Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 20

Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 Neytendafélag Akureyrar leitar eftir úrskurði ríkisskattsljóra Fullgildar kvittanir vegna innheimtu þjónustugjalda NEYTENDAFÉLAG Akureyrar og nágrennis hefur vegna ákvarðana bankastofnana um innheimtu þjónustugjalda leitað eftir úrskurði ríkisskattsljóra um hvort bankastofnunum beri samkvæmt bókhalds- Iögum að láta af hendi til viðskiptamanna sinna fullgildar kvittanir vegna þeirra viðskipta sem fram fara. Sýning norrænna barna og unglinga Mannleg samskipti í Listasafninu SÝNINGIN Mannleg samskipti, sem er sýning norrænna barna og unglinga, verður opnuð í vest- ursal Listasafnsins á Akureyri á laugardag, 26. febrúar, kl. 14. Sýningin lýsir því hvernig norræn böm og unglingar upplifa mannleg samskipti, en viðfangsefnin eru ást, fjölskylda, hefðir, leikir, vinátta, dauði, sorg og skemmtun. Aðaltil- gangur sýningarinnar er að sýna hvemig börn og unglingar á Norð- Veiði undir ís í Mývatni Feitur og bragðgóð- ur silungur Björk, Mývatnssveit. SILUNGSVEIÐI í Mývatni með net undir ís hófst 1. febrúar síð- astiiðinn. Þá var vatnið búið að vera alfriðað síðan 27. september 1993. Veiðin hefur víða verið mjög þokkaleg og silungurinn vel feitur og braðgóður. Virðist hann því hafa haft nægilega átu. Hægt er að aka á bílum út á ísinn alveg að veiðistöðvunum. Und- anfarna daga hefur mátt sjá mörg slík farartæki þeysa eftir ísnum. Eitthvað hefur veiði með dorg verið stunduð með dágóðum árangri miðað við undanfarin ár og lofar það vissulega góðu. — Kristján urlöndunum tjá sig í myndum og leggja áherslu á þýðingu myndmáls sem mikilvægs tjáningarmiðils. Að sýningunni stendur Nordisk Samraad, en ráðið saman stendur af fulltrúum samtaka myndlistar- kennara grunn- og framhaldsskóla- stigs á Norðurlöndum. Sýningin hóf göngu sýna í Kaupmannahöfn og kemur til Akureyrar frá Gerðubergi í Reykjavík, en J>aðan heldur hún til Björgvinjar, Oslóar, Gautaborg- ar, Stokkhólms, Hyvinkaa og Árósa. Allir krakkar eru sérstaklega velkomnir á opnunina á laugardag- inn og alla aðra daga og verður áhersla lögð á að virkja krakka og aðra gesti til beinnar þátttöku. Á meðan á sýningu stendur gefst tækifæri á að búa til sameiginlegt myndverk á gólfi sýningarsalarins og í klefum verða áhöld til mynd- sköpunar þar sem gestir geta búið til sýna eigin sýningu. (Fréttatilkynning.) ■ DREGIÐ hefur verið í Akra- leiknum sem fram fór um jólin á vegum Smjörlíkisgerðar KEA. Fyrsta vinning, helgarferð fyrir tvo til Lundúna hlaut Halla Ey- steinsdóttir, Faxatröð 3, Egils- stöðum, Helgarferð fyrir tvo til Ak- ureyrar og gistingu á Hótel KEA hlutu Guðrún Guðmundsdóttir, Jaðarsbraut 7, Akranesi, Kristín Hjartardóttir, Dvergholti 6, Mos- fellsbæ, Sigrún Þóra Haraldsdótt- ir, Skjólvangi 10, Hafnarfirði, og Hafdís Halldórsdóttir, Hraunbæ 6, Reykjavík. Námskeið fyrir aðstandendur alkóhólista Maka, fullorðin börn og foreldra Ragnheiður Óladóttir, ráðgjafi, verður með námskeið fyrir aðstandendur alkóhólista og aðra meðvirka í Glerárkirkju helgina 25., 26. og 27. febrúar. Námskeiðið fer fram með fyrirlestrum og hópvinnu. Fjallað verð- ur um meðvirkni, orsakir og afleiðingar og leiðir út úr vandanum. Stefnt er að því að stofna áframhaldandi stuðningshóp ef áhugi er fyrir hendi. Námskeiðsgjald er 7.000 kr. Skráning í símum 96-25159 og 91-24428 JÁSKÓL.INN l AKUHEYRI Fyrirlestur Tfmi: Laugardaginn 26. febrúar 1994 ki. 14.00. Staður: Háskólinn á Akureyri við Þingvallastræti, stofa 24. Flytjandi: Jón Þ. Þór, sagnfraeðingur. Efni: Sókn breskra togara á íslandsmið 1919-1976. Öllum er heimill aðgangur. Vilhjálmur Ingi Árnason formaður Neytendafélags Akureyrar og ná- grennis sagði að samkvæmt bók- haldslögum væru öllum þeim sem veittu þjónustu af einhveiju tagi sem greitt væri fyrir skylt að gefa við- skiptamönnum sínum fullgildar kvittanir í tvíriti. Gilda önnur lög um bankana? „Bankarnir ætla að hefja gjald- töku um næstu mánaðamót vegna ýmiss konar þjónustu og þá hljóta þeir að þurfa að gefa viðskiptavinum sínum kvittun fyrir þeim peningum sem þeir taka á móti fyrir þjón- ustuna,“ sagði VilhjálmurIngi.„Við viljum fá að vita hvort önnur lög gilda um bankana í þessu efni, þeir hafa fram til þessa komist upp með þetta, t.d. hvað varðar ávísanahefti. Nú má búast við að þetta verði stór gjaldliður hjá mörgum fyrirtækjum þannig að það hlýtur að þurfa full- gildar kvittanir frá bönkunum rétt eins og frá öðrum fyrirtækjum sem menn kaupa þjónustu af.“ ♦ ♦ ♦ ■ GALLERÍ Borg heldur málver- kauppboð á Akureyri í samvinnu við Listhúsið Þing og Listmunaupp- boð Sigurðar Benediktssonar hf. Uppboðið fer fram á Hótel KEA sunnudaginn 27. febrúar kl. 20.30. Boðin verða upp verk gömlu meist- aranna og má þar nefna Jóhannes S. Kjarval, Gunnlaug Blöndal, Kristínu Jónsdóttur, Ásgrím Jóns- son, Jón Engilberts, Þorvald Skúlason og fleiri. Uppboðsverkin verða sýnd í Listhúsinu Þingi, Hóla- braut 13, Akureyri, laugardaginn 26. febrúar og sunnudaginn 27. febr- úar frá kl. 14 til 18. ■ RAGNHEIÐUR Óladóttir ráð- gjafi verður með námskeið fyrir aðstandendur alkóhólista og aðra meðvirka i Glerárkirkju um næstu helgi, dagana 25. 26. og 27. febr- úar. Námskeiðið fer fram með fyrir- lestrum og hópvinnu, en fyrirlestr- amir fjalla um meðvirkni, raunsæi, tilfinningar, trú og bata. Einnig verður stutt kynning frá Al-Anon samtökunum. Hafið æft LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir Hafið næstkomandi föstudag. Myndin er tekin á æfingu í vikunni. Björn Björnsson situr en bak við hann eru f.v. Birkir Bragason, Helga Steinunn Hauks- dóttir og Guðný Bjarnadóttir. Leikfélag Dalvíkur frumsýnir Hafið LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir Hafið eftir Ólaf Hauk Símonar- son í leiksljórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur næstkomandi föstudagskvöld, 25. febrúar kl. 21. Þetta leikrit Ólafs Hauks var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu haustið 1992 og gekk fyrir fullu húsi allan veturinn. í verkinu segir frá útgerðar- manni sem farinn er að reskjast en hann hefur kallað börnin á sinn fund til að ræða framtíð fyrirtæk- isins og þar með þorpsins því fyr- irtæki hans er langstærsta fyrir- tækið á staðnum. Spurningin er hvort halda eigi áfram rekstrinum eða selja „þeim á Akureyri" kvót- ann og skipin og setja þorpið og íbúa þess á guð og gaddinn. Viðurkenningar Verkið hefur hlotið margvís- legar viðurkenningar svo sem menningarverðlaun DV og verið tilnefnt til norrænu leikskálda- verðlaunanna sem afhent verða í vor. Þá hefur Þjóðleikhúsinu verið boðið að sýna Hafið á leiklistarhá- tíð í Bonn í Þýskalandi í sumar og hefur það boð verið þegið. Þrettán hlutverk eru í leikritinu, en þau eru i höndum Kristjáns Hjartarsonar, Þórunnar Þórðar- dóttur, Guðnýjar Bjarnadóttur, Steinþórs Steingrímssonar, Helgu Matthíasdóttur, Ingveldar Láru Þórðardóttur, Arnars Símonarson- ar, Helgu Steinunnar Hauksdótt- ur, Björns Bjömssonar, Elínar Gunnarsdóttur, Birkis Bragason- ar, Sigurbjörns Hjörleifssonar og Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur. Næstu sýningar verða á sunnu- dag 27. febrúar kl. 15, mánudags- kvöldið 28. febrúar kl. 21, fimmtu- dagskvöldið 3. mars kl. 21, laugar- dagkvöldið 5. mars kl. 21. og loks mánudagskvöldið 7. mars kl. 21. Sýningar fara fram í Ungó. Fegurðarsamkeppni Norðurlands í Sjallanum Sjö stúlkur taka þátt SJÖ stúkur taka þátt í Fegurð- arsamkeppni Norðurlands sem fram fer í Sjallanum á Akur- eyri annað kvöld, föstudags- kvöldið 25. febrúar. Sú stúlka sem hlýtur titilinn Ungfrú Norðurland vinnur sér þátt- tökurétt í Fegurðarsamkeppni íslands sem haldin verður á Hótel íslandi í maí auk margs konar gjafa. Besta ljósmynda- fyrirsætan verður kosin og vin- sælasta stúlkan og í fyrsta skipti verður sportstúlkan einn- ig kosin. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni eru Brynhildur Sölva- dóttir, 18 ára, starfsmaður á Kola- grillinu, Ásdís Elva Rögnvaldsdótt- ir, 19 ára nemi í VMA, Freyja Árna- dóttir, 19 ára starfsmaður á leður- verkstæði á Húsavík, Eva Ingimars- dóttir, nemi í Menntaskólanum á Akureyri, Lilja Björg Hauksdóttir, 20 ára starfsmaður í Stjörnusól á Akureyri, Kristín Hlíf Kristjáns- dóttir, 18 ára og Anna Karen Krist- jánsdóttir, 19 ára nemi í VMA. Kynnir kvöldsins er Hermann Anna Karen Kristjánsdóttir Brynhildur Sölvadóttir Ásdís Elva Rögnvaldsdóttír Eva Ingiinarsdóttir Freyja Árnadóttir Lilja Björg Hauksdóttir Gunnarsson, dómnefnd skipa Ólaf- ur Laufdal, veitingamaður, Bragi Bergmann, ritstjóri, Sigtryggur Sigtryggsson, fréttastjóri, Steinunn Kristín IBíf Krisljánsdóttir Guðmundsdóttir, verslunarmaður, og Ester Finnbogadóttir, fram- kvæmdastjóri Fegurðarsamkeppni Islands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.