Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
13
Deilur um meðferð
búvöruinnflutnings
eftirJón Sigurðsson
Þessar síðustu vikur og mánuði
horfir þjóðin öldungis forviða á
þróun mála um innflutning búvara
og gjaldtöku af slíkum innflutn-
ingi. Ýmsir þingmenn og ráðherr-
ar virðist hafa það langtímum
saman að aðalstarfi að þrefa sín
í milli um þetta endemis ómál,
milli þess sem þeir gefa um það
yfirlýsingar í ijölmiðlum. Sá
fréttaflutningur er þó ekki skýrari
en svo, að maður með venjulega
lestrargetu, sjón, heym og skiln-
ing, nær ekki upp í þessa deilu.
Að vísu hefur komist til skila
yfirlýsing formanns landbúnaðar-
nefndar Alþingis, efnislega á þann
veg, að 50 þingmenn vilji, að land-
búnaðarráðherra verði einvaldur
um hvort og þá hveijar land-
búnaðarvömr og ígildi þeirra megi
flytja til landsins og hvaða gjöld
skuli lögð á slíka vöm, sé innflutn-
„Stéttarsamband
bænda hefur sinn eigin
ráðherra, sem síðastur
manna ætti að hafa
endanlegt úrskurðar-
vald um hagsmuna-
árekstra bænda við
umhverfi sitt af sömu
ástæðum og í tilbún-
ingnum hér að fram-
an.“
ingur hennar leyfður.
Nú er það ljóst, að hér er fjall-
að um hagsmuni, sem rekast á —
annars vegar bænda, en hins veg-
ar neytenda. Yfir þeim hagsmuna-
árekstri svífa almennir hagsmunir
hagkerfísins í úrvinnslugreinum
landbúnaðarins.
Væri hér á landi sérstakur ráð-
herra Vinnuveitendasambands ís-
lands, mundi engum heilvita
manni koma til hugar að fá honum
einveldi til úrskurðar um hags-
munaárekstra Vinnuveitendasam-
bandsins við Alþýðusamband ís-
lands eða tollvernd fyrir aðila að
Vinnuveitendasambandinu. Hann
væri sjálfkrafa til þess vanhæfur.
Stéttarsamband bænda hefur
sinn eigin ráðherra, sem síðastur
manna ætti að hafa endanlegt
úrskurðarvald um hagsmunaá-
rekstra bænda við umhverfí sitt
af sömu ástæðum og í tilbúningn-
um hér að framan. Viðskiptaráð-
herra og utanríkisviðskiptaráð-
herra, hveijir sem þeir eru, eiga
að fara með viðskiptalegar og við-
skiptapólitískar hliðar málsins og
fjármálaráðherra með álagningu
gjalda, en ríkisstjórnin í heild þarf
á hveijum tíma að ráða til lykta
Jón Sigurðsson
stefnunni, sem þessir ráðherrar
framkvæma.
Ef 50 þingmenn vilja skipa
málum þessum öðru vísi, eru sjálf-
sagðir hlutir og heilbrigð skyn-
semi búin að fá undarlegan sess
á Alþingi.
Höfundur er lögfræðingur.
■ Á LISTAHÁTÍÐ Alþýðu-
bandalagsins í Hafnarfírði, 25.
febrúar, var samþykktur fram-
boðslisti flokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningamar í vor. List-
ann skipa eftirtalin: Magnús Jón
Árnason, bæjarfulltrúi, Lúðvík
Geirsson, blaðamaður, Guðrún
Árnadóttir, leikskólastjóri, Gunn-
ar Baldursson, kennari, Hörður
Þorsteinsson, viðskiptafræðing-
ur, Ingibjörg Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri, Símon Jón Jó-
hannsson, framhaldsskólakenn-
ari, Lára Sveinsdóttir, skrifstofu-
maður, Sigurbjörg Sveinsdóttir,
baðvörður, Sólveig Brynja Grét-
arsdóttir, bankamaður, Kristján
Hjálmarsson, nemi, Ingibjörg
Björnsdóttir, nemi, Sveinþór
Þórarinsson, afgreiðslumaður,
ína Illugadóttir, húsmóðir, Ingr-
ún Ingólfsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur, Páll Árnason, verksmiðju-
stjóri, Erling Ólafsson, náttúru-
fræðingur, Bergþór Halldórsson,
verkfræðingur, Sigrún Guðjóns-
dóttir, listamaður, Sigurður T.
Sigurðsson, formaður Vkmf. Hlíf-
ar, Þorbjörg Samúelsdóttir,
verkakona og Hulda Runólfsdótt-
ir, fyrrverandi kennari.
Metsölub/ad á hverjum degi!
Fjölhæfni þessa vinnuþjarks
birtist í mörgum myndum
Vinnubílarnir frá Volkswagen hafa lyrir löngu skapaS sér afdráttarlausa
sérstöSu hér á landi fyrir styrk, dugnaS og fjölhæfni. Atvinnubílstjórar hafa
úr ýmsum góSum kostum aS velja, því Volkswagen Transporter getur tekiS á
sig ýmsar myndir - allt eftir þörfum hvers og eins. Velja má á milli bensín-
Volkswagen Transporter
- bíll sem vinnur fyrir sérl
og dísilhreyfla, burSargeta er á bilinu 1-1,2 tonn og farþegafjöldi getur
veriS allt aS 10 manns. Bílarnir eru búnir aflstýri og eru meS framhjóladrifi
eSa aldrifi. Vinnubílarnir frá Volkswagen eru undanþegnir virSisaukaskatti
Volkswagen
Oruggur á alla vegu!
0 (Tpi
HEKLA V V y
inflvfini 170-174
Laugavegi 170-174
Sími 69 55 00
10
1914-1994