Morgunblaðið - 01.03.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
17
Útvarpslög til styrktar
íslenskri dagskrárgerð
eftir Tómas Inga
Olrich
Síðstliðinn þriðjudag, 22. febr-
úar, voru tillögur útvarpslaga-
nefndar að frumvarpi til laga um
breytingu á útvarpslögum kynntar
í ríkisstjórn.
í tillögum sínum gengur útvarps-
laganefnd út frá því sem meginfor-
sendu í umijöllun um máiefni ís-
lenskra ljósvakamiðla að þeir hafi
mjög veruleg áhrif á menntun þjóð-
arinnar og menningu. Framleiðsla
dagskrárefnis, einkum í sjónvarpi,
er mjög dýr, ekki síst þegar um
svo takmarkað málsvæði er að
ræða sem ísland er. Af þeim sökum
á innlend dagskrárgerð í mjög
harðri og ójafnri samkeppni við
erlent myndefni.
Myndefni frá ensku málsvæði
hefur öðlast yfírburðastöðu á al-
þjóðlegum markaði og orðið stærri
málsvæðum en okkar landi tilefni
til viðbragða. Markaðsstaða efnis
frá ensku málsvæði er slík að ensk
tunga hefur nú þegar haft veruleg
áhrif á málfar íslendinga, ekki síst
yngra fólks. Hlutur sjónvarpsefnis
í þessari þróun er óumdeildur.
Flutningur sjónvarpsefnis og
hljóðvarpsefnis, sem sækir efnivið
sinn í íslenskt samfélag og fjallar
um innlend jafnt sem erlend mál
frá íslenskum forsendum, er hluti
af menningarlegri sjálfstæðisbar-
áttu þjóðarinnar. Er þá alls ekki
átt við menningu í þröngri merk-
ingu, heldur afþreyingu og
skemmtiefni ekki síður en fræðslu-
efni. í þessari víðu merkingu hug-
taksins menning, verður Spaug-
stofan nafntogaða að sjálfsögðu
verðugt framlag til íslenskrar
menningar. Þessi menningarbar-
átta krefst árvekni, hún er ekki
háð með stórviðburðum í eitt skipti
fyrir öll, heldur í hversdagsleikan-
um dag fyrir dag.
Helstu tillögur
í samræmi við þessa meginfor-
sendu setur útvarpslaganefnd fram
tillögur sem miða að því að styrkja
verulega stöðu innlendrar dag-
skrárgerðar, hjá Ríkisútvarpinu,
hjá einkareknum ljósvakamiðlum
og á vegum sjálfstæðra framleið-
enda dagskrárefnis.
Gagnvart Ríkisútvarpinu er það
gert með því að auka ráðstöfunar-
rétt stofnunarinnar yfir sjálfsaflafé
sínu. Tillögur um að afnema 10%
skatt á auglýsingar í útvarpi hafa
mikla þýðingu fyrir Ríkisútvarpið.
Á árinu 1992 nam þessi skattur
rúmum 50 milljónum króna. Þetta
fé rann til menningarsjóðs útvarps-
stöðva sem greiddi lögbundið fram-
lag Ríkisútvarpsins í rekstri Sinfón-
íuhljómsveitarinnar og veitti enn-
fremur ljósvakamiðlum styrk til
dagskrárgerðar. Þótt Ríkisútvarpið
fengi á ári hverju framlag úr sjóðn-
um, voru þau framlög mun lægri
en greiðsla RÚV til sjóðsins og
hvíldi því menningarsjóður útvarps-
stöðva sem byrði á Ríkisútvarpinu
í stað þess að vera því til stuðnings.
Ennfremur er yfirstjórn Ríkisút-
varpsins einfölduð og fram-
kvæmdastjórum fækkað. Er það
gert til að skapa svigrúm fyrir betri
nýtingu fjármuna til dagskrárgerð-
ar og fækka boðleiðum. Slík skipu-
lagsbreyting færir fjárhagslega
ábyrgð nær þeim sem annast full-
vinnslu dagskrárefnis og styrkir
stöðu framkvæmdastjóra hljóð-
varps og sjónvarps til að sinna
daglegum rekstri og hafa fulla yfir-
sýn yfir fjármál, tæknimál og dag-
skrármál.
Að því er varðar aðra ljósvaka-
miðla þá njóta þeir afnáms auglýs-
ingaskattsins, en auglýsingar eru
eini tekjustofn hljóðvarpsstöðva í
einkaeign. Til að bæta stöðu einka-
rekinna ljósvakamiðla og sjálf-
stæðra dagskrárgerðaraðila gerir
útvarpslaganefnd þá tillögu að
stofnaður verði sérstakur sjóður til
eflingar innlendri dagskrárgerð á
vegum þessara aðila. Fjár til sjóðs-
ins verður samkvæmt tillögunum
aflað með því að láta í hann renna
tolla og vörugjöld af sjónvarps- og
útvarpstækjum. Þessi gjöld hafa
samkvæmt gildandi útvarpslögum
átt að renna til Ríkisútvarpsins, en
hafa í raun aldrei gert það nema
árið 1986. Frá því ári hafa þessi
gjöld runnið í ríkissjóð. Þessi gjöld
hafa numið 90 til 120 milljónum
eftir innflutningsmagni og verð-
mæti búnaðarins. Miðað við þá fjár-
muni sem menningarsjóður út-
varpsstöðva hefur haft til úthlutun-
ar til dagskrárgerðar, er hér um
mikla aukningu íjármagns til fram-
leiðslu innlends dagskrárefnis að
ræða. %
Þá ber þess að geta að útvarps-
laganefnd setur fram tillögur sem
tryggja réttarvernd útvarpsstöðva,
sem senda út læsta dagskrá, gegn
notkun svokallaðra sjóræningja-
lykla. I fréttum hefur komið fram
að Stöð 2 tapi árlega um 200 millj-
ónum króna á ári á notkun slíkra
lykla.
Tillögurnar kynntar
Formaður útvarpslaganefndar,
sem þetta ritar, fór þess á leit við
menntamálaráðherra að tillögurnar
yrðu kynntar þingflokkum hið
fyrsta, m.a. til þess að stjórnarand-
staðan ekki síður en stjórnarflokk-
arnir gætu kynnt sér málið áður
en það yrði kynnt í íjölmiðlum. Var
haldinn fundur sama dag og málið
var kynnt ríkisstjórninni og sat
formaður útvarpslaganefndar þann
fund ásamt fulltrúum stjórnarand-
stöðuflokkanna sem þingflokksfor-
menn höfðu tilnefnt. Af hálfu Al-
þýðubandalagsins sat fundinn
þingmaðurinn Svavar Gestsson.
Hann hefur nú kosið að leggjast
gegn tillögum nefndarinnar í blaða-
grein sem birtist í Morgunblaðinu
25. febrúar sl. og kallað þær „tillög-
ur gegn þjóðarsátt". Greinin er
byggð á samsafni af misskilningi,
fljótfærni og rangfærslum. Er óhjá-
kvæmilegt að gera mjög alvarlegar
athugasemdir við málflutning þing-
mannsins.
Dagskrárgerðarsj óður
útvarpsstöðva
Svavar Gestsson hneykslaðist
yfir því að stofnaður verði dag-
skrárgerðarsjóður útvarpsstöðva
sem Ríkisútvarpið geti ekki sótt í
um framlög til dagskrárgerðar.
Þetta sé gert með afnámi aðflutn-
ingsgjalda sem tekjustofns fyrir
Ríkisútvarpið. Þetta er mjög sér-
kennileg túlkun á raunveruleikan-
um. Aðflutningsgjöld (þ.e. tollar
og vörugjöld af sjónvarps- og hljóð-
varpstækjum) hafa ekki runnið til
Ríkisútvarpsins síðan 1986. Þessi
gjöld hafa runnið í ríkissjóð. Svavar
Gestsson tók, sem sá ráðherra sem
fór með málefni RÚV í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar,
ábyrgð á því að svipta Ríkisútvarp-
ið þessum lögbundna tekjustofni
1989, 1990 og 1991. Þannig er
raunveruleikinn ef þingmaðurinn
vill horfast í augu við hann. Nú
er hins vegar lagt til að þessi gjöld
renni ekki í ríkissjóð, eins og verið
hefur, heldur til dagskrárgerðar á
vegúm sjálfstæðra dagskrárgerð-
araðila og einkarekinna ljósvakam-
iðla. Gegn því leggst Svavar Gests-
son.
RÚV og menningarsjóður
útvarpsstöðva
Tapar Ríkisútvarpið á því að
geta ekki sótt í þennan nýja sjóð,
eins og Svavar Gestsson fullyrðir?
Nei, svo er ekki. Í gildandi lögum
getur Ríkisútvarpið sótt í menning-
arsjóð útvarpsstöðva um framlög
til dagskrárgerðar. Það vill hins
vegar svo óheppilega til fyrir Ríkis-
útvarpið að það fjármagnar sjálft
að miklu leyti þennan sjóð, leggur
honum til rúman helming tekna
hans á árinu 1992, svo dæmi sé
tekið, en fær mun minna úr sjóðn-
um. Á því ári lagði Ríkisútvarp-
hljóðvarp menningarsjóði til 26
milljónir en fékk úr honum tæpar
4 milljónir. Ríkisútvarp-sjónvarp
lagði menningarsjóði til tæpar 25
milljónir en fékk 13 úr honum.
Starfsemi menningarsjóðs útvarps-
stöðva var því ekki til styrktar Rík-
isútvarpinu, eins og fyrrverandi
menntamálaráðherra virðist álíta,
heldur var sjóðurinn byrði á RÚV
og öðrum útvarpsstöðvum. Stofn-
unin hefur skaðast á starfsemi
sjóðsins og gerði það alla tíð þegar
Svavar Gestsson var menntamála-
ráðherra og hafði ekki burði til að
breyta þessu fyrirkomulagi. Út-
varpslaganefnd leggur nú til að
þessari gjaldtöku af Ríkisútvarpinu
og öðrum ljósvakamiðlum verði
hætt og útvarpsstöðvar og þar með
RÚV fái að ráðstafa auglýsingafé
sínu að vild, og þá væntanlega til
dagskrárgerðar. Gegn því leggst
Svavar Gestsson og telur það veikja
Ríkisútvarpið.
Endurvarp
Þá telur Svavar Gestsson að út-
varpslaganefnd hafi gert tillögur
um það að Ríkisútvarpið „geti ekki
endurvarpað í heild erlendum dag-
skrám eins og gerðist í Persaflóa-
stríðinu“. Þetta er misskilningur
og er hvergi að finna slíkar tillögur
í frumvarpi nefndarinnar. Útvarps-
laganefnd lagði fram frumvarp á
síðastliðnum vetri sem varð að lög-
um á 116. löggjafarþingi. Sam-
kvæmt þeirri lagabreytingu varð
heimilt að dreifa, án íslensks texta,
fréttum eða fréttatengdu efni sem
sýnir „atburði, sem gerast í sömu
andrá“. Við þessar aðstæður skal
sjónvarpsstöð eftir því sem kostur
er láta fylgja endursögn eða kynn-
ingu á íslensku á þeim atburðum,
sem gerst hafa, eins og segir í lög-
unum. Þetta ákvæði laganna er
birt óbreytt í tillögum útvarpslaga-
nefndar.
Þegar Persaflóastríðið var háð
var þetta ákvæði ekki í lögum.
Stjónvarpað var frá Flóabardaga
þannig að erlendar sjónvarpssend-
ingar voru tengdar inn á kerfi
Ríkisútvarps og Stöðvar 2. Slíkar
útsendingar voru taldar óheimilar
af hálfu útvarpsréttarnefndar og
setti þáverandi menntamálaráð-
herra, Svavar Gestsson, í skynd-
ingu reglugerð sem heimilaði send-
ingarnar með vissum skilyrðum.
Þessi reglugerð var talin hafa vafa-
sama stoð í lögum. í tengslum við
EES-samninginn var gerð breyting
á útvarpslögum á síðastliðnu ari.
Var þá orðalag reglugerðarinnar
fellt inn í lögin að tillögu útvarp-
slaganefndar og heldur nefndin því
inni í tillögum sínum nú. Er ekki
ljóst hvað vakir fyrir þingmannin-
um þegar hann fullyrðir að breyting
hafi verið gerð á þessum lagatexta
sem á rætur að rekja til hans eigin
reglugerðar og er óbreyttur í tillög-
um útvarpslaganefndar. Líklega
hefur eitthvað skolast til í lestri.
Það er hins vegar ljóst að starf-
ræksla útvarps þar sem einvörð-
ungu er dreift viðstöðulaust óstyttri
og óbreyttri heildardagskrá er-
lendrar sjónvarpsstöðvar, eins og
fram fer í Fjölvarpi íslenska út-
varpsfélagsins, fellur ekki undir
menningarlegt hlutverk Ríkisút-
varpsins, eins og það er skilgreint
í 15. grein gildandi útvarpslaga.
Útvarpslaganefnd gerir ekki efnis-
legar breytingar á þeirri grein í
tillögum sínum en undirstrikar sér-
Tómas Ingi Olrich
„Hann hefur nú kosið
að leggjast gegn tillög-
um nefndarinnar í
blaðagrein sem birtist í
Morgunblaðinu 25.
februar sl. og kallað
þær „tillögur gegn
þjóðarsátt“. Greinin er
byggð á samsafni af
misskilningi, fljótfærni
og rangfærslum. Er
óhjákvæmilegt að gera
mjög alvarlegar at-
hugasemdir við mál-
flutning þingmanns-
ins.“
staklega hlutverk Ríkisútvarpsins
varðandi innlenda dagskrárgerð.
Tekur nefndin það fram í greinar-
gerð að menningarhlutverk Ríkis-
útvarpsins, eins og það er skil-
greint í tillögum nefndarinnar, nái
ekki til þess að endurvarpa í heild
óstyttum dagskrám erlendra sjón-
varpsstöðva. Er þar verið að vísa
til 2. gr. útvarpslaga, þar sem end-
urvarp er skilgreint, en á þeirri
grein er starfsemi Fjölvarpsins
grundvölluð. Það er mjög sérstakt
ef Svavar Gestsson hyggur að mið-
að við gildandi menningarskyldur
Ríkisútvarpsins geti það tekið að
sér að sjónvarpa dagskrá erlendra
sjónvarpsstöðva, eins og Fjölvarpið
gerir.
Önnur atriði
Samkvæmt tillögum útvarps-
laganefndar verður felld niður
skylda Ríkisútvarpsins til að hljóð-
varpa á tveimur rásum. Útvarpinu
er hins vegar I sjálfsvald sett hvort
það gerir það eða ekki. Þetta aukna
sjálfsvald Ríkisútvarpsins er skað-
legt fyrir það að mati Svavars
Gestssonar.
Þá er lagt til að Sjónvarpið sendi
aðeins út eina sjónvarpsrás en ekki
„minnst eina“ eins og stendur í
gildandi lögum. Ekki er vitað til
þess að Ríkisútvarpið hafi í huga
að sjónvarpa á fleiri rásum. í raun
má lesa gildandi lög þannig að
ekki sé gert ráð fyrir slíku nema
með sérstakri ákvörðun löggjafans.
Nær heimild útvarpsstjóra og út-
varpsráðs einungis til þess að senda
út fleiri dagskrár sjónvarps ef um
tímabundið sjónvarp er að ræða.
Hér er því ekki um efnisbreytingu
að ræða, heldur skýrari ákvæði.
Með tillögum útvarpslaganefnd-
ar er staðfest heimild Ríkisútvarps-
ins til að fjármagna rekstur sinn
með afnotagjöldum. Frysting af-
notagjalda Ríkisútvarpsins í tvö ár
er ráðstöðun sem sníður stofnun-
inni ramma miðað við aðstæður í
þjóðfélaginu. Aðrir hafa þurft að
sýna ráðdeild í rekstri og laga sig
að samdrætti. Ríkisútvarpinu er í
tillögunum gert að horfa fram til
óbreyttra tekna næstu tvö árin.
Miðað við þá verðbólgu sem nú er
í landinu og virðist vera til fram-
búðar er ekki um strangt aðhald
að ræða, en þó nokkurt. Það skað-
ar ekki Ríkisútvarpið, þótt Svavar
Gestsson kjósi að gera mikið úr því.
Það hlýtur að vekja athygli að
þingmaður sem gerir sig gjarnan
sérstakan málsvara íslenskrar
menningar ráðist svo opinskátt að
tillögum um lagabreytingar sem
hafa það að meginmarkmiði að
stórbæta stöðu innlendrar dag-
skrárgerðar, jafnt hjá ríkisfjölmiðl-
um, einkareknum ljósvakamiðlum
og sjálfstæðum framleiðendum
dagskrárefnis. Þegar innlend fram-
leiðsla dagskrárefnis á í vök að
veijast fyrir ásókn erlends efnis,
er brýnt að þeir sem gera sér grein
fyrir mikilvægi þess að íslenskir
ljósvakamiðlar starfi á forsendum
íslensks þjóðfélags og íslenskrar
menningar og styrki en veiki ekki
íslenska málkennd, snúi bökum
saman.
Höfundur er þingmaður og
formaður útvarpslaganefndar.
„KOMDl SVEITINA
Hótel Stykkishólmur og leikfélagið Grímnir, Stykkis-
hólmi, sýna „Með vífið í lúkunum“ eftir Ray Cooney.
Leikstjóri: Ingibjörg Björnsdóttir.
■ Það er gott að komast í sveitina, jafnvei að vetrarlagi.
■ Því ekki að skella sér eina helgi með vinum og
kunningjum eða þá vinnufélagarnir.
■ Helgartilboð í mars:
Gisting, kvöldverður, morgunverður tíg ieiksýn-
ingin „Með vífið í lúkunum“ kr. 5.400 á mann.
■ Sýningarhelgar í mars:
5. mars frumsýning, laugardagskvöld.
12. mars.
19. mars, miðnætursýning.
■ Sveitarómantíkin kostar ekkert.
■ Við fjarlægjum bæði sjónvarp og síma úr
herbergjum óski gestir þess.
■ Ef hópurinn er tuttugu eða fleiri flytjum við ykkur
á staðinn fyrir kr. 1.750 á mann.
Aksturstími frá Reykjavík ca. 2 klst. og 47 mín.
Frá Akranesi ca. 1 klst. og 43 mín.
Frá Borgarnesi ca. 1 klst. og 18 mín.
Hótel Stykkiáiámiir'
Sími 93-81330 - Fax 93-81579 fOeÍtaliÓtd