Morgunblaðið - 24.02.1994, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
Einar Sveinsson endurkjörinn formaður Verslunarráðs íslands á 66. aðalfundi samtakanna
8 imlljarða spamaður
í heilbrigðiskerfinu
HÆGT er að ná fram 12,5 milljarða króna sparnaði með niður-
skurði ríkisútgjalda, eða um 11% af ríkisútgjöldum samkvæmt fjár-
lögnm, er mat vinnunefnda Verslunarráðsins. Nefndirnar telja að
hægft sé að ná fram 65,5% þessa sparnaðar með niðurskurði í heil-
brigðis-og tryggingakerfinu, eða alls um 8,2 milljarða króna. Þar
af sé hægt að skera niður hjá Tryggingastofnun um rúma þijá millj-
arða og rúma fjóra milljarða í rekstri og fæðiskostnaði sjúkrahúsa.
í stjórnsýsluráðuneytum eru gerðar tillögur sem gætu miðað að
tæplega 1,3 milljarða kr. sparnaði, m.a. uppstokkun og fækkun sendi-
ráða niður í þijú auk fastanefnda, fækkun þingmanna í úr 63 í 41,
fækkun ráðherra út 10 í 7 og ráðuneyta úr 15 í 7.
Vinnunefndirnar leggja jafn-
framt til 1.750 milljóna króna nið-
urskurð í atvinnuvegaráðuneytum,
mestmegnis með lækkun ríkisfram-
laga til rannsóknarstofnana, og
tæplega 1.300 milljón króna sparn-
að í mennta- og menningarmálum,
Morgunblaöið/Kristinn
VILHJÁLMUR Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands, Einar Sveinsson, formaður ráðs-
ins, Jónas Fr. Jónsson, lögfræðingur þess, og Jóhann J. Ólafsson, fundarstjóri aðalfundarins.
Kynntar tillögur til 12,5 millj-
arða niðurskurðar í ríkisrekstri
EINAR Sveinsson var endurkjörinn formaður Verslunarráðs íslands
til næstu tveggja ára á 66. aðalfundi samtakanna, sem haldinn var
í gær. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru á fundinum kynntar
skýrslur fjögurra vinnuhópa Verslunarráðsins um raunhæfan niður-
skurð rikisútgjalda. í ávarpi til aðalfundarins sagði Einar Sveinsson
að samtökin hefðu löngum fyrst og fremst fjallað um skattamál og
barist fyrir því að samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs væri ekki
teflt í tvísýnu með hærri sköttum en tíðkast lyá viðskiptaþjóðum
okkar. Ýmislegt hefði áunnist í þeim efnum; nýlega hefði aðstöðu-
gjald verið fellt niður og óheppilegir skattar á borð við jöfnunar-
gjald, skattur á gjaldeyrisviðskipti banka verið lækkuð eða felld
niður og tekjuskattur fyrirtækja lækkaður.
„Árangur á einstökum sviðum
breytir því þó ekki að skattheimtan
í heild hlýtur að vera í samhengi
við útgjaldaþörf ríkissjóðs. Ríkis-
sjóðshallinn þýðir hvort tveggja að
þrýstingur kemur á vaxtahækkanir
og eins að hallinn býr til síaukin
útgjöld vegna vaxtagreiðslna. Þann-
ig þýðir 10 milljarða halli á þessu
ári nýjan 500 milljóna viðvarandi
útgjaldapóst vegna vaxtabyrði.
Þessi útgjaldaliður hverfur ekki fyrr
en skuldin er greidd upp. Halli á
ríkissjóði er því ávísun á skatta-
hækkanir í framtíðinni. Einmitt af
þessum ástæðum hefur Verslunar-
ráðið lagt í vinnu við að benda á
leiðir til lækkunar ríkisútgjalda,“
sagði Einar Sveinsson.
Hann sagði að mun auðveldara
væri að benda á leiðir til að lækka
skatta en finna leiðir að lækka út-
gjöld. Lækkun ríkisútgjalda sé þó
eina raunhæfa forsenda varan-
legra skattalækkana. Einar
Sveinsson rakti einnig aðfínnslur
Verslunarráðsins við skatteftirlit
skattstjóra og fjármálaráðuneytis,
sem hefði kostað atvinnulífið mikið
fé og ekki skilað nema litlum hluta
þess í tekjur til ríkisins. Spjótum
hefði verið beint að best reknu
fyrirtækjum landsins og hefði
framkvæmd eftirlitsins einkennst
af ótrúlegum sparðatíningi varð-
andi viðurkenningu á útgjöldum
fyrirtækja. Einar sagði að enginn
kvartaði undan eðlilegu skatteftir-
liti með atriðum á borð við það að
einkaneysla væri ekki færð sem
kostnaður og jafnframt hefði það
gagnrýnt að of lítil áhersla sé lögð
á raunverulegar skattrannsóknir
til að eltast við raunveruleg skatt-
svik. Þar væri þó skynsamlegast
að bera niður bæði til að ríkissjóð-
ur fái þær tekjur sem honum ber
og einnig sé það óþolandi aðstaða
fyrir fyrirtæki, sem fara eftir sett-
um reglum, að keppa við neðan-
jarðarhagkerfi, sagði Einar
Sveinsson.
Stjórnarkjör
Á aðalfundinum var lýst kjöri tii
stjórnar Verslunarráðsins fyrir
næstu tvö ár. Auk Einars voru
kjömir Kristinn Björnsson, Hörður
Sigurgestsson, Sigurður Gísli
Pálmason, Einar Benediktsson,
Helgi Magnússon, Páll Kr. Pálsson,
Sigurður Helgason, Friðþjófur Ó.
Johnson, Skúli Þorvaldsson, Júlíus
Vífill Ingvarsson, Kolbeinn Krist-
insson, Sverrir V. Bernhöft, Geir
A. Gunnlaugsson, Ragnar Birgis-
son, Sólon Sigurðsson, Jón Helgi
Guðmundsson, Haraldur Sturlaugs-
son og Ágúst Einarsson.
þar af 1 milljarð með breyttri
greiðslutilhögun til háskóla og
framhaldsskóla.
Hvatt til ráðdeildar
í stjórnsýsluráðuneytunum gera
tillögur vinnunefndar meðal ráð
fyrir að stjórnvöld setji fjárlög til
nokkurs tíma, t.d. til þriggja ára
í stað eins árs líkt og nú er, sem
hvatning til ráðdeildar í ríkis-
rekstri. Sjálfstæði ríkisstofnana
verði aukið ásamt völdum þeirra
og ábyrgð, samfara skýrari af-
mörkun á hlutverki þeirra og til-
gangi í lögum, og aukin verði vit-
und ráðuneyta og stofnana fyrir
kostnaði við fjárbindingu. í því
sambandi verði allar fasteignir rík-
issjóðs leigðar notendum og húsa-
leigutekjum varið í almennt við-
hald. Arðsemiskrafa verði gerð til
allra annarra eigna þannig að
kostnaður við fjárbindingu verði
ljós öllum þeim sem fara með fjár-
festingar ríkisins og stofnana þess.
Útboð þjónustuverkefna verði
regla fremur en undantekning.
Jafnframt er lagt til að Þjóhags-
stofnun verði færð undir Seðla-
bankann og sameinuð hagdeild
bankans og að ríkisframlag til
Byggðastofnunar verði afnumið
ásamt því að gerð verði krafa um
að hún starfi á sama hátt og fjár-
festingarlánastofnir og standi und-
ir sér.
Sparnaðartillögurnar gera enn
fremur ráð fyrir að rekstur fang-
elsa verði boðinn út til einkaaðila
og að fundið verði notað hús fyrir
Hæstarétt.
Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor á fundi Félags fijálslyndra jafnaðarmanna
Vínnumarkaðurínn þarf að
lúta markaðslögmálum
Félag fijálslyndra jafnaðarmanna efndi til fundar síðastliðið þriðju-
dagskvöld um skipulag vinnumarkaðarins og hvort það kunni meðal
annars að eiga þátt í auknu atvinnuleysi. í opnunanæðu fundarstjóra,
Margrétar S. Björnsdóttur formanns FFJ, kom fram að umræða fer
nú fram um orsakir atvinnuleysis víða erlendis, meðal annars á ráð-
herrafundum EB og EFTA. Að sögn Margrétar var tilefni fundar FFJ
að hefja þessa umræðu hér á landi og hvatti hún verkalýðshreyfing-
una og aðra til að halda henni áfram. #
Frummælendur voru Þorvaldur
Gylfason hagfræðiprófessor, Jóhann-
es Nordal fyrrum Seðlabankastjóri,
Óskar Magnússon forstjóri Hag-
kaups, Christian Roth forstjóri ÍSAL
og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þing-
maður. Svöruðu ræðumenn einnig
fyrirspumum fundarmanna.
• •
„Orninn“
var fálki
fsafírði.
Fuglinn sem margir ísfirðingar
tóku fyrir öm og mynd birtist af í
Morgunblaðinu í gær reyndist við
nánari athugun vera fálki. Fréttarit-
ari verður að játa á sig mistökin.
Hann vill þó taka fram að enginn
þeirra mörgu fálka sem hann hefur
séð um ævina nálgast þennan fugl
að stærð, auk þess sem hann hefur
aldrei komist í návígi við konung
íslenskra fugla. Úlfar.
Launamunur í stað
atvinnuleysis
Þorvaldur Gylfason sagði meðal
annars, gð mikið og vaxandi atvinnu-
leysi væri höfuðvandi í efnahagslífi
Evrópu. Taldi hann vandann liggja
að miklu leyti í meingölluðu fyrir-
komulagi vinnumarkaðarins í flest-
um Evrópulöndum. Heildarsamning-
ar stórra verkalýðsfélaga og vinnu-
veitenda tækju ekki tillit til framboðs
og eftirspurnar á vinnumarkaði.
Samið væri um laun umfram
greiðslugetu margra fyrirtækja, 'ág-
launamenn og ungt fólk væri verð-
lagt út af vinnumarkaðr.um. Taldi
Þorvaldur að valið kvnni að standa
á milli atvinnuleysis eða ójöfnuðar í
launum. Vinnumarkaðurinn þyrfti að
líkjast öðrum mörkuðum þar sem
verð og kostnaður réðist af jafnvægi
á milli framboðs og eftirspumar.
Þorvaldur sagði að svo virtist sem
nokkum veginn fijáls vinnumarkað-
ur, líkt og í Sviss, Bandaríkjunum
og Japan, væri alla jafna betur fall-
inn tjí að tryggja inikla atvinnu og
litla verðbólgu en markaðsfirring og
miðstýring sem víða tíðkast í Evrópu.
Þorvaldur . sagði Nýsjálendinga
nýlega hafa breytt skipulagi vinnu-
markaðarins og dregið úr valdi
verkalýðsforingja. Þorvaldur taldi til-
tölulega fáa einstaklinga hér á landi
hafa launaþróun í hendi sér í skjóli
löngu úreltra laga frá 1938 um stétt-
arfélög og vinnudeilur. Þessu valdi
þyrfti að dreifa á fleiri hendur, til
fólksins á vinnustöðum, og verka-
lýðshreyfingin þyrfti að verða lýð-
ræðislegri. Þorvaldur taldi að endur-
skoða þyrfti löggjöf um vinnumark-
aðinn með valddreifingu að leiðar-
ljósi.
Stöðugleiki stuðlar að atvinnu
Jóhannes Nordal sagði meðal ann-
ars að hvorki væri rétt né sanngjarnt
að kenna aðilum vinnumarkaðarins
alfarið um það sem aflaga hefur far-
ið í heildarstjóm efnahagsmála hér
á landi, stjórnvöld hefðu ráðið þar
miklu. Mestur árangur hafi náðst í
kjarasamningum þegar ríkisstjórnir
hefðu sýnt sterka forystu, að mati
Jóhannesar.
Jóhannes taldi aðhaldssamari efna-
hagsstefnu og ytri skilyrði hafa átt
þátt í auknu atvinnuleysi hér undan-
farin ár. En sá stöðugleiki sem nú
hefur náðst skapaði ákjósanlegustu
skilyrðin til að byggja upp öfluga
atvinnustarfsemi í framtíðinni.
Óhagkvæmt skipulag
Óskar Magnússon sagði að leik-
regluV vinnumarkaðarins hefðu vérið
nær óbreyttar í meira en hálfa öld.
Annars vegar væm miðstýrð vinnu-
veitendasamtök og hins vegar 240
verkalýðsfélög með tilheyrandi yfír-
byggingu. Óskartaldi reynsluna hafa
sýnt að aðilar vinTiúmarkaðarins réðu
ekki við helstu hlutverk sín, svo sem
að semja um laun. Hins vegar væru
aðilar vinnumarkaðarins að semja
um óskyld atriði sem í eðli sínu
heyrðu fremur undir stjórnvöld.
Heildaraðgerðirnar tækju ekki tillit
til einstakra aðila sem yrðu útundan.
Óskar sagði að ASÍ-þing 1958 hefði
samþykkt að gerðir yrðu vinnustaða-
samningar, en ekkert orðið úr því.
Sjóðakerfi verkalýðshreyfingar-
innar er of dýrt og illa heppnað, að
mati Óskars, í því fælist stórkostleg
skattlagning á launafólk. Þá dró
Óskar í efa að skylduaðild að verka-
lýðsfélögum stæðist lög ef grannt
væri skoðað. Skipulag vinnumarkað-
arins væri illa fallið til að bæta hag
fyrirtækja og verkalýðs.
Breytinga er þörf á íslandi
Christian Roth gerði samanburð á
vinnumarkaði á íslandi og í Þýska-
landi. Þar í landi em til dæmis 16
verkalýðssamtök en hér um 400.
Þjóðveijum er í sjálfsvald sett hvort
þeir eru í verkalýðsfélögum og finnst
Roth íslendingar uppteknari af stétt-
arbaráttuhugmyndum en Þjóðveijar.
Roth telur atvinnuleysi mikið þjóð-
félagsmein og að þjóðfélögum Vest-
urlanda stafi alvarleg hætta af því.
Lagði Roth til ýmsar leiðir til að sigr-
ast á atvinnuleysi, svo sem hluta-
störf, afnám yfirvinnu, meiri sveigj-
anleika til breytinga milli þess sem
kjarasamningar em gerðir, lægri eft-
irlaunaaldur og lengra skólaár.
Sem gestur í landi okkar sagðist
Roth vilja leggja til að verkalýðsfé-
lögum yrði fækkað og þau gerð
valdameiri. Þá hvatti hann til að for-
ysta verkalýðsins yrði faglegri og
skeleggari.
Verra hlutskipti kvenna
en karla
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varp-
aði fram þeirri spumingu hvort völd
hagsmunasamtaka hefðu rýrt völd
stjómmálaflokka. Samningar sem
stóm samflotin hefðu átt aðild að
hefðu snúist um flest annað en laun.
Aðilar í kjarasamningum hefðu seilst
í ríkum mæli inn á svið sem stjórn-
völd ættu að sinna. Nefndi hún sem
dæmi þjóðarsáttarsamninga sem
skattborgarar hefðu borgað.
Ingibjörg sagði, að óréttlæti í
launakerfinu hefði verið fryst með
samflotunum og launaskriðið undan-
farin ár hafi verið konum í óhag.
Taldi Ingibjörg þörf á starfsmati en
takmarkaður vilji væri á meðal
verkalýðsforingja að hrófla við ríkj-
andi kerfi.
Ingibjörg sagði hlut kvenna mun
verri en karla á vinnumarkaði. Þær
nytu til dæmis ekki yfirborgana í
sama mæli og karlar.
Margir fundarmenn kvöddu sér
hljóðs og mæltu með eða móti fram-
söguræðum. Starfsmenn ASÍ og
fleiri veittu engin grið og vörðu
verkalýðshreyfinguna með oddi og
egg-