Morgunblaðið - 24.02.1994, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
Steinþór Þórarins
son - Minning
Fæddur 3. nóvember 1951
Dáinn 16. febrúar 1994
Steinþór, tengdasonur okkar, er
látinn langt um aldur fram af völd-
um óvægins sjúkdóms.
Þar er genginn góður drengur.
Steinþór var sonur Þórarins
Loftssonar bókbindara á Akureyri,
sem nú er látinn, og Valnýjar Eyj-
ólfsdóttur. Þau eignuðust tvö börn,
Rögnu og Steinþór.
Steinþór lauk námi í skipasmíði
hjá slippnum á Akureyri 1975, en
starfaði ekki lengi í þeirri grein og
hóf þá störf við húsasmíðar. Árið
1985 réðst hann til starfa hjá Út-
vegsbanka íslands og vann þar og
síðar hjá Isiandsbanka til dauða-
dags. Hann var dagfarsprúður og
lítt gefinn fyrir að trana sér fram.
í gegnum árin var hann afar vel
látinn af samstarfsfólki sínu.
Á yngri árum stundaði hann mik-
ið knattspymu og var um árabil í
keppnisliði Knattspyrnufélags Ak-
ureyrar. Þá fékkst hann við þjálfun
yngri knattspyrnumanna á Ak-
ureyri, Dalvík og í Reykjavík. Einn-
ig starfaði hann í Oddfellow-regl-
unni um árabil.
Steini kom inn í líf fjölskyldu
okkar á sólríku sumri 1973 á Akur-
eyri. Þar hafði Laufey dóttir okkar
kynnst þessum dugnaðarmanni og
harða knattspyrnukappa. Þau
gengu í hjónaband árið 1975.
Þessi ungu hjón voru svo sannar-
lega sólarmegin í lífinu. Hjónaband
þeirra var farsælt og þau eignuðust
þrjú yndisleg börn, Helgu, Atla
Rúnar og Hildi. Steini var bömum
sínum afar nærgætinn og ástríkur
faðir og ræddi jafnan mikið við þau
og hvatti þau til atnafna í íþróttum
og í námi.
Margs er að minnast þegar litið
er yfir tuttugu ára tímabil vináttu
og tengsla, sem aldrei bar skugga
á, minningar tengdar gleðistundum
og daglegu lífí með Steina. Þær
minningar getum við á stundum
yljað okkur við.
í hugum okkar var fjölskyldan,
Laufey, Steini og böm, sem órjúfan-
leg heild fyllt krafti, lífi og gleði sem
geislaði frá þeim.
Nú er heildin rofin við fráfail
Steina. Ógnvænlegur skuggi hefur
legið yfir lífi þeirra undanfarin þrjú
ár. Með baráttuvilja hins tapsára
** keppnismanns barðist Steini við
hinn óvægna sjúkdóm. Bak við hann
stóð fjölskyldan traust og ástrík.
Móður hans, systur og fjölskyldu
vottum við okkar dýpstu samúð.
Mikill harmur er kveðinn að Lauf-
eyju og börnum þeirra, því þeirra
missir er mikill. Megi minningin um
góðan og ástríkan eiginmann og
föður vera þeim huggun harmi
gegn.
Helga og Jóhann.
Hann Steini er dáinn. Þriggja ára
baráttu við ólæknandi sjúkdóm er
lokið og í valnum liggur baráttujaxl
sem átti fáa sína líka. Steini kom
■úin í líf mitt þegar hann kynntist
Laufeyju systur fyrir 21 ári. Ég var
bara sjö ára, en þó farin að gera
mér ákveðnar hugjnyndir um nauð-
syn þess að ná sér í maka og fjölga
mannkyninu. Þó Laufey væri aðeins
18 ára, var hún í mínum augum
orðin vel fullorðin og var ég eigin-
lega mest hissa á að hún skyldi
ekki fyrir lifandis löngu vera búin
að ná sér í mann. Ég var því hæst-
ánægð þegar ég frétti að sumardvöl
hennar á Akureyri hefði borið ávöxt
og að nú ætti hún kærasta sem
spilaði fótbolta. Mér fannst hann
reyndar svolítið gamall, næstum því
22 ára og ég hafði áhyggjur af ald-
ursmunurinn væri fullmikill á þeim.
Þessar vangaveltur náðu þó ekki
lengra en þetta og Steini var fljótur
að kæfa niður allar efasemdir sem
ég hafði um réttmæti þessa ráða-
hags. Hann vann mig yfir á met-
, tíma, enda var hann sérlega barn-
góður. Steini hefur alla tíð reynst
mér einstaklega vel og er hann í
mínum augum óijúfanlegur hluti af
fjölskyldu okkar, enda man ég varla
þá tíð sem hann var ekki hluti af
henni.
Steini var mikill húmoristi og
hafði lag á að sjá broslegu hliðarnar
á hlutunum. Þessi eiginleiki hans
ásamt ólýsanlegum baráttuvilja
komu honum að góðum notum þeg-
ar veikindi hans skutu upp kollinum
fyrir þremur árum. Hann var keppn-
ismaður sem spilaði ætíð til sigurs.
Það gerði hann líka í baráttu sinni
við krabbameinið. Og þrátt fyrir að
hann þyrfti að lokum að lúta í lægra
haldi, stendur hann uppi sem sigur-
vegari, því hann gafst aldrei uppj.
Með honum í baráttunni stóð fjöl-
skyldan hans, Laufey, Helga, Átli
Rúnar og Hildur, foreldar hans
Valný og Þórarinn, sem er nú lát-
inn, Ragna systir hans og fjölskylda
hennar og tengdafólk hans. Öll tók-
um við þátt í þessu með honum og
gáfum honum og hvert öðru styrk.
Veikindi Steina höfðu mikil áhrif
eins og gefur að skilja, bæði á hann
og okkur hin. Þau vöktu okkur til
umhugsunar um hversu mikilvægt
það er að nýta vel þann tíma sem
við ;höfum hér á jörðinni og láta
ekki smáatriðin fara í taugamar á
okkur eða stjóma gerðum okkar.
Steini notaði vel þann tíma sem
hann hafði. Hann naut þess að ferð-
ast um landið og var hann mjög
fróður um land og þjóð. Eins var
hann afskaplega vel að sér í ætt-
fræði og duglegur að rækta fjöl-
skyldu- og vinabönd. Hann reyndi
að vera eins mikið með Laufeyju
og börnunum og hægt var og tilfinn-
ingar hans gagnvart þeim vom
djúpar. Mér er það minnisstætt þeg-
ar ég ræddi síðstliðið sumar við
hann um hjónabandið. Þá sagði
hann mér m.a. að hjónaband byggði
á miklu meira en ást, makinn væri
þinn besti vinur og yrði smám sam-
an hluti af sjálfum þér sem þú vild-
ir ekki né gætir verið án. Þannig
væm tilfmningar hans gagnvart
Laufeyju.
Steini gaf okkur mikið og ég er
þakklát fyrir þann tíma sem við
fengum að hafa hann hjá okkur.
Elsku Laufey, Helga, Atli Rúnar og
Hildur. Sorg ykkar er stór, en þið
eigið hafsjó af góðum minningum
um einstakan mann. Þær munu
vonandi létta ykkur róðurinn. Elsku
Valný, Ragna og fjölskylda, ykkar
missir er mikill og bið ég góðan guð
að gefa ykkur öllum styrk.
Helga Jóhannsdóttir.
Steini mágur, eins og ég kallaði
hann ávallt, lést á Landspítalanum
aðfaranótt miðvikudagsins 16. febr-
úar, eftir erfið veikindi. Þó andlát
hans hafi ekki komið á óvart, er
ávallt erfitt'að horfa á ungan mann
í blóma lífsins rifinn burtu frá íjöl-
skyldu, maka og ungum börnum.
Eftir situr maður og lætur hugann
reika yfir þau rúmlega 20 ár sem
við þekktumst og allar þær ánægju-
stundir sem við áttum saman.
Keppnisferðirnar með KA, æfinga-
ferðin til Englands 1984, gamlárs-
kvöldin og nú síðast veiðiferðirnar,
munu aldrei líða mér úr minni.
Það verður ekki sagt að ég hafí
verið mikill áhugamaður um íþróttir
þegar ég kynntist Steina fyrst. Á
þeim árum spilaði Steini með ÍBA
og fljótlega eftir að fréttir bárust
suður heiðar að Laufey systir hefði
kynnst knattspyrnumanni fór mað-
ur að laumast á völlinn til að fylgj-
ast með pilti. Þó ég hefði ekki mik-
ið vit á knattspymu sá ég þó að
hann lét mikið að sér kveða í vörn-
inni og gaf aldrei tommu eftir. Það
er kannski þessi eiginleiki Steina
sem er mér hvað minnisstæðastur.
Hann var mikill keppnismaður og
það fleytti honum langt í gegnum
erfíð veikindi og meiðsl. Ekki var
nóg með að hann þyrfti að beijast
við banvænan sjúkdóm, heldur
þurfti hann að vinna sig upp úr
mjög alvarlegu slysi, sem hann varð
fyrir 1980. Þá féll hann ofan af
þaki íþróttahallarinnar á Akureyri,
eina 13 metra og fáir héldu að hann
gengi heill aftur. En á stuttum tíma
náði hann undraverðum bata og lék
meira að segja sitt síðasta tímabil
með KA sumarið eftir. Eftir slysið
sagði hann eitt sinn, að sennilega
hefði einhver haldið í sig á leiðinni
niður og honum væri ætlað stærra
hlutverk í lífinu. Það er því kald-
hæðnislegt að hann skuli síðan falla
fyrir banvænum sjúkdómi og það
svona ungur. Það er erfitt að setja
sig í spor þeirra sem ganga í gegn-
um slíka lífsreynslu en oft dáðist
ég að honum þegar orustur höfðu
tapast, þá var ný orusta skipulögð
og haldið út á völlinn aftur. Einmitt
í einni slíkri kom kallið, hann var í
miðjum leik og veit ég að þannig
vildi Steini fara.
í einkalífinu var Steini mjög
gæfusamur maður. Hans mesta
gæfa var þegar hann kvæntist Lauf-
eyju systur minni. Saman áttu þau
þijú mannvænleg börn, Helgu, 15
ára gamla, Atla, 13 ára og Hildi, 7
ára. Laufey studdi Steina í gegnum
veikindi hans með einstakri fórnfýsi
og hvatningu og er erfitt að gera
sér í hugarlund hvernig það er að
standa nú ein eftir og horfa á eftir
elskulegum eiginmanni yfír móðuna
miklu, því ég veit, elsku Laufey
mín, að þið áttuð svo mörgu ólokið.
Elsku Laufey, Helga, Atli og
Hildur. Guð hjálpi ykkur í gegnum
þessa erfíðu tíma. Ég, Didda og
börnin sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Minningin um
góðan dreng verður í huga okkar.
Indriði Jóhannsson.
Látinn er í Reykjavík kær vinur,
Steinþór Þórarinsson, smiður og
bankamaður. Oðru sinni, á tiltölu-
lega skömmum tíma, kveðjum við
hjónin góðan vin og félaga frá barn-
æsku, sem hefur lotið í lægra haldi
langt um aldur fram fyrir vágesti
krabbameins.
Steinþór Þórarinsson fæddist á
Akureyri 3. nóvember 1951 og var
því liðlega 42 ára þegar hann and-
aðist á Landspítalanum hinn 16.
þessa mánaðar. Steinþór var sonur
hjónanna Valnýjar Eyjólfsdóttur,
sem lifír einkason sinn, og Þórarins
Loftssonar bókbindara, sem lést
fyrir liðlega ári. Ættir sínar rakti
Steinþór til Seyðisfjarðar og í Hörg-
árdal. Auk Steinþórs eignuðust þau
hjón eina dóttur, Rögnu, fædda
1950, sem gift er Þorgrími Magnús-
syni, pípulagningameistara á Akur-
eyri. Áuk barna sinna ólu þau Valný
og Þórarinn dóttursoninn, Þórarin
Ámason, að nokkrú leyti upp. Það
var alla tíð augljóst að sérlega kært
var með þeim systkinum og þegar
Þórarinn yngri fæddist varð hann
Steinþóri strax mjög náinn og auga-
steinn ömmu sinnar og afa.
Steini Þórarins, eins og hann var
ávallt kallaður, ólst upp í góðu at-
læti á Hólabrautinni á Akureyri,
sem liggur að íþróttavelli bæjarins.
'Því var það afar eðlilegt að Steini
leitaði ungur á völlinn til íþróttaiðk-
ana, enda bráðger og miklum kost-
um búinn. Hann varð fljótt flestum
jafnöldrum sterkbyggðari og
hraustari. Það var því engin furða
að forystumenn íþróttamála á Ak-
ureyri veittu þessum knáa sveini
fljótt athygli. Það var sama hvort
var í spretthlaupum, langhlaupum,
spjótkasti, handbolta, skíðum eða
fótbolta og fleira mætti telja, alls
staðar var hann í fremstu röð. Það
var ósjaldan kallað í Steina að aflok-
inni fótboltaæfíngu og hann beðinn
að keppa fyrir KA í einhverri grein
fijálsra íþrótta. Og ekki var að sök-
um að spyija, Steini sló öllum við.
Það var hins vegar fótboltinn sem
smám saman tók hug hans allan. Á
þeim árum var ekki algengt að
strákar utan af landi vektu sérstaka
athygli knattspyrnuforystunnar í
landinu og væru valdir í úrvalslið.
Hvort tveggja var að við utanbæjar-
menn tókum á þeim árum ekki þátt
í Islandsmótum yngri flokka auk
þess sem verkefni unglingalandsliða
voru mun umfangsminni en nú er.
Steini Þórarins var þó einn afar
fárra utan sv-homsins sem valinn
var í úrvalslið. Steini Þórarins var
kornungur, eða 17 ára, þegar hann
hóf að leika með 1. deildarliði IBA
í knattspyrnu. Upp frá því lék Steini
samfleytt með ÍBA, meðan það var
og hét og síðar með KA. Sumarið
1980 var síðasta sumarið sem Steini
spilaði með KA, en þá um haustið
varð hann fyrir slysi við vinnu sína,
sem batt enda á farsælan knatt-
- spyrnuferil hans.
Snemma hneigðist Steinþór til
bóklestrar, enda alinn upp í mikilli
návist og natni við bækur, bæði
hvað snerti innihald og útlit. Steini
varð fljótt alæta á bækur og las
jöfnum höndum höfuðskáldin sem
og það sem léttara er talið. Þess
vegna varð Steini fljótt mörgum
jafnöldrum sínum fróðari um land
og þjóð. Ég er ekki viss um að
mörgum hafi verið kunnugt um
hversu margfróður Steini var. Hann
var þeirrar gerðar að hann mikl-
aðist aldrei af eigin verkum eða
þekkingu, var ef til vill á stundum
hógværari en góðu hófí gegndi.
Steinþór Þórarinsson bar ekki til-
finningar sínar á torg. Engu að síð-
ur var hann sérlega hjartahlýr og
tilfinninganæmur. Mörgum sinnum
áttum við löng samtöl um allt milli
himins og jarðar, samtöl sem við
geymdum og geymum um ókomna
tíð hvor fyrir sig. í þeim samtölum
var víða komið við, talað um íþrótt-
ir, stjórnmál, íjölskyldur okkar og
lífíð og tilveruna almennt. Oft á tíð-
um fengum við séð tilveruna í öðru
ljósi eftir þessi samtöl, sem voru
okkur báðum afar mikilvæg.
Eftir að Steinþór lauk námi við
Gagnfræðaskóla Akureyrar vann
hann ýmis störf þar til hann hóf
trésmíðanám. Alls staðar var hann
vel liðinn, hvort heldur af samstarfs-
mönnum eða vinnuveitendum, enda
gegnheill og vandaður maður. Öll
störf vann Steini af mikilli natni og
trúmennsku. Ég held að honum
hafi ætíð verið nokkur eftirsjá í því
að nýta ekki námshæfíleika sína og
góða greind til frekara náms.
Sumarið 1973 kom ung og falleg
stúlka sunnan úr Reykjavík til sum-
ardvalar á Akureyri. Hún heitir
Laufey Jóhannsdóttir, dóttir Helgu
Jónasdóttur kennara og Jóhanns
Indriðasonar verkfræðings, sem er
borinn og barnfæddur Akureyring-
ur. Það er skemmst frá að segja
að Laufey og Steini felldu saman
hugi og gengu í hjónaband 1975.
Með þeim var mikið jafnræði og
kærleikar. Laufey er kennari við
Hlíðaskóla. Þau bjuggu á Akureyri
til 1986 þegar þau fluttu búferlum
til Reykjavíkur þar sem Steini hóf
störf hjá íslandsbanka og starfaði
þar til dauðadags. Þau eiga þijú
yndisleg böm, Helgu, fædda 1978,
Atla Rúnar, fæddan 1980, og Hildi,
fædda 1986.
Enda þótt öllum væri ljóst hvert
stefndi, bjó þó von í bijóstum að
Steini mundi ná bata. Ekki síst var
von og trú Steina mikil. Hann barð-
ist hetjulegri baráttu, dyggilega
studdur af sínum nánustu, sem og
góðum vinum. Þeirri baráttu er lok-
ið. Söknuður ríkir meðal þeirra sem
kynntust Steinþóri Þórarinssyni.
Mestur er missir og söknuður eigin-
konu, barna, móður og systur, sem
sjá á eftir eiginmanni, föður, syni
og bróður í blóma lífsins. Það er
mikil huggun harmi gegn að hafa
átt þess kost að kynnast Steinþóri
Þórarinssyni, sem alla tíð gaf meira
af sér en hann þáði. Eftir lifa minn-
ingar um óvenju vandaðan úrvals-
mann.
Megi góður Guð styrkja alla þá
sem um sárt eiga að binda.
Guðbjörg og Sigbjörn
Gunnarsson.
í dag kveðjum við kæran vin,
Steinþór Þórarinsson, sem kvæntur
var skólasystur okkar Laufeyju Jó-
hannsdóttur.
Við vorum fjórar vinkonur í
menntaskóla sem stofnuðum spila-
klúbb til að stytta okkur stundir í
skólanum. Þetta varð upphaf mikill-
ar vináttu og tengsla okkar á milli.
Fjölskyldur okkar vinkvennanna
tengdust síðar sterkum vináttu-
böndum. Það var okkur mikið gleði-
efni að sjá að vináttan blómstraði
ekki síður á milli mannanna okkar.
Þeir voru gæddir svipaðri kímnigáfu
og Iífsgleði. Gaman var að hittast
og voru margar ferðir farnar í sum-
arbústaði sem og í utanlandsferðir.
Þar naut Steini sín, hann var hrókur
alls fagnaðar í söng og gleði og
skemmtilegum uppátækjum. Hann
var sannur vinur vina sinna og allt-
af reiðubúinn að leggja öðrum lið.
Fyrir þremur árum kom í ljós að
Steini vinur okkar gekk ekki heill
til skógar. Þrátt fyrir það hélt hann
sínu striki. Hann kvartaði aldrei og
sýndi alltaf sama æðruleysið þó að
sjúkdómurinn þrengdi hag hans sí-
fellt meir og herti tökin. Jafnvel í
ferð klúbbsins sl. haust var hánn
eins og endranær sá sem lengst
vakti og mest söng. Þannig viljum
við minnast hans sem hins glaða,
skemmtilega félaga og vinar.
Nokkrum dögum fyrir andlát
Steina kom hópurinn saman og átti
góða stund. Við renndum þá ekki
gnln í að vinur okkar ætti svo
skammt eftir ólifað. Hópurinn á eft-
ir að sakna Steina mikið og hans
skarð verður ekki fyllt.
Elsku Steini. Við þökkum þér all-
ar góðu samverustundirnar og gleð-
ina sem þú veittir okkur. I huga
okkar allra lifír minningin um góðan
dreng.
Elsku Laufey, Helga, Atli, Hild-
ur, Valný og aðrir ættingjar. Guð
gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg
og söknuði.
Guðrún og Guðmundur,
Kristín og Valgeir,
Vigdís og Björn.
Mig langar til að minnast vinar
míns Steinþórs Þórarinssonar sem
lést langt um aldur fram eftir erfið
veikindi.
Steinþór var fæddur og uppalinn
á Akureyri og kynntist ég honum
er ég steig mín fyrstu spor í meist-
araflokki KA í knattspyrnu. Stein-
þór var þar fyrir og var einn af
bestu leikmönnum liðsins. Tók
Steinþór vel á móti nýliðanum og
var gott að vera undir handleiðslu
hans, njóta reynslu hans og þekk-
ingar og kynnast þeim vilja sem
hann bjó yfír. Steinþór bjó yfir feikn-
amiklum keppnisanda og sigurvilja
og fór út í alla leiki með því hugar-
fari að sigra. Segja má að hann
hafi barist við sjúkdóm sinn með
sama hugarfari. Hann hafði ekki
hátt um hlutina heldur tókst á við
þá með sínu lagi. Eftir að við báðir
höfðum stofnað fjölskyldur hófum
við að ferðast saman á sumrin ásamt
nokkrum vinafjölskyldum. Var sá
hópur kallaður Útileguhópurinn og
fórum við um verslunarmannahelg-
ar í tjaldferðalög. Nú er stórt skarð
höggvið í þann hóp. Margs er að
minnast frá þessum ferðum, hvort
sem er grillveisla í Vaglaskógi fyrir
12 árum eða Seljavöllum í ágúst
um síðustu verslunarmannahelgi
þegar við fórum í okkar hefðbundnu
göngutúra, sem gátu orðið ansi
langir og erfiðir, síðan í sund og
loks grillveisla með tilheyrandi.Ekki
var á Steinþóri að sjá að þar færi
í raun fársjúkur maður. Tók hann
þátt í öllu sem fært var af þeim
krafti sem honum einum var gefinn.
Síðastliðið ár störfuðum við saman
að knattspyrnuþjálfun, en Steinþór
hafði mikinn áhuga á þjálfun og
unglingastarfí í íþróttum. Steinþór
hafði mikið að gefa á þessu sviði,
hann hafði mikla reynslu og þekk-
ingu á knattspymuþjálfun og er það
alveg víst að bæði ég og strákarnir
eigum eftir að njóta þeirrar reynslu
og þekkingar Steinþórs um ókomin
ár. Aldrei lét hann sig vanta og er
hann leysti mig af í eitt sinn er mér
minnisstætt að strákamir höfðu á
orði að þeir hefðu sjaldan eða aldrei
fengið jafn góða hvatningarræðu