Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
Hafnarfjörður áfram
í fararbroddi!
eftir Árna
Hjörleifsson
Við Hafnfirðingar erum stoltir
af því að vera Hafnfirðingar, og það
eru margar ástæður fyrir því að við
erum það. Við búum í bæ sem hef-
ur langa sögu, og bæjarstæðið í
hrauninu með fagurt útsýni út yfir
fjörðinn, ásamt stórfenglegri fjalla-
sýn allt um kring. Þessi umgjörð
gefur okkur kraft og þor til að gera
þessa mynd enn glæsilegri, með því
að byggja upp og hlúa að því mann-
lífi sem í bænum er. Þegar við al-
þýðuflokksmenn tókum við stjómun
bæjarins fyrir tæpum 8 árum, hafði
Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd
um nokkurt skeið og doðinn og
máttleysið var orðið algjört, það var
sama hvar litið var. Fjölbýlishúsa-
lóðir vantaði, og ungt fólk flutti
burtu úr bænum, vegna íbúðas-
korts, skólar voru ofsetnir, viðhald
og tækjabúnaður í lágmarki, dag-
vistarstofnanir vantaði og þannig
mætti lengi telja. Verkefnin voru
næg, það þurfti bara þrek og þor
til að hefjast handa. Þetta þrek
hafa alþýðuflokksmenn í Hafnar-
firði, og þorið hefur ekki vantað,
verkin hafa verið látin tala. Byggt
var yfír fiskmarkað, þann fyrsta á
landinu, gerð smábátahöfn og nýir
viðlegukantar og aðstaða gerð. Nýir
skólar eða viðbyggingar hafa verið
teknar í notkun á hveiju hausti síð-
astliðin 8 ár. Fé til viðhalds og
tækjakaupa hefur verið aukið til
muna. Nemenda- og kennaraað-
staða gerð, náms- og tölvuveri kom-
ið fyrir og þannig mætti lengi telja,
og er ólíku saman að jafna skólunum
nú eða þegar sjálfstæðismenn réðu,
en þá vora varla til ritvélar hvað
þá annað, og skólabyggingar Iágu
undir skemmdum vegna viðhalds-
leysis. Tekin var í notkun ný æsku-
lýðsmiðstöð (Vitinn) og nýr tónlsit-
arskóli er í byggingu. Heilsugæsla
og íbúðir fyrir aldraða við Sólvang
og Hjallabraut. Fjölmargar félags-
legar íbúðir hafa verið byggðar.
DUXINN...
námstækninámskeið
,.og námið verður leikur einnl
Bók og snældur. Verð kr. 2.900,-
HRAÐLESTRASKÓLINN,
sími 642100.
KRIPAIUJOGA
Jóga fyrir eldri borgara. Góðar teygjur,
öndunaræfingar og slökun. Kennt á
mánud. og fimmtud. kl. 10.30-11.30.
Uppl. gefur Hulda G. Sigurðardóttir
Isíma 67561 Oeftirkl. 19.
Jógastötin Heimsljós
Skeifunni 19.
^Dale .
(Jarneeie
námskeiðið
Kynningarfundur
★ Meira hugrekki.
★ Stærri vinahópur.
★ Minni áhyggjur.
★ Meiri lífskrani
PERSÓNULEGUR
ÞROSKI
STJORNUNARSKOLINN
Sími 812411
Ný námskeið eru að hefjast
Nýjar dagvistarstofnanir hafa risið
víða í bænum og nú í mars þegar
nýr leikskóli verður tekinn í notkun
á Hvaleyrarholti verður séð fyrir
þörfmni niður í tveggja ára aldur.
Suðurbæjarlaugin var byggð og
komið í notkun, nýju strætisvagna-
kerfi var komið á, öskuhaugarnir
voru aflagðir, og í framhaldi af því
var gerð aðstaða til útivistar við
Hvaleyrarvatn, en áður en haugarn-
ir vora aflagðir var rusi fjúkandi
um alit svæðið, en þar hefur nú
verið gerð aðstaða fyrir áhugamenn
um flugmódel. Samstarfssamningar
hafa verið gerðar við íþróttafélögin
um uppbyggingu og hafa þeir verið
notaðir sem fyrirmynd í öðrum
sveitarfélögum. í samræmi við
samninga þessa hefur verið farið í
gífurlega uppbyggingu, og má í því
sambandi nefna aðstöðu Hauka á
Ásvöllum, íþróttahús og aðstöðu FH
í Kaplakrika, reiðskemmu Sörla,
golfaðstaða og skáli fyrir Keili, að-
staða fyrir Bjarkimar, og bílaíþrótt-
ir o.m.fl. Fegrun og frágangur í
bæjarlandinu hefur vakið athygli
víða, og má í því sambandi nefna
útivistarsvæðið á Víðistaðtúni, með
tjaldsvæði og fyrsta höggmynda-
garði landsins. Eitt af fyrstu verkum
meirihluta Alþýðuflokksins var að
koma skipulagi á lóðamál í miðbæn-
um, kaupa upp og breyta lóðamörk-
um, en það var forsenda þess að
mögulegt væri að hefjast handa við
uppbyggingu miðbæjarins. Nú eru
framkvæmdir í miðbænum í fulium
gangi og á sumri komahda verður
miðbærinn okkar orðinn hinn glæsi-
legasti í landinu, og mun draga til
sín fólk víða að. Þessi mikla upp-
bygging síðustu 8 ára, ásamt því
að hinum manniegu þáttum er hér
vel sinnt, hefur vakið athygli langt
út fyrir Hafnarfjörð og hingað hefur
fólk fiutt og hér vill það búa. Fólks-
flutningar hingað á síðustu árum
eru langt umfram það sem gerist
annars staðar og árið ’93 fluttu til
að mynda 2 að meðaltali á dag til
bæjarins. Það er öllum ljóst að upp-
byggingin hefur verið mikil og
árangur verkanna blasir ails staðar
við, en þó svo að mikið hafi áunnist
eru næg verkefni framundan, hér
hefur til að mynda verið allt of mik-
ið atvinnuleysi að undanförnu, það
verður því að vera eitt aðal verkefni
næstu bæjarstjórnar að vinna bug
á atvinnuleysinu. Möguleikar Hafn-
Árni Hjörleifsson.
„Þetta þrek hafa al-
þýðuflokksmenn í
Hafnarfirði, og þorið
hefur ekki vantað,
verkin hafa verið látin
tala.“
firðinga eru margir, við eigum nóg
landrými í nálægð við góða höfn í
Straumsvík, að auki eigum við mikia
möguleika í nýtingu jarðhitasvæða
í Krísuvík, eins má nefna þá miklu
auðlind sem við eigum í köldu vatni
og í ferðaþjónustu sjá_ menn fyrir
sér mikla aukningu. Á síðustu 8
árum hefur uppgangur Hafnarfjarð-
ar víða vakið athygli. Það er því
mikil nauðsyn að bæjarbúar rifji upp
ástandið eins og það var, og beri
það saman við stöðuna nú og að
þeim samanburði loknum er ég
sannfærður um að menn muni
treysta Alþýðuflokknum til áfram-
haldandi starfa. Sagt er að menn
skuli dæmdir af verkum sínum, og
vil ég því draga athygli að því að
ég hef verið þátttakandi í þessari
miklu uppbyggingu síðustu 8 ára,
og tel mig hafa unnið af samvisku-
semi og heilindum, fyrst sem for-
maður skólanefndar Hafnarfjarðar
í 4 ár og síðan sem bæjarfulltrúi
og bæjarráðsmaður ásamt því að
sitja í skipulagsnefnd bæjarins. Þó
svo að mikið hafi áunnist, geri ég
mér grein fyrir því að næg verkefni
eru framundan og þar sem ég tek
nú þátt í prófkjöri Álþýðuflokksins,
legg ég það í dóm þinn, kjósandi
góður, hvort þú treystir mér til að
vinna að áframhaldandi uppbygg-
ingu í bænum okkar, ég er tilbúinn
til starfa, og stefni á 2. sætið á
listanum, ég vonast eftir góðum
stuðningi í komandi prófkjöri.
Áfram Hafnarfjörður.
Höfundur er bæjarfulltrúi og
þátttakandi í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.
Alþýðuflokkurinn sýnir
ábyrgð í atvinnumálum
eftir Eyjólf
Sæmundsson
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið í Hafnarfírði leggja nú
í einum kór höfuðáherslu á það í
gagnrýni sinni á Alþýðuflokkinn að
skuldir bæjarins hafi aukist á kjör-
tímabilinu.
Því verður ekki á móti mælt að
skuldirnar hafa aukist á þessu kjör-
tímabili og því síðasta einnig þegar
Alþýðubandalagið átti aðild að
meirihluta bæjarstjórnar. Þetta er
reyndar ekkert sérstakt fyrir Hafn-
arfjörð heldur á við um nær öll sveit-
arfélög landsins, þ. á m. höfuðborg-
ina sem safnað hefur stórum skuld-
um á undanförnum áram undir
stjórn Sjálfstæðisflokksins.
En hveijar era ástæður skulda-
aukningar? Þær eru fyrst og fremst
af tvennum toga:
Fyrst er til að taka þá staðreynd
að þegar Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag tóku við stjórn bæjarmála
1986 þurfti að hefjast handa við
miklar framkvæmdir vegna van-
rækslu fyrri meirihluta þar sem
sjálfstæðismenn voru ráðandi.
Byggja þurfti nýja skóla, nýjar dag-
vistunarstofnanir, aðstöðu fyrir
íþróttafélögin, æskulýðsmiðstöð,
heilsugæslustöð, efla þjónustu við
aldraða, taka ný svæði til skipu-
lags, auka og bæta hafnaraðstöðu,
endurbæta miðbæinn o.s.frv. Þetta
uppbyggingarstarf hefur staðið
sleituiaust í tvö kjörtímabii.
í öðra lagi kemur það til að á
þessu kjörtímabili hefur atvinna
dregist saman í landinu og er Hafn-
arfjörður þar engin undantekning.
Meirihluti Alþýðuflokksins ákvað að
bregðast við þessu m.a. með því að
halda áfram framkvæmdum af full-
um krafti og fjármagna þær með
lánsfé. Auk þessa voru settir fjár-
munir í atvinnuátak og aðrar at-
vinnuskapandi ráðstafanir. Þetta
var gert að yfirveguðu ráði, í þeirri
vissu að erfiðleikamir séu tíma-
bundnir, þó að ijárhagsstaðan ein
sér gæfi e.t.v. tilefni til þess að
hægt yrði á. Markmiðið er að sjálf-
sögðu það að forða sem flestum fjöl-
skyldum frá hörmungum atvinnu-
leysis og örbirgðar.
Ég held að bæjarbúar séu flestir
sammála því að í meginatriðum
hafi verið fylgt réttri stefnu, þó
auðvitað séu skiptar skoðanir um
einstök mál. Þeir sem gagnrýna
þessa stefnu harkalega en skamma
meirihlutann jafnframt fyrir að hafa
ekki gengið enn lengra í þá átt að
skapa atvinnu eru varla samkvæmir
sjálfum sér.
Ég tel að það sé skylda sveitarfé-
laga að leggja sitt af mörkum til
að stuðla að atvinnuuppbyggingu
og sporna gegn atvinnuleysi. Þetta
geta þau gert með því að halda
uppi framkvæmdum á samdráttar-
tímum, með því að skapa sem hag-
stæðust rekstrarskilyrði og með því
að styðja við atvinnustarfsemi, en
þó þannig að ekki raski samkeppnis-
stöðu og dragi úr ábyrgð og sjálfs-
bjargarviðleitni stjórnenda fyrir-
tækjanna. Ef samdráttur er lang-
varandi verður ríkisvaldið hins veg-
ar að axla meirihluta byrðanna,
„Eg tel að það sé skylda
sveitarfélaga að leggja
sitt af mörkum til að
stuðla að atvinnuupp-
byggingu.“
sveitarfélög hafa ekki til þess bol-
magn.
Sú skylda hvílir að sjálfsögðu á
sveitarstjórnarmönnum að fara vel
með þá fjármuni sem þeim er trúað
fyrir og gæta ýtrustu hagsýni í
hvívetna, hvort heldur sem er á tím-
um uppgangs eða erfiðleika. Þá
grandvallarreglu mun Alþýðuflokk-
urinn hafa að leiðarljósi yeiti bæj-
arbúar honum umboð í komandi
Eyjólfur Sæmundsson.
kosningum til þess að fara áfram
með stjórn bæjarins.
Höfundur er varabæjarfulltrúi og
formaður hafnarstjórnar og býður
sig fram til 3. sætis í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.
Ungt fólk og húsnæði
eftir Steinunni
Guðmundsdóttur
í þessari grein langar mig að
fjalla um húsnæðisvanda unga
fólksins, því að mínu mati er félags-
lega íbúðakerfið sprungið. Þar bíður
fólk jafnvel í nokkur ár eftir að fá
úthlutun í stað þess að eiga þess
kost að geta eignast húsnæði á hin-
um almenna markaði af eigin
rammleik. Er ekki eitthvað að? Mér
virðist að þróunin í þessum málum
hafi ekki fallið í réttan farveg.
Ekki alls fyrir löngu sá ég í
fréttatíma sjónvarpsins að auður
þjóðarinnar lægi fyrst og fremst
hjá því fólki sem er komið um og
yfir fimmtugt. Er það ef til vill
svarið við því hversu margt ungt
fólk bíður eftir því að komast í fé-
lagslegar íbúðir? Við unga fólkið
stöndum hins vegar frammi fyrir
því að vilja ekki drukkna í vöxtum
og verðbótum og sjá á eftir af-
rakstri vinnu okkar til sparifjáreig-
enda. Ekki ég að minnsta kosti.
Við viljum líklega flest geta valið
okkur hvar og í hvernig húsnæði
við búum. Ég tel þess vegna mikla
þörf á því að við getum sem flest
aflað okkur húsnæðis á hinum al-
menna markaði, sem svo er kallað-
„Ég tel þess vegna
mikla þörf á því að við
getum sem flest aflað
okkur húsnæðis á hin-
um almenna markaði,
sem svo er kallaður.“-
ur. En til þess að svo geti orðið
þarf að bjóða upp á ódýrar lóðir,
stuðla að hagræðingu við húsbygg-
ingar og bjóða upp á sanngjarna
og eðlilega lánamöguleika svo eitt-
hvað sé nefnt. Annars er það borin
von að ungt fólk almennt geti aflað
sér húsnæðis á hinum almenna
markaði.
Félagslega kerfið á fullan rétt á
sér þó eðlilega megi spyrja hvort
það þurfi að þjóna jafn stórum hópi
og reyndin hefur verið. Fullfrískt
ungt fólk hlýtur að hafa metnað til
þess að koma sér þaki yfir höfuðið
án þess að þurfa að leita til félags-
lega kerfisins. Til þess að svo megi
verða þarf að byggja almenna kerf-
ið upp með þeim hætti að það gagn-
ist ungu fólki. Það er ekki rétt að
syndir feðranna komi niður á ungu
fólki í dag og þeir sem fengu stór-
lega niðurgreidd lán á árum áður
Steinunn Guðmundsdóttir
heimti nú himinháa vexti af þeim
sem eru að stofna fjölskyldur og
koma sér þaki yfir höfuðið.
Höfundur er gjaldkeri. Hún er
þátttakandi í prófkjöri
Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.