Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.02.1994, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994 ÓLYMPÍULEIKARNIR í LILLEHAMMER „Óvæntasti sigur minn á löngum ferf i“ sagði Þjóverjinn Markus Wasmeier eftirfrækinn sigur í stórsviginu M ARKUS Wasmeier frá Þýska- landi gerði það sem engan hefði órað fyrir, að sigra í stór- svigi karla á Ólympíuleikunum héríLillehammer í gær og vann þar með önnur gull- verðlaun sína á leikunum. „Gutl- verðlaunin í risasviginu gerðu það að verkum að ég var ekki undir neinum þrýstingi. Ég tók þátt í stórsviginu til að hafa gaman af og það hafði ég svo sannarlega. Ég bjóst aldrei við sigri. Þetta er óvæntasti sigur minn á töngum ferii," sagði Wasmeier eða „Super Wasi“ eins og hann er nú kallaður hér. w asmeier er þrítugur og vann síðast stórmót er hann varð heimsmeistari fyrir níu árum. Hann ^■■■■■1 komst ekki í fyrsta ValurB. ráshóp í stórsviginu, Jónatansson startaði númer 17. skrifar frá Þegar hann kom nið- Lillehammer ur eftir fyrrj ferðina á næst besta tímanum trúði hann ekki eigin augum er hann leit á tíma- töfluna. „Getur þetta verið rétt,“ öskraði hann og kunni sér varla læti. En annar keppandi átti einnig eftir að koma á óvart, Urs Kaelin frá Sviss, sem hafði rásnúmer 20. Hann náði næst besta tímanum á eftir Christian Mayer frá Austurríki. Þeim sem var spáð bestu gengi fyrir keppnina náðu sér ekki á strik. Marc Girardelli frá Lúxemborg keyrði útúr brautinni þegar hann átti eftir fjögur hlið í markið. Hann þarf því enn að bíða eftir Ólympíu- gullinu og fær einn séns í viðbót — í sviginu á sunnudag. Alberto Tomba var með 13. besta tímann eftir fyrri umferð og sagðist ekki hafa verið nógu ákveðinn og helsta von Norða- Annað gull Wasmeiers ÞJÓÐVERJINN Markus Wasmeier fékk önnur gullverðlaun sín í gær er hann sigraði í stórsviginu, en hann sigraði einnig í risasviginu á dögunum. Á innfelldu myndinni fagnar hann ásamt Kaelin frá Sviss, til vmstri, og Mayer frá Austurríki, til hægri, sem varð í þriðja sæti þrátt fyrir besta tímann eftir fyrri ferðina. manna, Ketil Andre Aamodt, var langt frá sínu besta, með aðeins 18. besta tímann. Það var því spenna í síðari umferð og áhorfendur sem voru um 50 þús- und voru vel með á nótunum. Tomba var í vandræðum alla leiðina og kór- ónaði það með því að sleppa hliði rétt fyrir ofan markið. Þegar þrír bestu eftir fyrri umferð áttu eftir að fara var Norðmaðurinn Jan Einar Thorsen í fyrsta sæti og heimamenn kátir. En næstur kom Wasmeier. Hann keyrði hreint frábærlega, var eins og fíðrildi á milli stanganna og viti menn hann náði besta tímanum. „Ég hefði verið mjög ánægður með þriðja sætið og bjóst við að Mayer og Kaelin tækju mig,“ sagði Ólymp- íumeistarinn. Kaelin keyrði vel en var aðeins 0,02 sek. á eftir Wasmei- er. Þá var spennan í hámarki, May- er, sem hafði 0,35 sek. forskot eftir fyrri ferð, fór niður. Fyrsti milli- tíminn lofaði ekki góðu, hann hafði þá strax misst niður forskotið á Wasmeier og náði sér ekki vel upp og varð að sætta sig við 10. besta tímann í síðari umferð og bronsverð- launin. Wasmeier kemur frá smábænum Schliersee sem er í Bæjarlandi. Hann giftur og varð pabbi í fyrsta sinn fyrir sex mánuðum. Fjölskylda hans var öll á staðnum og samfagnaði honum. „Nú verður slegið upp veislu,“ sagði einn félaga hans eftir sigurinn. En.veislan var ekki fyrir- hugð því enginn átti von á gullinu. Ólympíumeistarinn æfði með sænska alpagreinaliðinu fyrir Ólympíuleika og segir hann að það hafi hjálpað sér. Hann er ekki á því að hætta eftir þetta keppnistímabil þó hann sé að komast á fertugsaldurinn. „Wasmeier átti sigurínn fyllilega skilinn. Ég er mjög ánægður með silfurverðlaunin og þau eru kærkom- in fyrir okkur Svisslendinga," sagði hinn smávaxni Kaelin, en Svisslend- ingar hafa ekki verið mikið á verð- launapalli hér. „Ég er ekki vonsvik- inn yfir að hafa misst af gullverð- laununum. Ég var mjög taugaóstyrk- ur fyrir síðari umferðina og þoldi einfaldlega ekki spennuna," sagði Mayer sem er 22 ára. „Góð síðari umferð“ - sagði Kristinn Björnsson-sem hafnaði í 30. sæti ístórsvigi „ÉG er mjög ánægður með seinni umferðina og eins sætið,“ sagði Kristinn Björnsson sem hafnaði í 30. sæti í stórsvigi á Ólympíuleikunum í gær. Þjóðverjinn Markus Wasmeier sigraði og vann þar með önnur gullverðlaun sín á leikunum því hann sigraði einnig i risasvigi. Kristinn var ekki eins ánægður með fyrri umferðina, enda hlekktist honum aðeins á í miðkafla braut- arinnar sem kostaði hann eina til tvær sekúndur. Kristinn sagði að þetta hefði verið mjög erfitt, hann hefði stífnað upp síðari hlutann í báðum umferðum. Hann VgiurB var * 38. sæti eftir Jónatansson fyrri umferð, 5,46 skrifarfrá sekúndum á eftir Lniehammer Christian Mayer frá NISSAIU í stööugri sókn Austurríki sem náði bestum tíma. En Kristinn tók sig á í síðari um- ferðinni. Náði 28. besta tímanum og var þá 3,53 sek. á eftir Ólympíu- meistaranum Wasmeier og hafnaði í 30. sæti af 34 keppendum sem komust í mark, en 61 keppandi hóf keppnina. „Brautirnar voru mjög góðar og það sá ekki á þeim þegar ég fór niður, alveg eins og ég væri í fyrsta ráshópi, engin spor eða neitt. Síð- ari umferðin var góð hjá mér, enda bætti ég mig um tvær sekúndur miðað við besta tímann í fyrri um- ferð. Ég var ákveðinn að gera betur í seinni umferðinni og kannski var ég full djarfur. Seinni brautin var hraðari, en ég held að fyrri brautin hefði átt að henta mér betur því það voru krappari beygjur í henni,“ sagði Kristinn. - Er það eðlilegt að vera 8,70 sekúndum á eftir þessum „stóru“ nöfnum? „Já, ég held að það sé mjög eðli- legt því ég hef ekki æft svo mikið stórsvigið í vetur og aðeins keppt í þremur mótum og æft nokkra daga. Svigið er aðalgreinin hjá mér. Ég er því ánægður og þetta er svipað og ég hafði búist við fyrir- fram.“ Kristinn getur verið ágætlega sáttur við frammistöðuna. Hann tók áhættu, sem gekk ekki alveg upp í fyrri umferðinni, en aftur tókst honum vel upp í síðari umferðinni. Þegar Kristinn fór niður var hann kynntur í hátalarakerfínu og sagt að hann æfði í Noregi og fékk því enn meiri stuðning áhorfenda sem klöppuðu íslendingnum lof í lófa. Það má segja að úrslitin hafi verið mjög óvænt, enda keyrðu stóru nöfnin, Alberto Tomba og Marc Girardelli, báðir útúr. Kjetill Andre Aamodt náði aðeins 18. besta tímanum í fyrri umferð og voru það mikil vonbrigði fyrir Norðmenn sem bundu miklar vonir við hann. Ásta S. Halldórsdóttir keppir í stórsyigi kvenna í dag. ; ■ MET var slegið í Lállehammer á laugardag. Talið er að 150 þúsund manns hafí lagt leið sína á Ólympíuleik- ana og heimsótt þennan 23ja þúsund manna bæ. Mikið líf var í Storgatan, göngugötunni. Fólksfjöldinn fyllti göt- una sem var eins og full síldartunna ■ ALBERT príns af Mónakó tekur þátt í Ólympíuleikunum eins og í Albertville fyrir tveimur árum. Hann tekur þátt í sleðakeppninni, bæði á tveggja manna sleða og eins í bob- sleðakeppnin þar sem fjórir eru um borð. Hann varð í 32. sæti í keppni tveggja manna sleða á laugardaginn, en það er mun betri árangur en hann náði í Albertville en þar varð hann í 43. sæti. ■ BORIS Jeltsín, forseti Rúss- lands, er ekki ánægður með gengi landa sinn á leikunum þrátt fyrir að þeir hafi unnið fímm gullverðlaun. Þetta er haft eftir Vitali Smirnov, formanni rússnesku ólympíunefndar- innar, sem talaði við forsetann. Jelts- ín hefur haft miklar mætur á íshokkí- landsliðinu og ætlaði að koma til Lillchammer til að sjá það leika, en hætfí við vegna anna heimafyrir,1 ÚRSLIT ÓL í Lillehammer 7.5 km skíðaskotfimi kvenna Árangur efstu manna og innan sviga er hvað skot hittu ekki mark. 1. Myriam Bedard (Kanada)...26.08,8 (2) 2. S. Paramygina (H-Rússl.)...26.09,9 (2) 3. V. Tserbe (Úkraína)......26.10,0 (0) 4.1. Sheshikl (Kazakhstan) ....26.13,9 (2) 5. P. Schaaf (Þýskaland).....26.33,6 (2) 6.1. Kokuyeva (H-Rússl.)....26.38,4 (2) 7. Nathalie Santer (Ítalía).26.38,8 (3) 8. S. Memm (Þýskaland)......26.46,5 (3) 9. Eva Hakova (Tékkland)....26.48,2 (1) 10. E.S. Kristiansen (Noregi) ...26.53,5 (0) 10 km skíðaskotfimi karla 1. Sergei Chepikov (Rússl.) ....28.07,0 (0) 2. RiccoGross (Þýskalandi)....28.13,0 (0) 3. Sergei Tarasov (Rússl.)...28.27,4 (1) 4. V. Dratchev (Rússlandi)...28.28,9 (1) 5. L. Gredler (Austurríki)...29.05,4 (2) 6. Frank Luck (Þýskalandi) ....29.09,7 (2) 7. Sven Fischer (Þýskalandi) ..29.16,0 (1) 8. Herve Flandin (Frakkl.)...29.33,8 (1) 9. Janez Ozbolt (Slóveníu)...29.35,8 (0) 10. A. Popov (H-Rússlandi)....29.38,5 (0) Stórsvig karla Fallhæð 467. Hlið voru 65 í fyrri ferð, en 64 í seinni ferð. 1. Markus Wasmeier (Þýskal.).....2.52.46 (1.28,71/1.23,75) 2. Urs Kaelin (Sviss)............2.52,48 (1.28,70/1.23,78) 3. Christian Mayér (Austurríki) ....2.52,58 (1.28,34/1.24;24) 4. Jan EinarThorsen (Noregi).....2.52,71 (1.28,78/1.23,93) 5. Rainer Salzgeber (Austurríki).,.2.52,87 (1.29,51/1.23,36) 6. Norman Bergamelli (Italíu)....2.53,12 (1.29,39/1.23,73) 7. Lasse Kjus (Noregi)...........2.53,23 (1.29,07/1.24,16) 8. Bernhard Gstrein (Austurr.)...2.53,35 (1.29,13/1.24,22) 9. Jeremy Nobis (Bandar.)........2.53,60 (1.29,02/1.24,58) 10. G. Koenigsrainer(ítalíu)......2.53,61 (1.29,16/1.24,45) 11. Guenther Mader (Austurríki) ....2.53,66 (1.29,37/1.24,29) 12. Kjetil Andre Aamodt (Noregi)...2.53,91 (1.30,03/1.23,88) 13. Franck Piccárd (Frakklandi)...2.53,97 (1.29,79/1.24,18) 14. Mitja Kunc (Slóveníu).........2.54,07 (1.28,90/1.25,17) 15. T. Barnerssoi (Þýskalandi)....2.54,49 (1.29,96/1.24,53) 16. Thomas Grandi (Kanada)........2.54,76 (1.29,97/1.24,79) 17. Iati Piccard (Frakklandi).....2.54,85 (1.30,21/1.24,64) 18. Fredrik Nyberg (Svíþjóð)......2.54,94 (1.29,96/1.24,98) 19. Paul Accola (Sviss)...........2.54,96 (1.30,21/1.24,75) 20. Robert Crossan (Kanada).......2.56,10 (1.30,85/1.25,25) 21. Achim Vogt (Liechtenstein)....2.56,38 (1.31,12/1.25,26) 22. Jemej Koblar (Slóveníu).......2.56,67 (1.30,75/1.25,92) 23. Jure Kosir (Slóveníu).........2.57,10 (1.31,30/1.25,80) 24. GregorGrilc (Slóveníu)........2.57,13 (1.31,38/1.25,75) 25. Johan Wallner (Svíþjóð).......2.57,46 (1.31,57/1.25,89) 26. Kiminobu Kimura (Japan).......2.58,50 (1.31,86/1.26,64) 27. Vedran Pavlek (Króatía).......2.58,91 (1.32,13/1.26,78) 28. Javier Ubeira (Spánn).........2.59,35 (1.32,07/1.27,28) 29. Gianfranco Martin (Ítalíu)......2.59,84 (1.32,28/1.27,56) 30. Kristinn Björnsson............3.01,16 (1.33,88/1.27,28) ■61 keppendur hófu keppni, en 34 luku henni. 17 féllu úr í fyrri umferð, en 10 i seinni umferðinni. 1.000 skautahlaup kvenna 1. Bonnie Blair (Bandaríkin)...1.18,74 2. Anke Baier (Þýskalandi)......1.20,12 3. Ye Qiaobo (Kína)............1.20,22 4. Franziska Schenk (Þýskal.)..1.20,25 5. M. Garbrecht (Þýskalandi)....1.20,32 6. Shiho Kusunose (Japan)......1.20,37 7. Emese Hunyady (Austurríki) ....1.20,42 8. Susan Auch (Kanada)..........1.20,72 9. Oksana Ravilova (Rússland)...1.20,82 10. NatalyaPolozkova (Rússl.)....1.20,84 IMorræn tvíkeppni sveita Úrslit eftir stökk af 90 m palli í norrænni tvíkeppni sveita: Stig: 1. Japan.........................733.5 2. Noregur.......................672.0 3. Sviss.........................643.5 4. Eistland......................619.0 5. Austurríki....................609.0 6. Tékkland..................... 603.5 7. Bandaríkin....................602.0 8. Þýskaland.....................595.0 9. Finnland......................592.0 10. Frakkland.....................557.5 11. Italía........................544.5 12. Rússland......................503.0 FELAGSLIF Þjálfararáðstefna Knattspymuþjálfarafélag íslands heldur ráðstefnu um knattspymuþjálfun laugar- daginn 26. febrúar í KA-heimilinu á Akur- eyri. Þátttaka tilkynnist til Bjarna St. Kon- ráðssonar (91-630363 eða 30533) eða Bjarna Jóhannssonar (91-668660 eða 668566).,; innujlliije uileiovítb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.