Morgunblaðið - 24.02.1994, Side 56
m
HEWLETT
PACKARD
HP Á ÍSLANDI HF
Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐID. KRINGLAN I 103 REYKJA VÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FIMMTUDAGUR 24. FEBRUAR 1994
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK.
Innflutningshindranir Frakka
Fundur í sameigin-
legu EES-nefndinni
í Brussel á þriðjudag
FUNDUR vegna innflutningshindrana Frakka á sjávarafurðum
verður haldinn í sameiginlegu EES-nefndinni í Brussel nk. þriðju-
dag. Hannes Hafstein, sendiherra Islands í Belgíu og fulltrúi Is-
lands í sameiginlegu EES-nefndinni, gengur á föstudag á fund
Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins.
Að sögn Gunnars Snorra Gunn-
arssonar, forstöðumanns viðskipta-
skrifstofu utanríkisráðuneytisins,
stóð valið um að halda fund með
varamönnum í sameiginlegu EES-
nefndinni í þessari viku eða bíða
eftir að aðalmenn losnuðu úr aðild-
arviðræðum við þau ríki sem hafa
sótt um inngöngu í Evrópusam-
bandið. Þeim viðræðum verður að
vera lokið fyrir mánaðamót.
Bandamanna aflað
Gunnar Snorri sagði að starfs-
menn utanríkisþjónustunnar hefðu
síðustu daga verið í sambandi við
þau ráðuneyti í Frakklandi sem
málið varðar; utanríkis-, Evrópu-
mála- og forsætisráðuneyti, þing-
menn, hagsmunasamtök, bæjarfé-
lög, sveitarstjórnamenn, héraðs-
stjórnir og fleiri. „Málið snýst um
að til þess að byggja upp þrýsting
og skilning á okkar málstað þá
þurfum við bandamenn. Þá verð-
um við að sækja okkur innanlands
í Frakklandi og hjá öðrum samn-
ingsaðilum; EFTA-ríkjum, Evr-
ópusambandsríkjum og fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins,“ sagði Gunnar Snorri.
Hagnaður
Búnaðar-
banka 47
milljónir
AFKOMA Búnaðarbankans
batnaði mjög á síðasta ári
miðað við árið á undan. Bank-
inn skilaði þá 47 milljóna kr.
hagnaði eftir að dregnar
höfðu verið frá 37 milljónir
í skatta en á árinu 1992 tap-
,>- aði bankinn 31,5 milljón kr.
A síðasta ári voru 1.190 millj-
ónir kr. lagðar á afskriftar-
reikning og er það liðlega 550
milljónum kr. meira en árið
áður þegar 637 milljónir kr.
voru lagðar til hliðar til að
mæta væntanlegum afskriftum
útlána. Afskrifuð voru endan-
lega útlán að Qárhæð 872 millj-
ónir og voru 1.374 milljónir kr.
eftir á afskriftarreikningnum
um áramótin.
Jón Adolf Guðjónsson,
_ bankastjóri Búnaðarbankans,
segir stjórnendur bankans vera
tiltölulega sátta við afkomuna,
miðað við ástandið í þjóðfélag-
inu, þó bankinn þurfi að hafa
meiri hagnað. Hann telur að
afskriftir hafi náð hámarki á
síðasta ári og því sé útlit fyrir
að verulega dragi úr afskriftar-
þörfinni á yfirstandandi ári.
Sjá Viðskipti/Atvinnulíf,
bls. Bl.
Einstök atriði hindrana
Á fundi sameiginlegu EES-
nefndarinnar í Brussel á miðviku-
daginn í síðustu viku var aðallega
fjallað um lágmarksverð á sjáv-
arafurðum auk þess sem borin
voru fram hörð mótmæli við inn-
flutningshindrunum sem frönsk
yfirvöld hafa beitt. Á fundinum á
þriðjudag verður fjallað í einstök-
um atriðum um hvernig landa-
mæra- og heilbrigðiseftirlit er not-
að til að hindra innflutning. Þá
munu samningsaðilar hafa kannað
þau gögn sem lögð voru fram á
síðasta fundi auk þess sem gögn
um það sem síðan hefur gerst
verða lögð fram.
Á fundinum verður einnig fjall-
að-um hártoganir Frakka á toll-
fríðindum en þeir innheimta nú
8% toll af grálúðu. „Núna er þetta
sett upp þannig að tollarnir fást
ekki niðurfelldir nema lögð séu
fram vottorð um að varan sé að
fara í frekari vinnslu sem eru ekk-
ert nema hártoganir. Það er ekki
hægt að setja skilyrði af þessu
tagi,“ sagði Gunnar Snorri.
í sól og blíðu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Menn þurfa ekki að fara til Lillehammer til þess að njóta sólar og góðs skíðafæris. Þessi stúlka sat makindalega
í skíðalyftu í Bláfjöllum í gær. Biðin í lyfturnar er áreiðanlega meiri á ólympíusvæðinu.
Forsætisráðherra um tillögu formanns landbúnaðamefndar við búvörufrumvarpið
Skoða þarf nánar tenging-
una við GATT-samningana
Alþýðuflokkurinn hafnar tillögunum og fjármálaráðherra vill breytingar
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að flestar þær breytingartil-
lögur sem Egill Jónsson, formaður landbúnaðarnefndar, lagði fram
við búvörulagafrumvarpið í gær séu til þess fallnar að skýra málið
og hafnar því að breytingartillögurnar séu brot á desembersamkomu-
lagi ríkisstjórnarflokkanna- um búvörumál. Þó þurfi að skoða nánar
tenginguna við GATT-samningana. Þingflokkur Alþýðuflokksins
hafnar tillögunum og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
sagði eftir þingflokksfund í gær að þær væru brot á samkomulagi
stjórnarflokkanna og vinnubrögðin ekki í samræmi við samkomulag
formanna stjórnarflokkanna síðastliðinn sunnudag. Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra telur að breyta þurfi frumvarpsdrögunum þó
hann segi jafnframt að margt í þeim sé til bóta.
skilning að ræða milli sín og Davíðs
í þessu máli, og sjálfur hefði hann
ekki brotið neitt samkomulag sem
gert hafi verið.
Alþýðuflokkurinn óskar eftir
sérstökum fundi
Jón Baldvin óskaði í gær eftir
því við forystumenn Sjálfstæðis-
flokksins að fulltrúar allra viðkom-
andi ráðuneyta og lögfræðingar
formanns landbúnaðarnefndar færu
sameiginlega yfir málið á ný á sér-
stökum fundi til að reyna að ná
sameiginlegri niðurstöðu og mæltist
jafnframt til þess að fundi landbún-
aðarnefndar sem boðaður hefur
verið í dag verði frestað.
Sjá nánar á miðopnu.
Friðrik sagðist telja að málið
væri ennþá á vinnslustigi og skoða
þurfi betur örfá atriði. „Ég sé ekki
ástæðu til þess á þessari stundu
að blanda GATT-tollum inn í þessa
umræðu enda á sú nefnd sem for-
sætisráðherra skipaði að fjalla um
það mál,“ sagði hann.
Breytingartillögurnar
skýra málið
Davíð Oddsson segir að skoða
þurfi nánar þá tengingu við GATT-
samningana, sem er í breytingartil-
lögum formanns landbúnaðar-
nefndar við búvörulagafrumvarpið.
Davíð sagði við Morgunblaðið,
að stjórnarflokkarnir yrðu að ræða
um það sem bæri á milli þeirra í
búvörulagadeilunni og ná um það
samkomulagi. Hann sagði þó ekki
vafa um það í sínum huga að lang-
flestar af þeim breytingartillögum,
sem Egill Jónsson lagði fram í gær
við búvörulagafrumvarpið, séu til
þess fallnar að skýra málið mjög
mikið.
Egill Jónsson sagði í samtali við
Morgunblaðið að sér hefði ekki ver-
ið gerð nein sérstök grein fyrir því
samkomulagi sem Davíð Oddsson
og Jón Baldvin Hannibalsson hefðu
gert síðastliðinn sunnudag. Hann
teldi að ekki væri um neinn mis-
Ánægður minkur í Má
TOGARINN Már SH 127 frá Ólafsvík er væntanlegur þangað
í dag. Það verða þó ekki eingöngu skipveijar sem stíga þá í
land, heldur líklega einnig óvenjulegur laumufarþegi, minkur.
Einar Guðlaugsson, sem nú ir veiðarfærum og í öllum skot-
leysir skipstjóra Más af, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að skipverjar hefðu orðið
varir við minkinn fjórum dögum
áður. „Hann er eitthvað að þvæl-
ast hérna á dekkinu," sagði Ein-
ar. „Við höfum nú ekki reynt
mikið til að ná honum, enda er
það erfitt, því hann felur sig und-
Einar sagði að minkurinn virt-
ist ánægður með vistina, enda
væri hann fiskæta og fengi því
fylli sína á dekkinu. „Hann gerir
sjálfsagt engum mein en við losum
okkur við hann þegar við komum
í land.“