Morgunblaðið - 01.03.1994, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MARZ 1994
Gylfi Hjálmarsson
prentmi - Minning
Fæddur 13. janúar 1944
Dáinn 20. febrúar 1994
Mágur minn og kær vinur Gylfi
Hjálmarsson er látinn eftir stutt en
erfið veikindi. Það var sárt að sjá
þennan hávaxna og myndarlega
mann bugast líkamlega á jafn-
skömmum tíma og raunin varð. Það
varð strax ljóst eftir að Gylfi greind-
ist með krabbamein skömmu fyrir
jól að brugðið gæti til beggja vona
með bata. Gylfi tók á þeirri stöðu
á þann hátt sem alltaf hefur ein-
kennt hann. Af nákvæmni og sam-
wiskusemi gekk hann frá öllum sín-
um veraldlegu málum og tókst síðan
á við veikindi sín af æðruleysi en
þó alltaf af fullum krafti þar til
yfir lauk. Eftir sitjum við hin, hníp-
in og með tómleikatilfinningu í sál-
inni og veltum fyrir okkur af hveiju
þessi góði drengur hafi verið kallað-
ur burt úr þessu lífi svo snemma.
Gylfí var annað barn foreldra
sinna þeirra Hjálmars Guðmunds-
sonar skipstjóra og Huldu Guð-
mundsdóttur hjúkrunarfræðings,
eldri var bróðir hans Gunnlaugur
og yngri systir Sjöfn. Æskuheimili
hans var að Kjartansgötu 1 og á
sjötta áratugnum þegar hann var
-^ið alast upp var heilmikið rými
fyrir tápmikla stráka til leikja og
athafna í Norðurmýrinni, á
Klambratúninu eins og Miklatún
hét þa og svo auðvitað á Valsvellin-
um. íþróttirnar skipuðu stóran sess
í lífi hans. Á yngri árum lék hann
bæði handknattleik og knattspyrnu
með Val og síðar lengi með meist-
araflokki Fram í handknattleik.
Hann kvæntist árið 1966 eftirlif-
andi eiginkonu sinni Veru Snæ-
hólm. Þau eignuðust tvær dætur,
_*Magnhild og Veru Ósk, sem nú búa
báðar í Toronto í Kanada en ungan
son misstu þau skömmu eftir fæð-
ingu. Gylfi lauk námi í prentiðn
árið 1965 og starfaði síðan hjá
Morgunblaðinu allt til ársins 1969
að hann flutti með fjölskyldu sína
til Toronto í Kanada. Þar starfaði
hann síðan næstu tuttugu árin hjá
stórfyrirtækinu „Simpson Sears“
og vann við gerð pöntunarlista fyr-
irtækisins. Þegar Gylfí sneri aftur
til íslands árið 1989 hóf hann störf
Glæsileg Iviiífi-
hlaðborö fidlegir
salirogmjög
góð þjcmusliL
Upplýsingar
. í síma22322
0
FLUGLEIDIR
BÍTEL LtFTLElllR
á Morgunblaðinu á ný og vann þar
til dauðadags.
Ég minnist þess með þakklæti
hve vel hann tók mér strax er ég
kom inn í fjölskyldu hans er ég
kvæntist systur hans. Þó að hann
flyttist til Kanada skömmu síðar
áttum við Sjöfn þó eftir að eiga
margar góðar stundir með Veru og
Gylfa þau ár sem við bjuggum í
Bandaríkjunum. Það var að vísu
langt á milli okkar en við töluðum
saman í síma vikulega og flest jólin
okkar ytra nutum við gestrisni
þeirra. Eftir heimkomuna 1989
gáfust svo aftur fleiri tækifæri til
samveru með fjölskyldu og vinum
og áberandi var hve mikla um-
hyggju og natni hann sýndi foreldr-
um sínum á þessum tíma eins og
hann vildi bæta þeim upp þau ár
sem hann hafði verið fjarri heima-
högum.
Gylfi var ákaflega ljúfur maður
og þægilegur í umgengni, hann var
orðvar um aðra en lá hins vegar
ekkert á skoðunum sínum um mál-
efni sem honum voru hugleikin og
var rökfastur og fastur fyrir ef því
var að skipta.
Milli okkar Gylfa ríkti vinátta
sem aldrei bar skugga á og ég er
þakklátur fyrir að hafa fengið að
kynnast honum. Ég veit að ég á
eftir að sakna hans mikið, ekki síst
nú þegar styttist í vorið og ég hugsa
til þeirra skemmtilegu stunda sem
við áttum saman á golfvellinum síð-
astliðin sumur. Það er þungbær
reynsla aldraðra foreldra hans að
sjá nú á bak syni sínum en þeim
og ykkur, elsku Vera, Magnhild og
Vera Ósk, sem missirinn er sárast-
ur, bið ég að Guð gefi styrk til að
takast á við sorgina.
Sigurjón Arnlaugsson.
Okkur langar með fáum orðum
að minnast vinar okkar Gylfa
Hjálmarssonar, en þeim hjónum
Gylfa og Veru kynntumst við sum-
arið 1977 er við fluttum búferlum
til Kanada með börnin okkar tvö.
Þar bjuggu þau hjón ásamt dætrum
sínum í 20 ár og urðum við ná-
grannar.
Gylfi var sannur vinur og félagi,
mikill íþrótta- og íþróttaáhugamað-
ur sem hafði drengskap og heiðar-
leika í fyrirrúmi. Á hveijum laugar-
degi var farið á golfvöllinn, en á
eftir spjallað saman í garðinum, um
árangurinn og alla heima og geima.
Þegar við fluttumst öll til Islands
árið 1989 hélt kunningsskapurinn
og golfferðirnar áfram af fullum
krafti.
Kæri vinur, þín mun verða sárt
saknað. Þar sem ég sit yfir sjúkri
systur minni erlendis og get ekki
fylgt þér til grafar sendi ég þér
mínar bestu kveðjur. Vera mín,
Mæja og Ósk, við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur.
Erna og Bergþór.
Kynni okkar Gylfa Hjáimarsson-
ar voru slitrótt þá tæpa tvo áratugi
sem þau stóðu. Þar komu ekki að-
eins til landfræðilegar fjarlægðir,
íslenskur efniviður
íslenskar steintegundir henta margar
afar vel í legsteina og hverskonar
minnismerki. Eigum jafnan til fyrir-
liggjandi margskonar íslenskt efni:
Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró.
Áralöng reynsla.
Leitið SB S. HELGASQN HF
upplýsinga. IISTEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677
heldur einnig aldursmunur og ólík
áhugamál. Gylfi hafði verið keppn-
ismaður í íþróttum og þær áttu enn
sterk ítök í honum, hann unni
íþróttum af lífi og sái. Hins vegar
var áhugi minn á íþróttum að mestu
gufaður upp, það var einungis skák-
in sem ég hélt tryggð við. En við
áttum sameiginlegan reit í sagn-
fræði. Gylfi hafði áhuga á nútíma-
sögu, einkum persónusögu, las mik-
ið um þau efni og minni hans þar
var mikið og gott. En þótt kynni
okkar væru ekki nánari en þetta,
voru þau nógu djúp til þess að ég
þóttist þekkja hvern mann hann
hefði að geyma. Þess vegna kom
hetjulund hans í baráttu við ósigr-
andi sjúkdóm mér ekki á óvart.
Enginn sá á honum né heyrði að
hann vissi mætavel að hveiju
stefndi síðustu vikurnar.
Við fráfall Gylfa koma mér í hug
orðaskipti úr Njáls sögu. Fræg eru
orð Gunnars á Hlíðarenda, er þeir
bræður hann og Kolskeggur riðu
saman fram að Markarfljóti á leið
af landi brott, í útlegð. Hestur
Gunnars drap fæti, Gunnar stökk
af baki og varð litið upp til hlíðar-
innar og bæjarins að Hlíðarenda.
Þá mælti hann: „Fögur er hlíðin og
hefír mér hún aldrei jafnfögur
sýnst, bleikir akrar en slegin tún,
og mun eg ríða heim aftur og fara
hvergi." Þessi orð kannast hvert
mannsbarn við, en ekki er svar
Kolskeggs jafn þekkt og það á skil-
ið. Kjarni þess felst í ógleymanleg-
um orðum: „. . . hvorki skal eg á
þessu níðast og á engu öðru því er
mér er til trúað.“
Þannig hefði Gylfi einnig mælt.
Hann var hreinskiptinn og drengi-
legur, orðum hans mátti ávallt
treysta.
Slíks manns er gott að minnast.
Ástvinum Gylfa sendi ég innileg-
ar samúðarkveðjur.
Guðmundur Arnlaugsson.
Man ég hvað þeir Melar seiddu
margan ungan dreng til sín
segir í einu Valsljóði og mér dettur
það í hug þegar minningar um
Gylfa líða hjá í huganum. Ég hugsa
ekki um gömlu Melana heldur Hlíð-
arenda-svæðið sem dró okkur félag-
ana til sín og þar sem við á ung-
lingsárum bundumst vináttubönd-
um í leik og starfi.
Við strákarnir vorum í knatt-
spymu og handbolta og strax varð
Gylfi fastur leikmaður með yngri
flokkum Vals í þessum íþróttum.
Gylfi var traustur og sterkur í
markinu í fótboltanum en skothark-
an og baráttan var það sem hann
var þekktur fyrir í handboltanum.
í báðum greinum lék Gylfi síðan
meistaraflokksleiki með Val en
fljótlega skipti hann um félag í
handboltanum og gerði þá garðinn
frægan með sigurliði Fram á þess-
um árum og lék m.a. við hliðina á
bróður sínum, Gunnlaugi, hinum
kunna landsliðsmanni.
Á þessum árum var margt
skemmtilegt gert. Við vöndum
komur okkar á heimili hvor annars
og alltaf minnist ég þess hversu
velkominn ég var á Kjartansgötuna
heima hjá Gylfa.
Við fórum mikið saman upp í
Valsskála á vetrum þótt ekki vær-
um við neinir skíðamenn, heldur
sóttum við í útiveruna og félagslífið
í skálanum. Nokkrar keppnisferðir
eða skemmtiferðir voru farnar með
Val og mætti margt segja frá þeim
ferðum.
Þegar árin færðust yfir okkur
urðu þó tvær skemmtiferðir sem
við fórum í uppspretta mikils hlát-
urs og kátínu. Sú fyrri var farin
norður í Iand með dönskum vini
okkar þar sem við vorum að sýna
honum landið. Allt gekk þetta nú
vel þangað til átti að gista á Akur-
eyri í lok ferðarinnar. Peningarnir
voru af skornum skammti. Þessi
danski vinur okkar vildi endilega
inn á hótel. Það fannst okkur Gylfa
allt of dýrt og réðum við því að um
nóttina sváfum við í bílnum okkar
í næsta nágrenni við öskuhaugana
á Akureyri. Segir lítið af svefni
okkar þessa nótt en þetta var nú
landkynningin okkar. Seinni ferðin
okkar var öllu lengri. Þá ákváðum
við nokkrir félagarnir að það væri
ódýrara að sigla til Kaupmanna-
hafnar á 3. farrými Dronning Alex-
andrine en fara norður í land í sum-
arfríinu. Þó við værum nokkrir sem
ákváðum einn vordaginn að fara
út fórum við bara þrír í ferðina sem
var ógleymanleg og endaði með
viku í París áður en siglt var aftur
heim frá Kaupmannahöfn.
Gylfi var traustur félagi og það
sannaðist okkur spilafélögunum
sem höfum haldið hópinn í rúm 30
ár. Þegar Gylfi flutti ásamt Tjöl-
skyldu sinni til Kanada 1969 sökn-
uðum við vinar í stað og ánægja
okkar var mikil þegar hann kom
aftur. Þegar Gylfi mætti í spila-
klúbbinn fannst okkur eins og hann
hefði verið með alla tíð.
Þegar ákveðið var að Gylfi og
Vera flyttu heim til íslands aftur
þurfti hann að leita sér að vinnu.
Það lýsir vel hvem hug vinnuveit-
endur Gylfa á Morgunblaðinu báru
til hans, að þegar hann leitaði eftir
vinnu þar aftur var hann umsvifa-
laust boðinn velkominn til starfa.
Mér er minnisstætt hversu glaður
Gylfi var þegar hann sagði mér tíð-
indin.
Gylfi vildi hafa reglu á hlutunum,
orð áttu að standa og engum vildi
hann skulda neitt, ekki einu sinni
lítilræði. Þegar ég skrifa þetta sé
ég brosið hans fyrir mér þegar mér
er það ljóst að það er ég sem skulda
honum en hann ekki mér. Síðustu
ár gerðum við að venju að horfa
saman á víðavangshlaupið á sumar-
daginn fyrsta og fá okkur síðan
hressingu á einhveiju kaffihúsinu á
eftir, og það var hann sem borgaði
síðast.
Valsmaður var Gylfi mikill. Við
hjónin höfðum lengi haft hug á að
heimsækja þau Veru til Kanada.
Það varð svo loks 1981 að við fórum
í um tveggja vikna ferð til Toronto
en ekki alveg ein, heldur um 20
manna hópur Valsmanna, strákar
15-16 ára og fararstjórar. Gylfi og
Vera höfðu undirbúið móttökurnar
og fengið nágrannana í næstu hús-
um til að hýsa hópinn. Þarna nutum
við einstaklega skemmtilegrar ferð-
ar og móttökur eru enn og aftur
þakkaðar.
Ræktarsemin við Val var svo
aftur sýnd nú í ár þegar Gylfi bað
okkur vinina í spilaklúbbnum að
sleppa sér við afmælisgjöf og gefa
heldur peningana til einhverrar
starfsemi innan Vals, en það fannst
honum alveg sjálfsagt, af því við
værum allir Valsmenn.
Svona var Gylfi, ljúfur, elskuleg-
ur og drengur góður.
Gylfi er ótímabært farinn í sína
ferð, þá ferð sem við öll eigum fyr-
ir höndum.
í ljóði Snorra Hjartarsonar, Ferð,
segir skáldið:
En handan við Qöllin
og handan við áttimar og nóttina
rís turn ljóssins
þar sem tíminn sefur.
Inn í frið hans og draum
er förinni heitið.
Minningin um góðan félaga lifir.
Við spilafélagarnir og eiginkonur
okkar vottum öldruðum foreldrum,
systkinum og öðrum ástvinum sam-
úð okkar.
Elsku Vera, Magnhild og Ósk,
Guð styrki ykkur í ykkar miklu
sorg.
' Róbert Jónsson.
Kveðja
í morgun saztu hér
undir meiði sólarinnar
og hlustaðir á fuglana
hátt uppí geislunum
minn gamli vinur
en veizt nú, i kvöld
hvernig vegimir enda
hvemig orðin nema staðar
og stjömurnar slokkna
(Hannes Pétursson.)
í dag verður borinn til grafar
Gylfi Hjálmarsson, sem lést langt
um aldur fram eftir stutt en erfið
veikindi. í dag eiga margir erfitt,
en allt tekur enda — jafnvel erfið-
leikarnir líka. Stundum koma þau
atvik fyrir í lífinu að orðin sitja ein-
hvers staðar föst. Ótímabært frá-
fall Gylfa vinar míns er eitt þeirra.
Ég veit þó fyrir fullt og fast að
Gylfi hefði ekki viljað að menn legð-
ust í víl sín vegna, heldur litu hlut-
ina með björtum huga. Þannig var
hans lífsstíll og þannig tók hann
flestu sem fyrir bar í lífinu með
jafnaðargeði. Leit yfirleitt á björtu
hliðarnar og stutt var oft í drengja-
legt og góðlegt brosið hans. Þá var
oftar en hitt stutt í spaugið og þá
lifnaði allt í kringum hann og allt .
virkaði svo bjart og gott. Slík endur-
minning hjálpar mörgum í dag og
mér finnst ég svo miklu betri mað-
ur að fá að eiga slíkar minningar.
Það veitir sálaryl og styrk.
Gylfi fæddist í Reykjavík 13. jan-
úar 1944 og var því nýorðinn 50
ára þegar hann andaðist á Landa-
kotsspítala hinn 20. febrúar. For-
eldrar hans eru Hjálmar Guðmunds-
son skipstjóri og Hulda Gunnlaug
Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur.
Hann tók sveinspróf í setningu
5. júní 1965 og það ár hóf hann
störf á Morgunblaðinu. Gylfi hélt
vestur um haf til Kanada 1969, þar
sem hann starfaði hjá. Simpson
Sears til ársloka 1988. í byijun árs
1989 kom hann aftur heim og hóf
störf á ný hjá Morgunblaðinu.
Gylfi kvæntist Veru Snæhólm 3.
apríl 1966 og eignuðust þau tvær
dætur, Magnhild og Veru Ósk.
Gylfi var mikill heimilisfaðir og því
leitaði hugur hans oft til Toronto,
en þar eru dætur hans búsettar.
Þar hafði hann líka sjálfur búið og
sem mikill íþróttaunnandi átti hann
sér uppáhaldsfélag — hafnaboltalið-
ið Toronto Blue Jays. Gylfi fylgdist
vel með félaginu í leik og þeir voru
ófáir morgnarnir sem hann kom inn
á íþróttadeildina til að fá upplýs-
ingar um leiki í hafnaboltanum sem
fóru fram um nóttina.
Sem fyrr segir hafði Gylfi mikinn
áhuga á íþróttum, enda átti hann
ekki langt að sækja þann áhuga. Á
yngri árum var hann þekktur
íþróttamaður. Lék hann t.d. með
fyrsta unglingalandsliðinu í hand-
knattleik, sem tók þátt í Norður-
landamóti. Seinna varð hann marg-
faldur íslands- og Reykjavíkur-
meistari með Fram, en hann lék
við hlið Gunnlaugs (Labba) bróður
síns. Gylfi lék einnig með meistara-
flokki Vals í knattspyrnu og sem
unglingur þótti hann mjög efnilegur
fij álsíþróttamaður.
Gylfi hafði yfir góðri kímnigáfu
að ráða, var glettinn og gat' séð
broslegar hliðar á ótrúlegustu um-
mælum og vangaveltum. Þá var
Gylfi glöggur og minnisgóður og
rifjaði oft upp gamla atburði á ein-
stakan hátt. Hann var þekktur fyr-
ir skyldurækni, yfirvegun og sjálfs-
aga og vann verk sín afar vel.
Hann þoldi ekki óreglu á hlutunum,
en vildi hafa allt á sínum stað.
Frestaði því ekki til morguns, sem
hægt var að gera í dag. Gylfi sló
ekki um sig, það var ekki hans lífs-
Stfll. Hann var vinur vina sinna og
ávallt tilbúinn að veita þá aðstoð
sem hann gat. Það var öryggi að
vita af honum á næstu grösum.
Gylfi var mikill keppnismaður og
undirbjó sig vel fyrir hveija orr-
ustu, ákveðinn í að láta sitt ekki