,
svonefndur aðflugshallasendir.
Það sem við tekur er geivihnatta-
leiðsaga og í áætluninni er gert
ráð fyrir fjármagni til að hefja
prófanir og viðurkenna aðflug með
gervihnattaleiðsögu á þessu ári.
Viðurkenning fyrir leiðaflug og
það sem kallað er frumaðflug með
gervihnattaleiðsögu sem viðbótar-
kerfí mun eiga sér stað seinni
part þessa árs. Síðan verður próf-
unum með gervihnattaleiðsögu
haldið áfram og gera má ráð fýrir
því að aðflug með þessum tækjum
eingöngu verði komið í almenna
notkun eftir nokkur ár.
Félagar
Bjarkar fá
verðlaun
TÍMARIT brezka hljómplötu-
iðnaðarins, Music Week, hélt
í gær árlegt hóf á Grosvenor
House Hotel við Park Lane í
London. Þar fengu þrír aðil-
ar, sem staðið hafa að útgáfu
á verkum Bjarkar Guðmunds-
dóttur, þrenn verðlaun. Tíma-
ritið er fagtímarit og er því
talið hafa meira vægi en svo-
kölluð popp-timarit.
Samkvæmt upplýsingum
Mark Rian, blaðafulltrúa tíma-
ritsins, hlaut Nellee Hooper upp-
tökustjóri á plötunni Debut
verðlaun fyrir beztu upptökuna,
leikstjóri myndbandsins Human
Behaviour, Michel Gondry, hlaut
verðlaun fýrir beztu leikstjórn
tónlistarmyndbands og Christ-
ina Kyrion hlaut verðlaun fyrir
beztu kynninguna á útgáfuefni
Bjarkar í Bretlandi og á alþjóða-
vettvangi, en hún er blaðafull-
trúi fyrirtækisins One Little
Indian, sem er útgáfufyrirtæki
Bjarkar.
Mark Rian fór mjög lofsam-
legum orðum um Björk, sem
veitti viðtöku verðlauna Christ-
ina Kyrion í fjarveru hennar.
Hann kvað Björk vera í senn
geðþekkasta og prúðasta full-
trúa, sem hann hafi kynnst á
sviði dægurtónlistar og gætu
íslendingar verið stoltir af henni
sem fulltrúa sínum.
Útvarpslaganefnd skilar tillögum sínum til breytinga á útvarpslögunum
Dag’skrárg’er ðar sj óð ur til
að jafna samkeppnisstöðu
Þorleifur Árni Reynisson
Lést af
slysförum
Drengurinn, sem fannst með-
vitundarlaus í sundlaug Loft-
leiðahótelsins á mánudagskvöld,
lést á Borgarspítalanum í fyrra-
dag. Hann hét Þorleifur Árni
Reynisson.
ÞorleifurÁmi var á 13. ári, fædd-
ur 6. júlí árið 1981, sonur Líneyjar
Friðfinnsdóttur og Reynis Oddsson-
ar. Hann var til heimilis að Mið-
skógum 24 á Álftanesi.
ÚTVARPSLAGANEFND kynnti tillögur sínar til endurskoðunar á út-
varpslögum opinberlega í gær. Þær fela meðal annars i sér að skylda
Ríkisútvarpsins til þess að senda út á tveimur rásum verði felld niður,
Ríkisútvarpinu verði skipt i tvær deildir, hljóðvarpsdeild og sjónvarps-
deild, Menningarsjóður útvarpsstöðva verði lagður niður og stofnaður
verði Dagskrárgerðarsjóður útvarpsstöðva til að jafna samkeppnis-
stöðu. Sex nefndarmenn af sjö samþykktu tillögumar og einn skilaði
séráliti. Menntamálaráðherra, Ólafur G. Einarsson, telur að útvarps-
iaganefnd hafi í tillögum sínum farið þá leið sem pólitísk samstaða
næðist líklegast um.
Endurskoðunin tekur einkum til
2. og 3. kafla útvarpslaganna þar
sem kveðið er á um Menningarsjóð
útvarpsstöðva og Ríkisútvarpið. Lagt
er til að Ríkisútvarpið skiptist í tvær
deildir, hljóðvarpsdeild og sjónvarps-
deild, í stað fjögurra. Stöður fram-
kvæmdastjóra íjármáladeildar og
tæknideildar yrðu lagðar niður og
verkefni þeirra færð að stærstum
hluta tii megindeildanna og fram-
kvæmdastjóm stofnunarinnar yrði
skipuð útvarpsstjóra og fram-
kvæmdastjórum deildanna tveggja.
Tilgangurinn er að einfalda skipulag
stofnunarinnar og gera boðleiðir
styttri og með því má ná niður kostn-
aði við yfírstjórn og umsýslu og
skapa aukið svigrúm til dagskrár-
gerðar. Þá er einnig lagt til að ráðn-
ing útvarpsstjóra og framkvæmda-
stjóra verði til fímm ára, með heim-
ild til endurráðningar einu sinni og
að framkvæmdastjórar verði ráðnir
af útvarpsstjóra.
Bætt samkeppnisstaða
Til að bæta samkeppnisstöðu
í dag
Niðurskurðartillögur__________
Verslunarráðið kynnir tillögur að
12,5 milljarða kr. niðurskurði ríkis-
útgjalda .18
Fullgildar kvittanir__________
Neytendafélag Akureyrar spyr rík-
isskattstjóra hvort bankastofnun-
um beri ekki að afhenta fullgildar
kvittanir fyrir þjónustugjöldum 26
Hornhimnum stolið
ítalskir læknar sakaðir um að stela
homhimnum úr augum látinna 27
Leiðari_______________________
Atvinnumöguleikar á EES-svæðinu
28
Viðskipti/Atvinnulíf
► Islenskur kattasandur vekur
athygli - íslenski sokkabuxnaris-
inn færir út kvíamar - Iðnfyrir-
tæki mánaðarins - Sjálfumgleði
og hroki urðu risanum að falli
A dagskrá
► í klóm amarins - Michael
Moriarty hættir í þáttunum Lög
og regla - Umtöluð réttarhöld
sýnd í sjónvarpi - í nógu að snú-
ast fyrir leikkonu í Á norðurslóð
hljóðvarpsstöðva innbyrðis er gert
að tillögu að Menningarsjóður út-
varpsstöðva verði lagður niður. Þar
með er felld niður 10% gjaldtaka af
auglýsingum í útvarpi og er ætlað
að þessi ráðstöfun bæti stöðu einka-
rekinna hljóðvarpsstöðva sem fjár-
magna starfsemi sína með því móti.
í stað hans yrði stofnaður Dagskrár-
gerðarsjóður útvarpsstöðva en ekki
eru gerðar sérstakar ráðstafanir
vegna Sinfóníuhljómsveitar ísíands.
í Dagskrárgerðarsjóð skuli renna
tollar og/eða vörugjöld af hljóðvarps-
og sjónvarpstækjum og hlutum í þau
sem samsvara aðflutningsgjöldum. í
áliti nefndarinnar segir að frá menn-
ingarlegu sjónarmiði sé mikilvægt
að efla innlenda dagskrárgerð og
með þessu móti geti löggjafinn séð
til þess og jafnframt bætt samkeppn-
isstöðu einkarekinna útvarpsstöðva.
Leiði þetta vonandi til valddreifíngar
í dagskrárgerð og ýti undir fjöi-
breytni í framboði dagskrárefnis.
Ekki er gert ráð fyrir að Ríkisút-
varpið geti sótt um styrki úr sjóðnum
en samt sem áður er ekki komið í
veg fyrir að það geti nýtt sér fram-
lög með óbeinum hætti. Gert er ráð
fyrir að hlutverk sjálfstæðra fram-
leiðenda verði fest með lögum og
ekkert í tillögunum sem mælir gegn
því að Ríkisútvarpið kaupi af þeim.
Tómas Ingi Olrich, formaður nefnd-
arinnar, sagði hins vegar er tillögurn-
ar voru kynntar að heimild væri fyr-
ir hendi í reglugerð fyrir ráðherra
að grípa inn í starfsemi Dagskrár-
gerðarsjóðsins ef ástæða þætti til.
Skyldum létt af RÚV
Auk þess er lögð til breyting við
16. grein útvarpslaga á þá lund að
felld verði niður skylda Ríkisútvarps-
ins að starfrækja tvær hljóðvarpsrás-
ir og það geti því lagt niður aðra
rásina ef ástæða þykir. Einnig verði
skylda til fræðsluútvarps afnumin.
Ennfremur má geta þess að þótt
engin grundvallarbreyting sé gerð á
afnotagjöldum Ríkisútvarpsins er
ekki gert ráð fyrir heimild til hækk-
unar næstu tvö árin í því augnamiði
að veita Ríkisútvarpinu aðhald og
auka á hagræðingu í rekstri. Auk
þess er felld úr lögum heimild til að
innsigla viðtæki vegna vangoldinna
gjalda og ákvæði um 10% áiag vegna
kostnaðar við innheimtu vangoldinna
afnotagjalda fellt niður.
Tillögurnar kynntar
sem stjórnarfrumvarp
Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra sagði er tillögumar voru
kynntar að þær yrðu lagðar fyrir
ríkisstjórn og kynntar sem stjómar-
frumvarp í kjölfarið. Sagðist Ólafur
telja að farin hefði verið leið sem lík-
legust væri til pólitískrar samstöðu
og þótt einhveijum kynni að þykja
skrefín stutt yrði vart gengið lengra.
-----♦ ♦ 4-----
Lag Frið-
rikssigraði
DÓMNEFND valdi í gærkvöldi
lag Friðriks Karlssonar, Nætur,
með texta eftir Stefán Hilmars-
son, sem framlag íslendinga í
söngvakeppni evrópska sjón-
varpsstöðva sem fram fer í
Dublin á írlandi 30. apríl næst-
komandi. Flyljandi Iagsins var
Sigrún Eva Ármannsdóttir.
Hlaut Friðrik 300 þús. kr. verð-
laun frá Sjónvarpinu fyrir sigurlag-
ið, en auk þess fékk hann 1.200
þúsund krónur til að fullvinna lagið
fyrir keppnina.
Sjónvarpið leitaði til þriggja laga-
höfunda sem hver um sig lagði fram
eitt lag til keppninnar, og voru þau
leikin í þættinum „Á tali hjá Hemma
Gunn í gærkvöldi og úrskurður
dómnefndar síðan kynntur.
\
l
\
\
I
\
\