Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 01.03.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 23 GATT Auknum viðskiptum með landbúnaðarafurðir spáð London. Reuter. Róttækar breytingar verða á viðskiptum með landbúnaðarafurðir í heiminum vegna samkomulags 117 ríkja í GATT-viðræðunum um tolla og viðskipti um að ríkisstyrkir verði skornir niður og markaðir verði opnaðir, en áhrifin geta orðið lengi að segja til sín að sögn landbúnað- arsérfræðinga. Landbúnaður verður í fyrsta skipti háður reglum GATT um frjálsa verzlun samkvæmt sam- komulaginu sem náðist í desember eftir samningaviðræður sem höfðu staðið í sjö ár. „Stefnan er skýrt mörkuð og ekki verður aftur snúið, segir starfsmað- ur OECD, Joanna Hewitt. Þótt fyrstu raunhæfu áhrifin verði líklega ekki áberandi munu ríkisstjórnir ekki geta einangrað bændur lengur frá samkeppnisþrýstingi og mark- aðssveiflum," sagði Hewitt á ráð- stefnu um landbúnaðarmál. Verulega verður dregið úr ríkisst- uðningi við útflutning landbúnaðar- afurða, innflutningstollum og niður- greiðslum á innanlandsmarkaði á næstu sex árum í iðnvæddum lönd- um og á rúmlega 10 árum í löndum þriðja heimsins. „Mestu máli skiptir að ríkisstjórn- ir verða í vaxandi mæli hvattar til þess að ganga lengra í átt til tekjust- uðnings, matvælaöryggis og um- hverfisverndar, en snúa baki við ráðstöfunum sem aflaga viðskipti," sagði Frank Wolter, landbúnaðarfor- stjóri GATT. Hann benti á að samkvæmt GATT-samkomulaginu væri gert ráð fyrir fekari samningaviðræðum 1999 til þess að fylgja breytingunum í landbúnaðarmálunum eftir, en var vongóður um þær yrðu ekki eins flóknar. „Um 70% Uruguay-umferð- arinnar fór í að ákveða viðskipta- Frakkland Fleiri Frakkar atvinnulausir Paris. Reuter. ATVINNULEYSI í Frakklandi var 12,2% í janúar og Edouard Ballad- ur forsætisráðherra varar við því að atvinnulausum muni halda áfram að fjölga alit til ársloka. Hins vegar gefa opinberar upplýs- ingar til kynna að Frakkar séu loks- ins að sigrast á samdrætti og það vegur nokkuð upp á móti bölsýni af völdum atvinnuleysisins. Samkvæmt upplýsingum tölfræði- stofnunar ríkisins, INSEE, minnkuðu vergar landstekjur um 0,7% í fyrra, en það er betri útkoma en margir hagfræðingar bjuggust við. Jafn- framt sýnir könnun, sem stofnunin Tónlist hefur gert, að bjartsýni atvinnurek- enda hefur aukizt í febrúar og að meirihluti þeirra sér í fyrsta skipti síðan 1990 fram á vöxt en ekki hnignun atvinnulífsins. Verkalýðsmálaráðuneytið segir að atvinnulausum hafi fjölgað um 4.800 síðan í desember í 3,31 milljón í jan- úar, sem er met. Balladur sagði í viðtali við dagblaðið La Depeche du Midi, að stjórnin stefndi að því að Methagnaður hjá PolyGram London. Reuter. POLYGRAM, eitt þriggja söluhæstu tónlistarfyrirtækja heims, skilaði methagnaði í fyrra níunda árið í röð og sér fram á vaxandi umsvif á nýbyijuðu ári. Nettóhagnaður fyrirtækisins, sem hefur meðal annars Sting, Van Morrison, Susanne Vega og Stevie Wonder á sínum snærum, jókst um 21% í fyrra, í 614 milljónir gyllina eða 319 milljónir dollara. Tekjurnar jukust úr 506 milljónum (263 millj- ónum dollara) 1992. Staða fyrirtæk- isins er betri en margir sérfræðingar höfðu talið og hlutabréf í því hækk- uðu um rúmlega fimm gyllini, í 78,8, í Amsterdam. Risafyrirtækið Philips á 75% í PolyGram og því er aðallega stjórnað frá London, en viðskipti þess fara fram aðeins í New York og Amsterd- am. Stefna PolyGram er að vera „skemmtanafyrirtæki margra menn- ingarhópa á breiðum grundvelli“, að sögn forseta þess, Alain Levy, sem lét í ljós ánægju með frammistöðuna 1993 og horfurnar 1994, bæði á sviði tónlistar og kvikmynda. Hagnaður Glaxo millj- arður punda á hálfu ári London (Reuter). BREZKA lyfjafyrirtækið Glaxo, hið stærsta í Evrópu, tilkynnti á fimmtudag að tekjur þess síðustu sex mánuði hefðu aukizt um 22% í rúmlega einn milljarð punda í fyrsta skipti i sögu þess — þrátt fyrir niðurskurð á útgjöldum til heilbrigðismála um allan heim. Velgengnin stafaði að hluta til af gjaldeyrisgróða, sem jók veltu um 22% í 2.80 milljarða punda. Sala jókst um 13%, sem er helmingi meiri vöxtur en í greininni í heild umrædda mánuði. Aðeins magasárslyfið Zantac, söluhæsta meðal heims, veldur vonbrigðum, enda 12 ár síðan það var fyrst sett á markað. Zantac seldist fyrir 1.201 milljón punda og það jafngildir 43% af veltu fyrir- tækisins, en aukninbgin var aðeins 5%. Aðalógnunin stafar frá ódýrum gerðum af lyfinu Tagamet frá Smith Kline Beecham, sem hafa ekki verið vernduð með einkaleyfi. og- stjórnsýsluhætti og aðeins 30% í reglur," sagði Wolter á ráðstefnunni. David Nelson-Smith frá Cargill, einn umsvifamesti kornkaupmaður heims, sagði að GATT-samkomulag- ið boðaði mikilvæga stefnubreyt- ingu. „Þótt GATT muni ekki leiða til þess að verulega verði dregið úr höftum í kornviðskiptum kann sam- komulagið að marka þáttaskii að því leyti að ríkisstjórnir fáist til þess að draga sig í hlé og láta hagfræðina taka við,“ sagði hann. Hann sagði að korninnflutningur til Evrópusambandsins yrði minni en hann var 1986-88 þegar hann var sjö milljónir lesta á ári. En verð á hveiti mundi hækka þegar dregið yrði úr útflutningsstyrkjum, stað- greiðslu yrði óskað í auknum mæli, einkum í Kína og á Indlandi, og aukinn hagnaður mundi auka fram- leiðslu í Suður-Ameríku, Ástralíu og Bandaríkjunum. snúa við vaxandi atvinnuleysi í árslok 1994 eða byijun árs 1995. Hann sagði að nýtt hagvaxtarskeið mundi fjölga atvinnutækifærum og ítrekaði spá stjórnarinnar um 1,4% á þessu ári. Honda býr til raf- vespur Tokyo. Reuter. HONDA-fyrirtækið í Japan hefur í hyggju að frandeiða vespur sem ganga fyrir raf- niagni. Ætlunin er að leigja stjórn- völdum 200 rafknúnar vespur af gerðinni Honda CUV ES til þriggja ára fyrir 850.000 jen frá 10. marz. Vespan verður búin rafhlöðu, sem endist í átta tíma og hægt er að hlaða með því að tengja við venjulega innst- ungu. Honda leigir vespurnar, því að þær eru dýrar og ætlunin er að endurnýta rafhlöðurnar. Venjulegar vespur kosta 150.000 jen (um 112.000 kr.). Rekstrarkostnaður rafmagns- vespu er 24 kr. á hveija 60 km. ÞJONUSTU- Við tökum við ábendingum og tillögum sem varoa þjonustu SVR í símsvara 814626 Strætisvagnar Reykjavíkur hf NILFISK GM200 NILFISK GM200 hefur nýjan 5-þrepa síunarbúnað og hreinni útblástur en nokkur önnur ryksuga (heldur eftir 99% rykagna stærri en 0,3/1000 mm). GM200 er líka hljóðlátari (58 desibel), kraftmeiri (1150W mótor) og endingarbetri (2000 tímar áður en skipta þarf um kol í mótor). ★ 7m inndregin rafmagnssnúra ★ Innbyggt sogstykkjahólf ★ Aflaukandi kónísk slanga ★ Þægileg sogaflsstilling ★ Rykmælir lætur vita þegar skipta á um poka ★ Létt (7,8 kg.) og lipur NÚ ÁTILBOÐSVERÐI: Verðlistaverð kr. 24.200,- NÚ AÐEINS 21.050,- m/afb. 19.990,- STAÐGREITT /ponix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Biddu um Banana Boat þegar þú vilt 99,7% Aloe Vera Þú kemst ekki nær sjálfri Aloe Vera plötunni, sárasmyrsli náttúrunnar. Prófaðu 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat á brunasár, þurra eða sprungna húð, útbrot o.þ.h. Þú finnur ekki mun á því og að brjóta Aloe Vera blað og bera hlaupið úr því beint á þig. Gerðu verðsamanburð á 99,7% hreina Aloe Vera gelinu frá Banana Boat og útþynntum Aloe Vera gelum. 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat fæst í 6 misstórum túpum og brúsum með eða án pumpu. Verð frá kr. 540,- desilítrinn til kr. 988,- hálfur lítri. 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat fæst í Heilsuvali, Barónsstíg 20, og í öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Það fæst líka í vönduðum apótekum, snyrtivöruverslunum, sólbaðsstofum og víðar, ásamt breiðri Aloe Vera húðvörulínu frá Banana Boat (Body Lotion, varasalva, sólkrem o.m.fl.). Biddu um Banana Boat þegar þú vilt hreina hágæðajurtavöru á góðu verði. HEILSUVAL - Barónsstíg 20 « 626275 og 11275 Látið Hótel Örk ásamt Sigurði Hall sjá um árshátíðina ★ Rútuferð ★ 3ja rétta kvöldverður að hætti Sigurðar Hall ★ Dansleikur ★ Ferð heim f á Við sjáum um allt, svo það eina f sem þarfað gera erað þanta tímanlega í síma 98-34700. HOTEL ODK HVERAGERÐI - SÍMl 98-34700 - FAX 98-34775

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.