Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
Forræðisdeila Emu Eyjólfsdóttur og James Brían Graysons
Móðurínni dæmt for-
ræði yfir dóttur sinni
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Ernu Eyjólfsdótt-
ir forræði dóttur hennar og James Brian Grayson en sem
kunnugt er leiddi forræðisdeila þeirra m.a til þess að Gray-
son, Don Feeney og starfsmenn hans reyndu að nema telpuna
og hálfsystur hennar á brott frá landinu.
Foreldrar telpunnar voru giftir
í Bandaríkjunum en Erna fór úr
landi og til íslands í trássi við bann
dómstóls í Flórída sem síðan úr:
skurðaði föðurnum forræðið. í
framhaldi af því var reynt að nema
börnin á brott en eftir þá sátu
Grayson og Feeney um tíma í fang-
elsi hér á landi.
Við dómsmeðferð málsins sem
lauk í gær var m.a. lagðár fram
skýrslur sálfræðinga um heimilis-
hagi og tengsl mæðgnanna.
Faðir telpunnar hafði staðhæft
að móðirin væri vanhæfur uppal-
andi en sálfræðingarnir telja að
meðan móðirin haldi sig frá neyslu
áfengis og lyfja sé hæfni hennar
sem uppalanda óskert en hún
stundi nú líferni sem auki líkurnar
á að henni takist að halda fíkn
sinni í skefjum.
Þá var það mat sálfræðinganna
að athugun á forsjárhæfni hennar
hefði sýnt að hún hefði gott næmi
fyrir tilfinningalegum þörfum
bamsins og hafi hlý og sterk tengsl
við barnið og sé því mikilvæg.
Barnið sé nú í góðu jafnvægi, sé
tilfinningalega vel ræktað, líkam-
legum þörfum þess sé vel sinnt og
það hafí fengið fullnægjandi örvun.
Stúlkan hafí sterk og hlý tilfinn-
ingatengsl við móður sína og upp-
lifi ríka væntumþykju frá henni.
Aðlögun hennar sé góð í skólanámi
sem jafnaldrahópi og væri stöðug-
leiki á því sviði vafalaust æskileg-
ur. Mat sálfræðinganna var að
æskilegt væri að barn sem upplifað
hefði slíkt rót sem telpan fái tæki-
færi til að festa rætur í sínu félags-
lega umhverfi án frekara umróts.
í samræmi við þetta og ákvæði
barnalaga um að við úrlausn for-
sjármála beri að taka mið af því
sem er barninu fyrir bestu var það
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dómsuppkvaðning
ERNA Eyjólfsdóttir og lögmaður hennar, Hróbjartur Jónatansson
hrl., standa upp þegar Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari gengur
í dómsalinn.
niðurstaða Sigríðar Ingvarsdóttur
héraðsdómara að við núverandi
aðstæður væri það baminu fyrir
bestu að móðirin fari með forsjá
þess.
Meðan á forsjárdeilunni hefur
gilt um umgengnisrétt föðurins
úrskurður sýslumanns í Reykjavík
um að hann skuli njóta umgengni
við telpuna 4 klst. tvisvar í viku
þegar hann dvelst hér á landi undir
eftirliti barnaverndamefndar.
Halldór Blöndal samgönguráðherra
VEÐUR
VEÐURHORFUR IDAG, 1. MARZ
YFIRLIT: Yfir landinu austanverðu er 1.024 mb mínnkandi hœð, en á suðvestan-
verðu Grænlandshafi er kyrrstæð 980 mb lægð. Önnur lægð, 990 mb, um 800 km
suðsuðvestur af Reykjanesi, hreyfist norðnorðaustur og síðar norður.
SPÁ: Nokkuð hvöss suðaustanátt, einkum sunnanlands og vestan. Délítil rigning
sunnanlands í fyrramálið og einnig suðaustan- og austanlands siðdegis, en um
landið norðanvert verður þurrt og sumstaðar bjart veður. Hlýnandi veður og á
morgun verður frostlaust á láglendi um landið alft.
STORMVIÐVÖRUN Búist er við stormi á Suðvesturmlðum, Faxaflóamiðum, Vestur-
djúpi og Suðurdjúpi.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðvestanátt, strekkingur allra syðst
á landinu en annars hægari. Éljagangur, einkum sunnanlands og vestan. Frost á
bilinu 2 til 8 stig, kaldast í innsveitum nyrðra.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svar-
sími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Fremur hæg sunnan- og suðaustanátt, snjókoma á Suð-
ur- og Suðausturlandi en annars skýjað en þurrt. Áfram fremur kalt.
Q
Heiðskírt
r r r
r r
r r r
Rigning
Léttskýjað
* / *
* /
r * r
Slydda
*
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
■A
Skýjað
V $
Skúrir Slydduél
Alskýjað
*
V
Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
v Súld
= Þoka
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30 fgær)
Upptýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og á grænni
línu, 99-6315.
Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tima
Akureyri
Beykjavík
hlti veður
-i-2 léttskýjað
1 snjóél
Bergen +2
Helsinki +12
Kaupmannahöfn +1
Narssarssuaq 0
Nuuk 6
Ósló +5
Stokkhólmur +9
Þórshöfn 3
léttskýjað
léttskýjað
skýjað
snjókoma
skýjað
skýjað
skýjað
skýjað
Algarve 14 skýjað
Amsterdam 8 rignlng
Barcelona vantar
Berlín 7 alskýjað
Chicago +2 snjókoma
Feneyjar 10 þokumóða
Frankfurt 10 skýjað
Glasgow 3 rigning
Hamborg 2 rigning
London 10 skýjað
LosAngeles 18 mistur
Lúxemborg 10 skýjað
Madríd 10 skýjað
Malaga 13 skýjað
Mallorca 14 skýjað
Montreal +11 léttskýjað
NewYork +2 léttskýjað
Orlando 22 skýjað
ParÍ6 11 hálfskýjað
Madelra 15 léttskýjað
Róm 14 þokumóða
Vín 8 alskýjað
Washington 2 skýjað
Wlnnipeg +10 skýjað
I DAG kl. 12.00 , 5° ,
Heimlld: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.30 i gær)
100 millj. til land-
kynningar erlendis
HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra hefur hrundið af stað
átaki sem ætlað er að lengja ferðamannatímann hér á landi
í báðar áttir, og verður í því skyni varið 100 miiljónum króna
til landkynningar erlendis sem staðið verður að með öðrum
hætti en áður. Auk samgönguráðuneytisins standa Flugleiðir
og Framleiðnisjóður landbúnaðarins að átakinu. Þá hefur
samgönguráðherra ákveðið að sú deild Ferðamálaráðs sem
snýr að skipulagningu ferðaþjónustu innaniands, afþreyingu
og umhverfisvernd verði sett niður á Akureyri og vinni í
samvinnu við Byggðastofnun þannig að mannafli hennar nýt-
ist I öðrum fjórðungum.
Halldór sagði í ræðu sem hann
flutti við setningu Búnaðarþings að
með þessu nýja fyrirkomulagi hefði
hann trú á að ofangreindir þættir
í starfsemi Ferðamálaráðs myndu
styrkjast og koma ferðaþjónustu í
sveitum sérstaklega til góða með
aðstoð og leiðbeiningum um það
hvernig unnt sé að nýta og draga
fram sérstöðu eða möguleika ein-
stakra byggða eða bæja. Hann
sagði að umhverfisdeild Ferðamála-
ráðs myndi vinna í nánu samráði
við Landgræðsluna, Skógrækt rík-
isins og umhverfisráðuneyti og
jafnframt ráðunaut Búnaðarfélags
íslands í ferðamálum.
Varðandi landkynningarstarf er-
lendis sagði Halldór að til mikils
væri að vinna þar sem ferðaþjónust-
an kæmi næst sjávarútvegi í gjald-
eyrisöflun með um 15 milljarða
króna eða 11% gjaldeyristekna, og
.væri það þumalfingursregla að hver
erlendur ferðamaður gefi jafn mikið
í gjaldeyristekjur og eitt tonn af
þorski.
Bruggiðj-
um lokað
LÖGREGLAN í Reykjavík stöðv-
aði starfsemi tveggja brugggerða
um helgina og fann auk þess landa
í bíl grunaðra sölumanna sem
stöðvaðir voru við umferðareftir-
lit.
í húsi í Mosfellsbæ var lagt hald
á tvö eimingartæki og tvær 200 lítra
tunnur af gambra.
í húsi í Vogahverfi var lagt hald
á eimingartæki og tunnu með
gambra sem nýbúið var að leggja í.
Þá voru ungir menn stöðvaðir á
bíl á Suðurlandsbraut og fannst landi
í bíl þeirra.
Lögreglan hafði um skeið fylgst
með bruggurunum og beið þess að
þeir hæfu starfsemi að nýju en þeir
höfðu áður verið grunaðir um þá iðju
þótt ekki hafi hún sannast á þá fyrr
en um helgina.
Léstí umferðarslysi
BANASLYS varð á Landvegi
tæpa tvo kílómetra frá Suður-
landsvegi, aðfaranótt sunnu-
dags. 35 ára gamall maður beið
bana þegar bíll sem hann ók
lenti út af veginum og valt.
Maðurinn, sem var einn á ferð,
kastaðist út úr bílnum og var lát-
inn er að var komið.
Hann hét Guðmundur Björgvin
Kristinsson, 35 ára gamall, fædd-
ur 5. september 1958. Hann var
búsettur á Hellu, hagfræðingur
og stærðfræðingur að mennt og
starfaði sem verkefnisstjóri fyrir
atvinnuátak í vesturhluta Rangár-
vallasýslu. Hann lætur eftir sig
sambýliskonu og son af fyrra
hjónabandi.
Guðmundur Björgvin Kristinsson.