Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 Matreiðálumeistarar vilja aðstoða bændur og kynna allskyns sælkerafæði úr íslensku hráefni Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra var meðal gesta í Perlunni fyrr í vikunni og hér er hann á tali við Þórarinn Guðlaugsson matreiðslu- meistara LANDSLIÐ íslenskra mat- reiðslumeistara og Perlan buðu 150 manns, alþingis- mönnum, forsvarsmönnum landbúnaðarins og fleirum tii sælkeraveislu í Perlunni fyrr í vikunni. Meðal þess sem var á boðstólum voru innbökuð lambanýru með eplasalati, létt- söltuð lambahjörtu í rjóma- sósu, lambasíða með basilsósu og ávaxtafylltur hunangsgljáð- ur lambabógur. Kvöldið í Perlunni var síðasti áfangastaðurinn í hringferð lands- liðs matreiðslumeistara um landið en tilgangurinn var að kynna bændum hvemig matreiða má úr oft lítið notuðu en afbragðsgóðu íslensku hráefni. Bæði matreiðslu- meistarar úr landsliðinu svo og matreiðslumeistarar á lands- byggðinni hafa með þessu móti lagst á eitt með að aðstoða bænd- ur við að leggja grunn að kröftugu söluátaki. Þarf kröftugt söluátak En Þórarinn Guðlaugsson mat- reiðslumeistari segir að öll vinna þeirra sé einskis virði ef henni sé nú ekki fylgt eftir með söluátaki. „Það er brýnt að kenna fólki að vinna betur úr íslensku hráefni t.d. lambakjöti. Við getum nýtt allt hráefni betur eða haldið áfram að henda fæðunni.“ Þórarinn segir að í sælkeraveislunni á Egilsstöð- um hafí matreiðslumeistaramir sem allt vora konur meðhöndlað lambabóginn þannig að hann varð betri en læri. Þá bendir Þórarinn á að erlendis borði margir ekki svínaskinku af trúarástæðum og hann segir að tilvalið sé að flytja út lambaskinku. Möguleikarnir era óteljandi segir hann, nú er sölu- átak það sem þarf. „Þá eigum við að vinna það besta úr lambinu til útflutnings og selja í gjafaöskjum á sælkeramörkuðum. Framleiðsla okkar er ekki nóg til að hún sé samkeppnisfær á almennum mörkuðum." Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þær Þóra Davíðsdóttir, Linda Wessman, Anna Salka Knútsdóttir og Elín Helgadóttir að undirbúa veisluna á Egilsstöðum en það voru konur sem sáu um undirbúning veislunnar þar. Matreiðslumeistamir hafa lagt mikla vinnu í þær sjö sælkeraveisl- ur sem haldnar vora um land allt og allt var unnið í sjálfboðavinnu. Síðastliðið laugardagskvöld vora það einungis konur sem sáu um 150 manna veislu á Egilsstöðum og þær buðu upp á átta rétta veislu. Við báðum þær að gefa okkur uppskrift af einum þessara rétta. Nýru í súrsætri sósu 8 nýru 1 paprika 2 litlir laukar 'Ablaðlaukur 200 g sveppir 1 lítil dós ananas 2 dl tómatsósa 4 dl vatn soja eftir smekk 4 msk. kryddedik Skerið nýru í strimla og léttsteik- ið á pönnu. Saxið papriku, lauk og blaðlauk og steikið. Skerið niður sveppi og ananas og sjóðið með tómatsósu, vatni, soju og krydded- iki. Smakkið til með sykri og kjöt- krafti. Setjið saman við papriku, lauk, blaðlauk og nýru. Jafnið með maísenamjöli. ■ GuðbjörgR. Guðmundadóttir 134 milljóna króna kortafærsla eftir smáinnkaup HÆTT er við að korthafa einum hefði brugðið ískyggilega í brún ef hann hefði fengið á jólaútskrift sína þá færslu sem af mistökum barst inn á færslukerfi VISA nýlega, en hún nam hvorki meira né minna en 134.509.536 krónum. Almenn námskeið í heimilisbókhaldi hjá íslandsbanka ' ÍSLANDSBANKI hefur hleypt af stokkunum þriggja tíma al- j mennum námskeiðum í heimilisbókhaldi. Námskeiðin verða á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum og er námskeiðsgjald 1.200 kr. Randver Fleckenstein, fræðslustjóri, segir að námskeiðin séu | einkum ætluð yngra fólki með nýstofnað heimili og þeim sem hafi í huga að lækka heimilisútgöldin. Að sögn Einars S. Einarssonar, forstjóra Visa, mun hafa hlaupið ótrúlegur ofvöxtur í upphæðina þeg- ar leiðrétta átti rangan innslátt í nýju sjálfvirku búðarkassakerfi, sem viðkomandi verslun hafði tekið í notkun. Mistökin komu þó strax í ljós daginn eftir svo komið var í veg fyrir taugaáfall viðkomandi kort- hafa. Rafræn viöskiptl Einar segir að notkun rafrænna afgreiðslutækja, svonefndra Posa og rafrænna búðarkassa, hafí vaxið mjög á sl. þremur árum svo nú lætur nærri að um 80% allra búðarvið- skipta séu orðin rafræn. Hefur þessi þróun aukið mjög öryggi og hag- kvæmni fyrir verslunareigendur og greiðslukortafyrirtækin. „Því miður ber stundum við, einkum varðandi sjálvirku búðarkassakerfín, sem eru af þremur gerðum, að eitthvað fer úrskeiðis, en þeir hnökrar eru þá skomir tafarlaust af.“ Einar segir að fyrirtæki geti að sjálfsögðu sent inn færslur án þess að hafa leitað heimildar, en fari „handstraujuð" færsla yfir 10-15 þúsund kr. gerir viðkomandi þjón- ustuaðili það á eigin ábyrgð og áhættu þó auðvitað sé reynd inn- heimta. I rafræna kerfínu eru mörk- in ívið lægri og fara mörkin gjaman eftir eðli viðskipta. Þau era t.d. lægri á öldurhúsum en í skartgripabúðum svo dæmi sé tekið. Að lokum má geta þess að næst- stærsta færsla sem Visa hefur borist nam 1,2 milljónum fyrir nokkru. Sú mun hafa verið raunveraleg, án heimildar, en að fullu greidd. Nýjar sósur og pasta frá Honig FYRIIt skömmu komu í verslan- ir nýjungar frá fyrirtækinu Honig. Hér á landi hefur fengist pasta frá þessu fyrirtæki síðan árið 1948. Um er að ræða sósumar Napolitana og Bolognese. Þá er líka um að ræða þrílita pastaskrúf- ur, Fusilli Tricolore pasta. ■ Randver sagði að forskot hefði verið tekið þann 11. febrúar sl. með sérstöku námskeiði fyrir at- vinnulausa. Almennu námskeiðin tækju við að því loknu og yrðu með svipuðu sniði. Á þeim yrði velt upp spurningum varðandi fjármál heimilisins. „Við glímum t.d. við spumingar eins og hvert fara krónurnar? Er hægt að auka öryggi í fjármálum? Hvaða þjón- ustu býður bankinn til að hjálpa okkur við að ná endum saman? Svo veltum við því fyrir okkur hvað þurfí til að halda heimilisbók- hald. Hvað liggi að baki hugtaka eins og greiðslubyrði og greiðslu- getu? Hvemig skammtíma- og langtímamarkmið fari fram? Hvaða leiðir séu færar í spamaði og gerð fjárhagsáæltana," sagði Randver og tók fram að Neytenda- samtökin hefðu aðstoðað við upp- byggingu námskeiðsins. Skránlng I útlbúum Hann sagði að námskeiðin væra öllum opin og námskeiðsgjaldi yrði stillt í hóf eða 1.200 kr. Innifalin væru námskeiðsgögn og kaffí. | Námskeiðin verða haldin í Reykja- vík og í útibúum sem víðast úti á landi. Skráning fer fram í öllum | útibúum íslandsbanka. ■ Bakstur fyrir alla! Kökablöndumar frá Betty Crocker em nýjung á markabimm. Þœr gera þér kleift aö baka ilmandi kökur og það á mettíma. Nú fást fjórar tegundir aftilbúnu hráefni í pökkum, þú bcetir aðeins vökva og eggi út í blönduna, hrœrir og bakar. Prófaðu Ijúffengu muffins og súkkulaði- kökumar frá Betty Crocker. i \ i í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.