Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 28

Morgunblaðið - 24.02.1994, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Atvinnumöguleikar á EES-svæðinu DEILUR STJORNARFLOKKANNA UM BREYTIN G ARABU V C Flokkamir þurfa að ræða þau atriði sem út af standa Davíð Oddsson segir samkomulag stj ómarflokkanna ekki brotið DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hafnar því að samkomulag ríkisstjórn- arflokkanna um búvörumál hafi verið brotið með þeim breytingartillögum sem Egill Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar Alþingis, kynnti í gær við búvörulagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hann segir að flestar þær breytingar séu til þess fallnar að skýra málið, en skoða þurfi nánar þá tengingu við GATT-samkomulagið sem er í breytingartillögunum. Þá muni stjórnarflokkarnir ræða nánar það sem út af standi, en Alþýðuflokk- urinn hefur hafnað breytingartillögunum alfarið og segir þær ekki unn- ar á sína ábyrgð. / Ifrétt frá fréttaritara Morgunblaðsins í Kaup- mannahöfn, sem birtist hér í blaðinu í gær er skýrt frá því, að Svíar hafi sett upp skrifstofur, sem leiðbeini þeim landsmönnum, sem hafa hug á að fá vinnu í öðrum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. Hafa verið settar upp sérstakar deildir á vinnumiðlunar- skrifstofum víða um landið til þess að greiða fyrir vinnu í öðrum EES-ríkjum. Samningarnir um Evr- ópska efnahagssvæðið þýða, að aðildarríki samn- ingsins, sem eru sautján talsins, verða eitt atvinnu- svæði. í því felst, að íslend- ingar t.d. eiga að hafa möguleika á atvinnu í hveiju þessara ríkja sem er, til jafns við heimamenn. Ekki þarf að sækja um atvinnu- leyfi í þessum löndum og dvalarleyfis er ekki krafízt fyrr en eftir þijá mánuði. Atvinnuleysi er hins vegar mikið í Evrópulöndunum og þess vegna augljóst, að það er ekki auðvelt fyrir fólk að fá þar vinnu. Þetta framtak Svía ætti að verða okkur til eftir- breytni. Við eigum vel menntað fólk, sem í mörg- um tilvikum hefur aflað sér menntunar í öðrum löndum og stendur í þeim efnum algerlega jafnfætis vel menntuðu fólki í öðrum EES-ríkjum. Þar að auki er tungmálakunnátta almenn hér á íslandi. Enskukunn- átta er mjög almenn svo og þekking á Norðurlandamál- um. Fleiri og fleiri tala þýzku, frönsku, spænsku og ítölsku. Ætla má, að tungu- málakunnátta sé a.m.k. jafn mikil hér og í öðrum EES- ríkjum, ef ekki meiri, þ.e. að hlutfallslega fleiri íslend- ingar tali tungumál annarra þjóða en gengur og gerist hjá stærri þjóðurn, sem þurfa ekki eins mikið á slíkri þekkingu að halda. En góð tungumálakunnátta er ein- mitt lykill að starfi í aðildar- ríkjum EES-samningsins. Með þetta í huga er tíma- bært, að íslenzk stjómvöld taki upp skipulega aðstoð við þá íslendinga, sem vilja leita sér að vinnu í öðrum EES-ríkjum. Þá er ekki fyrst og fremst átt við þá þörf, sem hér er til staðar að finna vinnu fyrir fólk heldur ekki síður hitt, að reynsla af starfi í öðrum löndum á eftir að gagnast þjóðinni vel í framtíðinni. Þeir sem starfa um skeið erlendis flytja heim með sér þekkingu og ný viðhorf, sem geta háft ótrúlega víðtæk áhrif í þeirra starfsum- hverfi. Við getum með þess- um hætti aflað okkur þekk- ingar, sem gerir okkur t.d. kleift að stórauka viðskipta- umsvif okkar á erlendri grund. Dag hvern eru ungir Islendingar, sem starfa hjá íslenzku útflutningsfyrir- tækjunum erlendis í fréttum fjölmiðla hér. Sú starfs- reynsla, sem þetta unga fólk fær er ómetanleg. En jafn- framt er líklegt að hún geti rutt brautina inn á ný svið. Við hljótum á næstu árum að leitast við að ná í okkar hendur þeirri milli- liðastarfsemi, sem nú er í höndum útlendinga í sam- bandi við fiskútflutning okkar. Við þurfum smátt og smátt að tryggja okkur yfir- ráð yfir dreifingakerfi í Evr- ópulöndum. Þar með flytjum við milliliðagróðann heim og treystum almennt stöðu okkar á erlendum mörkuð- um. En til þess að ná árangri á því sviði þarf þekkingu á staðháttum og viðskiptavenjum. Þá þekk- ingu öðlumst við með því, að íslendingar fái tækifæri til að starfa erlendis og kynnast viðskiptaháttum annarra þjóða af eigin raun. Þegar samningurinn um EES var gerður voru menn sammála um, að í honum væru ekki sízt fólgin tæki- færi, sem við yrðum að hag- nýta okkur. Þetta er ein aðferðin til þess: setja upp vinnumiðlun að dæmi Svía til þess að greiða íslending- um leið inn á vinnumarkað- inn í EES-löndunum. Hér þurfa stjórnvöld að koma til sögunnar. Það er ekki eftir neinu að bíða. „Þetta er ekki stjórnarfrumvarp heldur breytingartillaga sem að for- maður landbúnaðarnefndar Aiþingis er að kynna við stjómarfrumvarp sem liggur fyrir nefndinni. Stjórnarfrum- varpið er lagt fram af hálfu rík- isstjórnárinnar allrar, eins og önnur stjómarfrumvörp. Síðan hefur verið unnið að brejdingum. Formaður land- búnaðamefndar hefur lagt fram ýms- ar breytingar en stjórnarflokkarnir hafa ekki samið um þessar breyting- ar. Þær eru unnar af sérfræðinga- nefnd sem hefur haft víðtækt samráð við embættismenn annarra ráðuneyta, þótt þeir hafi ekki leitað samkomulags við þá. Þetta em eðlileg vinnubrögð. Síðan er það önnur saga hvort menn vilja standa að þessum breytingartil- lögum og það þurfa menn að ræða,“ sagði Davíð Oddsson við Morgunblað- ið í gærkvöldi. . Málið hefur skýrst Alþýðuflokkurinn hefur hafnað breytingartillögunum. Davíð sagði um það að þá yrði að kanna hvaða atriði það væm sem stæðu út af. „En það er ekki vafi á því í mínum huga að langflestar af þessum breytingartil- lögum eru til þess fallnar að skýra málið mjög rnikið." Nýju frumvarpsdrögin sem Egill hefur unnið að ásamt lögfræðihgun- um Gunnlaugi Claessen ríkislög- manni og hæstaréttarlögmönnunum Sveini Snorrasyni og Tryggva Gunn- arssyni var kynnt á fundi landbúnað- amefndar kl. 13 í gær en fundi sem halda átti kl. 10 hafði verið frestað. Kl. 15.30 var svo nýr viðaukalisti, sem er til viðbótar þeim lista yfir tollskrámúmer sem fylgdi frumvarp- inu upphaflega, kynntur á öðmm fundi í landbúnaðamefnd. Að því loknu var breytingartillagan kynnt á þingflokksfundum allra þingflokka. Meinað að sitja fund Egill sagði í samtalið við Morgun- blaðið að fulltrúar utanríkisráðu- neytisins hefðu neitað að mæta á fund nefndarmanna með lögfræðing- unum þremur á þriðjudag og aftur í gaermorgun. Jóhannes Geir Sigur- Þegar Davíð var spurður hvort Sjálf- stæðisflokkurinn vilji standa að breyt- ingartillögunum, sagði hann að ekki hefði verið tekin endanleg afstaða til þeirra á þingflokksfundi í gær enda tillögumar enn til umræðu í landbúnað- amefnd. „Flokkurinn, rétt eins og hin- ir þingflokkamir, hefur tíma þar til að þeirri afgreiðslu kemur, til að móta endanlega afstöðu sína,“ sagði Davíð. —Nú hefur Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra sagt að hann geti ekki samþykkt allar breytingartillögurnar þótt sumar þeirra séu til bóta. „Fjármálaráðherrann kýs, eftir því sem ég best veit, að gerð verði breyt- ing við eitt atriði, en ég er einnig viss um að fjármálaráðherrann beygir sig fyrir niðurstöðu þingflokks Sjálfstæð- isfiokksins. Hins vegar hef ég einnig sagt að það atriði sem hann gerir athugasemd við sé atriði sem ég vil endilega skoða nánar. Það er tenging- in núna við GATT sem var áður 50% verðjöfnunarálag," sagði Davíð. I sjónavarpsviðtali í gærkvöldi sagði hann það rétt hjá Alþýðuflokknum að nefnd fimm ráðuneyta eigi að endur- skoða í heild ákvæði innflutningslög- gjafarinnar eftir að GATT-samkomu- lagið tekur gildi og þar með innflutn- ing landbúnaðarvara. geirsson, þingmaður Framsóknar- flokks, spurði að því við upphaf þing- fundar á Alþingi í gær hvers vegna sérfræðingum utanríkisráðuneytis- ins hefði verið meinað að sitja fund með landbúnaðamefnd og lögfræð- ingunum þremur. Jón Baldvin svar- aði og sagði að lögfræðingamir sem sömdu breytingartillögurnar væru að semja þær breytingar að forsögn formanns landbúnaðamefndar. Sér skildist að þeir væm verktakar í þjónustu formanns landbúnaðar- nefndar. Því hefðu sérfræðingar ut- anríkisráðuneytis tæpast átt erindi á fund með lögfræðingunum þar sem aðeins hafi verið óskað eftir því að þeir fjölluðu um tæknileg atriði. Stefnt að afgreiðslu á þriðjudag Egill sagðist ætla að gefa nefndar- mönnum í landbúnaðarnefnd þann tíma til að fara yfír tillögurnar sem Ekki hótun Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins fullyrðir að breyting- artillögurnar sem Egill Jónsson hefur lagt fram standist ekki milliríkjasamn- inga og séu ekki í samræmi við sam- komulag ríkisstjórnarflokkanna um landbúnaðarmálin frá í desember en sagði í útvarpsviðtali í gærkvöldi að ekkert tilefni væri til að orða stjórnar- slit út af þessu máli ef staðið yrði við þetta samkomulag, og hann tryði því ekki að samstarfsflokkurinn myndi ekki gera það þegar á reyndi. Um þetta sagði Davíð, að hann túlkaði ekki þessi ummæli sem hótun. „Ég tel að menn hafi staðið við sín orð í þessum efnum. Formaður Alþýðu- flokksins gerir ágreining við Gunnlaug Claessen ríkislögmann, Tryggva Gunnarsson hæstaréttarlögmann og Svein Snorrason hæstaréttarlögmann hvað sé lögfræði í málinu og ég býst við að hann hafi gríðarlega góða lög- fræðinga sér við hlið fyrst hann telur sig geta fullyrt að þetta sé ekki rétt lögfræði hjá þessum þremenningum því þetta eru færustu menn á sínu sviði í þessu Iandi að mínu mati.“ Alþýðuflokkurinn hefur beint því til Sjálfstæðisflokksins að fulltrúar. allra sjónarmiða setjist að borði til að ganga frá frumvarpinu í samræmi við milliríkjasamninga og samkomulag flokkanna. „Við munum ræða saman eins og við erum vanir að gera. Ég held að þetta sé spilað allt of mikið upp, og það er mikill galli fyrir stjórn- arsamstarfið að smámál eins og þetta sé spilað svona mikið upp,“ sagði Davíð Oddsson. þeir þyrftu en hann stefndi að því að ná samkomulagi um að afgreiða málið eftir helgina, helst á þriðjudag- inn. Egill segir að ekki sé um neinar efnislegar breytingar að ræða frá þeim breytingartillögum sem lágu fyrir i seinustu viku og hann kveðst í engu hafa bakkað frá þeim mark- miðum sem hann hafi unnið að. „Að því er þessi mál varðar eru lögin nú algerlega skýr hveijum þeim sem kann að lesa. Nú hafa menn engin tækifæri á að skýla sér á bak við óljóst orðalag, samkomulag eða yfír- lýsingar og landbúnaðarráðherra hefur skýrar reglur út frá að ganga. Þess vegna er hægt að taka upp trúverðuga umræðu um þær breyt- ingar sem verða í íslenskum landbún- aði á þeim breyttu tímum sem fram- undan eru,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann teldi líkur á að Alþýðuflokkurinn gæti fallist á tillögur hans sagði hann að hans vettvangur væri í landbúnaðarnefnd. Málið væri þar á hans forræði og því bæri hann ábyrgð á þeim texta sem kæmi frá nefndinni „Þar með er ég búinn að koma því á framfæri sem ég stefndi að í þessu máli. Það er svo annað hvað landbúnaðamefnd sýnist og svo aftur hvað þinginu Egill Jónsson formaður landbúnaðamefndar um breyting Engiirn misskilningui mín og Davíðs í þess EGILL Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar, lagði fram breytingar- tillögur við búvörufrumvarpið á fundi landbúnaðarnefndar í gær. Þing- flokkur Alþýðuflokksins hafnar breytingunum og segja tillögurnar brot á samkomulagi stjórnarflokkanna. Egill sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér hefði ekki verið gerð nein sérstök grein fyrir því sam- komulagi sem Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafi gert sl. sunnudag. Hann teldi að ekki væri um neinn misskilning að ræða milli sín og Davíðs í þessu máli, og sjálfur hefði hann ekki brotið neitt samkomulag sem gert hefði verið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.