Morgunblaðið - 01.03.1994, Page 33

Morgunblaðið - 01.03.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SIARZ 1994 33 Ráðstjóm við Þingvallavatn - afmælisgjöf einhverra? eftir Bjarna Helgason Undanfarin ár hefur starfað svo- kölluð samvinnunefnd um svæðis- skipulag i Þingvalla-, Grafnings- og Grímsneshreppum. Er talið, að nefndin sé nú á lokasprettinum með að skila af sér tillögum um skipulag þessara hreppa, þ.e.a.s. tillögu um stjórnun og meðferð náttúru og mannlífs á þessu svæði til næstu 20 ára. Sérstaklega er sótt að svæðinu umhverfis Þingvallavatn. Hug- myndir um sérstaka friðun þessa svæðis hafa sífellt gengið aftur í samvinnunefndinni, þrátt fyrir við- leitni einstakra heimamanna til að kveða þær niður. Svo langt hafa þessar hugmyndir þróast að í tillög- um nefndarinnar nú eru bein fyrir- mæli til yfirvalda um að vinna að gerð sérstakrar löggjafar til vernd- ar hinu meinta vatnasviði Þingvalla- vatns. Ráðgjafar þessarar skipu- lagsnefndar og kannski einhvetjir fleiri hafa meira að segja látið sér detta í hug að gefa mætti þjóðinni svona friðunarlöggjöf í afmæíisgjöf. Reyndar kemur hvergi nægilega skýrt fram hvað eigi að standa í svona löggjöf, en tóninn má lesa í viðtali við formann þessarar „sam- vinnunefndar“ í Mbl. 8. þ.m. Þar er haft eftir formanninum að rætt hafi verið um stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum, en talið óframkvæm- anlegt nema kaupa upp jarðir til viðbótar. Það er hins vegar látið liggja milli hluta hveijir hafi rætt þetta, samvinnunefndin, Þingvalla- nefnd eða kannski bara ráðgjafar nefndarinnar sjálfir. Patent-lausn- inni er þrátt fyrir þetta lýst í eftir- farandi orðum: Lög um vatnasvið „Fáir hafa almennt lagt meira af mörkum til bættrar umgengni við náttúruna en sumarbú- staðaeigendur.“ Þingvallavatns mundu í reynd vernda stórt svæði kringum þjóð- garðinn án þess að til þurfi að koma jarðakaup eða eignaupptaka. Það hefur áreiðanlega þótt óviðeigandi að tala um skerðingu á eignar- og afnotarétti samhliða þessari sér- stæðu lögskýringu nefndarfor- mannsins. Sjálfsagt munu einhverjir líka staldra við þá fullyrðingu að stað- festing ráðherra á hugsanlegu skipulagi gefi því lagagildi. Þetta er ámóta fráleitt og enn ein lögskýr- ingin sem haldið hefur verið að fulltrúum hreppanna að staðfesti þeir skipulagstillögurnar sé Alþingi nauðbeygt til að fara eftir þeim við hugsanlega lagasetningu. Það er sem sé verið að telja fulltrúum hreppanna trú um að þeir geti fyrir- fram bundið hendur Alþingis í sam- bandi við lagasetningu.'Hér er vafa- laust nýr vettvangur lögskýringa fyrir lögmenn landsins til að spreyta sig á. í viðtalinu við formanninn er reynt að slá ryki í augu lesenda með því að segjast hafa haft sam- ráð við Pétur M. Jónasson líffræð- ing í Danmörku varðandi tillögu að lagasetningu um vatnasvið Þing- vallavatns, af því að hann ásamt fleirum gaf árið 1992 út fræðirit um Þingvallavatn. Af því fræðiriti Bjarni Helgason er hvergi hægt að draga ályktun um þörf á sérstakri verndunar- eða friðunarlöggjöf fyrir gjörvallt Þing- vallavatnssvæðið. í greinargerð með tillögum sam- vinnunefndarinnar, dags. 21. jan- úar sl., er bent á að sumarhúsa- byggðinni fylgi mengunarhætta og er það auðvitað sameiginlegt allri annarri byggð í landinu. En þetta er í rauninni rauði þráðurinn í sam- eiginlegri greinargerð ráðgjafanna, dags. 12. nóvember á sl. ári um verndun vatnasviðs Þingvallavatns og bakgrunnurinn að ósk þeirra um sérstakar friðunarráðstafanir af hálfu Alþingis. Svo langt er gengið, að á bls. 42 í þeirri greinargerð, sem reyndar virðist eiga að vera viðauki nr. 2 eða 3 í síðustu útgáfu skipulagstillagnanna og er endur- tekið þar á bls. 135, segir orðrétt: „Koma þarf í veg fyrir frekari mengun Þingvallavatns." I vísinda- ritinu mikla um Þingvallavatn sem ráðgjafarnir vitna ótæpilega til er samt ekkert um mengun þrátt fyrir rannsóknir í 18 ár og kostnað á við eitt raforkuver. Þessi fullyrðing um „frekari" mengun, sem er ein af hinum stóru forsendum skipulags- tillagnanna, fær því ekki staðist en hún lýsir aílvei hug forsjárhyggju- fólksins í garð sumarhúsaeigend- anna víðsvegar kringum vatnið. Fáir hafa almennt lagt meira af mörkum til bættrar umgengni við náttúruna en sumarbústaðaeigend- ur og fáir hafa verið sér meira meðvitaðir um umhverfi sitt. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar sumir ráðgjafa nefndarinnar vega að ræktunaráhuga og viðleitni fólksins til að skapa sér skjól og fegurð í lundum nýrra tjáa og vilja ráða því hvar og hverju hver og einn plantar. Hvílík ósvífni! Það er von að ráðgjafamir spyrji sjálfa sig á bls. 134 í skipulagstil- lögunum: „Hverju hvísluðu hrafnar Óðins, Huginn og Muninn, í eyru ■ HÚNVETNINGAFÉLA GIÐ í Reykjavík heldur árshátíð sína laugardaginn 5. mars kl. 19.15 í Akóges-salnum, Sigtúni 3. Skemmtikraftar úr heimahéraði ásamt kór félagsins sjá um skemmtiatriði. Dans á eftir. Miða- sala í Húnabúð þriðjudag kl. 17-21 og fimmtudag kl. 17-21. Snorra Sturlusonar á lögsögg- mannsárum hans.“ Kannski hafa þeir hvíslað að honum að fólkið vildi helst fá að vera í friði, laust við miðstýringu einhvers konar Þing- vallanefnda og ráða. - Fyrir hönd þeirra sem I verki hafa sýnt náttúru og umhverfi Þingvallavatns sóma hafna ég ráðstjórn um svæðið og lagasetningu þar að lútandi sem I besta falli gæti þjónað hégómaskap örfárra manna. Allir sem svæðisins njóta hljóta að bregðast mjög hart við hvers kyns viðleitni til þess að skerða rétt sinn umfram það sem þegar er gert í almennri löggjöf þjóðarinnar. Höfundur er jarðvegsfræðingur og formaður Félags landeigenda við Þingvallavatn. -------» ♦ ♦------ ■ BIBLÍUSKÓLINN við Holta-’ veg gengst fyrir námskeiði um málefni fjölskyldunnar út frá kristnu sjónarmiði og trúarlegt upp- eldi laugardaginn 5. mars kl. 10-17 í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58-60. Námskeiðinu er ætl- að að vera hagnýt hjálp til þeirra sem vilja veita börnum sínum trúar- legt uppeldi. „Fjölkyldan, heimilið, börnin — kristin fjölskylda í nútíma- samfélagi" er heiti fyrsta fyrirlest- ursins sem fluttur verður af Ragn- ar Gunnarssyni kristniboða. SSðan íjallar Anna G. Hugadóttir, hús- móðir og uppeldisfræðinemi, um trúarþroska barna, en Gunnar J. Gunnarsson lektor leitar svara við'" því hvernig við getum alið upp til trúar og talar um þau vandamál sem foreldrar og forráðamenn standa frammi fyrir í uppeldi barna. Að lokum verða almennar umræður um efni þess og umræðuhópar að störfum. Námskeiðið er öllum opið sem áhuga hafa á trúarlegu upp- eldi. Námskeiðsgjald er 800 kr. en það er einkum fyrir léttum hádegis- verði og kaffi. Skráning fer fram S síma 678899 og lýkur fimmtudag- inn 3. mars. . - skólar/námskeið stjórnun ■ Breytum áhyggjum í uppbyggjandi orku! ITC námskeióið Markviss málflutningur. Upplýsingar: Kristín Hraundal, sími 34159. starfsmenntun ■ Námskeið hjá Stjórnunarfélagi fslands: Endurgerð vinnuferla (Re-engine- ering the Corporation) 2. mars kl. 15.00-17.00. Leiðin til árangurs (Phoenix) 2., 3. og 4. mars kl. 12.00-18.00. Leiðin til árangurs (Phoenix) 8., 9. og 10. mars kl. 16.00-22.00. Leiðir til sterkrar samningsstöðu 9. og 10. mars kl. 13.00-17.00. Markaðs- og söluáætlun fagmannsins 14. og 15. mars kl. 13.00-17.30. Símsvörun og þjónusta í síma 14. og 15. mars kl. 9.00-12.00. Þekking - þjálfun - þátttaka (námskeið f. konur) 15. mars kl. 13.00-17.30. Nánari upplýsingar í síma 621066. tungumál ■ Enskuskóli nærri York Alm. námskeið 2-20 vikur. Stöðupróf í upphafi náms. Fámennir hópar (6-7). Viðurkennd próf ef óskað er. Upplýsingar gefur Marteinn M. Jóhannsson í s. 811652 á kvöldin. Enska málstofan ■ Enskukennsla: ★ Einkakennsla fyrir einn eða fleiri á afar hagstæðu verði. ★ Aðstoð og ráðgjöf til fyrirtækja vegna þjálfunar og sjálfsnáms í ensku. ★ Viðskiptaenska, aðstoð við þýöingar o.fl. Upplýsingar og skráning í sfma 620699 frá kl. 14-18 alla virka daga. ENSKUSKÓLINN Túngötu 5. Hin vinsæiu 7 vikna enskunámskeið eru að hefjast. ★ Áhersla á talmál. ★ 10 nemendur hámark í bekk. ★ 10 kunnáttustig. Einnig er í boði: Viðskiptaenska, rituð enska, umræðu- hópar, toefl-undirbúningur. Einkatímar. Tungumálaskólar í Englandi. ★ Enskir sérmenntaðir kennarar. ★ Markviss kennsla í vinalegu umhverfi. Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar í síma 25900. tÖlvur ■ Næstu námskeið Tölvu- og verk- fræðiþjónustunnar, s. 688090: ■ Macintosh fyrir byrjendur. Nauð- synlegur undirbúningur fyrir notkun tölvunnar, 7.-10. mars kl. 16-19 eða 14.-17. mars kl. 9-12. ■ Excel töflureiknirinn. 15 kist. námskeið um töflureikninn frábæra, 14.-18. mars kl. 16-19. ■ Windows og PC grunnur. 9 klst. námskeið um grunnatriði tölvunotkunar og Windows. 7.-9. mars kl. 13-16. ■ Windows kerfisstjórnun. Fyrir þá sem vilja vita miklu meira um Windows. 15.-18. mars kl. 9-12. ■ Power Point. 6 klst. námskeið um notkun forritsins við glærugerð og fram- setningu, 7.-8. mars kl. 16-19. ■ Word ritvinnslan fyrir Macintosh og Windows. 15 klst. fjólbreytt rit- vinnslunámskeið, 7.-11. mars kl. 9-12. ■ PageMaker umbrotsforritið. Námskeið um uppsetningu og umbrot blaða, bóka, fréttabréfa, eyðublaða o.fl., 14.-18. mars kl. 16-19. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, s. 688090. ■ Bókhaldsnám Bókfærsla fyrir byrjendur, 16 klst. Bókhaldsnám fyrir þá sem starfa vilja sjálfstætt við bókhald, 72 klst. Með nám- inu fylgir skólaútgáfa af fjárhags- og við- skiptamannabókhaldi og 30% afsláttur allt að 45.000 kr. til kaupa á STÓLPA bókhaldshugbúnaði. Innritun í dag- og kvöldhópa er hafin í síma 616699. Fk Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28. simi 616693 ■ Tölvunámskeið - Windows 3.1 - PC grunnnámskeið - Word fyrir Windows og Macintosh - WordPerfect fyrir Windows - Excel fyrir Windows og Macintosh - PageMaker fyrir Windows/Macintosh - Paradox fyrir Windows - Tölvubókhald - Novell námskeið fyrir netstjóra - Word og Excel framhaldsnámskeið Kennt er á nýjustu útgáfur og veglegar kennslubækur fylgja öllum námskeiðum. Upplýsingar og skráning í síma 616699. Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, simi 616699 tómstundlr ■ Ný námskeið að hefjast Glerperiugerð, brauðtertur, fluguhnýt- ingar, sjálfsnudd, garðrækt, trjáklipping- ar, litur og lýsing. Tómsstundaskólinn, sími 677222. ýmlslegt ■ Enska 103 og 203, kr. 10.200 - Bréfaskólinn. ■ Siglingafræði, kr. 12.200 - Bréfaskólinn. ■ Tölvubókhald, kr. 9.800 - Bréfaskólinn. ■ Bókfærsla, kr. 7.500 - Bréfaskólinn. ■ Arabíska, kr. 7.800 - Bréfaskólinn. Öll námsgögn og yfirferð verkefna innifalin. Sendum ókeypis kynningarefni. Hlemmi 5, pósthólf 5144, 125 Reykjavík, síml 91-629750. 1994 1. 16., 17., 21. og 22. mars. 2. 6., 7., 11. og 12. apríl. 3. 13., 14., 18. og 19. apríl. 4. 27., 28. apríl og 2. og 3. maí. 5. 4., 5., 9. og 10. maí. 6. 25., 26., 30. og 31. maí. 7. 1., 2., 6. og 7. júní. 8. 8., 9., 13 og 14. júní. Kennsluefni: Umönnun barna og skyndihjálp. Upplýsingar/skráning: Sími 688188 kl. 8-16. ■ Orkubrautir likamans Fyrirlestur Þriðjudagskvöldið 1. mars kl. 20.30 verður haldinn fyrirlestur í sal SVFR á 2. hæð í Austurveri við Háaleitisbraut sem fjallar um: Orkubrautir líkamans - vegakort til vellíðunar. Fyrirlesari er Olfur Ragnarsson, læknir. Nálastungulækning- ar byggja á „acup- uncture", hinum fornu nálastunguað- ferðum Kínveija, en með þeim unnu þeir stórkostleg læknisafrek nokkur þúsund árum áður en vestræn læknisfræði kom til sögunnar. Kynntar verða helstu orku- brautir líkamans, lykilpunktar sýndir og fjallað um mikilvægi þess að um þessar orkubrautir sé jafnt orkuflæði til að við- halda heilbrigði líkamans. Þetta er fræðsla sem allir þurfa á að halda. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Aðgangseyrir er 300 kr. Nýaldarsamtökin ■ Candita - Sveppaóþolsnámskeið Hefst í kvðld, 4 skipti, kr. 6.900,-. Sólveig Eiríksdóttir býður upp á nám- skeið í matreiðslu grænmetisrétta úr hráefni sem er laust við sykur, hvítt hveiti, ger og óæskileg aukaefni. Leiðbeiningar frá ónæmissérfræðingi fylgja. Námskeiðin verða haldin á Matstof- unni á Næstu grösum, Laugavegi 20B. Uppl. og bókanir i sima 671812. handavinna ■ Ódýr saumanámskeið Aðeins 4 nemendur í hóp. Bæði dag- og kvöldtímar. Faglærður kennari. Upplýsingar í sfma 17356. ■ Waldorfsbrúðugerð Kvöld- og helgamámskeið. Upplýsingar í síma 44637. Hildur Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.