Morgunblaðið - 01.03.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.03.1994, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994 Vilt þú fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í hestamennskunni? Gerist áskrijendur! Á EIÐFAXI TÍMARIT HESTAMANNA Sími 91-685316 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, simi 671800 Kynbótasýning á Landsmóti Þokki og Kjarval munu bítast um sigur í heiðursflokki Nýjar reglur um röðun afkvæmahryssna Hestar Subaru Legacy 1.8 Sedan '91, rauður, 5 g., ek. 56 þ., sóllúga, dráttarkúla, rafm. í rúðum o.fl. V. 1380 þús. Toyota Double Cab diesel '92, rauður, 5 g., ek. 46 þ., upphækkaður, 33“ dekk, lengd skúffa, brettakantar o.fl. Vsk-bíll. V. 1890 þús. Valdimar Kristinsson Sá er orðinn siður að tilnefna hvert ár eftir einhverju góðu mál- efni sem hefur forgang fram yfir önnur mál. Hestamenn láta slíkt ekkert rugla sig í ríminu og vita sem er að líðandi ár er landsmóts- ár sem ekkert þarf að útskýra frekar og setur það sifellt meiri svip á hestamennskuna eftir því sem nær líður móti. Landsmót- skandídatar eru víða þjálfaðir um þessar mundir, spennan magnast dag frá degi og ekki laust við greina megi glímuskjálfta hjá mörgum tamningamanninum. Að sjálfsögðu verður fylgst vel með framvindu mála í undirbúningi fyrir mótið í hestaþættinum og verður þessi þáttur tiieinkaður kynbótahrossunum sem að margra mati er alfa og omega landsmótanna. Einn af hápunktum kynbótasýn- ingar er afkvæmasýning stóðhesta þar sem fremstu stóðhestar landsins fá sinn endanlega gæðastimpil. Eins og tíðkast hefur síðustu átta árin er þeim raðað í sæti eftir kynbótamati Búnaðarfélags íslands (BLUP-inu margumtalaða) þannig að ekki ríkir eins mikil spenna á sjálfu mótinu um þennan þátt og með gamla kerfinu þar sem úrslit verða kunn rúmri viku fyrir mótið. Hinsvegar eru menn flestir hveijir orðnir sammála um að kynbótamatið gefi betri og raunhæf- ari mynd af hestunum sem kynbóta- gripum en gamla kerfið. Fá fjórir hestar heiðursverðlaun? Línur eru nokkuð skýrar í dag um hvaða afkvæmahestar muni raða sér í efstu sætin. í heiðursverðlauna- flokki þar sem hestar þurfa að ná 125 stiga markinu fyrir 50 dæmd afkvæmi eða fleiri munu þeir Þokki frá Garði og Rjarval frá Sauðárkróki berjast um efsta sætið. Staða Þokka er sýnu betri í dag þótt yfirburðir hans séu ekki sh'kir að hann teljist öruggur. Er hann með 137 stig fyrir 52 dæmd afkvæmi en Kjarval hefur 134 stig fyrir 58 afkvæmi. Verið er að yfirfara kerfið og endurreikna ýmsa þætti eða beija í gamla bresti eins Kristinn Hugason orðaði það. Taldi hann það ekki hafa mikil áhrif á röð efstu hestanna en benti hins vegar á að dómar vorsins fram að landsmóti yrðu teknir inn í kynbóta- matið. Þar gætu að sjálfsögðu átt sér stað einhveijar sviptingar. Búist er til dæmis við talsverðum fjölda hrossa undan Kjarval til dóms sem er talsvert yngri en Þokki en á móti An'd segja að Þokki var ekki uppgöt- vaður almennilega fyrr en ’88 og ’89 þannig að gera má ráð fyrir að í vor komi fram eitthvað af nýjum snilling- um undan honum. Slagur þessara tveggja um toppsætið verður spenn- Ef ekki er vel staðið að málum er eins víst að þar fari fram útför hests- ins sem kynbótahests svo óvæginn sem niðurstaða brekkudómara getur verið. En af hestum sem líklegir þykja má nefna þá Kolfinn frá Kjarn- holtum, Stíganda frá Sauðárkróki og Gassa frá Vorsabæ sem allir eru með stig til heiðursverðlauna en vantar fleiri afkvæmi. Reyndar vantar Stíg- anda 3 afkvæmi til að ná 1. verð- launamörkunum en líklegt þykir að þau muni skila sér í forskoðun í vor. Þá er Adam frá Meðalfelli kominn í 1. verðlaunaflokkinn og spurning hvort hann komi ekki fram á nýjan leik með afkvæmum. Einnig mætti nefna Kolfinnssoninn Dag frá Kjarn- holtum sem er með stig til heiðurs- verðlauna en var.tar 7 afkvæmi til að ná fyrstu verðlaunum. Hér eru nefndir til sögunnar nokkrir hestar sem gætu komið við sögu á landsmót- inu en vafalaust mætti nefna fleiri en þessi upptalning látin duga að sinni. Frumkvæðið í höndum hesteigenda Við röðun á afkvæmahryssum í verðlaunasæti á mótinu verður nú notað nýtt kerfi. Hingað til hefur verið farið eftir gamla kerfinu þar Baráttan um efsta sætið í heiðursverðlaunaflokki stóðhesta mun standa á milli Kjarvals frá Sauðákróki sem Einar Öder Magnússon situr, og Þokka frá Garði. Niðurstaðan verður kunn 20. júní. andi og má segja að úrslit ráðist ekki fyrr en á síðustu metrunum eins og sagt er í fijálsu íþróttunum. Feyk- ir frá Hafsteinsstöðum er ásamt Við- ari frá Viðvík kominn yfir heiðurs- verðlaunamörkin, Feykir er með 59 afkvæmi dæmd en Viðar 52. Otur frá Sauðárkróki er mjög nærri mörkunum, með 129 stig, en vantar 3 afkvæmi til að fylla fimmta tuginn. Feðgar í fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi? Hestarnir sem keppa til fyrstu verðlauna eru fleiri og líklega óráðnari gáta hveijir þeirra munu vinna sér rétt til að koma fram á landsmóti. Ekki má gleyma því að þótt hestar eigi réttinn er það ekki sjálfgefið að þeir verði sýndir því hægara er um að tala en í að kom- ast að afkvæmasýna hest. Slík sýn- ing þarfnast mikils undirbúnings og fyrirhyggju. Velja þarf afkvæmin vandlega sem koma fram á mótinu og er þar aldeil- is ekki nóg að fylla bara upp í töluna. sem eingöngu hefur verið farið eftir meðaleinkunnum afkvæmanna. Nú verður reiknað eftir einkunnum af- kvæma þar sem tekið er með inn í leiðrétting fyrir sýningarár, kynbóta- gildi föður, aldur og kynferði afkvæ- manna. Einkunnatölur eru gefnar upp í samræmi við kynbótamatið (BLUP-kerfið) og segja reglurnar að hryssur sem eru með 120 stig eða hærra fyrir 5 afkvæmi eða fleiri í útreikningi og mæti með 4 afkvæmi í sýningu hljóti heiðursverðlaun. Til að hljóta fyrstu verðlaun þarf hryssa að hljóta 115 stig eða hærra fyrir 4 afkvæmi eða fleiri í útreikningi og mæta með 3 afkvæmi á sýningu eða ná 110 til 119 stigum fyrir 5 af- kvæmi eða fleiri og mæta með 3 afkvæmi til sýningar. Omögulegt er að átta sig á hvaða hryssur munu eiga möguleika á farmiða á landsmót þar sem ekki er hægt að fara beint eftir kynbótamati BÍ (BLUP-inu) þar sem ekki er um sömu reikniaðferðir að ræða. Benti Kristinn á að þar þyrftu hryssueigendur að hafa frum- kvæði í að láta kanna hver staða éinstakrar hryssu væri sem þeir teldu hugsanlega eiga möguleika til verð- launastigs. Tók hann reyndar fram varðandi allar afkvæmasýningar að frumkvæðið væri alltaf í höndum hesteiganda en ekki ráðunauta BÍ. Verða því eingöngu reiknaðar út stöður þeirra hryssna sem fyrir- spurnir berast um og er því ástæða til að hvetja hryssueigendur að ígrunda vel hvort hryssan eða hryss- ur þeirra eigi möguleika á landsmóts- ferð. Sagði Kristinn þessa nýju að- ferð hafa mikla yfirburði yfir gamla fyrirkomulagið sem hafði bersýni- lega mikla skekkju í för með sér þar Toyota Carine E '93, blár, sjálfsk., ek. 26 þ., 1600, rafm. í rúðum, central læs. o.fl V. 1450 þús. MMC Colt GL ’90, grænsans, 5 g. ek. 72 þ. V. 650 þús. Toyota Double Cab SRS bensfn '93, m/húsi, 5 g., ek. 20 þ., álfelgur, brettakant- ar, 31“ dekk o.fi. V. 2.050 þús. Toyota 4Runner V-6 '93, 4ra dyra, 5 g., ek. 2 þ. km. V. 2.9 millj. Toyota Corolla XL '90, 3ja dyra, 4 g , ek. 70 þ. V. 680 þús. MMC Lancer GLX '92, silfurgrár, sjálfsk., ek. 23 þ. V. 1050 þús. stgr. Ford Ranger XLT '92, 4x4, V-6, 4,0I vél, blár, rafm. í rúðum, álfelgur, 3T' dekk. Einn m/öllu. V. 1590 þús., sk. á ód. Subaru Legacy station '90, brúnsans, 5 g., ek. 55 þ., rafm. í rúðum o.fl. Ath. Sum- ar og vetrardekk á felgum. V. 1270 þús. Chevrolet Blazer S-10 sport '91, 4,3 I. vól, vínrauður, sjálfsk., ek. 46 þ. km., rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1980 þús. stgr. MMC Colt EXE '92, 1500, 5 g„ ek. 44 þ„ rafm. í rúðum, álfelgur, spoiier, central o.fl. V. 990 þús. Honda Civic GL '89, 3ja dyra, hvítur, 5 g„ ek. 63 þ. V. 710 þús„ sk. á dýrari 300 þús. upp. MMC Lancer GLXi '93, vínrauður, sjálfsk., ek. 22 þ„ rafm. í rúðum, central læs o.fl. V. 1350 þús. Subaru station 1800 GL '91, blár, 5 g„ ek. 47 þ. V. 1070 þús. Vantar nýl. 7 manna bíl. Toyota 4Runner EFi '85, 5 g„ ek. 113 þ„ sérskoðaður, 35" dekk, 4:10 hlutf., sóllúga o.fl. Gott eintak. V. 1080 þús„ sk. á ód. Range Rover '85, sjálfsk., ke. aðeins 59 þ. V. 1380 þús„ sk. á ód. MMC Pajero V-6 '91, 5 g„ ek. 40 þ„ ál- felgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1980 þús„ sk. á ód. MMC Pajero V-6 '91, langur, grár/blár, sjálfsk., ek. 52 þ„ sóllúga, álfelgur, rafm. í öllu o.fl. V. 2.2 millj., sk. á ód. Toyota Corolla XLi '93, rauður, sjálfsk., ek. 14 þ„ spoiler o.fl. V. 1180 þús. Kolfinnur frá Kjarnholtum á rétt á að koma fram .á landsmótinu með afkvæmum og svo gæti farið að sonur hans Dagur frá Kjarn- holtum yrði þar einnig í sömu erindagjörðum. Knapi er Gísli Gíslason. Daihatsu Charade TS EFi 16v ’93, rauð- ur, 1300 vél, bein innsp., 5 g., ek. aðeins 6 þ. km. Sem nýr. V. 860 þús. Forskoðun fyrir landsmót 1994 Mai Júní 4. Dómar á Stóðhestast. BÍ. 1. Gaddstaðaflatir. Melgerðismelar. 5.-6. Dómar á Stóðhestast. BÍ. 2. Gaddstaðaflatir. Melgerðismelar. 7. Sýning á Stóðhestastöðinni 3. Gaddstaðaflatir Melgerðismelar. 16. Mosfellsbær/V armárb. 4. Gaddst.fl., yfirlitssýn. Melgerðism., yfirlitssýn. 17.-19. Víðidalur. 5. Gaddstaðafl., verðl.af. 20. Víðidalur, yfirlitssýning. 6. Snæfellsnes. Vindheimamelar. 23. Víðidalur, verðlaunaveiting. 7. Dalir. Vindheimamelar. 24. Vestfirðir. 8. V.-Húnavatnssýsla. Vindheimamelar. 25. Vestfirðir. Hornafjörður/Fornustekkar. 9. Borgarnes. Vindheimamelar. 26. Vestfirðir. Hérað/Stekkhólmi. 10. Borgarnes. Vindheimamelar. 27. Gaddstaðaflatir. Hérað/Stekkhólmi. 11. Borgarn., yfirlitss. A.-Húnavatnssýsla. 28. Gaddstaðaflatir. N.-Þingeyjarsýsla. 12. Vindheimam., yfirlitss. 30. Gaddstaðaflatir. Húsavík. 31. Gaddstaðaflatir. Svarfaðard./Flötutungur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.