Morgunblaðið - 24.02.1994, Page 34

Morgunblaðið - 24.02.1994, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1994 ATVINNUAUa YSINGAR Tollstjórinn í Reykjavík auglýsir Starfsmann vantar nú þegar í afgreiðslustarf á tollstjóraskrifstofunni í Reykjavík. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Frekari upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Umsóknum skal skila á eyðublöðum, sem fást á skrifstofu embættisins, Tryggvagötu 19. Reykjavík, 23. febrúar 1994. Tollstjórinn í Reykjavík. Heilsugæslulæknir Staða læknis við Heilsugæslustöð Vest- mannaeyja er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1994 og skal skila umsóknum á þar til gerðum eyðublöð- um. Staðan veitist frá 15. maí 1994 eða eft- ir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar veita Hjalti Kristjánsson, yfirlæknir, og Eyjólfur Pálsson, framkvæmda- stjóri, í síma 98-11955. Stjórn Heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja. FLUGLEIDIR Æmt Traustur íilrnskur ferÓafélagi ÆL Tölvunarfræðingur - kerfisfræðingur Flugleiðir óska eftir að ráða kerfisfræðing til starfa við hugbúnaðargerð sem fyrst. Þekking og reynsla í NATURAL forritun og ADABAS gagnagrunni æskileg. Skriflegar umsóknir óskast sendar starfs- mannaþjónust'u félagsins, aðalskrifstofu, Reykjavíkurflugvelli, fyrir 4. mars nk. Starf skólaráðgjafa í Norræna húsinu fyrir tímabilið 1.7. 1994 til 31.12. 1995 er laust til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa kandidats- menntun eða sem samsvarar henni. Þá er kunnátta í íslensku og öðrum norrænum tungum áskilin. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu af kennslu, stjórnun og upplýsinga- starfsemi. Hlutverk skólaráðgjafans er m.a. að efla kennslu í norrænum tungum í grunnskólum og framhaldsskólum á íslandi. Starfið felur m.a. í sér tengsl við skóla og aðrar opinber- ar stofnanir á íslandi, undirbúning og fram- kvæmd námskeiða og málþinga, fyrirlestra og frumkvæði að verkefnum sem lúta að . málakennslu. Skólaráðgjafinn fundar a.m.k. fjórum sinnum með verkefnisstjórn, en í henni sitja fulltrúar móðurmálskennara og kennara í norrænum tungum á íslandi, kennarasamtakanna og menntamálaráðuneytisins. Skólaráðgjafinn starfar með forstjóra og stjórn Norræna hússins, bókasafnsvörðum, svo og öðru starfsfólki hússins. Umsókn sendist fyrir 8. mars 1994 til: Per Stevring, Styringsgruppen fornordisk skolesamarbejde, Nordisk Ministerráds Sekretariat, B ox3035, DK-1021 Kpbenhavn K, Danmörku. Bréfasími: 90 45 3393 6344. Nánari upplýsingar veitir Per Stovring í síma 90 45 3396 0381. RADAUGÍ ÝSINGAR Til leigu Tryggvagata 8 Fallegt útsýni yfir höfnina 2. hæð 355 fm. Má skipta í 2-3 einingar. 3. hæð 125 fm óinnréttað rými ásamt skemmtilegu turnherbergi. Leigutími 5-10 ár eða eftir samkomulagi. Sanngjörn leiga. Upplýsingar ísíma 91-20160 milli kl. 13 og 18. Til leigu fvesturbænum Parhús á tveimur hæðum í vesturbænum, ásamt tveimur herbergjum með snyrtingu í kjallara. Bílskúr. Til leigu frá 1. apríl. Upplýsingar í síma 24397. Styrkveiting úr Þróunarsjóði leikskóla Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunar- verkefnum í leikskólum/skóladagheimilum. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, tilraunir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Um styrk geta sótt sveitarstjórnir/leikskólastjór- ar/fóstruhópar og einstakar fóstrur. Sækja má um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru hafin. Umsókn fóstru skal fylgja umsögn viðkomandi rekstraraðila. Styrkumsóknir skulu berast menntamála- ráðuneytinu fyrir 22. mars nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík. Frá Lánasjóði íslenskra námsmanna Námsmenn athugið að eftir 1. mars nk. tek- ur sjóðurinn ekki við nýjurri umsóknum um lán á námsárinu 1993-1994. LÍN. ISAL Mötuneytisbygging Til sölu, niðurrifs og flutnings er timburbygg- ing á verksmiðjusvæði ISAL, áður notuð sem mötuneyti. Húsið ertimburhús byggt í eining- um á stálgrind alls um 1030 fm að grunn- fleti. Hver eining er 12,2 m að lengd og 3,0 m á breidd. Húsið er klætt að utan með krossvið og stál- klæðningu og að innan með filmukrossvið, grind er einangruð með glerull. Á þaki er pappi á sléttri stálklæðningu og krossvið. Undir útveggjum er ca 100 cm hár járnbent- ur steinveggur og veggbútar undir miðju húsinu. Helstu stærðir eru: Matsalurog eldhús 395 fm Hliðarsalir2x110fm 220 fm Forstofurog snyrtingar 140fm Geymslurogopinskýli 275 fm Vegghæð er 270 cm, ris 55 cm, Húsið selst í núverandi ástandi með því sem er innandyra. Innifalið í tilboði skal vera brot og hreinsun á sökklum og að fjarlægja frá- rennslislögn, sem liggur ofan á jarðvegi und- ir húsinu. Grunn skal fylla með grús í sömu hæð og er í kring. Húsið verður að fjarlægja af svæði ISAL og grunnur jafnaður fyrir 31. mars 1994. Allar nánari upplýsingar gefur Sveinbjörn Sigurðsson eftir 28. febrúar nk. í síma 607424. Tilboði ber að skila til innkaupastjóra fyrir 5. mars 1994. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða að hafna öllum. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Útboð 94002 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að byggja lager-, verkstæðis- og skrifstofu- hús við Vesturtanga 8-12 á Siglufirði. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofum Raf- magnsveitna ríkisins, Suðurgötu 4, Siglu- firði, Ægisbraut 3, Blönduósi, og Lauga- vegi 118, Reykjavík, frá og með fimmtudegin- um 24. febrúar 1994 gegn kr. 15.000 skila- tryggingu. Verkinu á að vera að fullu lokið föstudaginn 28. október 1994. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins á Blönduósi fyrir kl. 14.00 mánudaginn 14. mars 1994 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboðin séu í lokuðu umslagi merktu: „RARIK - 94002 Siglufjörður - húsnæði." Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Sli SR-MJÖL HF SR-MJÖL HF. Aðalfundur Aðalfundur SR-mjöls hf. verður haldinn á Hótel íslandi í fundarsal á 2. hæð föstudag- inn 11. mars 1994 kl. 14.00. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Innkaupastjóri. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.