Morgunblaðið - 01.03.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
25
Ríkissaksóknari Rússlands segir af sér eftir að uppreisnarleiðtogum var sleppt
Kazamiík sakar Borís Jeltsín
um að „traðka á lögunum“
Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph.
ALEXEJ Kazanník, fyrrverandi ríkissaksóknari Rússlands, sakaði í
gær Borís Jeltsín forseta og aðstoðarmenn hans um að „traðka á
lögunum". Kazanník sagði af sér embættinu ásamt fjórum undir-
mönnum eftir að Jeltsín hafði lagt að honum að hunsa ákvörðun
Dúmunnar, neðri deildar þingsins, um að veita leiðtogum valdaránst-
ilraunanna í október siðastliðnum og í ágúst 1991 sakaruppgjöf.
Reuter
„Hetja Sovétríkjanna“ leyst úr haldi
ALEXANDER Rútskoj, fyrrverandi varaforseti Rússlands, gengur
út úr Lefortovo-fangelsinu á laugardag, klæddur búningi hershöfð-
ingja í flugher Sovétríkjanna fyrrverandi og með orður sem hann
fékk fyrir frækilega framgöngu í stríðinu í Afganistan. Rútskoj, sem
hyggur á forsetaframboð, er allnokkuð breyttur eftir hartnær fimm
mánaða fangelsisvist, kominn með alskegg.
„Látum þá skammast sín sem
traðka á lögunum til að uppheíja
sjálfa sig,“ sagði Kazanník. „Afsögn
mín tengist þeirri staðreynd að ég
var beðinn um að bijóta lögin en
lögbrot koma ekkitíl greina af minni
hálfu.“
Golúshko vikið frá
Leiðtogar valdaránstilraunanna
voru látnir lausir úr fangelsi á laug-
ardag þrátt fyrir tilraunir Jeltsíns
og aðstoðarmanna hans til að sann-
færa Kazanník um að Dúman hefði
farið út fyrir valdsvið sitt með því
að samþykkja sakaruppgjöfma. Kaz-
anník sagði að Jeltsín hefði fyrirskip-
að sér, Viktor Jerín innanríkisráð-
herra og Níkolaj Golúshko, yfír-
manni gagnnjósnadeildar rússnesku.
leyniþjónustunnar, að láta fangana
ekki lausa. Kazanník kvaðst hafa
rætt við Jeltsín í síma en forsetinn
hefði þrisvar sinnum neitað að breyta
fyrirmælum sínum. „Finndu leið út
úr þessu,“ á Jeltsín að hafa sagt.
Kazanník var álitinn skjólstæðingur
Jeltsíns, en kvaðst hafa sagt af sér
vegna þess að hann hefði ekki getað
tekið þátt í lögbrotum.
Lefortovo-fangelsið í Moskvu, þar
sem upþreisnarmennirnir voru í
haldi, var undir stjórn Golúshkos
þar til í síðustu viku, þegar það var
sett undir stjórn ríkissaksóknarans.
Jeltsín tilkynnti í gær að Golúshko
hefði verið vikið frá, en greindi ekki
frá ástæðunni. Líklegt þykir að
brottreksturinn tengist deilunni um
sakaruppgjöfína, en Golúshko kann
Mótmæla
aðgerðum
Grikkja
Aþenu. Reuter.
DOUGLAS Hurd, utanríkisráð-
herra Bretlands, hvatti í gær
Grikki til að aflétta viðskipta-
banni sínu á Makedóníu í fyrrver-
andi Júgóslavíu. Mikillar reiði
gætir meðal annarra Evrópu-
sainbandsríkja í garð Grikkja og
sagðist Hurd vera að láta í ljós
skoðanir þeirra allra, en hann
átti í gær fundi með griskum
ráðamönnum.
Hurd sagði menn gera sér vel
grein fyrir áhyggjum Grikkja vegna
Makedóníu enda hefðu þær ítrekað
verið látnar í Ijós á undanförnum
mánuðum. „Þær réttlæta hins vegar
að okkar mati ekki aðgerðir
Grikkja, sem skaða hagsmuni fyrr-
um júgóslavneska lýðveldisins
Makedóníu og eru að auki ólöglegar
og grafa undan orðstír og áhrifum
Grikkja,“ sagði Hurd á blaða-
mannafundi.
Grikkir vilja að Makedóníumenn
kalli land sitt öðru nafni en nyrsta
hérað Grikklands ber saman nafn.
Óttast Grikkir að Makedóníumenn
muni gera landakröfur á hendur
Grikkjum en í grísku Makedóníu
búa 2,5 milljónir manna. í lýðveld-
inu Makedóníu búa um 2 milljónir
manna, aðallega af slavneskum eða
albönskum uppruna. Þann 16. febr-
úar sl. ák\að Andreas Papandreou,
forsætisráðherra Grikklands, að
loka fyrir aðgang Makedóníumanna
að hafnarborginni Thessaloniku, en
þeir hafa ekki annar staðar aðgang
að sjó.
einnig að hafa verið vikið frá vegna
máls bandaríska leyniþjónustu-
mannsins Aldrichs Ames, sem var
handtekinn í Bandaríkjunum fyrir
njósnir í þágu Rússa í síðustu viku.
Talsmaður Jeltsíns sagði á sunnu-
dag að forsetinn áskildi sér rétt til
að hnekkja ákvörðun þingsins og
sagði hana bijóta í bága við stjóm-
arskrána. Andrej Kozyrev utanríkis-
ráðherra lýsti helstu ieiðtogum upp-
reisnarmannanna í október, Alex-
ander Rútskoj, þá varaforseta, og
Rúslan Khasbúlatov, forseta gamla
þingsins, sem glæpamönnum og
kvaðst vona að þeir yrðu aftur sett-
ir í fangelsi.
„Rútskoj í forsetaembættið"
Rúslan Khasbúlatov gekk fyrstur
út úr Lefortovo-fangelsinu í Moskvu
á laugardag. Hann var þreytulegur
og kinnfiskasoginn eftir hartnær
fimm mánaða fangelsisvist en með
sigurglampa í augunum þegar hóp-
ur stuðningsmanna hans fagnaði
honum fyrir utan fangelsið. Næstur
kom Rútskoj, með alskegg og valtur
á fótum, klæddur búningi hershöfð-
ingja í flugher Sovétríkjanna fyrr-
verandi og með orður sem hann
fékk fyrir frækilega framgöngu í
stríðinu í Afganistan. „Rútskoj í
forsetaembættið!" hrópuðu hundruð
stuðningsmanna hans fyrir utan
fangelsið.
A meðal þeirra sem fögnuðu
föngunum var þjóðernisöfgamaður-
inn Vladímír Zhírínovskíj, sem lét
ekki hjá líða frekar en fyrri daginn
að halda sér í sviðsljósinu. „Vel
gert, strákar," sagði hann. „Þetta
er okkar dagur!“
Khasbúlatov lét svo um mælt á
sunnudag að hann hefði „ímugust
á stjórnmálamönnum nútímans" og
ætlaði að hætta afskiptum af stjórn-
málum Rússlands. Hermt var að
hann hygðist fara til heimahéraðs
síns, Tsjetsjeniju, sem hefur lýst
yfir sjálfstæði frá Rússlandi.
Samstarfsmaður Rútskojs sagði
að hann myndi gefa kost á sér í
næstu forsetakosningum, sem verða
ekki síðar en árið 1996.
Staða Jeltsíns virðist veik og sig-
ur hans yfir uppreisnarleiðtogunum
í október þykir hafa breyst í ósigur.
Líkurnar á að hann nái endurkjöri
hafa minnkað verulega. Deilan við
Dúmuna um sakaruppgjöfina end-
urspeglar djúpstæðan ágreining við
þingið sem gæti leitt til uppgjörs
og skaðað hann frekar.
Á meðan batnar staða hugsan-
iegra frambjóðenda í forsetakosn-
ingunum, miðjumannsins Viktors
Tsjernomyrdíns forsætisráðherra,
umbótasinnans Grígoríjs Javlínskíjs,
auk Rútskojs og Zhírínovskíjs.
Moldova
Sjálfstæðis-
sinnar sigra
Kishinyov. Reuter.
HELSTI flokkur sjálf-
stæðissinna í Moldovu, fyrr-
verandi lýðveldi Sovétríkj-
anna, vann mikinn sigur í
þingkosningum sem fram
fóru á sunnudag og forystu-
mennirnir lofuðu að tryggja
áframhaldandi sjálfstæði
landsins gagnvart Rúmeníu
og Rússlandi.
Lýðræðislegi bænda-
flokkurinn, sem vill halda
sjálfstæði Moldovu, fékk 42%
atkvæða, samkvæmt fyrstu
töjum. Þjóðarflokkurinn, sem
er hlynntur sameiningu
Moldovu og Rúmeníu, galt
hins vegar afhroð, fékk aðeins
7% atkvæða og varð þriðji.
Flokkurinn var stærstur í síð-
ustu kosningum árið 1991,
með rúman þriðjung þing-
sæta.
*@K)
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum
fljótt
• Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni
• Hár
• Dömubindi
• Sótthreinsar
einnig lagnir
One Shot fer
fljótt að stíflunni
af því að það er
tvisvar. sinnum
þyngra en vatn.
Útsölustaðir:
Shell- og Esso
-stöðvar
og helstu byggingavöru-
verslanir.
Dreifing: Hringás hf.,
sími 677878 - fax 677022
TILKYNNING!
Kæru viðskiptavinir um land allt!
Besta ráðið til að þið finnið lægsta verðið á "original"
Hewlett-Packard prentdufti er að gera verðsamanburð.
RRENTDUFT
ÁBETRA
—VERBU
Þegar þig vantar "original" prentduft (toner)
Hewlett-Packard prentarann þinn hafðu
þá samband við okkur. Við komum
til móts við þig í verði og
þjónustu! Og meira en það:
Við kaupum af þér
gömlu prenthylkin!
Njóttu öryggis með rekstrarvörum frá..
0 L I) k
Tæknival
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665
+ heimsending þér að kostnaðarlausu!
Útsalan hefst í dag
Laugavegi 4 - Sími 14473