Morgunblaðið - 24.02.1994, Page 19

Morgunblaðið - 24.02.1994, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 19 Skólalúðrasveit Seltjarnarness. Skólalúðrasveit Seltjamarness Kunn verk leikin í Selljamameskirkju SKÓLALÚÐRASVEIT Seltjarnarness heldur sína fyrstu stórtónleika í Seltjarnarneskirkju laugardaginn 26. febrúar klukkan 16. Sljórn- andi er Kári H. Einarsson og kynnir Hildur Jónsdóttir. eftir Dvorák og Symphonic Dance no. 1 eftir Rachmaninoff. Á tónleik- unum koma fram fjörutíu og tveir hljóðfæraleikarar. Miðaverð á tónleikana er 500 krónur fyrir fullorðna og 200 fyrir skólafólk. Á efnisskránni eru verk eftir John J. Morrissey, .Jeff Steinberg, James D. Ployhar, Osterling og Moss. Eftir hlé verða leikin Finlandia eftir Sibelius, Exaltation eftir Curnow, Slavneskir dansar op. 46 Modema Museet í Stokkhólmi eiguast íslensk listaverk Verkin koma úr eigu atkvæðamesta safnara norrænnar samtímalistar Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. MODERNA Museet í Stokkhólmi hefur nýlega keypt stóran hluta af sænsku einkasafni Fredrik Roos, þar sem í eru verk eftir nokkra íslenska listamenn, þá Georg Guðna, Sigurð Guðmundsson og Hrein Fnðjonsson. Verkin verða að í listaskála í Málmey, en áætlað Safnið var í eigu Fredrik Roos, sem var sænskur fjármálamaður og ástríðufullur áhugamaður um samtímalist. Hann var af auðugri fjölskyldu, en stundaði auk þess margs konar viðskipti sjálfur. Á síðasta áratug hóf hann að safna samtímalist og kom sér fljótlega upp merku safni listaverka. Árið 1988 opnaði hann listaskála í Málm- ey, sem kallaðist Rooseum og varð fljótt einn helsti sýningarskáli sam- tímalistar í Svíþjóð. Rooseum er til húsa í gamalli gasstöð, byggðri árið 1900 og er hún teiknuð af John Smedberg. Hann var á sínum tíma nemandi franska arkitektsins Charles Gamier, sem meðal annars teiknaði Parísaróperuna og er hún oft kennd við hann. í Rooseum hafa verið haldnar ýmsar merkar sýningar á sænskri, norrænni og alþjóðlegri myndlist síðan húsið opnaði og íslenskir myndlistamenn hafa komið þar mjög við sögu. Fyrsta sýningin í húsinu 1988 bar yfirskriftina „Fem Nordiska Temperament“ og þar sýndu fímm listamenn, þeir Helgi Þorgils Friðjónsson, Sigurður Guð- mundsson, Max Book, Olav Chri- stopher Jensen og Marika Mákelá. Síðan hafa ýmsir fleiri íslenskir listamenn sýnt þar, nú síðast Krist- ján Guðmundsson síðastliðið haust, sem sýndi þar oftar en einu sinni. Þeim sem þekktu Fredrik Roos ber saman um að hann hafí verið geymd í Stokkholmi og að hluta er að sýna þau á næsta ári. einstaklega heillandi maður og hann keypti iðulega verk, bæði af því hann langaði í þau og eins til að styðja viðkomandi listamenn. Hann keypti oftar en ekki heilar sýningar og átti því orðið mikið safn af norrænni og alþjóðlegri samtíma- list, þegar hann lést á síðastliðnu ári langt um aldur fram, eða aðeins fertugur að aldri. Safn hans er talið mesta og besta safn norrænnar list- ar síðastliðins áratugs. Nýlega hefur verið gengið frá safni hans. Samkvæmt upplýsing- um frá Moderna Museet í Stokk- hólmi hefur sænska ríkið fest kaup á hinum norræna hluta Roos-safns- ins og verður honum að hluta kom- ið fyrir í Moderna Museet í Stokk- hólmi, en að hluta látinn Rooseum eftir. I þeim hluta sem Moderna Museet heldur eru tvær myndir eft- ir Georg Guðna frá 1991, sem báð- ar eru keyptar á sýningu, sem hann hélt í Galleri Lars Boman í Stokk- hólmi. Einnig er um að ræða eitt verk eftir Sigurð Guðmundsson frá 1987 og fímm verk eftir Hrein Frið- jónsson, fjögur frá 1987 og eitt frá 1988. Verkin verða á sýningu í safninu á næsta ári, þegar sýndur verður sá hluti Roos-safnsins, sem Moderna Museet fékk í sinn hlut. Einnig verður í Rooseum sýning á þeim hluta Roos-safnsins, sem er þar. Þýsk og bandarísk verk úr Roos-safninu verða seld á uppboði í maí næstkomandi. Freehand teikninámskeið 94024 Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 Ysan hækkað um rúm 7% á árí VERÐ á heilli ýsu og nýjum og nætursöltuðum ýsuflökum hefur hækkað að meðaltali um rúmlega 7% á einu ári samkvæmt verð- könnun sem Samkeppnisstofnun gerði um miðjan þennan mánuð og í febrúar á síðasta ári. Mesta hækkunin var á heilli rauðsprettu, 10,3%. Hins vegar varð örlítil verðlækkun á smálúðuflökum. Verðmunur milli einstakra versl- ana var allt að 72%, á steinbít í sneið- um sem kostaði frá 270 til 463 kr. kílóið. Smálúða kostaði á bilinu 400 til 685 kr., útvatnaður saltfiskur í bitum frá 430 til 690 kr., kinnar frá 240 til 360 kr. og ýsuflök með roði frá 450 til 585 kr. kflóið. Meðalverð á einstökum tegundum í febrúar 1993 og um miðjan febrúar 1994 var þannig: Meðalv. Meðalv. Meðalvbr. febr. ’93 febr. ’94 febr. ’93-’94 Stórlúða í sneiðum 660 672 1,8% Smálúðuflök 712 706 +0,8% Ýsa, heil, hausuð og slægð 272 292 7,4% Ýsuflök með roði 473 508 7,4% Ýsuflök, nætursöltuð 483 517 7,0% Ýsuflök, reykt 596 605 1,5% Karfaflök, ný með roði 391 395 1,0% Saltfiskflök, útvötnuð 534 538 0,7% Saltfiskur, útvatn. í bitum 512 538 5,1% Kinnar, saltaðar 280 301 7,5% Gellur, nýjar 532 549 3,2% Fiskhakk, ýsuhakk 526 540 2,7% Steinbítsflök, roðflett 405 428 5,7% Rauðspretta, heil m/haus 262 289 10,3% Rauðsprettuflök 468 498 6,4% Bestu haupin ílambakjöti á aðeins398hr./kg. ínœstu vershm Verðið á 1. flokks lambakjöti í ■k hálfum skrokkum IWSþ lækkar um heil J Wi 20%. Fáðu þér I ÍJr ljúffengt lambakjöt í m næstu verslun á r frábæru verði, aðeins 398 krónur kílóið. *Leiðbeinandi smásöluverð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.