Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 23 Hvaða efni eru í þvottaefnunum? ÍSLENSKA vatnið er það gott að við þurfum ekki að nota jafn mik- ið þvottaefni í vélarnar okkar og aðrar þjóðir. Það má því oftast draga nokkuð frá magni þvottaefnis sem gefið er upp á að þurfi í hverja vél á erlendum þvottaefnispökkum. Það fer eftir óhreinindum og vatnsmagni hversu mikið þvotta- efni þarf að nota. í heimilisþvotta- vél sem tekur 3-4 kg er yfirleitt hæfilegt að láta um ‘A til 1 dl af lágfreyð- andi þvottaefni í forþvott og um 1-1‘/2 dl í suðu- þvott. í sjálfvirkar þvotta- vélar má eingöngu nota lágfreyðandi þvottaefni því of mikil froða getur myndast af sápuspæni og skemmt þvottavélina. Not- ið ekki lútarkennd þvotta- efni á ull, silki eða acetat- efni. ? í bæklingi sem Leið- fe beiningastöð heimilanna .' gaf út og heitir „Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott“ er vikið að efnum sem sett eru í þvottaefni og hvaða áhrif þau hafa á þvottaárangurinn. Sápa sem framleidd er úr fitu og lút. Ef sápan er úr dýrafeiti hefur hún mesta hreinsihæfni í mjög heitu vatni en ef hún er úr jurtafeiti er mest hreinsihæfni í ylvolgu vatni. Sápa losar óhrein- indi s.s fitu og olíu úr þvottinum. Syndeter eru gervisápuefni framleidd aðallega úr jarðolíu og losa þau einnig óhreinindi eins og fitu og olíur. Á umbúðum erlendra þvotta- efna er stundum getið um tensider sem er nafn á þvottaefni er lækka yfirborðsspennu vatnsins og á því byggist þvottahæfni þeirra. Fos- föt gera þvottaefnið lútarkennt og auka því hreinsihæfni þess. Ef járn er í vatni koma fosföt í veg fyrir að þvotturinn gulni af því. Silkiköt hlífa málmum þvotta- vélarinnar fyrir skaðlegum áhrif- um hinna ýmsu efna sem eru í þvottaefni. Sódi gerir þvotta- efni lútarkennt og þar með eykst hreinsihæfni þess. Perborat er bleikiefni með mest áhrif við hátt hitastig. Þegar hitastig þvottavatns er minna en 60 gráður hefur perboratið sjaldan áhrif á þvottinn. Perborat bleikir litarbletti t.d. úr ávöxtum og víni. Ljósvirk efni (optie whiténer) eru litarefni sem breyta ósýnileg- um útfjólubláum geislum dags- birtu í hvíta eða bláhvíta geisla svo hvít efni virðast hvítari í dags- birtu. Þvottur í ljósum litum fær stundum annan blæ ef hann er þveginn í þvottaefni með ljósvirk- um efnum. C.M.C (carboxy metylcellu- lose) hjálpar til við að halda óhreinindum á floti í þvottavatninu og kemur í veg fyrir að þau setj- ist aftur í þvottinn. Efnakljúfar (enzymer) vinna á óhreinindum frá eggjahvítuefn- um sem eru t.d. í efnum sem húð- in gefur frá sér í eggja,- mjólkur- og blóðblettum. Þvottaduft með efnakljúfum er ætluð til íbleyting- ar og í forþvott. Efnakljúfar hætta að hafa áhrif þegar hitastig er meira en 70 gráður. Ilmefni eru til að fela lykt af öðrum efnum. Banana á alls ekki að geyma í kæliskápnum FYRIR skömmu sögðum við frá konu sem pakkaði banunum sínum inn í Morgunblaðið og geymdi þannig í ísskáp. Það eru ekki allir sammála konunni. Að sögn starfsfólks sem sér um geyma alla sæta ávexti á borði og ávaxtakaup hjá Hagkaup á að kjörið hitastig er 13-15 gráður. ■ hækkar og lækkar til skiptis TELPUKJÓLL var keyptur á 1.000 krónur á útsölu í versluninni Bangsa-Fix í Bankastræti fyrir ári. Sams konar kjóll kostaði 3.100 krónur á útsölu sömu verslunar fyrir tveimur vikum. Útsöluverð hans hafði sem sagt hækkað um 2.100 krónur á einu ári og var leitað eftir ástæðu þess hjá Margréti E. Guðmundsdóttur eiganda verslunarinnar. Sagði hún að kjólar þessir hefðu verið til sölu í versluninni fyrir jólin 1991 og þá kostað 8.700 krónur. Fyrir jólin 1992 hafi verð þeirra verið lækkað í 6.200 krónur. Hún kvaðst ekki vita nákvæmlega hvers vegna þeir hefðu verið seldir á 1.000 krónur eftir jólin ’92, en líkast til hefðu þeir „óvart farið á slá með öðrum fatnaði, sem seldur var á 1.000 krónur.“ Ástæðu þess að kjólarnir voru seldir á 3.100 krónur á útsölunni í ár sagði hún þá, að gefinn hefði verið 50% afsláttur af lækkuðu verði þeirra, sem var 6.200 krónur. Þó verðlag og álagning sé frjáls og verslunareigendum í sjálfs vald sett á hvaða verði þeir kjósa að selja vöru sína, hljóta verðbreyting- ar á borð við þessar að teljast í hæsta máta skrýtnar. Sérstaklega í ljósi þess að verðlag hefur verið stöðugra nú en áður. ■ BT Notið plastfilmu og sparið þannig orku MEÐ notkun örbylgjuofns er hægt að spara bæði tíma og orku. Sérstaklega á þetta við um minni matarskammta, en temja þarf sér góðar venjur við notkun hans. Notið þar til gerð áhöld í ofn- inn, svo' sem postulíns-, gler-, pappa- eða plastáhöld. Ef notuð eru venjuleg steikarföt tapast bæði tími og orka. Athugið að málmílát má alls ekki nota og að sumar gerðir postulíns hitna í ofn- inum. Sparistellið með gullrönd- inni eyðileggst sé það sett í ofninn.' Notið ekki of Jítil ílát og dreifið matnum jafnt í fatið. Með því móti er hægt að spara orku. Not- ið örbylgjufilmu eða annað þar til gert efni sem lok. Það heldur hit- anum og sparar orku. Sparið vatnið. Því minna vatn sem notað er til suðu, því minni rafmagnsnotkun og oft er hægt að komast hjá notkuns vatns í örbylgjuofni. Sýnið fyrirhyggju og þíðið mat- inn upp í kæliskápnum þó svo að fljótlegt sé að þíða matvörur í örbylgjuofnum. En til þess þarf orku. Notkun örbylgjuofns er mjög mismunandi frá einu heimili til annars. Gera má ráð fyrir að meðalársnotkun sé um 80 kWh á ári. ■ Forsvarsmenn fyrirtækja athugið: STÓRSÝNING í 4 DAGA! í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi, 21.-24. apríl nk. Athygli forsvarsmanna fyrirtækja í landinu er vakin á sýningunni Lífstíl ‘94 sem hefst á sumardaginn fyrsta í Kópavogi. Þar verður sýnt flest það sem lýtur að íþróttum og íþróttaiðkun, tómstundum og tísku, útivist og sportveiðum. **• • Sýningarsvæðið allt er um 1500 fennetrar innanliúss en sýningarkerfið spannar 600 fermetra gólfflöt. • Sýningin verður rækilega auglýst í öllum helstu fjöhruðlum landsins, sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum. • Að Lífstíl ‘94 stendur áhugafólk um íþróttir og heilbrigðar tómstundir og er sýningin m.a. studd af UMFI, íþrótmm fyrir alla, ÍSÍ og Ólympíunefnd íslands. • Vemdari Lífstíls ‘94 er frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands. BÓKANIR í SÝNINGARBÁSA Á LÍFSTÍL ‘94 ERU ÞEGAR HAFNAR. PANTANIR ER HÆGT AÐ GERA í SÍMA 91-644013 OG Á FAX MEÐ SAMA NÚMERí ■ ■: 1 -■ :i.............................--.-.■................-- TILB0Ð VIKIIMVAR ITIAVUSIA ttIL,GR®S HSVMVD'bRI ptfcg EÐALHSVa® 1\\ UIAKllU OGGRAFtNN 99? pr. kg emmess IfSSDHRARj 7 SIK. 259,- \mn 365,- HAGKAUP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.