Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 14

Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 Byrgjum brunnínn EINKAVÆÐING ÁTVR eftir Björn Jónsson Einkavæðing ÁTVR er ofarlega á baugi í umræðunni um þessar mund- ir. Margir telja að þar sé um hið mesta þjóðþrifamál að ræða, jafnvel að þá muni mikill hluti áfengisvand- ans hér á íslandi leysast fyrir fullt og allt. Þeirri skoðun andmælum við templarar harðlega. Við höldum því hiklaust fram, að með einkavæðingu áfengissölu sé stigið stórt skref í ógæfuátt og það svo að þá væri kallað yfir þjóðina þyngra böl en hún gæti risið undir. Og það skal tekið fram að slík staðhæfíng er ekkert óráðshjal, mengað af ofstæki og ábyrgðarleysi, eins og margir vilja sjálfsagt halda fram. Hér er byggt á vísindalegum rannsóknum, sem færa sönnur á eftirfarandi atriði svo eigi verður um villst. 1. Ríkiseinkasala áfengis dregur úr neyslu þess. Einkahagsmunir í sambandi við dreifíngu áfengis valda því hins vegar, að meira er gert til að hvetja til drykkju en ella væri. Hvort tveggja stafar af því að opin- berir aðiljar verða að greiða það tjón, sem áfengisneyslan veldur. Þar hafa einkaaðiljar engar skyldur, þó að slíkar skyldur ættu að vera sjálfsagð- ar, ef um einkavæðingu væri að ræða. 2. Fjöldi dreifíngarstaða hefur áhrif á neysluna. Það liggur svo í augum uppi að rökstuðnings þar að lútandi er naumast þörf, að því auð- veldara sem er að ná í áfengið, þeim mun meiri og almennari verður neyslan. 3. Verðlagning hefur áhrif á neysl- una. Vart getur sæmilega heil- skyggnum og sannsýnum mönnum blandast hugur um, að menn væru ekki ginnkeyptir fyrir að flytja inn og selja áfengi, ef þeir ættu þar ekki verulega gróðavon. í því sam- bandi má minna á eina af samþykkt- um síðasta Stórstúkuþings þar sem þingið „varar alvarlega við öllum hugmyndum um að tengja gróða og gróðavon f sambandi við sölu og dreifingu áfengis og tóbaks einka- hagsmunum". Lögaldur til áfengiskaupa Óspart er slegið á strengi frelsis til þessa og frelsis til hins. Við eigum að hafa sem allra mest athafna- frelsi, segja menn. Það eru sjálfsögð mannréttindi. Nú heyrast þær raddir hér á okkar landi, að lækka beri lög- aldur til áfengiskaupa, en hann er nú 20 ár. Þannig er talað með skír- skotun til frelsis og mannréttinda. í Bandaríkjunum hefír verið gerð ýtar- leg rannsókn á þeim áhrifum sem hækkaður og lækkaður lögaldur hef- ir á áfengisneysluna. Upp úr 1970 var þeirri skoðun mjög haldið á loft vestur þar, að lækkun lögaldurs hefði sennilega lítil áhrif, þar eð 18 og 19 ára unglingar væru hvort sem er famir að drekka. Allmörg ríki (29) færðu aldursmörkin úr 21 ári allt niður í 18 ár sums staðar. Afleiðing- ar létu ekki á, sér standa. Slysum á ungu fólki fjölgaði uggvænlega, til dæmis um 50% milli ára í Michigan og meira en 100% í Massachusetts. í sambandi við þessar válegu stað- reyndir er sérstaklega athyglisvert, að banaslysum og öðrum alvarlegum slysum í umferðinni fjölgaði ekki aðeins á 19-20 ára fólki, heldur einn- ig á 17-18 ára unglingum. Þetta segir sína sögu. Drykkja færist enn neðar en að mörkum lögaldurs, ef lækkuð eru. Nú er svo komið, að lögaldur til áfengiskaupa er 21 árs alls staðar í Bandaríkjunum. Það væri heillaríkt spor, ef við íslending- ar bærum gæfu til að fylgja fordæmi Bandaríkjamanna á þeim vettvangi. Einn hinna merku vísindamanna, sem unnið hefír að þessum rannsókn- um, dregur niðurstöðumar saman á eftirfarandi hátt: „Við eigum tveggja kosta völ, annaðhvort reynum við að vemda líf ungs fólks og limi eða við gefum því kost á að kaupa sér áfengi löglega. Spumingin er, hversu mörg mannslíf það frelsi kostar að leyfa táningum áfengiskaup. Rannsóknir sýna, svo að ekki verður um villst, að lækkun lögaldurs til áfengiskaupa hefír í för með sér að æ fleiri ungling- ar láta lífíð í umferðarslysum." Sömu niðurstöðum má hiklaust reikna með hér á landi, ef lögaldur til áfengiskaupa yrði lækkaður. Hver vill gerast ábyrgur fyrir því að bjóða slíkum voða heim? Vonandi enginn. Frjáls afgreiðslutími vínveitingastaða Nýlega var á opinberum vettvangi bryddað á „nauðsyn“ þess að leyfður yrði fijáls opnunartími vínveitinga- staða. Það væri „betra fyrir alla“, segir formaður Sambands veitinga- og gistihúsa. Þar erum við bindindis- menn á algjörlega öndverðum meiði. Við teljum, að það myndi stórauka áfengisneysluna með þeim ömurlegu afleiðingum, sem flestir þekkja, hvort sem þeir viðurkenna þær eða ekki. Hjá okkur er nú þegar lengri af- greiðslutími vínveitingahúsa en hjá öðrum þjóðum á okkar menningar- svæði. Við erum meira að segja komnir fram úr Bretum og írum með sína gamalgrónu „kráarmenningu“ á þeim vettvangi. Við erum á góðri leið með að verða methafar í ósóman- um á þessu sviði og þegar orðnir að athlægi meðal grannþjóða okkar. Það er ofureðlilegt að veitingamenn aðhyllist aukið frelsi við afgreiðslu vínveitinga. Þar eygja þeir gróðavon. Og því miður eru þeir allt of margir sem láta sér ógæfu annarra í léttu rúmi liggja, þegar eigin hagnaðarvon er annars vegar. Hins vegar á ég erfíðara með að skilja afstöðu lög- regluyfirvalda, ef það er rétt að ein- hveijir í þeirra röðum telji fijálsan afgreiðslutíma vínveitingastaða af hinu góða. Hugsanlega væri þægi- legra og auðveldara að hafa áfeng- isneytendurna sem flesta á ákveðn- um stöðum, en að elta einstaklingana út um borg og bý. En þess ber að gæta, að auðveldasta leiðin er ekki alltaf sú farsælasta. Herferð gegn bruggurum Þegar á lögregluna er minnst, þá ber að þakka henni röggsamlega framgöngu í upprætingu bruggverk- smiðja, einkum á höfuðborgarsvæð- inu. Þar hefur verið vel að verki stað- ið og unnið mikið þjóðþrifaverk. Myrkraverk bruggaranna, sem eink- Björn Jónsson „Með framangreindar staðreyndir í huga telj- um við templarar einkavæðingu ATVR fjarstæðu og feigðar- flan og skorum á þing- menn okkar og ríkis- stjórn að ljá aldrei máls á slíkri óþurftar- og ólánsstefnu. um gera út á æskulýðinn og leggja snörur sínar fyrir hann, ber að for- dæma. Og refsingar fyrir slík ódæð- isverk ætti stórlega að þyngja. Bjórneysla í 11. árgangi Læknablaðsins er fjallað um landnám áfenga bjórsins og komist svo að orði meðal annars: „Afnám banns við sölu bjórs er mesta breyting á íslenskri áfengispólitík síðan 1935. Eins og öllum er kunn- ugt voru mjög skiptar skoðanir um hvaða afleiðingar þessi breyting myndi hafa. Á rannsóknarstofu geð- deildar Landspítalans hafa með til- styrk Áfengisvamaráðs verið könnuð áhrif löglejðingar bjórsölu á áfengis- drykkju íslendinga, neysluvenjur þeirra og viðhorf til áfengis. Ein af röksemdunum á móti því að heimila bjórsölu var, að ungt fólk myndi drekka meira og byija enn þá yngra að neyta áfengis, ef bjór yrði seldur hér. Talsmenn bjórsins töldu, að unga fólkið myndi frekar drekka bjór og draga úr neyslu sterkra drykkja. Þessar röksemdir voru þungar á metunum í umræðunni um bjórinn. Þess vegna var litið sérstaklega til unglinga varðandi mat á áhrifum bjórsölu á íslandi. Kannanir voru gerðar meðal ungs fólks á aldrinum 13-19 ára.“ Og niðurstöðurnar sem fengist hafa, eru þessar í sem allra stystu máli: a) Vaxandi drykkja unglinga er verulegt áhyggjuefni. b) Kannanir leiða í ljós, að neysla þeirra sem eru á aldrinum 13-19 ára og drekka áfengi hefur tvöfald- ast síðan bjórinn var leyfður. c) Og afleiðingar vaxandi drykkju eru aukið ofbeldi og félagsleg vanda- mál, sem oft verða geigvænleg. Hættulegasta vímuefnið Kunnur norskur læknir, sem er í fremstu röð sérfræðinga um áfengis- mál og vímuefni, segir meðal annars: „Heróín drepur marga, en önnur vímuefni granda þó enn þá fleirum. Um það eru engar tæmandi rann- sóknir gerðar. En sennilega verður bjórinn flestum að bana. Það er ekki vegna þess að bjórinn sé banvænni en vodka, heróín eða viskí, heldur einfaldlega af því að hann er hættu- legasta vímuefnið, sérstaklega meðal unglinga." Hættulegasti óvinurinn er sá, sem menn varast ekki, telja meinlausan og líta jafnvel á sem góðan vin. Nokkru eftir síðustu versl- unarmannahelgi átti ég stutt viðtal við Jón Baldursson lækni á slysa- deild Borgarspítalans. Talið barst að umferðarslysum í sambandi við ölv- unarakstur. Læknirinn var ómyrkur í máli og kvað það óyggjandi stað- reynd, að áfengisneysla ætti langoft- ast einhvem þátt í alvarlegustu um- ferðarslysunum. Sú staðreynd væri margsönnuð, sagði hann, ekki aðeins hér á landi heldur hvarvetna í hinum vestræna heimi. Og eitt áhrifaríkasta ráðið til að fækka siíkum slysum væri að loka fyrir ölvunarakstur í eitt skipti fyrir öll. Þarna hitti lækn- irinn áreiðanlega naglann á höfuðið, og víst er um það að betra og heilla- vænlegra læknisráð er vart hægt að gefa til þess að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir óbætanlega ör- orku, auk gífurlegs eignatjóns, sem oftast fylgir í kjölfar umferðarslysa. Er ekki ráðlegast að byrgja brunn- inn, áður en barnið dettur ofan í? Höfundur er stórtemplar. Afengisneysla unglinga jókst með bjórnum eftir Hilmar Jónsson Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur á geðdeild Landspítalans birti í haust skýrslu um áfengisneyslu unglinga fyrir og eftir bjór. Kannanimar voru gerðar 1988, 1989 og 1992 og leiddu í ljðs stóraukinn drykkjuskap ungl- inga eftir að áfengi bjórinn kom inn. Piltar og stúlkur á aldrinum 13-15 ára hafa tvöfaldað neyslu sína. Það sama gerðu piltar á aldrinum 16-19 ára. Hið eina jákvæða í skýrslunni var að neysla stúlkna á þessum aldri (16-19 ára) hefur staðið í stað. Forvitnilegt væri að heyra við- brögð við þessum fréttum þeirra lækna og pólitíkusa, sem með kjafti og klóm börðust fyrir lögleiðingu áfenga bjórsins hér á landi. Em þeir enn jafn forstokkaðir og samviskan jafn sofandi? Ása segir í lok skýrslu sinnar: „Forvamastarf verður að vera stöðugt vegna þess að sífellt vaxa upp nýjar kynslóðir." Hér hefur orðið mikill misbrestur á að efna lof- orð um að auka og styrkja bindindis- störf og forvarnir í áfengismálum. Sem dæmi um það er sú ákvörðun fyrrverandi heilbrigðisráðherra Sig- hvats Björgvinssonar að taka Stór- stúku íslands út af fjárlögum. Við höfum orð núverandi heilbrigðisráð- herra, Guðmundar Árna Stefánsson- ar, fyrir því að hann vilji stefna í öfuga átt; byrgja brunninn áður en bamið dettur ofan í. Það yrði mikil framför. Alþjóðaþing templara 1994 í Berlín Góðtemplarareglan er alþjóðleg hreyfing sem heldur þing fjórða hvert ár. Alþjóða forseti templara er Helge Kolstad frá Noregi. Á síðasta al- þjóðaþingi í Kaupmannahöfn 1990 urðu miklar breytingar á samtökun- um. Þá runnu saman í eitt ungliða- hreyfíngin og fullorðinsdeildin. Nú í ár verður alþjóðaþing templara dag- ana 23.- 30. júlí í Berlín. Á undan þinginu verða reistar tjaldbúðir fyrir böm og unglinga. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í Berlínarmótinu geta fengið upplýsingar á skrifstofu Stórstúkunnar, Eiríksgötu 5. Nýársstjarnan 90 ára Hér verður ekki reynt að rekja út í hörgul sögu bindindishreyfingarinn- ar í Keflavík og Njarðvík eða sögu Nýársstjörnunnar sérstaklega. En fram hjá þremur nöfnum verður ekki gengið í stuttri upprifjan. Upphafíð er vitaskuld Þórður Thoroddsen læknir og kona hans Anna, þegar þau flytjast til Keflavíkur rétt fyrir aldamótin. Þau em varla komin til bæjarins þegar Vonin nr. 15 er stofn- uð í desember 1885 fyrir þeirra til- verknað og litlu seinna er gerð til- raun með barnastúku. 1888 er Barnalukkan stofnuð og hún starfar í nokkur ár. Síðan er það Jón Áma- son stórgæslumaður, -einn merkasti oddviti bindindishreyfingarinnar, sem á nýársdag 1904 stofnar Nýárs- stjörnuna og af heimamönnum er Ágúst Jónsson aðalfrumkvöðull. Gæslumaður verður Einar Einarsson og meðal stofnenda er Guðlaug Guð- jónsdóttir frá Framnesi sem síðar ásamt systur sinni Jónínu leiðir stúk- una í 49 ár. Undir handleiðslu þeirra Hilmar Jónsson „Kannanirnar voru gerðar 1988,1989 og 1992 og leiddu í ljós stóraukinn drykkju- skap unglinga eftir að áfengi bjórinn kom inn.“ verður stúkan að miklu stórveldi. Félagatala fer yfír 500 og árshátíð- imar með leiksýningum og vandaðri dagskrá það glæsilegasta sem völ er á í landinu. Þarna stíga fram á sviðið Gunnar Eyjólfsson, Helgi Frá afmæli barnastúkunnar í Keflavík — tískusýning. Skúlason, Gísli Alfreðsson og núver- andi biskup, Ólafur Skúlason, svo nokkrir séu nefndir. Þessi leiklistar- þáttur hefur haldist óslitinn síðan. Frá seinni tíð nefni ég Hönnu Karls- dóttur, Jóhann Sævarsson, Hafstein Gíslason, Vigdísi Jóhannsdóttur og fleiri og fleiri sem síðan hafa orðið liðtækir listamenn að ógleymdri Steinunni Karlsdóttur sem nýlega gerði garðinn frægan í Jósep. Vor- mót í Galtalæk og grímuböll hafa orðið árvissir viðburðir. í sambandi við þennan afmælis- fagnað ber að þakka mörgum. Sögu- sýningin í bókasafninu var einstæð og glæsileg. Þar var Guðleifur Sigur- jónsson ásamt Baldri Baldurssyni í Aðstoð og hans fólki að verki og ljós- myndararnir Heimir Stígsson og Sól- veig Þórðardóttir. Ný veifa var hönn- uð og gerð af Áprentun og kostuð af Sparisjóðnum. Félagsfáni var til sýnis, en hann gerði Elísabet Jens- dóttir á nokkrum dögum. Það var ámóta ævintýri og 1976 þegar vant- aði flesta búninga á stærstu og viða- mestu leiksýningu í gervallri sögu Nýársstjörnunnar. En viti menn! Á einni nóttu voru þeir hannaðir og saumaðir og efnið gefið. Þetta gerði Soffía Karlsdóttir. Ég vil þakka skólastjórum Myllubakka- og Holta- skóla áralangt samstarf svo og bæj- arstjórn Keflavíkur. Ég minnist með hlýhug samstarfsfólks frá eldri tíð, Ólu Bjarkar Halldórsdóttur og Aðal- bjargar Guðmundsdóttur og séra Björns Jónssonar og félaga minna í stórstúkunni, einkum og sér í lagi Kristins Vilhjálmssonar. Við áttum samleið lengi í Unglingareglunni og Stórstúkunni. Samvinnan við Kristin og Ólaf Jónsson var mér ógleyman- leg. Þá vil ég þakka nágrönnum mínum úr Garðinum, Sigrúnu Odds- dóttur og félögum, langa og trausta vináttu. Hér hafa aðeins nokkrir ver- ið nefndir en margir ónefndir. Megi barnastúkan og bindindishreyfingin eflast í landinu. Höfundur er bókavördur í Keflavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.