Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
Alríkislögreglan FBI fylgdist grannt með Ames-fjölskyldimni í tvö ár
Jafnvel sorp njósnara-
hjónanna var fínkembt
Reuter
Við hús njósnarans
WILLIAM Rhoads, nágranni Ames-hjónanna, svarar hér spurningum
fréttamanna en hann kynntist þeim nokkuð og ber þeim vel söguna.
í baksýn er húsið, sem þau borguðu fyrir 40 milljónir kr. út í hönd.
De Klerk
grýttur
F.W. de
Klerk, for-
seti Suður-
Afríku, var
grýttur í
gær á
kosninga-
fundi. Réð-
ust um 300
liðsmenn
Afríska
þjóðarráðs-
ins að de Klerk á fundi í héraði
norðan Höfðaborgar og hröktu
hann á brott en stærsti steinn-
inn sem fór í forsetann var á
stærð við hænuegg. Hann slas-
aðist þó ekki.
Deilt um
fækkun
kjarnavopna
RÚSSAR og Úkraínumenn
deildu á þriðjudag hart um
fækkun kjamavopna, í fyrsta
sinn frá því að ríkin undirrituðu
samning við Bandaríkjamenn í
janúar um að Úkraínumenn
létu kjarnavopn i landinu af
hendi. Hafa Rússar sakað
Úkraínumenn um að grafa und-
an valdi Rússa yfir vopnunum
með því að láta rússneska her-
foringja sem hafa umsjón með
kjamaflaugum í Úkraínu,
sveija Úkraínu hollustueið.
Óbeinar reyk-
ingar hafa
áhrif á fóstur
Washington. Reuter.
UM tveggja ára skeið byggði
FBI, bandaríska alríkislögregl-
an, upp málið gegn Aldrich
Ames, háttsettum starfsmanni
leyniþjónustunnar CIA og konu
hans, sem ættuð er frá Kólomb-
íu. Símar þeirra voru hleraðir,
skrifstofa hans rannsökuð reglu-
lega og jafnvel sorpið frá heim-
ili þeirra var næstum því skoðað
í smásjá. Kemur þetta fram í
skýrslu, sem lögð hefur verið
fram um njósnir þeirra hjóna
fyrir Sovétríkin og síðar Rúss-
land frá 1985.
í skýrslunni segir, að í október
sl. hafí FBI fundið ritvélar- eða
prentaraborða í sorpinu og með
sérstökum aðferðum mátti lesa af
þeim tvö bréf eða skjöl, sem Ames
hafði skrifað. í öðm fjallar Ames
að sögn um „starfsmenn CIA, um
aðgang að leynilegum upplýsingum,
um leynilegar aðgerðir bandarísku
leyniþjónustunnar" og um væntan-
legan fund með starfsmönnum
rússnesku leyniþjónustunnar í
Caracas í Venesúela. Þangað átti
hann erindi, að því er hann sagði
yfirmönnum sínum hjá CIA, til að
hitta tengdamóður sína en við at-
hugun kom í ljós, að tengdamóðir
hans var þá stödd í Bandaríkjunum.
í hinu bréfinu segir Ames: „Kona
mín veit hvað ég er að gera og sýn-
ir mér skilning og stuðning í því.“
Leið fyrir fjárskort
FBI komst einnig í tölvuna á
heimili Ames-hjónanna og í bréfi,
sem Aldrich Ames skrifaði á hana
8. júní 1992 segir hann meðal ann-
ars: „Það, sem brennur mest á mér
núna, er fjárskortur," en FBI segir,
að þau hjónin hafi fengið um 1,5
milljónir dollara fyrir njósnirnar eða
rúmar 100 milljónir ísl. kr. „Eins
og ég hef áður sagt, geri ég mitt
besta til að fjárfesta fyrir sem mest
af peningunum en held þó nokkru
eftir vegna eðlilegra útgjalda. Núna
stend ég hins vegar frammi fyrir
því að þurfa að losa um fé vegna
þess að mig vantar peninga — held-
ur óskemmtileg staða,“ hélt Ames
áfram í bréfinu.
Á þessum tíma, í júm'1992, var
Ames að vinna fyrir þá deild CIA,
sem fæst við ólöglega eiturlyfjasölu,
en við leit á skrifstofu hans í aðal-
stöðvum CIA í Langley í Virginiu
fundust samt 144 leynileg njósna-
skjöl varðandi Sovétríkin og Rúss-
land.
Mjög viðkunnanlegt fólk
Þeir, sem þekkja Ames-hjónin,
Aldrich Ames og konu hans, Maria
del Rosario Casas Ames, lýsa þeim
sem ákaflega viðkunnanlegu fólki
en þau eiga heima í stórhýsi í Arl-
ington í Virginíu-ríki, handan Po-
tomac-árinnar við Washington, en
S hyerfinu býr mikið af uppgjafa-
embættismönnum og fyrrverandi
yfirmönnum í hernum. Þegar þau
keyptu húsið borguðu þau út í hönd
og í reiðufé, 40 milljónir kr., og
fjölskyldubíllinn var ekki af verri
endanum, hraðskreiður Jagúar.
Eiga þau einn son, Paul, sem er sex
ára gamall.
Einn nágranni þeirra Ames-hjón-
anna og góður kunningi þeirra,
William Rhoads, segir, að þau hafi
augljóslega haft mikið fé á milli
handanna en hann segir, að það
hafí ekki vakið neinar grunsemdir
enda vitað, að Maria var komin af
efnuðu fólki í Bogota í Kólombíu.
Hefði almennt verið talið, að þaðan
væri ríkidæmið komið.
KANADÍSKIR vísindamenn
hafa fundið sönnun þess að
sígarettureykur geti haft áhrif
á fóstur, þrátt fyrir að móðir
þess reyki ekki. Fannst nikótín
í hári nýfæddra bama en mæð-
umar höfðu verið innan um
reykingamenn, á vinnustað eða
heima.
Ferðamenn
særðust í
Egyptalandi
FIMM útlendir ferðamenn og
tveir Egyptar særðust í gær
er sprengja sprakk um borð í
lest sem var á leið frá Kaíró í
Egyptalandi til Aswan í suður-
hluta landsins. Svo virðist sem
hér sé um fjórðu árásina á
ferðamenn að ræða í þessum
mánuði.
Afturhaldsöfl í
Hvíta-Rússlandi
AFTURHALDSSAMIR þing-
menn voru skipaðir í mikilvæg-
ar ráðherrastöður í stjóm
Hvíta-Rússlands á þriðjudag en
breytingamar fylgja í kjölfar
afsagnar fijálslynds leiðtoga
landsins, Stanislavs Sjúske-
vitsjs.
Kerrigan
semur við
Disney
SKAUTAKONAN Nancy Kerr-
igan hefur undirritað samning
við Walt Disney-fyrirtækið um
gerð sjónvarpsmyndar um líf
hennar, sýningu í Disneygörð-
um og útgáfu bamabókar. Ekki
var gefíð upp hversu mikið
Disney greiðir Kerrigan en
tímaritið Newsweek segir hana
fá eina milljón Bandaríkjadala
fyrir vikið, um 73 milljónir
króna.
’-a-i , - & n-a..^. aí u mi. un
Látum ekki storm andstæð-
inganna hrekja okkur af leið
—segir íhaldsþingmaðurinn Julian Brazier um stefnu hinna gömlu, góðu gilda
ÍHALDSFLOKKURINN breski hefur verið mjög í fréttum að
undanförnu vegna kynlífs- og fjármálahneyksla sem stinga í stúf
við hvatningu Johns Majors forsætisráðherra um að horfið verði
á ný til gömlu, góðu gildanna, Back to basics-stefnuna svo-
nefndu. Fyrir skömmu var hér á ferð einn af yngri þingmönnum
flokksins, Julian Brazier, sem nyög hefur beitt sér fyrir stefnu
gömlu gildanna. Brazier, sem er kaþólskur, vill herða refsingar,
efla kristileg gildi og segir að í lagasetningu hafi heilbrigð skyn-
semi oft orðið að lúta í lægra haldi fyrir ýmsum hégiljum vinstri-
sinnaðra fræðimanna. Morgunblaðið ræddi við Brazier um flokk
hans og gömlu gildin.
„Nú skal ég segja þér hvað
hefur verið að gerast, nefna nokk-
ur dæmi um lög sem eru gjörsam-
lega út í hött, ekki í neinum
tengslum við þankagang almenn-
ings“, segir Brazier. „Arið 1977
voru sett lög um að fólk sem skil-
greint var sem heimilislaust skyldi
hafa forgang við úthlutun íbúðar-
húsnæðis til frambúðar, þeir íbúar
viðkomandi sveitarfélaga sem
hefðu beðið árum saman eftir út-
hlutun yrðu að sitja eftir með
sárt ennið. í sumum tilvikum var
um barnshafandi táninga eða
ólöglega innflytjendur að ræða í
fyrmefnda hópnum. Víða um land
var meirihlutanum af umræddu
húsnæði hins opinbera úthlutað
minnihlutahópum af þessu tagi.
Stefna gömlu gildanna merkir
að aftur verði horfíð til heilbrigðr-
ar skynsemi í þessum efnum,
stefnu sem var notuð fyrir 1977
og merkti að fólk sem sýndi
ábyrgðartilfinningu og verið hafði
lengi á biðlista hafði forgang við
úthlutun.
„Heltekin af umbótum"
Við erum orðin svo heltekin af
umbótum og þeim félagslegu nei-
kvæðu þáttum sem vaxi hjá
glæpamönnum við fangelsisvist
o.s. frv. að við höfum misst sjónar
á aðalatriðinu. Það er mjög mikið
um rán og þjófnaði í Bretlandi
núna, ofbeldisglæpir eru hins veg-
ar fremur fátíðir miðað við ýmis
önnur lönd. Það sem skiptir öllu
er að venjulegt fólk vill að þjófam-
ir séu læstir inni svo að þeir geti
ekki stundað þessa iðju, hvort sem
það verður þeim til betrunar, það
er annað mál...
í lokin nefni ég menntastefn-
una, þar viljum við að aftur verði
tekinn upp lágmarksagi og kennd
á ný þau grundvallaratriði sem
þorri Breta vill að séu kennd.“
—En flokkurinn er aðhláturs-
efni vegna þessara hneykslismála.
Hvers vegna er Major ekki sjálfum
sér samkvæmur í stefnunni þegar
kemur að gömlum siðferðisgild-
um, áttu ekki lauslátir ráðherrar
á borð við Tim Yeo og David
Mellor að víkja umsvifalaust?
„Það er rétt og ég er viss um
að þorri flokksmanna vill að þann-
ig sé tekið á málunum, aðhlátur-
inn sem þú nefndir á rætur að
rekja til þessa. En forsætisráð-
herrann hefur nú tekið af skarið
og sagt að komi slík mál upp á
ný verði ráðherra strax að víkja.“
Morgunblaðið/Kristinn
Gegn linkind
JULIAN Brazier, þingmaður breska Ihalds-
flokksins. „Venjulegt fólk vill að þjófarnir
séu læstir inni“.
— Af hverju eru þetta alltaf
íhaldsmenn, er ekki líklegt að
Verkamannaflokkurinn bókstaf-
lega ræni gildastefnunni að
nokkru leyti, almenningur hlýtur
að telja hann trúverðugri eða
hvað?
„Fjölmiðlar eru rétt að byija að
segja frá þessum hlutum, þetta
hefur verið vandi í öllu stjómmála-
lífi landsins lengi, hjá öllum flokk-
um en farið Ieynt. Nýlega var fyrr-
verandi varaleiðtogi Verkamanna-
flokksins uppvís að því að eiga
hjákonu í aðeins mflu fjarlægð frá
heimili sínu í London en fjölmiðlar
telja yfirleitt meira spennandi að
segja frá vandkvæðum stjómar-
flokks en stjómarandstöðu.
Trúverðugleiki
Tony Blair, einn
af skuggaráðherr-
um Verkamanna-
flokksins, mjög
snjall maður, er
þegar byijaður að
„ræna“ eins og þú
nefnir það, þeir eru
byijaðir að boða
sína eigin útgáfu
af gömlu, góðu
gildunum. Fyrir
hálfu öðru ári
heyrði ég hluta úr
ræðu sem Blair
flutti og hann vitn-
aði þar nokkrum
sinnum orðrétt í
bækling sem ég
gaf út nokkrum
vikum fyrr, þetta
kætti mig mjög! En
hann er nú byijað-
ur að draga ákveðna markalínu
til að flokkurinn geti ekki lent í
svipuðum vanda vegna siðferðis-
brests einstakra flokksmanna eins
og íhaldsflokkurinn... Minn
flokkur er nú mun strangari en
aðrir og ég get nefnt þér sem
dæmi að ef ég eignaðist bam utan
hjónabands myndi flokksnefndin
í mínu kjördæmi þegar ákveða
að ég yrði ekki aftur í framboði.
En við eigum ekki að vera ofur-
hræddir við að Verkamannaflokk-
urinn ræni frá okkur, við látum
ekki storm andstæðinganna
hrekja okkur af leið heldur bend-
um ótrauðir á að okkar stefna sé
góð stefna."
Viðtal: Kristján Jónsson.