Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
Fortíð í ljósi samtíðar
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Bjarni Guðnason: Túlkun heiðar-
vígasögu. 287 bls. Bókmennta-
stofnun Háskóla ísiands. Reykja-
vík, 1993.
Margur er vandi ritskýrenda.
Mestur gerist hann »þegar rýnendur
hyllast til að lesa í málið hugmyndir,
sem þeir hafa um langt skeið gengið
með í kolli og vilja fyrir alla muni sjá
í sögunni til að renna stoðum undir
grunsemdir sínar.« Þannig kemst
Bjarni Guðnason að orði. Orsakarinn-
ar getum við leitað í þeirri staðreynd
að rýnandinn er aðeins mannlegur
og hefur sjálfsmynd sína, skoðanir
og eigin reynslu einatt fyrir sjónum
þegar hann virðir fyrir sér annarra
líf og umhverfi, hvort heldur er í
samtíð eða fortíð. Sveitakarlar á fyrri
hluta aldarinnar töldu víst að bændur
hefðu samið íslendingasögumar milli
þess sem þeir sinntu gegningum. Svo
komu lærðir menn og fullyrtu fyrir
sitt leyti að auðvitað hefðu sögumar
verið í letur færðar af sínum líkum,
það er að segja af lærðum mönnum.
Skáldsagnahöfundar vilja á hinn
bóginn trúa því að sömu sögur hljóti
að vera samdar af skáldsagnahöf-
undum, sem sagt skáldskapur!
Tvær kenningar urðu snemma til:
sagnfestukenningin og bókfestu-
kenningin. Fáir hafa sett fram svo
róttækar skoðanir að þær hafi ekki
með einhveijum hætti rúmast innan
annarrar hvorrar kenningarinnar,
jafnvel fyrmefnd sjónarmið. Um ald-
ur sagnanna hafa menn ekki svo
_________Leiklist
Sverrir Páll
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Söngleikurinn Jósep
Höfundar: Andrew Loyd Webb-
er og Tim Rice
Þýðandi: Þórarinn Hjartarson
Leiksljóm: Sigurþór Heimisson
Framhaldsskólar á íslandi hafa
á undanförnum árum lagt til atlögu
við þekkta söngleiki erlenda og
flutt þá ýmist sem tónleika eða
fullbúnar sviðssetningar. Einkum á
þetta við um skólana á höfuðborg-
arsvæðinu, en þar hafa á undan-
förnum misserum staðið viðamiklar
sýningar af þessu tagi.
Norður á Akureyri hefur söng-
leikjatískan nú barið að dyrum.
Leikfélag Verkmenntaskólans á
Akureyri, Locos, frumsýndi á
fimmtudagskvöldið söngleikinn
Jósep eftir einhverja þekktustu
höfundatvennu síðari tíma,
Andrew Lloyd Webber og Tim Rice,
í nýrri þýðingu Þórarins Hjartar-
sonar. Að sýningunni standa auk
leikfélagsins kór skólans og fleiri
félagasamtök innan hans. Leik-
stjóri er Sigurþór Heimisson en
tónlistarstjóri og jafnframt söng-
stjóri kórsins er Michael Jón
Clarke.
Andrew Lloyd Webber sótti
skóla í Westminster í Lundúnum
og nálægð hinnar miklu kirkju,
Westminster Abbey, er að margra
tali ein höfuðástæða þess að hann
hefur sótt ýmis yrkisefni sín til
kristilegra verka. Söngleikurinn
um Jósep og draumakápuna dýrð-
legu er æskuverk Webbers og
textahöfundar hans til margra ára,
Tim Rice. Þessi söngleikur var að-
allega fluttur í skólum framan af
og komst ekki á almennt svið fyrr
en söngleikurinn Jesus Christ Su-
perstar hafði slegið í gegn (sá leik-
ur er nefndur Messías mannssonur
hér nyrðra og var fluttur í ís-
lenskri þýðingu hjá Freyvangsleik-
húsinu fyrir fáum árum). Sálu-
messa Webbers, Requiem, sem
hann samdi í minningu föður síns
árið 1984, þykir jafnframt eitt-
hvert metnaðarfyllsta verk hans.
Öll vísa verk þessi til kirkjunnar
orðlistar og Jósep á rætur í Gamla
mjög deilt, nema hvað fræðimenn
hefur greint á um aldur einstakra
sagna. Ritunartíminn er talinn vera
13. öldin. Heiðarvígasaga hefur
hingað til verið talin með hinum
elstu. Er þá bent á þunglamalegan
stíl, fornt málfar og heldur svona
ófimlegan frásagnarhátt, þar með
talin stirðleg setningatengsl. Hvað-
eina hefur þótt benda til að höfundur-
inn hafí haft fáar fyrirmyndir við að
styðjast, sagan sé augljós fiumraun.
Hljóta þau rök að teljast nokkuð góð
og gild þar til önnur sterkari koma
fram.
En hvers konar maður var höfund-
ur Heiðarvígasögu, hver sem hann
nú annars var, og hvað taldi hann
sig vera að færa í letur? Sagnfræði?
Skemmtisögu? Eða jafnvel skáld-
sögu? Hafí hann talið sig vera að
semja hið síðast talda hefur hann
verið aldir á undan samtíð sinni þar
sem skáldsögur, sem því nafni gætu
nefnst, komu ekki fram á sjónarsvið-
ið fyrr en mörgum öldum síðar. Hafí
markmið hans verið það eitt að
skemmta hefur honum líka mistekist
því sagan hefur aldrei verið meðtek-
in sem afþreyingarbókmenntir ef
marka má fjölda afrita. Skemmtisög-
ur voru að sönnu samdar, kallaðar
lygisögur og þótti smár menningar-
auki. Heiðarvígasaga er bæði þurr
og strembin, enda hefur hún ekki
einu sinni varðveist í heilu lagi hvað
þá meir á móti t.d. Njáluhandritum
sem skipta tugum. Er þá komið að
tilgátu Bjama Guðnasonar að Heið-
arvígasaga sé »hugsanlega undir
niðri atlaga að stanslausum mann-
vígum, sem tíðkuðust á upplausnar-
tímum þjóðveldisins«. Þetta er sjón-
testamentinu, í sögunni af drengn-
um unga, sem vegna haturs og
öfundar bræðra sinna er seldur
nauðugur til Egyptalands, vinnur
sér hylli húsbænda sinna en verður
fyrir misskilning hnepptur í fanga-
vist. Þar ræður hann drauma sam-
fanga sinna og sú list hans berst
til æðstu staða. Með henni fær
hann síðar borgið Egyptum frá
hungri og harðri vist og hlýtur
frelsi að launum og það verður
heldur en ekki kátt í höllinni.
Alvaran er sem betur fer ekki
alltaf grafalvarleg og söngleikur-
inn um Jósep er glettinn á köflum.
Þýðing Þórarins Hjartarsonar er
lipur og spaugsöm víða, jafnvel
með skírskotunum til vors hijáða
bændasamfélags og dægurumræð-
unnar um það. Það er skemmtilegt
þegar þýðing tekst vel og lýsir auk
heldur myndarskap og metnaði að
fá verk sem þetta þýtt í stað þess
að flytja það á frummálinu.
Leikstjórinn Sigurþór og tónlist-
arstjórinn Michael hafa í samvinnu
sett Jósep skemmtilega á svið.
Sviðsbúnaður er einfaldur en bún-
ingar allmiklir. Leikendur og kór,
alls nær fjórum tugum manna,
bera sig af öryggi um sviðið, leikur
er jafnan hófsamur og sjaldan of-
leikið. Hópatriði eru mörg hver vel
útfærð, til dæmis kúahjörðin og
franski söngurinn. Meira reynir þó
á söng en leik og þar hefur söng-
kennarinn og kórstjórinn Michael
unnið gott verk. Framsögn söngv-
ara er mjög skýr og raunar óvenju-
armið út af fyrir sig. En horfir höf-
undur ekki um of til 20. aldar skáld-
sagna sem hafa einlægt verið notað-
ar sem boðleið fyrir pólitískar skoð-
anir? Slíku er hvorki unnt að játa
né neita. Samtíð manna hlýtur alltaf
að hafa áhrif á það sem þeir hugsa
og skrifa, eins þótt þeir telji sig vera
grunnmúraða í gamla tímanum og
hafí takmarkaðan áhuga á því sem
er að gerast á líðandi stund. í þeim
skilningi eru allir höfundar á öllum
tímum að skrifa um samtíð sína. En
þess háttar áhrif þurfa alls ekki að
vera gagnger og vísvitandi. Þrett-
ándu aldar menn hafa verið eins og
allir aðrir: horft á liðinn tíma í ljósi
síns eigin. En að Heiðarvígasaga sé
skáldskapur eins og Bjarni Guðnason
sýnist einnig hallast að, beinlínis
saman skrifuð til að láta í ljós óbeit
á hrottaskap aldarinnar? Verður slík
tilgáta ekki að teljast dálítið skáldleg
svo ekki sé meira sagt?
Ber þá hvergi svo að skilja að rit-
gerð Bjama sé ekki skipulega unnin
og heiðarleg í hvívetna. Bjami
Guðnason er fyrst og fremst hug-
kvæmur ritskýrandi með sjálfstra-
ustið í lagi. Þar á móti er hann ágæt-
lega laus við sjálfgleði og mikillæti.
Vissulega rennir hann margs konar
stoðum undir rökfærslu sína. Við-
fangsefnið er skoðað frá sem flestum
hliðum og ótal möguleikum velt upp.
Meðal annars styrkir hann athugun
sína með nákvæmum samanburði við
aðrar íslendingasögur og önnur fom-
rit. Hann fer ofan í texta sögunnar
og leitar skýringa á ýmsu sem ekki
liggur í augum uppi, jafnvel einstök-
um orðum. Katólsku kirkjuna með
táknmá! sitt og kennisetningar hefur
legt að heyra marga skólastráka
syngja ágætlega, eina sem í hóp,
eins og hér — og skal þó á engan
hátt kasta rýrð á söng stúlknanna.
Michael Jón Clarke hefur útsett
tónlistina og tölvusett. Útsetningin
sjálf er allgóð en hljóðgjafamir á
stundum dálítið hvellir og gervileg-
ir og takmörk vélbúnaðarins leiða
af sér óþarflega löng hlé milli at-
riða.
Ósanngjarnt kann að sýnast að
tína til einstaklinga úr þeim hópi
sem skapar sýningu á borð við
Jósep. Þó verður ekki hjá því kom-
ist að geta fáeinna. Ingólfur Freyr
Guðmundsson fer með hlutverk
Jóseps sjálfs og syngur það afar
vel. Eftirminnileg er einkum aría
Jóseps í fangelsinu. Hlutverk sögu-
manns er í höndum þriggja stúlkna,
Kristbjargar Hermannsdóttur,
Andreu Asgrímsdóttur og Vigdísar
Garðarsdóttur. Því skila þær ágæt-
lega. Þá reyndi mjög á hæfni Hall-
gríms F. Sigurðarsonar þegar
Faraó brá sér í hlutverk rokkkóngs-
ins í bráðskemmtilegu atriði. Og
iðrunarsöngur bræðranna á undur-
ljúfri golfrönsku var eitt hinna
minnisstæðari atriða.
Sýning Verkmenntaskólanema á
Jósep er mjög góð kvöldskemmtun
og allur umbúnaður hennar í sal
skólans, Gryfjunni, er eins góður
og aðstæður leyfa og ber vitni
metnaðarfullu og góðu félagslífi
sem er þess vert að því sé gaumur
gefinn.
Bjarni Guðnason
hann einnig í sjónmáli. Fjölyrt er um
synjun Ólafs helga sem viidi ekki
taka við kappanum Barða vegna
forneskju þeirrar sem hann taldi við
garpinn loða, og átti þá við heiðin-
dóminn. Skoðað er að hvaða leyti
Heiðarvígasaga sé frábrugðin öðrum
sögum og staldrað við mörg atriði
þar að lútandi. Meðal annars er num-
ið staðar við borðhaldið fræga þegar
Þuríður eggjar syni sína með mjög
svo frumlegum og táknrænum hætti.
Ennfremur við tiltæki það er synirn-
ir láta stjaka henni af hestbaki svo
hún elti þá ekki tii vígaferla suður
á heiðar. Nöfn aðalpersónanna telur
höfundur hafa táknmálsgildi. Sömu-
leiðis ýmis örnefni. Meðal annars
lætur hann sig hafa það að skírskota
til kenninga Einars Pálssonar sem
háskólamenn hafa hingað til verið
tregir að viðurkenna. Dæmi úr Bibl-
íunni eru tekin til samanburðar svo
sem minnið um Davíð og Golíat.
Bent er á að sagan skiptist í tvennt:
sögu Víga-Styrs sem »er í meginat-
riðum þáttakennd röð tilefnislausra
mannvíga án verulegrar stígandi« og
Barða þátt en »mannvíg hans eru
einungis bundin við þau stórræði,
sem hann drýgir til að koma fram
hefndum eftir bróður sinn, og í því
efni styðst hann við rótgróin siða-
gildi í hugsunarhætti samfélagsins«.
Með ýtarlegum samanburði reynir
höfundur að greina hvar Heiðarvíga-
saga standi í aldursröðinni, t.d. með
hliðsjón af Laxdælu og Eyrbyggju;
slær því fram að Laxdæla sé skrifuð
1255, Heiðarvígasaga 1260 og Eyr-
byggja 1265.
Er þá aðeins drepið á hið helsta
sem höfundur hefur um þetta skerta
en að mörgu leyti sérstæða verk að
segja.
En hann verður að stíga yfir ýmsa
þröskulda sem verða á vegi hans, svo
sem fyrri kenningar um aldur Heið-
arvígasögu og rök þar að lútandi sem
óneitanlega vega nokkuð þungt. Rit-
tengsl eru misjafnlega ljós og ekki
alltaf auðséð hvað hver hefur eftir
hvetjum.
Ætla verður að svipuð lögmál gildi
um Heiðarvígasögu og aðrar íslend-
ingasögur. Margar persónur sagn-
anna koma fyrir í öðrum ritum sem
telja verður trúverðugri, svo sem
Landnámu, að ekki sé talað um ís-
lendingabók sem samin var nánast
eftir nútíma kröfum sagnfræðinga.
Þess hefur verið til getið að Landn-
áma hafi verið tekin saman til að
styrkja eignarétt afkomenda lands-
námsmanna. Sturlungu teljum við
nokkuð trúverðuga en hún var í letur
færð á sagnritunaröld. Fáir höfundar
nenna að skrifa til lengdar nema
þeir njóti einhverrar hvatningar frá
samtíð sinni. íslendingasögurnar
hljóta að hafa eignast sína lesendur
þegar í upphafi, og þeir hafa gert
sínar kröfur, bæði um stíl og efni.
Þar sem munnleg frásagnarlist var
í hávegum höfð og arfsagnir gengu
frá kynslóð til kynslóðar liggur bein-
ast við að líta svo á að það hafí ein-
mitt verið þær (arfsagnirnar) sem
verið var að skrásetja. Naumast þarf
að taka fram að slíkar sagnir eiga
lítið skylt við vísindalega sagnfræði
en standa nær þjóðsögum. Höfundar
gátu að vissu marki lagað efnið í
hendi sér eftir því sem andríki og
hæfíleikar stóðu til. En þar sem þeir
voru ekki höfundar, ekki skapendur,
hafa þeir fráleitlega litið á sig sem
rithöfunda, miklu fremur sem skrif-
ara! Þrettándu aldar menn voru síður
en svo metnaði firrtir. Þvert á móti
lögðu þeir oft mikið á sig til að efla
orðstír sinn sem þeir trúðu að aldrei
dæi. Því er í hæsta máta ósennilegt
að þeir hefðu þagað yfir nafni sínu
ef þá hefði rennt grun í hvílík afrek
þeir voru að vinna. Þótt ekki sé úti-
lokað að höfundarnir hafi gripið til
þekktra nafna úr veruleikanum til
að skreyta með eigin hugsmíðar —
ef gert er ráð fyrir að íslendingasög-
urnar séu skáldskapur — verður það
að teljast ósennilegt.
Margt er vitað um 13. öldina. Eigi
að síður er sagnritunin sjálf myrkri
hulin. Því djarfari hafa margir ritský-
rendur gerst til að þreifa sig áfram
í þeim skugga. Flestir velja sér
ákveðið sjónarhorn og skoða við-
fangsefnið út frá því, oft með ein-
beitni og óbilandi trú á eigin málstað
eins og Bjami Guðnason tekur fram
MENNING/LISTIR
Myndlist
Rússneskur lista-
maður í Galleríi
Sævars Karls
Rússneski listamaðurinn Pyotr E.
Shapiro opnaði í gær, miðvikudaginn 23.
febrúar, skúlptúrasýningu í Galleríi Sæv-
ars Karls, Bankastræti 9.
Pyotr er fæddur í Moskvu árið 1933
og hefur í gegnum sinn 40 ára feril
skapað skúlptúra af mörgu frægu fólki.
Fyrsta verk hans var bijóstmynd af
Beethoven, sem sett var í Bolshoi-leik-
húsið og eitt af frægustu verkum Schapi-
ros er bijóstmynd af Andrei Sakarov.
Einnig má geta þess að hann hefur gert
bijóstmyndir af Halldóri Kiljan Laxness,
Thor Thors sendiherra, Ólafi Jóhannes-
syni forsætisráðherra, Bimi Ólafssyni
ráðherra og Sveini Björnssyni foiseta
ÍSÍ.
Sýningin er opin á verslunartíma á
virkum dögum frá kl. 10-18 og á laug-
ardögum frá kl. 10-14.
Hannes Lárusson
sýnir á Mokka
„Giftingar" er vinnuheiti á sýningu
Hannesar Lárussonar sem stendur nú
yfír á Mokka-kaffí og mun standa til
14. mars.
í kynningu segir m.a.: „Giftingar"
tengist líftækni, sýndarveruleika, hand-
verki og rými ásamt þjóðfélags- og
menningarlegum frumöflum. Eitt helsta
einkenni sýningarinnar er mikil! fjöldi
af áprentuðum og upplásnum blöðrum,
sem hanga niður úr loftj kaffihússins
og eru einnig til sölu óuppblásnar fyrir
andvirði kaffibolla."
Á sýningartímanum verður listamað-
urinn staddur á staðnum á þriðjudögum
og fimmtudögum milli kl. 14.30 og 15.30
og blæs þá upp og áritar umræddar
blöðrur.
Sýningunni lýkur eins og fyrr segir
sunnudaginn 14. mars.
Lorca-stemmningar og
leikhúsmyndir í Stöðla-
koti
Elín Edda Árnadóttir leikmyndateikn-
ari sýnir nú í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg
6, búningateikningar og myndir unnar
með bleki á pappír.
Sýningin ber yfirskriftina Lorca-
stemmningar og leikhúsmyndir og er
hún í tengslum við Blóðbrullaup, sem
sýnt er á Smíðaverkstæði Þjóðleikhúss-
ins.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 2-6
og stendur til 6. mars.
Leiklist
Leikfélag Mosfells-
sveitar sýnir
„Þetta reddast“
Leikfélag Mosfellssveitar sýnir gam-
anleikinn „Þetta reddast! kjötfarsa með
einum sálmi", eftir Jón St. Kristjánsson,
í Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ.
í kynningu segir: „Þetta reddast" er
gamanleikur, sem gerist í núinu og fjall-
ar um tilraunir hjónakornanna Eyvindar
og Höllu við að reyna að bjarga sér og
sínum í harðnandi kreppu neysluþjóðfé-
lagsins. Inn í leikritið fléttast ýmsir at-
burðir sem gerst hafa í þjóðfélaginu að
Söngleikurinn Jósep
Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömssón
Ingólfur Freyr Guðmundsson í hlutverki Jóseps við hirð Faraós.
L