Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 24

Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 Fyrsta hernaðaraðgerð NATO frá stofnun bandalagsins 1949 Fjórar serbneskar þotur skotnar niður yfír Bosníu ÞOTUR NATO GRANDA FLUGVELUM BOSNIU-SERBA Brussel, Róm, Sarajevo. Reuter. TVÆR bandarískar F-16 orr- ustuþotur I flugsveitum Atl- antshafsbandalagsins (NATO) með bækistöðvar í Aviano á It- alíu skutu í gærmorgun niður fjórar G-4 Galeb-orrustuþotur Bosníu-Serba nærri borginni Banja Luka í Bosníu. Er þetta fyrsta hernaðaraðgerð í nafni NATO frá því bandalagið var stofnað árið 1949. Flugsveitir á vegum NATO, sem í eru orrustuflugvélar frá Banda- ríkjunum, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og Tyrklandi, hafa fram- fylgt flugbanni Sameinuðu þjóð- anna yfir Bosníu sem kom til fram- kvæmda í apríl í fyrra. Hefur það orðið til þess að stríðandi fylkingar hafa ekkert beitt flugvélum í deil- um sínum. Flugbannið hefur ein- ungis verið rofið af þyrlum sem ferjað hafa menn og vistir stuttar vegalengdir. Að sögn Mike Boorda aðmíráls, yfirmanns herafla NATO í sunn- anverðri Evrópu, urðu AWA.CS- ratsjárflugvélar NATO varar við ferðir sex Galeb-flugvéla Bosníu- Serba. Þegar F-16 þotumar komu á vettvang klukkan 5:48 að ís- lenskum tíma í gærmorgun voru Galeb-þoturnar að gera sprengju- árás á skotmörk við Bugojno og Novi Travnik. Skipuðu flugmenn F-16 þotanna serbnesku flug- mönnunum að snúa strax til bæki- stöðva sinna ellegar yrði skotið á þá. Talið er að þotumar hafi farið á loft í Banja Luka þar sem er stærsta herstöð Bosníu-Serba. Sinntu serbnesku flugmennirnir endurteknum aðvörunum í engu og var þá látið til skarar skríða með þeim afleiðingum að fjórar Galeb-þotur voru skotnar niður um 80 km suðvestur af borginni. Eng- ar fregnir fóru af örlögum flug- mannanna. Fimm hitasækin flug- skeyti voru notuð til að skjóta þoturnar niður, fjögur AIM-9 Sidewinder-skeyti og eitt AMRAAM-flugskeyti sem er langdrægara en þau fyrmefndu. Tvær þotanna komust undan með því að fljúga út úr lofthelgi Bosn- íu í átt til Króatíu. Útvarpið í Sarajevo sagði ac serbneskar og króatískar orrustu- þotur hefðu gert loftárásir á tvenn skotmörk múslima í gærmorgun. Klukkan 6:15 að staðartíma, 5:15 Reuter Galeb-þotan ^ GALEB-þoturnar sem skotnar voru niður yfir Bosníu í gærmorgun eru smíðaðar af SOKO-flugvélaverk- smiðjunum í Mostar. Þær ganga manna á meðal undir nafninu mávurinn. Þær eru búnar fallbyssum og geta borið rúmt tonn af sprengjum og flugskeytum en á myndinni má sjá þann vopnabúnað sem þotan ber. valdið miklu tjóni, m.a. á sjúkra- húsi. Hermt er að verksmiðjan sem skotið var á í Novi Travnik hafi verið helsta skotfæraverksmiðja múslima. Nebojsa Radmanovic, tals- maður hers Bosníu-Serba, full- yrti að Serbar hefðu engar þotur misst og vísaði því á bug að Galeb- þoturnar hefðu farið í Ioftið í Banja Luka, stærstu borg sem Serbar hafa á sínu valdi í Bosníu. Þoturnar sem skotnar voru nið- ur eru framleiddar af SOKO-flug- vélavérksmiðjunum í Mostar en talið hefur verið að Bosníu-Serbar hefðu yfir samtals 20 slíkum að ráða og alls 37 herflugvélar og jafn margar þyrlur. Galeb-þoturn- ar ganga manna á meðal undir heitinu mávurinn. Þær eru tveggja sæta og notaðar fyrst og fremst sem þjálfunarþotur fyrir herflug- menn og þó þær séu einnig gerð- ar til þátttöku í hemaði fá þær ekki rönd við reist lendi þær í klóm F-16 sem gengur und- ir nafninu fljúgandi fálki. Galeb þoturnar eru búnar tveimur léttum fallbyssum og geta borið klasa- sprengjur og flugskeyti undir hvorum væng, samtals um 1.200 kíló. Flugvélarnar eru knúnar Rolls Royce-hreyfli og fljúga á allt að 910 kílómetra hraða. Orrustuþotur úr flugsveitum NATO skutu í gærmorgun niöur fjórar orrustuflugvélar Bosníu-Serba yfir Bosníu. Þoturnar rufu flugbann Sameinuöu þjóöanna og geröu loftárásir á skotfæra verksmiöju múslima. Helsta flugstöö Bosníu-Serba G-4 Galeb Lítil árásarþota búin fallbyssum, klasasprengjum flugskeytum. Þotan er aubveld bráb fyrír F-16. vopnaverk- smiöja múslima REUTER Bandarískar F-16 þotur Ein hrabfleygasta og meb- færílegasta bardagafiugvél heims, búin fallbyssum og flugskeytum til ab granda flugvélum. að íslenskum tíma, hefðu serb- neskar flugvélar ráðist á borgina Bugojno og króatískar flugvélar hefðu gert loftárás á verksmiðju í Novi Travnik klukkan 6:58 að staðartíma. Sagði útvarpið að þot- urnar hefðu rennt sér þrisvar nið- ur yfir íbúðahverfi í Bugojno og Sprengjutilræði íBeirut TÍU manns fórust, þar á meðal fjögurra ára barn, og 60 særðust í sprengjutilræði í kirkju maron- íta, kristinna Líbana, í Beimt á sunnudag. Stjórnmálaleiðtogar og aðrir ráðamenn úr röðum krist- inna jafnt sem múslima voru yfir- leitt á einu máli um að líklegast væri að ísraelar stæðu með ein- hveijum hætti að baki tilræðinu. Hefði ætlunin verið að leiða at- hygli umheimsins frá fjöldamorð- inu í Hebron á föstudag er ísra- elskur öfgamaður myrti yfír 40 múslima í mosku. „Eg held ekki að múslimi gæti gert svona nokk- uð“, sagði einn syrgjendenna í Beirut grátandi. „Þetta var gert til að auka misklíð milli múslima og kristinna. ísrael er á bak við þetta“. Myndin er frá útföreins fómarlambsins í gær. Reuter Danska stjórnin missir meirihluta STJÓRN Jafnaðarmannaflokks- ins í Danmörku tapaði meiri- hluta sínum á þinginu í gær þegar Bente Juncker, fyrrver- andi félagsmálaráðherra, sagði sig úr Miðdemókrataflokknum, einum af þremur miðjuflokkum sem styðja stjómina. Sam- steypustjómin hefur því nú að- eins 89 þingsæti af 179. Ekki er þó talið að stjórnin falli þar sem Juncker lofaði að styðja stjórn Pouls Nyrups Rasmussens sem óháður þingmaður. íkveikja í Lundúnum ÁTTA manns biðu bana og 16 brenndust í eldi í klámkvik- myndahúsi í miðborg Lundúna á sunnudag. Maður sást hlaupa frá byggingunni með bensín- brúsa eftir að eldurinn blossaði upp og lögreglan telur að hann hafi hellt bensíni niður í húsinu, hugsanlega inn um bréfalúgu. Að sögn lögreglu var neyðarút- gangurinn í húsinu lokaður þannig að eina útgönguleiðin var um anddyrið þar sem eldurinn var kveiktur. Gummer úr þjóðkirkjunni JOHN Gummer, umhverfismála- ráðherra Bretlands, kvaðst í gær ætla að segja sig úr Ensku bisk- upakirkjunni, þjóðkirkju Eng- lands, til að mótmæla þeirri ákvörðun hennar að heimila prestvígslu kvenna. Gummer ætlar að ganga í kaþólsku kirkj- una. Undrandi á heilbrigðis- reglum MICKEY Kantor, viðskiptafull- trúi Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn myndu ekki sætta sig við hömlur sem Frakk- ar hafa sett á fiskinnflutning. Hann útskýrði ekki nánar hvaða ráða yrði gripið til en sagði „fremur erfitt" að skilja áhyggj- ur franskra stjórnvalda af heil- brigði innfluttra vara, benti á að hertar reglur hefðu fyrst ver- ið teknar í notkun eftir að sjó- menn efndu til mótmæla gegn innflutningi. 22 falla í Suð- ur-Afríku AÐ MINNSTA kosti 22 menn biðu bana í átökum stríðandi fylkinga blökkumanna í Suður- Afríku um helgina, einkum í Natal-héraði, höfuðvígi Inkatha- frelsisflokksins. Tveir vopnaðir menn réðust inn í samkomuhús í Enhlalakahle og skutu leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (ANC) á svæðinu. Lorena Bobb- itt laus LORENA Bobbitt, sem skar undan eiginmanni sínum með eldhúshnífi í fyrra, var látin laus í gær úr geðsjúkrahúsi þar sem hún hefur verið í rannsókn frá því að dómstóll úrskurðaði að hún hefði framið verknaðinn í stundarbijálæði. Dómstóllinn féllst á tillögu geðlækna um að konan yrði látin laus en yrði áfram á göngudeild sjúkrahúss- ins. Bobbitt sagði þegar henni var sleppt að hún liti á málið sem „lærdómsríka reynslu" og kvaðst hlakka til að eignast börn með einhverjum öðrum en John Bobbitt, sem hún er að skilja við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.