Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 23

Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 23 Hvaða efni eru í þvottaefnunum? ÍSLENSKA vatnið er það gott að við þurfum ekki að nota jafn mik- ið þvottaefni í vélarnar okkar og aðrar þjóðir. Það má því oftast draga nokkuð frá magni þvottaefnis sem gefið er upp á að þurfi í hverja vél á erlendum þvottaefnispökkum. Það fer eftir óhreinindum og vatnsmagni hversu mikið þvotta- efni þarf að nota. í heimilisþvotta- vél sem tekur 3-4 kg er yfirleitt hæfilegt að láta um ‘A til 1 dl af lágfreyð- andi þvottaefni í forþvott og um 1-1‘/2 dl í suðu- þvott. í sjálfvirkar þvotta- vélar má eingöngu nota lágfreyðandi þvottaefni því of mikil froða getur myndast af sápuspæni og skemmt þvottavélina. Not- ið ekki lútarkennd þvotta- efni á ull, silki eða acetat- efni. ? í bæklingi sem Leið- fe beiningastöð heimilanna .' gaf út og heitir „Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott“ er vikið að efnum sem sett eru í þvottaefni og hvaða áhrif þau hafa á þvottaárangurinn. Sápa sem framleidd er úr fitu og lút. Ef sápan er úr dýrafeiti hefur hún mesta hreinsihæfni í mjög heitu vatni en ef hún er úr jurtafeiti er mest hreinsihæfni í ylvolgu vatni. Sápa losar óhrein- indi s.s fitu og olíu úr þvottinum. Syndeter eru gervisápuefni framleidd aðallega úr jarðolíu og losa þau einnig óhreinindi eins og fitu og olíur. Á umbúðum erlendra þvotta- efna er stundum getið um tensider sem er nafn á þvottaefni er lækka yfirborðsspennu vatnsins og á því byggist þvottahæfni þeirra. Fos- föt gera þvottaefnið lútarkennt og auka því hreinsihæfni þess. Ef járn er í vatni koma fosföt í veg fyrir að þvotturinn gulni af því. Silkiköt hlífa málmum þvotta- vélarinnar fyrir skaðlegum áhrif- um hinna ýmsu efna sem eru í þvottaefni. Sódi gerir þvotta- efni lútarkennt og þar með eykst hreinsihæfni þess. Perborat er bleikiefni með mest áhrif við hátt hitastig. Þegar hitastig þvottavatns er minna en 60 gráður hefur perboratið sjaldan áhrif á þvottinn. Perborat bleikir litarbletti t.d. úr ávöxtum og víni. Ljósvirk efni (optie whiténer) eru litarefni sem breyta ósýnileg- um útfjólubláum geislum dags- birtu í hvíta eða bláhvíta geisla svo hvít efni virðast hvítari í dags- birtu. Þvottur í ljósum litum fær stundum annan blæ ef hann er þveginn í þvottaefni með ljósvirk- um efnum. C.M.C (carboxy metylcellu- lose) hjálpar til við að halda óhreinindum á floti í þvottavatninu og kemur í veg fyrir að þau setj- ist aftur í þvottinn. Efnakljúfar (enzymer) vinna á óhreinindum frá eggjahvítuefn- um sem eru t.d. í efnum sem húð- in gefur frá sér í eggja,- mjólkur- og blóðblettum. Þvottaduft með efnakljúfum er ætluð til íbleyting- ar og í forþvott. Efnakljúfar hætta að hafa áhrif þegar hitastig er meira en 70 gráður. Ilmefni eru til að fela lykt af öðrum efnum. Banana á alls ekki að geyma í kæliskápnum FYRIR skömmu sögðum við frá konu sem pakkaði banunum sínum inn í Morgunblaðið og geymdi þannig í ísskáp. Það eru ekki allir sammála konunni. Að sögn starfsfólks sem sér um geyma alla sæta ávexti á borði og ávaxtakaup hjá Hagkaup á að kjörið hitastig er 13-15 gráður. ■ hækkar og lækkar til skiptis TELPUKJÓLL var keyptur á 1.000 krónur á útsölu í versluninni Bangsa-Fix í Bankastræti fyrir ári. Sams konar kjóll kostaði 3.100 krónur á útsölu sömu verslunar fyrir tveimur vikum. Útsöluverð hans hafði sem sagt hækkað um 2.100 krónur á einu ári og var leitað eftir ástæðu þess hjá Margréti E. Guðmundsdóttur eiganda verslunarinnar. Sagði hún að kjólar þessir hefðu verið til sölu í versluninni fyrir jólin 1991 og þá kostað 8.700 krónur. Fyrir jólin 1992 hafi verð þeirra verið lækkað í 6.200 krónur. Hún kvaðst ekki vita nákvæmlega hvers vegna þeir hefðu verið seldir á 1.000 krónur eftir jólin ’92, en líkast til hefðu þeir „óvart farið á slá með öðrum fatnaði, sem seldur var á 1.000 krónur.“ Ástæðu þess að kjólarnir voru seldir á 3.100 krónur á útsölunni í ár sagði hún þá, að gefinn hefði verið 50% afsláttur af lækkuðu verði þeirra, sem var 6.200 krónur. Þó verðlag og álagning sé frjáls og verslunareigendum í sjálfs vald sett á hvaða verði þeir kjósa að selja vöru sína, hljóta verðbreyting- ar á borð við þessar að teljast í hæsta máta skrýtnar. Sérstaklega í ljósi þess að verðlag hefur verið stöðugra nú en áður. ■ BT Notið plastfilmu og sparið þannig orku MEÐ notkun örbylgjuofns er hægt að spara bæði tíma og orku. Sérstaklega á þetta við um minni matarskammta, en temja þarf sér góðar venjur við notkun hans. Notið þar til gerð áhöld í ofn- inn, svo' sem postulíns-, gler-, pappa- eða plastáhöld. Ef notuð eru venjuleg steikarföt tapast bæði tími og orka. Athugið að málmílát má alls ekki nota og að sumar gerðir postulíns hitna í ofn- inum. Sparistellið með gullrönd- inni eyðileggst sé það sett í ofninn.' Notið ekki of Jítil ílát og dreifið matnum jafnt í fatið. Með því móti er hægt að spara orku. Not- ið örbylgjufilmu eða annað þar til gert efni sem lok. Það heldur hit- anum og sparar orku. Sparið vatnið. Því minna vatn sem notað er til suðu, því minni rafmagnsnotkun og oft er hægt að komast hjá notkuns vatns í örbylgjuofni. Sýnið fyrirhyggju og þíðið mat- inn upp í kæliskápnum þó svo að fljótlegt sé að þíða matvörur í örbylgjuofnum. En til þess þarf orku. Notkun örbylgjuofns er mjög mismunandi frá einu heimili til annars. Gera má ráð fyrir að meðalársnotkun sé um 80 kWh á ári. ■ Forsvarsmenn fyrirtækja athugið: STÓRSÝNING í 4 DAGA! í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi, 21.-24. apríl nk. Athygli forsvarsmanna fyrirtækja í landinu er vakin á sýningunni Lífstíl ‘94 sem hefst á sumardaginn fyrsta í Kópavogi. Þar verður sýnt flest það sem lýtur að íþróttum og íþróttaiðkun, tómstundum og tísku, útivist og sportveiðum. **• • Sýningarsvæðið allt er um 1500 fennetrar innanliúss en sýningarkerfið spannar 600 fermetra gólfflöt. • Sýningin verður rækilega auglýst í öllum helstu fjöhruðlum landsins, sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum. • Að Lífstíl ‘94 stendur áhugafólk um íþróttir og heilbrigðar tómstundir og er sýningin m.a. studd af UMFI, íþrótmm fyrir alla, ÍSÍ og Ólympíunefnd íslands. • Vemdari Lífstíls ‘94 er frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. BÓKANIR í SÝNINGARBÁSA Á LÍFSTÍL ‘94 ERU ÞEGAR HAFNAR. PANTANIR ER HÆGT AÐ GERA í SÍMA 91-644013 OG Á FAX MEÐ SAMA NÚMERí ■ ■: 1 -■ :i.............................--.-.■................-- TILB0Ð VIKIIMVAR ITIAVUSIA ttIL,GR®S HSVMVD'bRI ptfcg EÐALHSVa® 1\\ UIAKllU OGGRAFtNN 99? pr. kg emmess IfSSDHRARj 7 SIK. 259,- \mn 365,- HAGKAUP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.